Morgunblaðið - 04.03.1937, Side 6

Morgunblaðið - 04.03.1937, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. mars 1937. Framliald af 3. niðu. \ -"Y -a ÓM > - , ri'hjr^.h&x Alvinnuleysi ungra maiiiia. á mjög miklu dýpi? Khöfn í gær. FÚ. orskt fiskirannsóknaskip, iiýtt, kom til Stavanger í dag til þess að aðstoða við til- raunir, sem fylgt er af mesta áhuga meðal fiskimanna í Nor- egi, og ýmsir telja, að geti haft óútreiknanlegar afleiðingar fyr- ír þróun norskra fiskimála. Tilraunirnar Verða í því fólgnar, að veiða síld með nýrri gerð af botnvörpu. Eigendur uppfinningarinnar eru Gres- holmen Slip og Mekanisk Verk- sted og Otto Olsen verkfræð- ingur, sem hefir fundið upp vörpuna. Með vörpu þessari gera ýms- ir sjer í hugarlund, að unt verði að veiða síld á mjög miklu dýpi. Tilraunirnar verða gerðar með rannsóknarskipinu og veiði- skipi sem einnig er smíðað eft- ir nýrri gerð. Ætlunin er, að finna síldartorfurnar í djúpun- um með bergmálsdýptarmæli og reyna síðan hina nýju vörpu við slíkar djúpveiðar. Best íyrlr heiminn að ÞjóQveijar fái nýlendur London í gær. FÚ. ýsk blöð gagnrýna mjðg ræðu þá er Eden flutti í neðri málstofu breska þingsins í gær, og þá einkanlega um- mæli hans um nýlendukröfur Þjóðverja. „Berliner Tageblatt“ segir, að Eden hafi ekki með orðum sínum lagt neinn skerf til lausnar aðkallandi vanda- málum álfunnar og þá síst ný- lenduþörf Þjóðverja. „Lokal Anzeiger“ segir að Englendingar verði fyr eða síð- ar að afgreiða þetta mál. Það sje of mikilvægt til þess að því verði stungið undir stól. „Völkischer Beobachter“ segir, að það sje þýðingarmeira fyrir heiminn yfirleitt, en fyrir Þýskaland út af fyrir sig, að nýlendukröfum Þjóðverja verði sint. STJÓRNARSKIFTI í FINNLANDI. Khöfn í gær. FÚ. Itilefni af forsetaskiftunum í Finnlandi, sem fram fóru 1. þ. m., hefir finska stjórn- in sagt af sjer. Enn Cr ófrjett hverjum Kallio felur að mynda nýja stjórn. Það er talið ekki ólíklegt að jafnaðarmaður verði fyrst beð- inn að gera tilraun til stjórnar- myndunar Á fundi hafnarstjórnar 22. febr. s.l. var Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri endurkosinn formað- ur hafnarstjórnar og ritari Jakpb Möller. hvort það hefði verið bæjar- stjórn eða atvinnumálaráðherra. Um þetta mál hefir frá upp- hafi verið fult samkomulag, bæði innan bæjarstjórnar og milli bæjarstjórnar og atvinnu- málaráðherra, svo að allur met ingur um upptök er óþarfur. En það vill jafnan verða svo, að sósíalista broddarnir kunna því illa, að samkomulag sje milli flokka um lausn á hagsmuna- málum hinna vinnandi stjetta. En fyrir því liggur skjalleg sönnum, að það var bæjar- stjórn Reykjavíkur, sem fyrst tók upp þetta mál, svo sósíal- istum þyðir ekkert um þetta að karpa. * Tveir ráðherrar tóku þátt í þessum umræðum á Alþingi, at- vinnumálaráðherrann og fjár- málaráðherrann. Atvinnumálaráðh. leit svo á, að frumvarp þetta sýndi stefnubreytingu hjá Sjálfstæðis- mönnum til atvinnubótavinnL unnar yfir höfuð, og mætti því vænta þess að þeir yrðu því fylgjandi að hækka atvinnu- bótafjeð á þessu þingi. Fjármálaráðherrann sagði, að á fundum í sveitum væru Sjálfstæðismenn jafnan að skamma þá Tímamenn fyrir það, hversu leiðitamir þeir væru sósíalistum í atvinnubótamálun- um, en