Morgunblaðið - 03.02.1937, Qupperneq 3
Miðvikudagur 3. febr. 1937
MORGUNBLAÐIÐ
3
„Skíða-
gaipurinn
Nauðsynjavörur hafa stórhækkað
í verði á erlendum markaði.
Yngsti skíðamaðurinn við- skíðaskála í Sviss nýtur háfjalla-
sólarinnar.
Sambandskaupfjelögin
ásælastgjaldeyririnn.
K. E. A. gerir yíirboð á blaut-
fisk á Suðurlandi,
Alþýðublaðið skýrir frá
bví í gær, að sendimað-
ur frá Kaupfjelagi Eyfirð-
inga á Akureyri hafi verið
á ferð í Vestmannaeyjum í
fiskkaupaerindum.
Sendimaðurinn hafi viljað
kaupa um 3—5 þús. skippund af
fiski fyrir mun hærra verð en
fáanlegt er, en engu að síðúr hafi
hann fengið kaldar viðtökur, og
segir Alþýðublaðið, að því liafi
valdið undirróður bankastjóra
útibós Utvegsbankans í Eyjum.
Þykir blaðinu hart, að sjómenn
skuli vera þannig leiknir af Út-
vegsbankanum.
Það er nú hægurinn nær fyrir
Alþýðublaðið að tala máli sjó-
manna við bankastjórn Útvegs-
bankans, þar sem sjálfúr formað-
ur Alþýðuflokksins á sæti í
bankastjórninni og aðrir háttsett-
ir ^samherjar í bankaráðinu.
En vildi ekki Alþýðublaðið, um
leið og það birtir viðtal við
bankastjóra Jón Baldvinsson um
þetta mál, skýra einmg frá því,
hvernig á því stendur að K. E. A.
sendir mann í fjarlæga landshluta
til þess að gera boð í fisk fyrir
miklu hærra verð en sjáanlegt er
að fáist fyrir vöruna?
I Stendur þetta að einhverju
' leyti í sambandi við þá sjerstöðu,
sem kaupfjelögin hafa með tilliti
til ráðstöfunar á þeim gjaldeyri,
sem þeim til fellur og upplýst
var á síðasta þingi?
Ef svo er, væri full ástæða fyr
ir gjaldeyrisnefnd að kynna sjer,
hvernig farið er með gjaldeyrir
kaupfjelaganna. Og þar getur Al-
þýðublaðið einnig -snúið sjer til
Jóns Baldvinssonar, sem á sæti
í gjaldeyrisnefnd.
Það er full ástæða til að athuga
þetta nákvæmlega, þegar svo er
komið, að stærsta kaupfjelag
landsins gerir beinlínis út mann
í fjarlæga landshluta til þess að
reyna að ná umráðum yfir gjald-
eyrinum, gerir þar yfirboð í vör-
una og spillir fyrir aðþrengdum
útgerðarmönnum, sem bannað er
aS ráSstafa sínum gjaldeyri.
Prófessor Mosbeck, frá Kaup-
mannahafnarháskóla, lagði af
stað í gær, áleiðis til íslands, til
þess að taka þátt í dómarastarfi
í samkepnisprófi um kennaraem-
bættið í guðfræði við Iláskóla ís-
lands. (FÚ)
Almenn vöruþurö hjer vegna
heimskulegra ráOstafana
innflutningsnefndar.
Þféðartapið nemur
■tiilfóiiuxii króna.
Fjármálaráðherrann hefir verið að panta
brakklæti frá flokksmönnum sínum
úti um land, fyrir hinar ágætu(!)
framkvæmdir á innflutningshöftunum árið sem
leið, og fyrir hinn ,,hagstæða“ verslunarjöfnuð,
sem sýndur var á pappírnum við áramótin
síðustu.
Morgunblaðið hefir hvað eftir annað sýnt
fram á, að hinn „hagstæði“ verslunarjöfnuður á
pappírnum er raunverulega falskur, því að al-
menn vöruþurð er nú í landinu, og allar vörur
stórhækkandi erlendis.
Það er því vafalaust óhætt að fullyrða, að hinar heimsku-
legu framkvæmdir innflutningshaftanna árið sem leið, koma
til að kosta þjóðina miljónir króna í dýrari innkaupum á þessu
ári, og við öllum almenningi blasir nú enhver sú ægilegasta dýr-
tíð, sem komið hefir síðan á stríðsárunum.
I dagblöðum bæjarins hefir
nú alveg nýverið verið birt til-
kynning frá kolaverslunum um
all-verulega hækkun á kola-
verðinu, sem stafar sumpart af
verðhækkun erlendis og sum-
part af hækkun flutnings-
gjaldsins. Flutningsgjald á
kolum og salti hefir hækkað
um 40—50%.
