Morgunblaðið - 03.02.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1937, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 3. febr. 1937 MORGUNBLAÐIÐ 8 Hefir haft frumkvæði að iðn- framförum um langf skeið: Iðnaðarmanna- fjelagið 70 ára. Stjórn Iðnaðarmannafjelagsins (talið frá vinstri): Sigurður Halldórsson, Guðmundur Þorláksson, Einar Erlendsson, R-agnar Þórarinsson og Arsœll Árnason. 170 ár hefir Iðnaðar- mannaf jelagið hjer í Reykjavík verið lyftistöng aðnaðarframkvæmda í hess- rim bæ, og haft forgöngu í étal málum, sem varðað hafa allan landslýð. Saga hessa f jelags, er saga iðnaðarfram fara á landi hjer á flestöll- iim sviðum. Innan hessara fjelagssamtaka hafa hug- myndir fæðst og ráð verið ráðin, til hess að auka kunn- áttu og; hagleik íslenskra iðn aðarmanna, og gera há sem færasta til hess að leysa hau verkefni, sem h.ióðin hefir hurft að fá leyst, á sviði bygginga og; hverskonar iðn- aðar. dag -er 70 ára afmæli fjelags- ins. 1 dag fyrir 70 árum, þ. 3: febrúar 1867 komu nokkrir menn saman Irjá forstjóra Lands- prentsmiðjunnar, Einari Þórðar- •syni, til þess að stofna þetta f je- lag. Óglöggar fregnir eru af þeim fundi.' Og eigi vita menn með vissu hverjir stofnendurnir voru, því fundabækur fyrstu 4 áranna eru glataðar. En hinn landskunni ■dugnaðarmaður Einar Þórðarson hefir verið lielsti hvatamaður ■stofnunarinnar. Munnmælasaga er nm það, að stofnendurnir hafi þann dag, til hátíðabrigðis, etið hákarl og hangikjöt og drukkið ibrennivín. I fyrstu stjórninni voru þeir, Eiriar Þórðarson formaður, Egill -Jónsson bókbindari ritari og Ein- •ar Jónsson snikkari fjehirðir. Það voru því menn úr ýmsum starfs- :greinum, sem þarna tóku höndum saman, enda var höfuðborgin ekki stærri en það, að eitt fjelag lient- nði best öllum iðngreinum. Talið er að stofnendur hafi alls verið 31 að tölu. Trjesmiðir voru fjölmennastir meðal stofnendanna. Þar voru og steinhöggvarar, eða grjótklofn- ingsmenn, sem kallaðir voru, og lögregluþjónar og gullsmiðir. Meðal stofnendanna var hinn fjölhæfi áhugamaður Sigfús Ey- mundsson. Landsprentsmiðjan, vagga Iðn- -aðarmannaf jelagsins, var, sem hunnugt er, eitt af „Innrjettinga“- húsum Skúla landfógeta. Pór vel k því, að Iðnaðarmannafjelagið skyldi vakna til lífsins á slóðum þessa forföður íslensks iðnaðar. 1 tilefni 70 ára afmælisins hefir núverandi stjórn Iðnaðarmanna- fjelagsins kallað blaðamenn bæj- arins á sinn fund, og látið þeim í tje til birtingar ýms atriði úr sögu þessa merka fjelagsskapar. Fyrsta áhugamálið. itt af fyrstu framkvæmdum fjelagsins vai’ að koma upp henslu fyrir æskumenn bæjar- ins. Var það kvöldskóii, stofnað- ur 1869. Þar voru kendar almenn- ar námsgreinar, en lítið sem ekk- ert er að iðnnámi laut sjerstak- lega. Þessi skóli var opinn öllum bæjarmönnum. Fyrsti kennari þar mun hafa verið Árni Gíslason leturgrafari. En árið 1873 stofnaði fjelagið sunnudagaskóla. 1893 byrjaði teiknikensla í skólanum 'og annað nám, sem að iðnaði laut, og var það upphaf hins eiginlega Iðn- skóla. En alt fram til ársins 1904 var aðeins kent á sunnudögum. Árið 1904 var stofnað til kvöld- skóla, er starfaði 6 daga vikunn- ar, 2 klst. á dag. Þá var Iðnskól- inn kominn í svipað horf og hann er nú. Skólastjóri og aðalkennari hans var þá um skeið Jón heitinn Þorláksson. Þá var skólinn í Vina- minni. En það húsnæði var mjög ófullnægjandi. Því rjeðist fjelag- ið í að reisa Iðnskólann við Lækj- argötu árið 1906. Iðnskólinn hefir verið mjög þörf stofnun fyrir þæjarfjelagið og þjóðina sem kunnugt er. Hon-. um hefir verið skift í 4 deildir. Þúsundir iðnaðarmanna hafa sótt þangað undirbúningsmentun und- ir störf sín. Er Jón Þorláksson ljet af skóla- stjórninni tók Ásgeir