Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 3
‘ ipr/ -i i.\ ^ Fimtudagur 4. mars 1937. MORGUNBLAÐÍÐ 3 íslendingar eiga sjálfir að annast sína landhelgisgæslu að öllu leyti. Uppreisnar* menn við Madrid. Aukning gæslunnar og afsal gæslu Dana. Þingsályktun i sameinuðu þingi, Þrír Sjálfstæðismenn,þeir Signrður Kristj ánsson, Gísli Sveinsson og Gunnar Thoroddsen flytja þingsályktunartil- lögu í sameinuðu Alþingi um aukningu landhelg- isgæslu Islendinga og jafnframt, að lokið sje landhelgisgæslu Dana hjer. Tillagan er svohljóðandi: 1. Alþingi skorar á ríkisstjórnina að greiða landhelgissjóði nú þegar skuld ríkissjóðs við hann, og að verja öllu andvirði varð *kipsins Óðins þegar á þessu ári til byggingar vopnaðs gæslu- skips, eins eða fleiri. Einnig skorar Alþingi á ríkisstjórnina að einbeita starfi varðskipanna að landhelgisgæslunni meira en gert hefir verið hin síðustu ár. 2. Jafnframt ályktar Alþingi, að Island skuli, þegar lið 1. er fullnægt, neyta að fullu þess rjettar, sem því er áskilinn í 8. gr. dansk-íslensku sambandslaganna til þess að taka að öllu leyti í sínar hendur gæslu fiskmiða í íslenskri landhelgi. I greinargerð benda flutnings menn á, að krafa þjóðarinnar sje að landhelgisgæslan sje ör- ugg og í höndum íslendinga sjálfra. Alþingi hafi aðhylst þessa.kröfu, og þessvegna látið byggja tvö gæsluskip og keypt það þriðja. Einnig benda flm. á, að þegar meirihluti Alþingis tók þá af- stöðu að selja Óðinn, hafi jafn- framt sú ákvörðun verið tekin, að láta byggja varðbáta fyrir alt andvirðið. Um þetta hafi verið samþykt einróma þings- ályktun í þinglokin í fyrra, eins og getið hefir verið áður hjer í blaðinu. Ríkisstj órnin hafi vanrækt að framkvæma þenna vilja Alþing- is, og ekki aðeins það, heldur hafi hún ,,í algerðu heimildar- leysi og þvert ofan í skýlaus fyr- irmæli Alþingis“, tekið út úr Landhelgissjóði andvirði Óðins og gert að eyðslueyri ríkissjóðs. Um landhelgisgæslu Dana hjer við land segja flutningsmenn : „Landhelgisgæsla Dana hjer við land hefir ekkert breyst þau 19 ár, sem liðin eru síðan sam- bandslögin voru samþykt. En ísland á nú tvö sæmilega búin gæsluskip og leigir einn til tvo vjelbáta til landhelgisgæslu lengri og skemri tíma árlega. Auk þess er svo fyrir mælt, sem áður segir, að öllu andvirði Óð- ins skuli þegar varið til aukn- ingar landhelgisgæsluflota Is- Iendinga. Af þessu er alveg ljóst, að ísland er fullkomlega þess um- komið að taka landhelgisgæsl- una að öllu leyti í sínar hendur, ef fyrirmælum Alþingis um aukningu varðskipastólsins er framfylgt og skip landhelgis- sjóös og leigubátar eru því að ins notuð til annars en land- heígisgæslunnar, að það ekki rýri hana. Undan er auðvitað skilið gæslustarfið við Vest- mannaeyjar og hjálp til handa skipum, sem stödd eru með á- höfn í háska. Loks er skylt að verða við þeim ákveðna þjóðarvilja, sem fyrir er, að ísland taki land- helgisgæsluna að öllu leyti í sínar hendur. Það samrýmist á engan hátt metnaði þjóðarinn- ar, að annað ríki en ísland hafi á hendi löggæslu í íslenskri landhelgi undir öðrum fána en fána íslands“. 