Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. mars 1937. MORGUNBLA ÐIÐ i VERSLUN siQLmartR VERSLUNARMÁLIN Á ALÞINGI Umbótamálin verða að blða. ÞAU eru ekki mörg málin, sem fram eru komin á Alþingi, að þessu sinni, sem snerta kaup- manna- og verslunarstjettina sjerstaklega. Ekki mun þetta þó stafa af því, að verslunarstjettin sje nú svo ánægð með sín kjör, að hún þessvegna æski engra umbóta, heldur af hinu, að hún veit af fyrri reynslu að engra umbóta er að vænta frá Alþingi eins og það nú er skipað. Frjálsverslun og pólitík. Ikappræðum, sem nýlega fóru fram í breska útvarp- inu milli stuðningsmanna einka- verslana og kaupfjelagaversl- ana, sagði Sir Frederich Mar- quis, fyrv. forseti breska kaup- mannafjelagsins, m. a.: „Jeg held því fram, að al- menningi sje best borgið með því kerfi, þar sem einstakling- urinn reynir að nota krafta sína til þess að starfa fyrir þjóðfje- lagið, og þar sem laun iðju hans eru metin eftir dugnaði hans. Lítið á árangur þessa fyrirkomu lags. Lítið á hvað það hefir leyst af hendi fyrir heiminn. Hin stóru iðjuver okkar voru reist af dugmiklum mönnum, sem hættu öllu því, sem þeir áttu til þess að hrinda hugsjónum sín- um í framkvæmd. Áttatíu hundraðshlutar af at- vinnurekendum Vefnaðariðnað- arins og a. m. k. jafnmargir í akóiðnaðinum hafa risið upp úr almúganum. Þetta voru fram- takssamir menn og hugrakkir menn, sem trúðu á sjálfa sig og treystu á sitt eigið framtak, erfiði og dugnað. Þessir menn hafa skapað Bretland iðnaðar- ins, sem vTð sjaum “fyrir okkur, þar sem almúginn lifir við þægi- legri kjör og getur keypt vörur aínar betri og ódýrari, heldur en nokkurs staðar annars stað- ar í heimi — og alt þetta er að miklu leyti að þakka kaupsýslu- mönnum, einstaklingum, sem þorðu að taka á sig áhættu“. „Jeg fel ykkur, sem eruð neytendur, að virða fyrir ykkur baráttuna, sem er háð milli kaupmanna, stórra og smárra, um alt land, til þess að geta boðið ykkur eins 'mikið vöruval og unt er, sem þjer fáið fyrir verð, sem hin harðasta sam- kepni er háð um“. Sir Marquis sagði ennfremur: „Napoleon sagði, að við enska þjóðin værum þjóð kaupsýslu- mannanna. Mjer skilst að Mr. Alexander“ — (andstæðingur Marquis) í kappræðunum — „vilji að við sleppum þessu öllu og höfum framvegis aðeins einn kaupsýslumann — og hann vill sjálfur vera þessi kaupsýslumað- ur. En hann er nú svo göfug- lyndur, að hann langar ekki til þess að verða kaupsýslumaður- inn til þses að hann geti tekið gróðann af kaupsýslunni, held- ur til þess að hann geti fram- kvæmt einhverjar þokukendar, pólitískar hugsjónir”. „Mjer var altaf kent að mað- ur ætti ekki að blanda saman tvennu óskyldu, og þar sem jeg er kaupsýslumaður, reyni jeg að vera góður kaupsýslumaður. Ef jeg væri stjórnmálamaður, myndi jeg reyna að verða góður stjórnmálamaður; það sem er verst um þessa kaupfjelaga- menn, er að þeir blanda saman kaupsýslu- og stjórnmálahug- sjónum. Þessvegna er það, að öll hin stærri umbótamál á sviði versl- unar og viðskifta verða að bíða þar til ný skipan fæst á Alþingi, sem vonandi verður við næstu kosningar hvenær sem þær verða. Fyrir þinginu nú liggja tvö frumvörp, sem snerta verslun og viðskifti sjerstaklega, og enda þótt þeirra hafi áður verið getið í Morgunblaðinu, er ástæða til að minnast þeirra hjer nokkru nánar. GJALDEYRIS- VERSLUNIN. Ólafur Thors og Sigurður Krist- jánsson flytja frumvarp um breyt- ing á lögum nr. 11 1935, um gjald- eyrisverslun o. fl. Breyting þeirra miðar að því, að leyfa útgerðarmönnum