Morgunblaðið - 03.02.1937, Síða 7
Miðvikuoagur 3. febr. 1337
kuiltíUNBLAtíi:'
Qagbofc,
I.O.O.F. 118236 (Spilakvöld)
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17):
Norðantil á Vesturlandi er hvöss
NA-átt og snjókoma, en vindur
annars hægur og slydda eða rign-
ing austanlands. Hiti þar er 1—4
stig, en víða dálítið frost á N- og
V-landi.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Vaxandi NA-átt. Úrkomulaust.
Eimskip. Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss er í Reykjavík.
Brúarfoss kom til Leith kl. 3 í
gær. Dettifoss er á leið til Ham-
borgar frá Khöfn. Lagarfoss kom
í nótt. Selfoss er á leið til lands-
ins frá Hull.
Tveggja þjónn, gamanleikur
Mentaskólanemenda, verður sýnd
ur í kvöld í Iðnó.
Fíladelfíusöfnuðurinn. Sam-
koma í Varðarhúsinu á miðviku-
dagskvökl kl. 8V>>. Ræðumenn:
Herbert Larsson frá Svíþjóð, Er-
ic Ericson, Jónas Jakobsson og
Kristín Sæmunds. Söngur og hljóð
færasláttur. Allir velltomnir.
Betanía. Biblíulestur miðviku-
daginn 3. febr. kl. 8% síðd. Allir
kjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn. 1 ltvöld eru
allir hermenn boðnir. Annað
kvöld kl. 8% söng- og hljómleika
samkoma. Fallegar skúggamyndir
verða sýndar. Horna- og strengja
sveit spilar.
Kvennadeild Slysavarnafjelags
íslands heldur aðalfund sinn í
kvöld kl. 8V2 í Oddfellowhúsinu.
Af veiðum komu í gær togar-
arnir Geir með 2400 körfur, Gyll-
ir með 3000 körfur og Þórólfur
með 3300 körfur.
Missögn var það 1 blaðinu í
gær, að Jón Halldórsson hefði
flutt ræðu í afmælisveislu Sigfús-
ar Einarssonar, fyrir hönd Kárla-
kórsins Fóstbræður. Það var
Björn Arnason endurskoðandi, er
ræðuna flutti, enda er hann for-
máður kórsins. í sömu frásögn
niisprentaðist nafn Olafs Pálsson-
ar formanns Sambands ísl. karla-
kóra.
Verðlaunavísubotnar. Mörg
hundruð vísubotnar hafa verið
sendir til Morgunblaðsins í verð-
launasamkepnina um bestu vísu-
botnana við þenna vísuhelming:
„Simpson kemur víða við
og veld\im breyttum högum“.
í kvöld er útrunninn frestur til
að senda vísubotna í verðlauna-
samkepnina.
| Úr leikirllliia ílfafell. |
Mynd úr barnaleikritinu „Álfafell" eftir Óskar Kjartansson,
sem sýnt hefir verið tvisvar sinnum við feikna aðsókn, til ágóða fyr-
ir Vetrarhjálpina. Leikritið verður sýnt í síðasta sinn í dag kl. 5.
Heimdellingar, sem eiga ljós-
myndir úr ferðalögum fjelagsins
á undanföriium árum, eru beðnir
að lána þær um stundarsakir.
Myndunum veitir móttöku Ivar
Guðmundsson, Morgunblaðinu.
10 ára afmæli Heimdallar, fje-
lags ungra Sjálfstæðismanna,
verður meðal annars minst með
borðhaldi og dansleik laugardag-
inn 20. þ. m. Verður hóf þetta
seinasti liður í hátíðahöldum
þeim, sem fjelagið hygst að gang-
ast fyrir. Mun ínnan skamms
verða hægt að leggja fram á-
skriftarlista fyrir þá, sem vilja
taka þátt í skemtuninni, en þeir
verða án efa fjölda margir.
Gjörðabók íslandsglímunnar er
það, sem 1. S. í. fjekk á afmæli
sínu frá áhugasömum glímu-
manni, —: ekki íslenskrar glímu,
eins og misprentaðist hjer í blað-
inu. Ætlunin er að skrá sögu ís-
landsglímunnar alt frá því fyrsta
(1906). Gefandanum fanst ekki
rjettmætt að glímukóngar íslands
gleymdust alveg nokkur ár eftir
að þeir hefðu unnið þenna mikla
heiðurstitil.
Trúlofun. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína í Kaupmannahöfn
ungfrú Guðrún Helgadóttir (Guð-
mundssonar trjesmiðs) og Halry
Olsen blikksmiður.
Hjónaband á Akranesi. S.l.
laugardag voru gefin saíhán í
hjónaband á Akranesi úngfrú
Guðrún Brynjólfsdóttir og Berg-
þór Guðjónsson skipstjóri. Sama
dag opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Svafa Símonardóttir og
Sigurður Baldvinsson vjelstjóri.