Útsöluverð á kolum hefir
verið hjer í bænum sem hjer
segir síðustu árin:
Janpar 1933
— 1934
— 1935
— '1936
Febrúar 1936
— 1937
38 kr. pr. tonn
38 kr. pr. tonn
40 kr. pr. tonn
44 kr. pr. tonn
46 kr. pr. tonn
52 kr. pr. tonn
Síðasta hækkun kolaverðsins
er þannig 6 kr. á tonnið.
Nú er ástandið þannig hjer
í 'bænum, að ekki er til eitt ein-
asta kolablað, aðeins 1500—
2000 tonn af salla. Þetta eru
allar kolabirgðirnar nú, þegar
vertíðin fer í hönd!
Hækkun kolaverðsins verður
þungur skattur á útgerðinni.
Venjan hefir verið sú, að hjer
í bænum hafa verið fyrirliggj-
andi í byrjun vertíðar kola-
birgðir, sem hafa numið 8—10
þúsund tonnum. Nú er ekki til
eitt einasta kolablað!
Við erum m. ö. o. í þessari
einu vöruteg. um 'l/2 milj. kr. fá-
tækari nú en venjulega, og þó
öllu betur, vegna þess hve var-
an hefir hækkað í verði.
Enginn saltfarmur hefir ver-
ið fluttur til landsins á þessu
ári, en vegna hirinar stórfeldu
hækkunar flutningsgjaldsins er
fyrirfram vitað, að mikil verð-
hækkun verður á salti.
BYGGINGAR-
VÖRUR
Þar er einnig stórfeld verð-
hækkun skollin yfir erlendis.
Þannig hefir timbur hækkað
um 50% á erlendum markaði.
Sement hefir hækkað i hjer
um 1 kr. tunnan. Steypujárn
er lítt fáanlegt erlendis, en
stórhækkað þar í verði.
Þakjárn hefir hækkað hjer
um 6—7 aura kg.
Kunnug er deilan, sem bygg-
ingarvörukaupmenn áttu á s.l.
ári við Gjaldeyris- og innflutn-
ingsnefnd um innflutning á
byggingarvöru. Nefndin ætlaði
að neita nál. öllum innflutningi
seinni hluta ársins. Nú geta
menn sjeð hverjar hefðu orðið
afleiðingar þeirrar ráðsmensku.
MATVARA
Þar er sömu sögu að segja.
Nálega öll matvara hefir
hækkað erlendis og sumar teg-
undir gífurlega.
Þannig nemur verðhækkunin
á mgmjöli 108%, hveiti 57%,
hrísgrjónum 13%, mais 40%.
Melis hefir einnig hækkað um
32%.
Og girðingarefni hefir þegar
hækkað um 26%, og er ört
hækkandi.
HVERJAR VERÐA
AFLEIÐINGARNAR?
Það þarf ekki að lýsa því
hjer, hvaða afleiðingar það
hefir fyrir okkur íslendinga að
allar nauðsynjavörur hafa
stórhækkað í verði erlendis.
Fjármálaráðherrann hefir
Adam Poulsen.
Adam Poulsen
kemur til íslands
Khöfn í gær. FÚ.
Adam Poulsen leikhússtjóri
lagði í dag af stað til ís-
lands, og fer hann til íslands fyr-
ir forgöngu einstakra áhuga-
manna til þess að leggja á ráð um
Þjóðleikhúsíð í Reykjavík og
framtíð þess.
*
Morgunblaðið spurðist fyrir um
það hjá Leikfjelaginu í gærkveldi
og víðar, á hvers vegum Adam
Poulsen kæmi hingað til lands,
en ekki var hægt að fá nein full-
nægjandi svör nm það. p;
Hann er ekki á veguín Leikfje-
lags Reykjavíkur uje þjóðleik-
húsnefndar, en hverjif þessir
„einstöku álmgamentiúi eriu, gat
blaðið ekki fengið upplýst í gær-
kveldi. :aoi
Jónas Halldórsson
selur nýtt met í
100 metra sundi
Sundkepni
og snndsýningar
í Laugnnum.
FRAMH. Á SJÖTTU SH)U
Priðji og síðasti liður í hátíða-
höldum í. S. f., í tilefni ald-
arfjórðungsafmælisins, var sund-
mót og sundsýning í Sundlaug-
unum á sunnudaginn var.
Veður var hið ákjósanlegasta
og fjölda margir áhorfendur voru
að sundinu.
Fyrst var kept í 50 metra
sundi fyrir telpur, og varð fyrst
Sóley Steingrímsdóttir, á 38 sek.
Næst var kept .í 50 metra sundi
fyrir drengi og varð Svanberg
Haraldsson hlutskarpastur á 31,6
sek. 200 metra bringusund
kvenna vann Betty Ilansen á 3
mín. 38,5 sek. Þá fór fram 200
metra bringusund karla og var
það afar spennandi kepni. Hlut-
skarpastir urðu þeir Þorsteinu
Hjálmarsson, meistari í 200 metra
FRAMHALÐ Á SJÖTTU SÍÐU