að ráð- stafa þeim erlenda gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutningsvörur þeirra, að því leyti, sem þeir þurfa til greiðslu á vörum til út'gerðar sinnar. Frumvarpið fer með öðrum orð- um fram á að heimila útgerðar- mönnum frjáls afnot gjaldeyris til kaupa á nauðsynjum til útgerðar- innar. Þetta sýnist ekki vera ósann- gjörn krafa af hálfu útgerðar- manna, sem leggja þjoðarbúinu til um 90% af öllum erlendum gjald- eyri, sem þjóðin eigna.st. INNFLUTNINGS- LEYFIN. En það er fleira í lögunum frá 1935, sem nauðsynlegt er að end- urskoða þegar á þessu þingi. Þessi lög frá 1935, um gjald- eyrisverslun o. fl. voru upphaflega sett til þess að hafa strangara eftirlit með öllum vöruinnflutn- ingi og g.jaldeyri. Lögin voru skoðuð sem neyðarráðstöfun, vegna þess öngþveitis sem versl- un og viðskífti þjóða á milli voru komin í. En framkvæmd laganna hjer hefir upp á síðkastið verið alt önnur en upphaflega var til ætl- ast. Hún hefir verið þannig, að verslun landsmanna hefir verið þokað úr þeim farvegi, sem hún var í áður, og veitt inn í nýjan farveg. Verslunin hefir verið dreg- in úr höndum kaupmanna og af- hent kaupfjelögum og svokölluð- um neytendafjelögum. Þegar hin ströngu viðskiftahöft voru sett, var aldrei tilgangurinn sá, að gera upp á milli kaupmanna og kaupfjelaga. En lögin veita fjármálaráðherra mjög mikið, eða ótakmarkað vald yfir þessum mál- um, og hann hefir misbeitt sínu valdi á þann hátt sem fyr greinir. Þegar kaupsýslumenn hafa yfir þessu kvartað við gjaldeyris- og innflutningsnefnd, eða þá menn þar, sem þykjast vilja að rjett- læti ríki, er svar þeirra jafnan þetta: Við getum hjer engu ráðið; það er fjármálaráðherra sem fyrir skipar að þannig skuli fram- kvæma lögin. Þetta er jafnan viðkvæði sósí- alista í nefndinni, en þeir eru þar tveir, Jón Baldvinsson bankastjóri og Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði. Þessir sósíalistar í nefndinni fara ekki dult með það við kaup- sýslumenn, að þeir telji rangt, að framkvæma höftin eins og fjár- málaráðherrann fyrirskipar. En þeir segjast ekki geta við þetta ráðið. En sje þa,ð nú svo, að sósíalistar í gjaldeyris- og innflutningsnefnd geti engu ráðið í þessu efni, þar sem valdið sje í höndum ráðherra, er ofur-auðvelt að kippa þessu í lag. Ekkí þarf annað en að taka j það skýrt fram í sjálfum lög- I unum, að rjettlæti skuli ríkja í úthlutun innflutningsleyfa, og eitt og sama ganga yfir kaupmenn og kaupfjelög. Það verður því að fá úr því skorið nú á Alþingi, hvort sósíal- istar vilja í raun og veru fá rjett- læti í stað þess hróplega ranglætis sem nú ríkir. KJ ÖTVERSL- UNIN. Páll Zóphóníasson flytur frum- vafp um að framlengja enn um eitt ár lögin nr. 90, 1933, um út- flutning á kjöti. Með norska samningnum var allmjög takmarkaður innfutning- ur á íslensku saltkjöti til Noregs, og takmörkunin varð meiri með hverju ári, uns komið er niður á lágmarkið, 5000 tunnur. Vegna þessa takmarkana á norska markaðnum voru lögin nr. 90, 1933 sett. Samkvæmt þessum lögum geta þeir einir fengið leyfi til kjötútflutnings til Noregs, sem FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU Utanríkisverslunin. Minkarenn um J5§ TFLUTNINCJURINN tvo fyrstu mánuði árs- ins var 2.4 miljón krónum minni í ár en sömu mánuði og í fyrra, eða 35% minni. Samtals nam útflutningur- inn 4.2 milj. krónum, ge^n 6.6 miljónum í fyrra. Innflutningurinn varð einnig minni, eða um rúml. 700 þús. kr. (jan,—febr. 1936: kr. 4.919.900, 1937: kr. 4.168.220). Samtals