X t A A A A .4. .
ArWTTWVWWVWWWWVVW
♦
1 Ný bók:
jii
1
Ll ?
*
Y
Y
Y
Y
4
4
:
❖
I
|
Y
Y
Y
Y
Y
Konan á klettinum
|
Y
X
t
f
|
f
|
f
X
Fæst í öllum bókaverslunum og kostar
f
I
♦%
12 sögur eftir Sfefán Jónsson.
aðeins kr. 4,50.
ísfiskssala. Otur seldi afla sinn
í Grimsby í fyrradag, 1084 vætt-
ir fyrir 721 stpd.
Þórður Jensson, fyrverandi
stjórnarráðsfulltrúi, andaðist í
gær í Landspítalanum,
Prófessor Ahlmann, er var í
rannsóknarför á Vatnajökli, er
kominn til Kaupmannahafnar til
þess að halda fyrirlestur um
Vatnajökul. Hann hefir verið
sæmdur danska Hans Egede heið
urspeningnum fyrir rannsóknir
sínar. (FÚ).
Verslunarmannafjelag Reykja-
víkur. Bókaútlán kl. 8 í kvöld í
Kaupþingssalnum.
Bókasafn fjelagsins Anglía, sem
;geymt er í Breska Aðalkonsúlat-
inu, er opið á virkum dögum kl.
10—12 árdegis og 2—5 síðd.,
nema á laugardögum. Þá er það
aðeins opið kl. 10—12 árdegis.
Vefnaðarnámskeið heldur frú
Agnes Davíðsson í mars og apríl
daglega kl. 1—6 e. h. Kenslugjald
verður 40 kr. á mánuði. Nemend-
ur kaupa ennfremur garnið og fá
pyo sjálfar það sem þær vefa á
námskeiðinu. Frúin mun bæjarbú-
um kunn síðan hún hafði mjög
smekklega og fjölbreytta vefnað-
arsýningu í Sýningarskálanum
fyrir jólin. Áður hefir hún rekið
vefstofu og skóla í Danmörku. Nvt
pr því tækifæri til að læra vefn-
að og ættu konur bæjarins að at-
Imga þetta. Húsgagnafóður,
dregla, dúka og margt fleira má
vefa í landinu sjálfu, að mestu
úr íslenskri ull, og er hjer því
mikilsvert mál á ferðinni, sem
vert er að gefa gaum.
Miðvikudagur 3. febrúar.
8.15 íslenskukensla.
12.00 Hádegisútvarp.
19.20 Hljómplötur: Sönglög eftir
Brahms og Hugo Wolf.
19.55 Auglýsingar.
20.00 Frjettir.
20.30 Útvarp frá Hótei Borg: 70
ára afmælisfagnaður Iðnaðar-
mannafjelagsins í Reykjavík,
20.45 Erindi: Efnisheimurinn, V
(Sigurkarl Stefánsson cand.
mag.).
21.10 Tríó Tónlistárskólans leik-
ur.
21.40 Útvarpssagan.
22.05 Hljómplötur: Endurtekin
lög (til kl. 22.30).
♦ ♦%
| Dömukjólar
verða seldir í dag og á morgun
fyrir mjög lítið verð, frá kr. 10.00
stykkið í
SOFFIUBIIÐ.
Barnaleiksýninp Vetrarhjálparinnar.
Vegna fjölda áskorana verður leikritið „Álfafell" eft-
ir Óskar Kjartansson, sýnt í Iðnó miðvikudaginn 3. þ. m.
kl. 5 e. h. — Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á morgun eftir kl.
1 og kosta kr. 0,75 fyrir börn og kr. 1,25 fyrir f'ullorðna.
Ekki tekið á móti pöntunum í síma. — Ágóði af leiksýn-
ingunni rennur tií Vetrarhjálparinnar. — Þetta er í síð-
asta sinn sem leikritið verður sýnt að þessu sinni.
Frosið kjöt
af fullorðnu á 50 aura
í frampörtum og 60
aura í lærum pr. x/i kg.
{Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Tiinbiirverslun
| P. W. Jacobsen Sön.
Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru
Carl-Lundsgade, Köbenhavn C.
ura • ui irln
%
Selur timbur í s)*rri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. ----- Eik til skipasmíða. ----- Einnig bniu
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
lýrirliggjandi:
LAIIKUR
‘ág'æí tegund.
Eggert Kristjánssan 5 Cd,
Sími 1400.
Bróðir minn,
Þórður Jensson,
fyrverandi Stjórnarráðsritari, andaðist 2. febrúar í Landspítalanum.
Ingibjörg Jensdóttir.
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu samúð við fráfall
og útför
Lúðvígs Friðrikssonar.
Vandamenn.
Hjartanlegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför minnar elskulegu konu,
Helgu Jóhannesdóttur.
Jón Ámason, Heimaskaga.