á Alþingi væru þeir skammaðir fýrir íhaldssemi í þessum málum. Báðum þessum herrum má segja það, að Sjálfstæðismenn hafa frá fyrstu tíð talið at- vinnubótavinnuna neyðarröð- stöfun. Þeirra stefna hefir jafn- an verið sú, að rjetta við at- vinnuvegi landsmanna og fá á þann hátt útrýmt atvinnuleys- inu. Fyrir síðustu kosningar lof- aði Alþýðuflokkurinn að út- rýma atvinnuleysinu. Efndirnar hafa orðið þær, að atvinnuleysið hefir farið sívaxandi í tíð nú- verandi stjóníar og hefir aldrei meira verið en nú. Þetta hörmulega ástand gerir það að verkum, að ekki er hægt að komast hjá atvinnubótaviuno í kaupstöðunum og stærri kaup- túnum. Það eru aðgerðir núverandi stjórnar, sem fyrst og fremst hafa skapað þetta neyðar- ástand. * Frumvarp þeirra Sjálfstæðis- manna fór til mentamála- nefndar. Til sömu nefndar fór og frv. sem Sigurður Einarsson flytur, sem gengur í svipaða átt on er víðtækara. Það frumvarp er samið af fulltrúaþingi Sam- bands ísl. barnakennara og sam bandsstjóra U.M.F.l. —í þessu frv. er farið fram á að lagður verði á nýr skattur, % % á 3000 kr. tekjur og yfir, 10 aura stimpilgjald á aðg"rgumiða kvikmyndasýninga og af fje því, sem ríki og fcæir verja til atvinnubóta, og skal fje þessu varið til atvinnubóta og kenslu ungra manna. Vonandi tekst Alþingi að leysa þetta vandræðamál á við- unandi hátt, því að það er víst að þjóðfjelaginu í heild stafar hætta af atvinnuleysi ungra manna. Alþingi þarf einnig í þessu sambandi að gefa gaum frum- varpi frú Guðrúnar Lárusdótt- ur, um stofnun' fyrir vangæf börn og unglinga. „ÞANNIG MÁ HALL- GRÍMSKIRKJA EKKI LÍTA ÚT“. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU aðdáun, lotning og bljúgan bæn- arhug. Allir, sem jeg hefi heyrt minnast á uppdráttinn eru sár- gramir yfir honum, og telja liann alveg ónotandi. Ekki efast jeg um, að Hallgrímskirkjunefndin vilji forðast að vekja óánægju hinna mörgu gefenda (eigenda?) kirkjunnar væntanlegu, og mun hún því ekki hrapa mjög brátt að byggingunni. Eigi finst mjer ó-^ sanngjarnt, að þeir menn a. m. k. sem gefið hafa hundruð og þús- undir kr. til kirkjunnar, fengju að segja álit sitt, um uppdrætti, áður en til úrslita kemur. En hvernig er það nú annars? Hbfir Hallgrímur Pjetursson ort svo lítið eða ómerkilega um kross- inn Krists, að hann megi hvergi sjást á kirkju hans? Hvað mundi honum sjálfum sýnast, skáldinu, sem ekki aðeins orti, heldur lifði svo í raun og sannleika: „Kross- ferli að fylgja þínum, fýsir mig Jesú kær“? Hvað mundi Pjetur biskup segja, sem ekki vildi samþykkja byggingar kirkna Krists, nema kross væri efst á þeim? 1 einfeldni minni hjelt jeg, satt að segja, að kross Krists ætti að vera höfuðprýði og aðaleinkenni þessarar kirkju engu síður en harpan. Og þætti mjer þá fara best saman og vel mega skarta, ef krossinn væri umvafinn hörpunni. En kannske þjóð vor eigi nú ekki lengur að þekkja annan kross en þann, sem sálmaskáldið ódauðlega yrkir um, í einum best orta og lærdómsríkasta (30.) passíusálminum: „Undir krossi ill- virkjanna, aldrei hjer þig finna lát“. V. G. NJÓSNIR KOMMÚN- ISTA í ENGLANDI. Berlín í gær. FÚ. nska blaðið „Daily Mail“ flytur þá fregn, að leyni- lögreglan enska hafi komist á snoðir um kommúnistiskt sam- særi á móti hinni nýju