Torfason við henni, þá Þórarinn Þorláksson, en núverandi skólastjóri Helgi H. Eiríksson tók við af Þórarni. En auk þess sem Iðnaðarmanna- fjelagið hefir annast um þenna skóla, hefir það örfað og styrkt marga unga iðnaðarmenn til þess að leita sjer bæði bóklegrar og verklegrar fræðslu til útlanda. Styrktarsjóðurinn. Isambandi við Iðnaðarmanna- fjelagið starfar Styrktar- og sjúkrasjóður Iðnaðarmanna, sem sjálfstæð stofnun, en undir eftir- liti fjelagsins Styrktarsjóðurinn var stofnaður 7. apríl 1895. í sjóðnum eru nú rúmlega 40 þús. kr. Árstillag þeirra, sem eru í sjóðnum, eru 5 krónur. Iðnaðar- mannafjelagið stofnaði sjóð iþenna með kr. 2263,00, er þá var nálega aleiga fjelagsins. Styrk úr sjóðnum fá aðallega ekkjur iðn- aðarmanna og ellihrumir fjelags- menn. í stjórn sjóðsins eru nú þeir: Einar Finnsson form., Hall- dór Sigurðsson gjaldkeri, Tómas Tómasson, Vigfús Guðbrandsson, Jón Halldórsson og Ársæll Árna- son endurskoðendur. Bókasafnið. nemma stofnaði Iðnaðarmanna fjelagið bókasafn. En árið 1924 var bókasafn fjelagsins sam- einað bókasafni Verkfræðingafje- lagsins og Iðnfræðafjelagsins. Og enn hefir hókasafn Vjelstjórafje- lagsins bæst við. Er bókasafn þetta nú geymt í Ingólfslivoli og allmikið notað. Iðnaðarlög g j öf in. ðnaðarmannafjelagið hefir látið iðnlöggjöfina mjög til sín taka, á síðari árum. Árið 1917 var sett nefnd í fjelaginu til að at- huga þau mál. En árið 1927 kom- ust iðnlögin á, er að því miða, að vernda rjett iðnaðarmanna gegn ófaglærðum mönnum. Árið 1928 var Iðnráðið stofnað, en hlut- verk þess er að halda uppi yfir- umsjón með iðnaðarmálum í land- inu. Er Iðnráðið nú lögíest. * Forvígismenn. Margir af nýtustu og bestu borgurum Reykjavíkur undanfar- in 70 ár, hafa verið forvígismenn og mestu stuðningsmenn þessa fjelagsskapar. Má þar til nefna fyrsta. Einar Þórðarson prentara, sem fyr er getið, og þá meðstjórn- endur hans í fyrstu stjórninni, Sigfús Eymundsson, Jakob Sveins- •son, Helga Helgason, Matthías Matthíasson í Holti, Valgarð Breiðfjörð, Jón Þorláksson, Gísla Guðmundsson gerlafræðing, Guðm. Jakohsson, Magnús Blöndahl, Þor- varð Þorvarðssonar, og af núlif- andi mönnum, Knud Zimsen, er lengst allra hefir verið formaður í fjelaginu, eða samtals 16 ár, Björn Kristjánsson, Magnús Benja mínsson og Jón Halldórsson. Húsnæðismál. yrstu 30 árin átti fjelagið ekk- ert húsnæði. En á fundi fje- lagsins 1. fehr. 1891 hreyfði Matt- hías í Holti því, að byggja sam- komuhús fyrir fjelagið og hæinn. Það tók þó 5 ár að undirbúa hús- smíðina. Var Iðnó reist árið 1896, kostaði 36 þús. kr. og þótti gífur- legt fje, enda var hús þetta hið myndarlegasta á mælikvarða Reykjavíkur í þá daga. Lítinn stvrk fekk ijelagið til húsbyggingarinnar, nema frá nokkrum fjelögum í bænum. En sá styrkur var hverfandi saman- borið við byggingakostnaðinn. Þótti mörgum bæjarbúum iðnað- armenn ráðast hjer út í fásinnu að leggja í- svo mikinn kostnað. En 60 f jelagsmenn gengu í ábyrgð fju'ir miklum hluta kostnaðar. Lóðina unnu þeir með því að fylla út í Tjörnina. En fjelagið átti þá hauk í liorni, þar sem var Ólafur Ólafsson prentari, er var eins- konar fjármálaráðherra þess í þeiiii stórræðum. En fleiri voru styrkir fjelagsmenn þá, svo sem Magnús Benjamínsson, Andrjes Bjarnason, Matthías í Holti, Hjört ur Hjartarson, Magnús Benjamíns son. Fyrir forsjálni þessara og fleiri manna fór svo að fjelagið skaðaðist ekki á húsbyggingunni. Þó seldi fjelagið Iðnó árið 1918. Ingólfsstyttan. itt af því, sem lengi ber uppi hróður Iðnaðarmannafjelags- ins er hin höfðinglega gjöf þess, er það rjeðst í að reisa Ingólfi Arnarsyni minnisvarða á Arnar- lióli. Var það samþykt í fjelaginu þ. 17. sept. 1906. Og eitt af fyrstu símskeytum, sem