hafa verslunarvið- skifti okkar við útlönd enn dregist saman um rúml. 37%, sje miðað við fyrstu tvo mánuði í ár og í fyrra. Þannig heldur utanríkisverslun- in áfram að dragast saman, og er það til marks um, hve alvarleg tíðindi það eru, að jafnvel þeir menn, sem lengst hafa gengið fram um það að hvetja til inn- flutningstakmarkana, hafa viður- kent, að innflutningurinn hafi ver ið kominn á lágmark árið 1936, svo að dýpra verði ekki farið, nema gripið sje til örþrifaráða. Það er einnig eftirtektarvert, að vertíðin hefir byrjað svipað í ár og í fyrra, sem var eitt versta aflaár, sem sögur fara af. Fisk- afli í salt nam: 28. febr. 1937: 1942 þur. tonn. 29. febr. 1936: 1917 þur. tonn. 28. febr. 1935: 4718 þur. tonn. 28. febr. 1934: 2603 þur. tonn. Fiskbirgðirnar fara og stöðugt. minkandi. Þær voru 28. febr. síð- astl. 7.484 þur tonn, 29. febr. 1936 11.155 þur tonn, og 28. febr. 1935 19.221 þur tonn. Þó heldur saltfisksútflutningur inn áfram að dragast saman. Hann var kr. 1.7 milj. minni í ár en í fyrra (miðað við febrúarlok), eða 50% minni. Það hefir ekki enn tekist að finna útflutningsverðmæti, sem komið geti í stað hins þverrandi saltfisksútflutning. Útflutningur freðfisks hefir aukist lítilsháttar (um 80 þús. kr.), rúml. 5 smál. hafa verið fluttar út af rækjum (11 smál. alt árið í fyrra), harð- fisksútflutningurinn hefir orðið 60 þiis. kr. meiri og á öðrum smá- liðum er aukning, sem samtals nemur þó ekki nema 200—300 þús. krónum, gegn 1.7 miljón kr. samdrætti saltfisksútflutningsins. Minna hefir verið flutt út af freðkjöti en í fyrra, sem stafar af því, að farrými hefir ekki fengist ehnþá fyrir alt kjötið, sem liggur í íshúsum úti um land. Utflutningur íslendinga mestur. Af Norðurlöndum höfðu Is- lendingar hlutfallslega mestan útflutning, Danir hlut- fallslega mestan innflutning og Finnar hlutfallslega minsta ut- anríkisverslun árið 1936. Innflutningur og útflutning- ur reiknað á hvern íbúa í dönsk- um krónum nam árið 1936: Innfl. Útfl. umfr. útfl. Á Islandi 362 419 57 I Danmörku 399 371 -i-28 I Svíþjóð 300 279 -í-21 I Noregi 360 267 V93 I Finnlandi 178 203 25 Umframinnflutningur Dana nam 104, Svía 114 og Norð- manna 238 milj. kr. íslendingar fluttu fyrir tæpar 7 milj. kr. meir út, en þeir fluttu inn og umframútflutningur Finna nam 864 milj. marka. Viðskifti vor við Dani. Það heyrist oft í blaðagreinum minst á að auka þurfi viðskifti milli íslands og Danmerkur.Mörg- um mönnum meðal þessara þjóða er þetta áhugamál, enda mundi það verða báðum þjóðum til gagn kvæmra nytja. Nýverið hefi jeg heyrt þá tillögu að verslunarmenn ötulir frá hvoru landi tæku sjer bólfestu á víxl, til að kynnast nægilega þörfum landanna. Einhver fljótvirkasta leiðin mun nú samt vera tollaívilnanir á báða bóga. Stjórnmálamenn þeir, sem með völdin fara, virðast ekki líta þannig á, ella þeir treystast ekki til að fá samþykki löggjafarþing- anna. Þessu til sönnunar vil jeg skýra frá eftirfarandi. Af ósútuðum refaskinnum verð- um við að greiða innflutnings- toll til Danmerkur 20%. Slík hrá- vara er tollfrjáls hjá Bretum og Þjóðverjum. Fyrir tæpum fjórum árum fekk jeg hina íslensku nefndarmenn í sambandslaganefndinni til að reyna að fá einhverja lagfæringu á þessu ranglæti. Þeir tóku þetta þar fyrir, og jeg held, að þeir hafi sett þetta í nefnd með öðrum skyldum málum, en ekkert hefir áunnist. Tollurinn er óbreyttur. Sumir menn munu nú segja, að þetta hafi litla þýðingu fyrir FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.