Morgunblaðið - 03.02.1937, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.02.1937, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 3. febr. 1937 ^faups&u/uic Sveskjur — Apricots — Grá- fíkjur í Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12, Sími 3247. Skíðahúfur. Hattasaumastofa Kristínar Brynjúlfsdóttur, Aust- urstræti 17, uppi. Til sölu notaðar bifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum. — Heima 5—7. Sími 3805. Zofon- ías Baldvinsson. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi ramlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Gefið börnum yðar kjarna- brauð frá Kaupfjelagsbrauð- gerðinni. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Ðagbókarblöð Reykvíkings Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu, Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Stjörnuspámennirnir í heimin- um eru alveg sammála, svona til tilbreytingar, að árið 1935 verði ár friðar og farsældar í heiminum, að minsta kosti eru þeir miklu bjartsýnni í dómum sínum nú, en þefr hafa verið í mörg ár, Dagblöðin í París birta um hver áramót langar greinar um spádóma stjörnuspekinga og spákvenna um útlit fyrir árið sem er að byrja. Sú spákona, sem Parísarbúar taka einna mest mark á, er frú Fraya (Freyja?). Hún spáði í fyrra fyrir um Abyssiníustríðið og Spánarstyrjöldina. Um borgarastyrjöldina á Spáni eru spámennirnir ekki sammála. Sumir halda því fram, að Franco hershöfðingi sigri með vorinu, en aðrir halda því fram, að Spáni verði skift í tvö ríki. Einn stjörnu spekingur segir, að á árinu 1937 verði gerð merkileg uppfynding, sem gjörbreyti flugvjelatækn- inni. Frakkland lendi í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, en að þessu loknu komist aftur kyrð á í heiminum. * •Annar stjörnuspekingur heldur því fram, að mikilvæg breyting verði á stjórnmálum Bretlands og að Baldwin forsætisráðherra hrökl ist frá völdum. í Frakklandi falli Blum-stjórnin, en í hennar stað komi varfærnari stjórn. Já, nú er að bíða og sjá! Æfintýraskáldið H. C. And- ersen þótti nokkuð hje- gómagjarn, og smáatvik urðu til þess, að lionum þótti ' sjer mis- boðið. Hann hafði gat á hurðinni hjá sjer og hleypti engum inn til sín, nema hann væri viss um, að sá, sem heimsótti hann, myndi hæla honum. Hann var heimagangur hjá Holstein greifa á Holsteins- borg. H. C. Andersen var elskað- ur og virtur þar á heimilinu, og þó sjerstaklega af börnunum, sem höfðu gaman af æfintýrasögum hans. En einu sinni kom það fyrir, að Andersen varð hræðilega móðgað ur hjá Holstein greifa. Greifafrú- in varð óttaslegin yfir því að sjá Andersen taka pjönkur sínar og búa sig til að fara skömmu eftir að hann var kominn í heimsókn. — En hvernig stendur á því, kæri Andersen, að þjer ætlið að fara frá okkur strax aftur, en ekki dvelja út vikuna, eins og yð- ar er vani? — Nei, hann ætlaði ekki að dvelja næturlangt í því húsi, þar sem hann hafði orðið fyrir móðg- Un. ' Ástæðan fyrir þessu var sú, að í gestaherberginu var bómullar- lak, í stað silki, eins og það var vant að vera. Greifafrúin ljet strax skifta um lak og skáldið ljet tilleiðast að dvelja iit Ukuna, eins og liann var vanur. * m Jóakim kom á lögreglustöðina snemma morguns og kærði til lög reglunnar yfir því, að bílstjóri, sem hefði ekið honum um nótt- ina, hefði verið drukkinn. — Hvernig getið þjer sannað að bílstjórinn var drukkinn? var hann spurður. — Það er ofur einfalt mál, svaraði Jóakim. Hann ók bílnum að vatnsþró til að gefa honum að drekka! * Sænskt blað skýrir frá því, að hagfræðingur einn