100 íbuðarhús; 279 nýjar fbúðir. Nýjar byggingar í Reykjavik. Byggingafulltrúi bæjar- ins, Sigurður Pjeturs- son, hefir gert yfirlit yfir byggingar í bænum árið 1936. Á yfirlitinu sjest, að bygð bafa verið 100 ný íbúðarhús frá 1 hæð upp í 3 hæðir. En auk þess hefir verið bygð viðbót við nokkur hús. Á árinu bættust við 279 íbúðir. Þar af eru 106 íbúðir 2 lierbergi og eldhús í steinhúsum og 6 í timb urhúsum. Þar næst hefir verið bygt mest af íbúðum með 3 her- bergjum og eldhúsi, eða alls 103. Minst er af íbiiðum með 7 her- bergjum og eldhúsi, eða aðeins 3. Verkstæði og vinnustofur voru bygðar 10; gripa- og alifuglahús 8; geymsluhús, bílskúrar og spennistöðvar alls 36. Fimm opin- berar byggingar voru bygðar á árinu, alt steinhiis frá 1 upp í 3 hæðir. Þessar opinberu byggingar eru: Atvinnudeild Háskólans, sam- komuhús, kartöfh "'vmsla, hafn- arpakkhús og aðai pennistöð við Elliðaárnar. Þjóðíjelaginu stafar háski af atvinnu- leysi ungra manna. Hjer þarf bráðra aðgerða. Allmiklar umræður urðu í neðri deild í gær um atvinnuleysi ungra manna, og hvað geri megi til bjargar því ástandi, sem nú ríkir í því efni. Umræður þessar spunnust aðallega í sam- bandi við frumvarp það, sem fjórir Sjálfstæðis- menn flytja, um atvinnubótavinnu og kenslu ungra manna. — Verður— London rauð áfram? í dag fara frara kosn- ingar til bæjarstjórnar í Lon- don. Sósíalistar fara me5 j meiri hluta í London og hafa lagt fram alla krafta sína tsl aS halda þesum meiri hluta. Þeir eru þó hræddir um aS þetta reynist erfitt, vegna fylgis íhaldsmanna. Tveir íslending- ar fá viður- kenningu þýska Akademisins. Pýska Akademíið í Miinchen ákvað á aðalfundi í haust að veita þeim dr. Jóni Ófeigssyni og Einari Jónssyni mag. art. virð- ingu sína og viðurkenningu. Sam- þykti Akademíið að gera dr. Jón Ófeigsson að heiðursfjelaga Aka- demísins og að veita Einari Jóns- syni heiðurspening úr silfri. Akadeiníið í Miinchen hefir það á starfsskrá sinni að rannsaka og útbreiða þýska tungu og stendur í náinni samvinnu við fjelagið Germania lijer í hæ. í kvöld heldur Germania hátíð og verður þeim dr. Jóni Ófeigs- syni og Einari Jónssyni þar há- tíðlega afhent heiðursskjal og heiðurspeningar frá Akademíinu. Viðurkenningu þessa veitir Akademíið fyrir störf þeirra dr. Jóns Ófeigssonar og Einars Jóns- sonar við samningu orðabókarinn ar þýsk-íslensku. Þessu frumvarpi hefir áður verið lýst hjer í blaðinu. Gunnar Thoroddsen, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins reifaði málið. Hann sagði m. a. að atvinnuleysið væri stærsta böl þjóðfjelagsins. En háskaleg- asti þáttur atvinnuleysisins væri atvinnuleysi ungra manna. Það hefði margskonar afleiðingar, skapaði vonleysi, kjarkleysi og drægi æskulýðinn út á braut spillingar og jafnvel afbrota. Það væri fullsannað að afbrot og glæpir stæðu oft í beinu sambandi við atvinnuleysið, og væri ein stærsta orsök þess, að ungir menn leiddust út á glæpabrautina. En það þyrfti að gera aðrar og víðtækari ráðstafanir til þess að ráða bót á atvinnuleysi ungra manna en þegar full- orðnir ættu í hlut. Það eitt nægði ekki að sjá ungum mönn- um fyrir vinnu, heldur þyrfti og að koma upp einskonar upp- eldisstofnun fyrir þá, þar .sem þeim væri sjeð fyrir kenslu o. þessh. Að þessu stefndi frum- varp þeirra Sjálfstæðismanna. Þessu næst lýsti G. Th. til- höguh þeifri, sem ríkt hefir hjer í Reykjavík hin tvö síð- ustu árin, þar sem bæjarstjórn og ríki hafa haldið uppi at- vinnubótavinnu fyrir unga menn. Þessi reynsla hefði gef- ist vel, og væri frumvarpið snið- ið eftir henni. G. Th. gat þess að þeir flutn- ingsmenn væru fúsir til sam- vinnu um þetta mál, og taldi rjett að nefnd sú sem fengi frumvarpið til meðferðar, at- hugaði hvort ekki væri rjett að auka framlagið sem varið skyldi í þessu skyni, og eins hvort ekki ætti að láta slík lög einnig ná til stærri kauptúna. # Eftir þessa hój: æru ræðu G. Th. hófst ’angt og nauða ó- merkilegt karp um það, hver hefði att upptökin að því, að komið var á atvinnubótavinnu unglinga hjer í Reykjavík, FF AMH. Á SJÓTTF StÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.