Morgunblaðið - 21.02.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUIXBLAÐÍÐ
Sunnudagur 21. febr. 1937,
„WloratmHrtMt)
Útcef.: H.f. Arrabnr, Reykjavtk.
Rltetjðrar: J6a KJartanasoa o*
Valtýr StefAasaon —
ftbyrg 8 arœaB tir.
Rltatjörn og afgrel8»la:
Austnratrætl 8. — Slml 1800.
Helmasfmar:
Jön KJartanason, «r. 8743
Valtyr Stefánseon, ar. 4320.
Arnl 6la, nr. 8046.
Aakrlftagjald: kr. 2.00 & mAnuOl.
1 lauaaaölu: 16 aura elntaklC.
85 aura »»e8 iLeabðk.
Þjóðnýting
-• ríkisrekstur.
Hvernig líst ykkur á plaggið,
sem flokksþing Tímamanna s^ndi
frá sjer, þar sem lýst er afstöð-
unni til annara, flokka ? Þannig
spurði ritstjóri Morgunblaðsins
einn af foringjum sósíalista í gær.
-— Það má ekki nefna þjóðnýt-
i ngu, en þeir hafa ekkert á móti
ríkisrekstri, Tímamenn; það
þekkjum við af reynslunni. Bitt-t
hvað á þessa leið var svarið, seih
þessi foringi sósíalista gaf við
spurningunni.
Einhverjum kynni e. t. v. að
þykja þetta svar clularfult og loð-
ið. En þegar náiiár er að gáð, er
í svarinu skráð ÖIl pólitísk saga
Tímamanna.
Flokkur Tímamanjia tíefir frá
því að hann hóf göngií síha ‘óg
fram á þenna dag reynt að vilia
á sjer heimildir. Hann hefir talið
sig flokk bænclanna, en hefir
aldrei ánnað vérið' etí gfímuklædd
ur sósíalistaflokkur. Þá‘r sýna
verkin metkin.
Það má ekki nefna þjóðnýtingu.
Hversvegna má ekki nefna þjóð-
nýtingu? Það er vegna þesfe, að
orðið ,,þjóðnýtmg“ táknar á-
kveðna stefnu í stjórnmálunum,
stefnu sem sósíalisminn hefir efst
á sinni-stefnuskrá.
Þegar Tímaménn ■ hafa gengið
til kosningá, hafa þeir jafnan tal-
ið sig andvíga þjóðnýtingu, þ. e.
a. s. stefnunni eins og hún er hoð
uð af sósíalistum ög kommúnist-
um.
En sósíalistar þekkja það best
af reynslunni, eins og foringinn,
sem Morgunblaðið átti tal við,
sagði, að þegar inn á Alþing kem-
ur, eru Tímamenn ekki á móti rík-
isrekstri í allskonar myndum.
Saga undanfarinna þinga sannar
þetta best, þar sem hinar mörgu
ríkiseinokanir hafa verið skapað-
ar og ríkisrekstur á ótalmörgum
sviðum.
Ríkisrekstur —, ekki þjóðnýt-
ing. Hver er munurinn á þessu
tvennu ? Hann er enginn,: Það eru
tvö orð, sem tákna nákvæmlega
hið sama: Gr n ndvall ar,stefnu
sósíalismans.
En hvernig stendur þá á því,, að
Tímamenn samþykkja 4 hverju
þingi ríkisrekstur á einu og öðru,
en afneita þp þjóðnýtingunni?
Það er vegna þess, að þeir eru
»*■ -'•w — •
að reyna að blekkja kjósendur.
Þeir þora ekki að játa opinher-
lega að þeir sjeu fylgjandi þjóð-
nýtingarstefnu sósjalista .og komm
únista, því að þeir vita, að þá
myndu kjósendurnir hrynja frá
þeim í stórhópum.
Þessvegna má ekki nefna þjóð-
nýtingu. En Tímamenn hafa ekk-
ert á móti ríkisrekstri!
FRANCO SEGIST HAFA
UMKRINGT MADRID.
6 klst. loftárás
á Albacete.
i i i
Flutningur yfir spansk-frðnsku
landamærin ð sfðustu stundu.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
Skömmu áður en bannið gegn flutningi
sjálfboðaliða til Spánar gengur í gildi
kl. 12 í nótt, hafa orustur blossað upp
að nýju á vígstöðvunum suð-austan við Madrid.
Orustur höfðu legið niðri síðan í gærkvöldi.
Frjettir í sambandi við Spánarmálin eru þessar:
Madrid: Hlje varð á orustunum á vígstöðvunum við Mad-
rid í gærkvöldi. — í dag hófust orustur aftur og gerðu rauðliðar
gagnsókn og segir í frjettinni, að þeir hafi hæðirnar við Valen-
ciaveginn á sínu valdi.
Fr^’ettir frá uppreisnarmönnum herma aftur á mótí aS
Madrid sje nú umkringd, þar sem öllum þjóSleiðum til
borgarinnar sje lokað.
(Til viðbótar við þessa frjett segir í Lundúnafregn FÚ í
gær, að uppreisnarmenn hafi dregið saman óhemju lið á víg-
stöðvunum við vegjnn frá Madrid til Valencia.