hafi reiknað rit, að kvenmaður, sem stendur á sjötugu, hafi alls notað 6000 klst. af lífi sínu fyrir framan spegil. Hagfræðingurinn heldur því fram, að ungar stúlkur spegli sig að jafnaði 15 mínútur á dag sam- anlagt, en eldri kvenmenn noti minst hálftíma til þess sama. Þannig hefir sjötíu ára gamall kvenmaður alls notað 250 daga fyrir framan spegil, eða alls 6000 klukkustundir. —- Hvað kosta kjólarnir þínir að jafnaði? — Svona þrjú til fjögur yfir- lið og einn krampagrát. Bfa ‘V'itvtia, i veir ungir piltar geta feng- ið atvinnu í Bakaríinu Berg- staðastræti 29. Ungur, reglusamur maður óskar eftir atvinnu við skrif- stofustörf, verslun eða inn- heimtu. Tilboð merkt ,Atvinna‘ leggist inn á afgreiðslu blaðs- ins fyrir 6. þ. m. Þvottahús Elliheimilisins þvær vel og ódýrt. Þvotturinn sóttur og sendur. Hringið í síma 3187. JC&ns£ct' má Kensla. Stúdent, vanur kenslustörfum, óskar eftir kenslu, einkum í tungumálum. Afgreiðsla blaðsins vísar á. Myndlistarskólinn. Tilsögn í. teikningu og málaralist fyrir fólk á öllum aldri. Finnur Jóns- son, sími 2460, Jóhann Briem,. sími 1687. Ásmundur Sveins- son. — Jeg skil ekki hvað þú sjerð í honum Gvendi. Þetta er bann- settur ónytjungur, sem ekkert. gerir nema sitja á kránni og spila alla daga. — Hvað veist þú um það? — Jeg spila venjulega við> hann! BIITS er goft i allan þvoffJ’ Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. 29. með. Einnig voru það skartgripir móður hennar, sem hún gat selt ef í nauðirnar rak. Já, fjárhagslega hliðin ætti ekki að verða henni að fótakefli. Á næstunni hafði Elísabet nóg að gera við að útbúa sig til ferðarinnar. Mr. Longmore, sem vissi að maður Angleciu, Mr. Forster, átti eitt af stærstu vjelafyrir- tækjum á Long Island, sparaði ekkert til útbúnaðar í ferðina. Hann fór sjálfur með Elísabetu til London, þar sem systir hans var gift fyrverandi flotaforingja. Bessy frænku kölluðu þau hana. Þegar hún frjetti að Elísa- bet ætlaði að heimsækja miljónafjölskyldu í New York, var hún áköf í að hjálpa til við undirbúninginn. í þá átta daga, sem þau feðgin dvöldu í London, leið ekki sá dagur að Elísabet og Bessy frænka færu ekki að gera innkaup, 3-4 klukkustundir á dag. Elísabet mát- aði kjóla, kápur og hatta og oft var hiin alveg ör- magna af þreytu að loknu dagsverki. Jólahátíðin var liðin. Það höfðu verið hræðilegir dagar fyrir Elísabetu. Á 'Westend hafði verið veisla á annan jóla dag og unga fólkið í veislunni sparaði ekki glósurnar til hinna nýtrúlofuðu og ljetu þau óspart heyra að þau væru einkennilegasta kærustuparið sem þektist. Walther var eins í framkomu og hann hafði áður verið síðan þau trúlofuðust. En Elísabet vissi að hann gerði þetta af kænsku. Maður með hans skapferli gat ekki komið fram af einlægni og góðmensku. Sir James og Georg höfðu verið í veislunni. En Elísa- bet hafði sjeð til þess að Georg og borðdama hans fengu sæti við borðið, þannig að hún sæi ekki framan í Georg. Georg var skemtilegur eins og hans var venja og eftir borðhaldið dansaði hann og fleiri eftir út- varpsmúsík. Hann bauð Elísabetu upp í dans og talaði við hana um alla heima og geima. Hann spurði hana um hina fyrirhuguðu ferð hennar og og þegar ekki var hægt að tala meira um það mál spurði hann hvern- ig Jane hefði það, sem var nýkomin í heímsókn með föður sínum. Elísabet hafði farið níður að garðyrkju- mannshúsinu til að heilsa uppá hana á jóladag. En er hún kom inn heyrði hún umgang um eidhúsdyrnar, en Jane var hvergi að sjá. Það var eins og hún hefði flúið er Elísabet kom. Walther hafði heldur ekki