vígbún- aðaráætlun bresku stjórnarinn- ar, og hafi þegar komist upp um 30 menn. Segir blaðið, að búast megi við yfirgripsmiklum handtökum vegna þessa máls, á allra næstu dögum. SKÁT ASKEMTU NIN ENDURTEKIN. PANN 22. febr. hjeldu skátafje lögin lijer í Reykjavík fjöl- breytta skemtun í Iðnó. Þar voru leikin tvö bráðfjörug leikrit, sýnd ur hópur svertingja, er sungu all-; ar mögulegar vísur og söngva. Kvenskátarnir hjeldu skrautsýn- ingu, sem hreif alla. Frumlegt og skemtilegt atriði var sýnt, er heit ir Draumur listamannsins. Snið- ugur náungi las upp palladóma og margir ungir skátar sýndu úti legu. Flutt var erindi, er skátahöfð- inginn A. V. Tulinius ætlaði að flytja, en vegna veikindaforfalla flutti Leifur Guðmundsson erindi hans og las upp ávarp frá Baden- Powell til ísl. skáta. Þessum er- indum var útvárpað frá samkom- unni. Að lokum var táknsýning um Baden-Powell, en hann varð áttræður þenna dag. Skemtunin tókst yfirleitt prýði- lega og voru allir sammála um það, er skemtunina sátu, að þetta væri með jafnbestu skemtunum, er þeir hefðu sótt. Skemtunin verð ur endurtekin annað kvöld kl. 8V4. EF ÞJER VILJIÐ HLUSTA á FRANCO — London í gær. FÚ. Vegna tíðra fyrirspurna um hver sje öldulengd hinnar nýju útyarpsstöðvar uppreisnar- manna á Spáni, sem er í Sala- manca, má geta þess, að þessi stöð hefir tilkynt sig sem 25 kilö^yatta stöð á 274 metra öldu lengd. Hinsvegar er kunnugt að stöðin var upphaflega á 294 metra öldulengd, en hefir ný- lega flutt sig. SANDLER FER TIL LONDON. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. KHÖFN í GÆR. FÚ. Sænski utanríkisráðherrann Sandler mun á næstunni leggja af stað í för til Parisar og Lundúna. Nýir verslunarsamningar hafa verið gerðir milli Hollands og Noregs og eru í samningunum ákvæði, sem auka möguleika Norðmanna fyrir fisksölu í Hol- landi. Undirbúningsumræður að nýj- um verslunarsamningi milli 1- talíu og Noregs hefjast á næst- unni og er það þegar áskilið af Italíu sem grundvöllur samn- inganna, að um fullkomin jafn- aðarkaup verði að ræða. HLUTLEYSIÐ OG SJÁLFBOÐALIÐAR Á SPÁNI. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. inni hafa lýst yfir því, að þeir sjeu samþykkir því, að erlendir sjálfboðaliðar á Spáni verði fluttir á brott þaðan. Fulltrúar ítalíu, Þýskalands og Portúgal í nefndinni halda því fram, að um leið og þetta mál sje leyst, verði að taka til athugunar, að komið verði í veg fyrir, að styrj- aldaraðilar á Spáni fái fjárhags lega aðstoð frá öðrum londum. (NRP—FB). MJÖG BRÁÐLEGA Settur sendiherra Norðmanna í Valencia hefir símað utanrík- ismálaráðuneytinu norska, að kröfur Norðmanna um 375.000 kr. skaðabætur vegna tjónsins sem varð á Gulnæs, er sprengi- kúlur fjellu öfan.á þáð í Sévilla, verði teknar til athugunar á ráðuneytisfundi, mjög bráðlega. (NRP—FB). Fyrit liggjandi: VÖruvagnar. Sekkjalrillur. Lausasmiðjur. VjelsmiOjan Hjeðinn. Sími 1365 (þrjár línur). Hringnrinn. Konur eru beðnar um að sækja aðgöngumiða að afmælisfagnaði Hringsins í kvöld, fyrir kl. 3 í dag, í verslunina Gullfoss og Litlu blómabúðina. STJÓRNIN. SYKCR. Ennþá get jeg gert hagkvæmustu innkaupin fyrir yður út á Cuba-leyfi. 5ig. Þ. 5kjalðberg, (Heildsalan).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.