Frjettaútari Reuters í Madrid segir (skv. FÚ), að stjórnar-
herinn hafi gert áhlaup á norðvestur-vígstöðvunum snemma í
morgun, en að því hafi verið hrundið og :hafi stjórnarherinn
mist mikið af mönnum).
Uppreisnarmenn gerðu í dag loftárás á þörgina Albacete
(sem er á höfuðleið frá Madrid til Valencia) og stóð loftárásin
í 6 klukkustundir.
Hlutleysið.
FRÁ LONDON: Portúgalir og Rússar taka þátt í eftirlitinu
með því að banninu gegn flutningi sjálfboðaliða til Spánar verði
framfylgt, ásamt Frökkum, Itölum, Þjóðverjum og Bretum.
„Morning Post“ skýrir frá því í morgun að samkomu-
lag hafi náðst milli allra aðila um eftirfarandi: Að her-
skip Breta og Portúgala gæti Biscayaflóans (þ. e. aust-
anverðrar norðurstrandar Spánar); herskip Rússa og
Frakka gæti vestanverðrar norðurstrandarinnar og vest-
urstrandarinnar. Suðurstrandarinnar gæti herskip Breta,
Portúgala og Frakka; og austurströndin verður falin
eftirliti Mussolinis og Hitlers.
í dag ganga í gildi lög, sem banna sjálfboðaliðum að fara
til Spánar, í eftirtöldum löndum: Þýskalandi, Ítalíu, Ungverja-
landi, Irlandi og Portúgal.
Lögin í Portúgal ganga lengra en annarsstaðar. Allir
Portúgalir, sem berjast sem sjálfboðaliðar á Spáni, eru
kvaddir heim og er þeim gefinn aðeins mánaðar frestur.
París: Strangt eftirlit verð-
ur sett með landamærum
Frakklands og Spánar í kvöld.
Umferð yfir landamærin til
Spánar hefir verið óhemju mik-
il undanfarna daga.
London í gær. FÚ.
KALLAÐUR HEIM
Frá Moskva berst fregn þess
efnis, að sendiherra Rússa hjá
spönsku stjórninni, Rosenberg,
hafi verið kallaður heim. Á að
fá honum aðra starfsemi, en þó |
er þess ekki getið, hver sú starf j
semi sje. Annar sendiherra hef-j
ir þegar verið skipaður í hans j
stað.
ÓEIRÐIR BLOSSA UPP
AÐ NÝJU.
London í gær. FÚ.
Oeirðir milli Araba og
Gyðinga grípa nú
mjög um sig aftur í Pale-
stínu, bæði í Jerúsalem og
víðar.
í Jerúsalem hefir lög-
reglan orðið að grípa til
vopna, til þess að dreifa
æstum mannf jölda, og
fjellu í dag tveir menn í
þeim skærum.
Graziani — vísikon-
ungi Mussolini —
sýnt banatilræði.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM:
KBH. I GÆR.
\T ísikonungi Mussolin-
’ is í Abyssiníu, Graz-
iani hershöfðingja, var
sýnt banatilræði í gær í
Addis Abeba. Vísikon-
ungurinn særðist lítils-
háttar, en Litta hers-
horöingi, ynrmaour í-
talska fíugliðsins í Ab-
yssiníu, særðist hættu-
1 lega. Allmargir Abyss-
iniumenn Ijetu lífið.
Meðal hinna særðu
er æðsti prestur hinna
koptisku . trúarbragða,
Cyrillo.
Fóru fram hátíðahöld í
höfuðborg hinnar nýju
ítölsku nýlendu, Abbis
Abeba, í tilefni af fæðingu
prinsins af Neapel, sem
erfir ríkið eftir föður sinn
Umberto krónprins. Var
verið að afhenda kirkju-
höfðingjunum. peninga-
gjafir, sem skifta átti milli
fátæklinga, er nokkrir Ab-
yssiníumenn köstuðuskyndi
lega nokkrum sprengjum
---------LIFI ——
MUSSOLINI
Londou í gær. FU.
IShang-hagi í Kína var í gær
kvöldi verið að sýna kvik-,
mynd frá Abyssiníu-stríðinu
og var myndin rússnesk.
Nokkrir ítalskir sjómenn af
skipi, sem lá á höfninni, urðu
svo æfir, er þeir sáu myndina,
að þeir rjeðust á tvo Rússa,
sem störfuðu að sýningunni, og
börðu þá til óbóta, svo að
flytja varð þá á sjúkrahús.
Þvínæst eyðilögðu þeir film-
una, grýttu stólum og hrópuðu
í ákafa: ,,Lifi Mussolini". Óg-
urlegt uppnám varð í húsinu.
Þegar óróaseggirnir voru komn
ir út hleyptu þeir af 6 skamm
byssuskotum, en særðu engan
mann.
FRAMH. AF FYRRA DÁLKI.
inn í miðjan mannsöfnuð-
inn.
Talið er að þarna hafi verið
saman komiji 4 þúsund manns.
Fór alt í upppám við þenna at-
burð. /
Nokkrir menn voru teknir
fastir og er búist við að þeir
verði yfirheyrðir opinberlaga og
skotnir, ef þeir reynast sekir.
Bogaskyttan Göring
Göring skýtur til marks.