sjeð Jane. Hann vildi líka helst losna við það. Þriðja í jólum var Mr. Longmore vanur að bjóða öllu sínu verkafólki til veislu. Miss Taylor hafði sjálf farið niður að garðyrkjumannshúsinu til að biðja Jane að koma með föður sínum til veislunnar, en alt kom fyrir ekki, Jane Ijet ekki sjá sig. Garðyrkjumaðurinn fór því út til Jane og talaði um fyrir henni, þar til hún ljet tilleiðast að koma í veisluna. Hann hafði sýnt henni fram á, að hún yrði að koma vegna Mr. Long- more, sem hún stæði í þakklætisskuld við. Jane leit ljómandi vel út og kjóllinn hennar, hvítur að lit, fór henni ljómandi vel. Hún roðnaði um leið og hún þakkaði Mr. Longmore fyrir sig, en hann brosti að, hve hún var klaufaleg og sagði, að það gleddi sig að sjá, að skólaveran hefði ekki eyðilagt roðann í kinnum hennar. Jane heilsaði þeim Walther og Elísabetu með lágri hljómlausri röddu og svaraði í sama tón spurningum Elísabetar um skólaveruna og vinnu hennar. Jane hafði augnablik litið á Walther um leið og hún heils- aði honum, en Elísabet hafði sjeð, að augu hennar skutu gneistum haturs og Walther hafði flýtt sjer að snúa sjer að öðrum landbúnaðarnemandanum og beðið hann að sjá um, að gestirnir fengju nóg að reykja. Síðan var gengið til borðs. Karlmennirnir settust hjá konum sínum, flestir þeirra voru kvæntir daglauna- menn. Landbúnaðarnemendurnir tveir, báðir stórir og myndarlegir piltar, fengu sjer sæti sinn hvoru megin við Jane og brátt tókust fjörugar samræður með þeim þremur. Gamli garðyrkjumaðurinn var ánægður að sjá Jane skemta sjer. Hann, sem elsti maður í veislunni, sat í heiðurssætinu við háborðið. Hann minti Elísabetu á guðsmynd, sem var í gamalli biblíu, sem hún átti, þar sem hann sat með alhvítt hár og skegg og liorfði yfir- veislufólkið með góðlátlegum augum, sem þó oftast hvíldu á Jane. Elísabet liafði orð á þessu við föður- sinn og hann samþykti það með góðlátlegu brosi, en Walther sagði höstuglega: „Það er verst fyrir hann, að hann skuli ekki hafa guðsvald, því á þessu vori verður hann að leggja niður stjórn sína á garðyrkjunni“. „Æ, nei, pabbi. Jeg trúi ekki að þú ætlir að reka Johnson gamla burtuf* sagði Elísabet, án þess að taka. mark á Walther. „Walther heldur því fram, að það þurfi að skipu- leggja garðinn upp á nýtt“. Elísabet svaraði ekki. Faðir hennar var þá enn á valdi Walthers. Það myndi einnig verða hlutskifti hennar, er hún kæmi heim aftur — en það skyldi aldr- ei koma fyrir, sagði hún með sjálfri sjer. Undir eins og máltíðin var á enda, voru borð upp* tekin og dansinn hófst. Skömmu seinna stóð svo á í hringdansi að Jane og Walther komu saman. Jane fölnaði, er hann tók utan um hana, en roðnaði upp í hársrætur, er Walther hvíslaði að henni: „Jane litla, ertu búin að gleyma mjer?“ „Neí, jeg gleymi þjer aldrei“, svaraði hún í bitrum róm, og reyndi að fá hann íil að hætta að dansa, en hann tók fastara utan um hana og hvíslaði með á- stríðufullum róm: „Jane — hittu mig niður við garðyrkjumannshúsið eftir hálftíma — jeg verð að 'tala við þig, það veltur á allri minni framtíð“. Jane svaraði ekki, hún fann til gömlu einkennilegu tilfinningarinnar, sem hún hafði svo oft áður fundið í nærveru hans, hún var aftur orðin viljalaust verk- færi í höndum hans. Hálfum klukkutíma seinna stóð hún í skugganum við garðyrkjumannshúsið. Heiðríkt var og fult tungl. Slíuggarnir af húsinu voru skarpir á hrímóttri jörðinni, frostperlur glitruðu á greinum trjánna. Walther kom fljótt auga á hana. Hann tók utan umt haöa og sagði:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.