fóru um hinn nýlagða sæsíma var skeyti til Ein- ars Jónssonar, þar sem fjelagið pantaði mynd þessa hjá honum. En það tók mörg ár að koma myndinni upp. Happdrættið, sem stofnað var til, gaf litlar tekjur til þess að gera. En styttan kost- aði alls rúml. 40 þús. kr. og var mest af því fje lagt fram frá fje- laginu. Styttan var afhent landinu þ. 24. febrúar 1924. Stóðu þeir fyrir því Jón Halldórsson þáverandi formaður fjelagsins, og Knud Zimsen borgarstjóri, er var for- maður nefndarinnar ei’ annaðist um þetta mál. Framtíðarmál. esta framtíðarmálið, sem fje- lagið hefir nú með höndum, er húsbyggingarmál. Árið 1929 keypti fjelagið stóra lóð á Amt- mannstúni fyrir norðan Hallveig- arstíg og austan Ingólfsstrætis. Uppdráttur hefir verið gerður af fyrirhuguðu húsi fjelagsins þar, 59 metra á lengd meðfram Hall- veigarstíg og 27 metra meðfram Ingólfsstræti. Samkvæmt þeim uppdrætti eiga þar að vera m. a.. 15 kenslustofur fyrir Iðnskólann auk samkomu- sala og margs annars. En nú hafa fleiri hugmyndir komið fram, en uppi voru þegar teikning þessi var gerð, í sambandi við hús þetta. En aftur aðrar, sem við það voru tengdar, fallið hurtu. Svo senni- lega verður húsið aldrei bygt eftir þessari teikningu. Fleiri mál eru á döfinni hjá fjelaginu, sem bíða úriausnar; svo sem ráðstöfun til þess að örfa sveina til að vanda sem best próf- smíði sína. Þá er unuið að því að gera reglur um það hvaða mentun skuli heimta af iðnnemum. Eitt af verkefnum fjelagsins er að efna til sögu hins íslenska iðnaðar o. m. fl. mætti telja, sem fjelagið hefir á prjónunum. Iðnaðarmál, sjálfstæðismál. egar litið er yfir sögu Iðnað- armannafjelagsins, úr hvaða I jarðvegi þau fjelagssamtök eru j sprottin kemur það greinilega í ljós, að markmið þessa fjelags- skapar var fyrst og fremst það, að gera íslendinga óháða erlendum iðnaðarmönnum. Á öldinni sem leið, alt fram und- ir aldamót var það jafnan siður stjórnarvaldanna að fá erlenda menn til þess að standa fyrir öll- um meiriháttar byggingum. Þó ekki væri annað en reisa hjer hina fyrstu vita er reistir voru, voru erlendis yfirsmiðir fengnir. Og erlendir verkamenn voru flutt- ir hingað til þess að vinna við bygging Hegningarhússins og fleiri hús. íslenskir iðnaðarmenn kostuðu kapps um, að læra hagnýta vinnu af þeim erlendu steinsmiðum t. d. er hingað komu. Og fleira lærðu þeir. Og um aldamót var svo kom- ið, að eigi voru framar fengnir hingað erlendir verkstjórar. En þá hafði Iðnaðarmannafjelagið líka starfað hjer lengi, og m. a. styrkt unga menn til verklegs náms ytra. Þannig hefir fjelagið unnið að því að gera íslenskan iðnað sjálf- hjarga og sjálfstæðan. En Iðnaðarmannafjelagið hefir einnig haft auga- fyrir því, að styðja að efnalegu sjálfstæði ein- stakra manna. Frá Iðnaðarmanna- fjelaginu kom hvöt til þeirrar sparisjóðsstofnunar, er var undan- fari að stofnun Landsbankans. Og upptökin að stofnun Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1932 voru í Iðnaðarmannafjelag- inu. Fjelagatal. tofnendur fjelagsins fyrir 70 árum voru 31, sem fyr segir. Árið 1920 voru fjelagsmenn ekki nema 60. En'nú eru þeir 270. Yaxandi þátttaka í fjelaginu hin síðari ár er góðs viti, enda eru verkefnin mikil og mikils- varðandi er bíða þessa fjelagsskap ar í næstu framtíð. Nú kemur liið ódýra rafmagn frá Ljósafossi. Og með hverju ári verður þörf Reykja víkur brýnni fyrir auknum iðn- aði. Mætti Iðnaðarmannafjelaginu auðnast að verða enn sem fyrri leiðbeinandi og brautryðjandi á sviði iðnmálanna, í'hinni ört vax- andi íslensku höfuðborg. Æft Trofzky’s, eftir sjálfan hann, ættu allir að lesa, er kynn- ast vilja pólitík Rússlands. Fæst hjá bóksölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.