Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1937, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 12. mars 1937. . ,triinnf/ínnttr Skíðahúfur fást bestar á af- greiðslu Álafoss. Hraðfrystur fiskur, beinlaus og roðlaus, 50 aura y2 kg. Pönt- unarfjelag Verkamanna. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald. Pouisen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Húsmæður. Hvað er pönnu- fiskur? Kostar aðeins 50 aura. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Kla.ðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig notuð húsgögn upp í viðskifti. ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. í&ivnninacw Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Otto B. Arnar, löggiltur Út- varpsvirki, Hafnarstræti 1S. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Ba U xí G U N JÖ li A t> í Morgunblaðið með morgunkaffinu Margir eru eflaust þeirrar skoðunar, að alt það „stærsta“ í heiminum sje í Ame- ríku, en svo er nú samt ekki. Stærsti banki í heimi er Bank of England, stærsta bókasafn í heimi er Landsbókasafnið í París, í því eru meira en 3 miljónir bóka. Stærsta leikhús í heimi er hin mikla ópera í París, flatarmál leikhússins er rúmlega 1 hektari. Stærsti háskóli heimsins er í C^- iro í Egyptalandi. Kennarar eru þar 310 og stúdentarnir 10 þús. Stærsta broncelíkneski veraldar er í Leningrad, af Pjetri mikla, lík- neskið er 1100 tonn að þyngd. Stærsta höll í heimi er Escorial við Madrid, og sem mjög hefir komið við sögu í sambandi við styrjöldina á Spáni. Að ganga í gegnum öll herbergi hallarinnar tekur minst 4 daga. Þessi volduga höll er 240 metrar á lengd og 190 metrar á breidd. Vegalengdin gegnum öll herbergi hallarinnar er um 200 kílómetrar. Að lokum má þó minnast á, að stærsti skýjakljúfur í heimi er Empire Building við 34. götu í New York, sem er 85 hæðir. Á þakinu er lendingarmastur fyrir Kjallaraíbúð eða lítið sjer hús, óskast til leigu 14. maí. Sími 3309 og 2896. loftför, svo hæð byggingarinnar er í alt 380 metrar. * Ungur maður einn í Englandi lifði viðburðaríkan dag um dag- inn. Foreldrar hans, sem voru fyrir löngu skilin, giftu sig bæði sama dag — en þó ekki hvort öðru. Maðurinn sat veislu þeirra beggja, fyrst var hann í brúð- kaupi föður síns og síðan í brúð- kaupi móður sinnar, og á báðum stöðum hjelt hann aðalræðuna fyrir brúðhjónunum. * lycerin, sem er mjög þýðing armikið efni í tilbúningi meðala og einnig á sviði tækninn- ar, liefir stigið um alt að 300% í verði síðustu 4 árin. Er þetta talið stafa af hinum miklu hernaðarráðstöfunum stór- veldanna á seinni árum, en glyce- rin er mikið notað við fram- leiðslu sprengiefna. * arie Kulcar er fögur stúlka í Budapest. Hún setti frum legt met um daginn, er hún var valin fegurðardrotning í 10. ginn, en jafnframt dæmd um leið fyrir vasaþjófnað í 50. sinn. Þegar hún gekk fram- á sviðið, hylt af áhorfendum og kjörin feg- urðardrotning í 10. sinn á æfinni, kom lögreglan og tók hana fasta. Við nánari rannsókn kom í ljós, áð hún hafði tekið út hegningu fyrir þjófnað 49 sinnum áður. TJm dagiiin var liinn fallegi hvíti liestur hertogans af Wind- sor fluttur frá London til Genúa og var ferðinni heitið tii Vín. Hest þenná gaf Georg V. Ját- varði syni sínum. Hesturinn er meðhöndlaður með mestu virð- ingu. * Maður fær góða lýsingu á Dön- um í Ameríku, þegar maður lítur í dönsk-amerísk blöð. Lýsing á fundum í dönskum fje lögum lýkur venjulega á þessæ leið: „Að lokum var fram borið ósvik ið danskt „buff“, og kaffi og: eplaskífur á eftir. * í kappræðum: Eftirfarandi rök- færsla(!) er liöfð eftir fundar- manni einum á kosningafundi á Jótlandi: „Það er ekki eitt einasta orð satt í helmingnum af þeim Iygum. sem mótstöðumaður minn hefirr fram að færa!“ Auglýsingasí I I I Morgunblaðsins er 1600. ► ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. svipur á andlit hans, og hann sagði í illgirnislegum tón: „Hvernig líður eiginmanninum V ‘ Elísabet leit snögglega upp, rjóð í kinnum og svar- aði fljótlega: „Jeg er ekki gift. Hefir pabbi sýnt þjer kortið? — Halda kannske fleiri en þú, að jeg sje gift?“ „Jæja, eruð þið þegar skilin, ef jeg mætti spyrja?“, hjelt hann afram háðslega, og bætti síðan við: „Hjóna- skilnaðir eru, eins og maður veit, daglegt brauð í Ameríku". ,^Jeg hefi alls ekki verið gift“, mælti hún. „Ef þú vilt fá skýringu, er hún sú, að dr. Payne leyfði mjer að uota nafn sitt, svo að jeg gæti á þenna hátt fengið að verar í friði fyrir þjer“. „Einmitt það. Þá hefir þú líklega flutt heim til hans — í Jviðurkenningarskyni fyrir greiðasemina", sagði hann með nöpru háði. Elísabet stóð á fætur, án þess að mæla orð og gekk fram að dyrunum, en hann stökk á fætur og sagði með litrandi.-^öddu: „Elísabet, afsakaðu, þú mátt ekki reiðast — jeg er ntan við mig af því að sjá þig — jeg veit ekki hvað jeg segi'* En Elísabet fór út án þess að virða hann svars. Það var ákveðið, að Sir David og Elísabet færu til London seinni hluta vikunnar. Sir David fekk nú . afnaðarlegá Aársaukaköst á hverri nóttu og hann sá, að nú var títMmr kominn að hann xjeti skera sig upp. Auk þess fann Ifeinn, að það mátti ekki dragast lengur úr þessu, ef hanf átti að þola uppskurðinn. Elísabet hafði^kki komið til Fullerton ennþá.Hún sá ; ð það Vai' rjett^pm faðir hennar sagði,að þau yrðu að fara í heimsókn þangað, til þess að særa ekki Sir Jam- cs. En hún hafði frestað förinni þangað til á fimtu- dag, næsta dag ætluðu þau til London. Hún sá, að það var skylda liennar að gefa Georg skýringu á trúlofun hennar og Walthers, sem hafði verið opinberuð rjett eftir að hún hafði gefið honum loforð sitt. Nú gat hún gert það, þegar hún hafði engar skyldur gagnvart Walther lengur. En hún kveið fyrir. Það gat vel litið út, eins og hún væri að mælast til þess, að hann tæki hana í sátt. En ekkert var henni fjarri skapi. Hún vissi að Georg var skapstór og stoltur. Sjálf var hún engu síður stolt, og þessvegna hafði hún frestað heim- sókn sinni eins lengi og hún frekast gat. En nú var það ekki hægt lengur. Hún stóð fyrir framan stóra og fallega spegilinn í svefnherbergi sínu og var að greiða sjer. Hið brúna og lokkaða hár hennar, sem hafði verið stuttklipt, þegar hún fór til Ameríku, var nú orðið svo sítt, að hún tók það. saman með lítilli spennu í hnakkanum, svo að það fjell í liðum niður á hinn fagra háls hennar. Henni datt í hug, hversu líf hennar í New York hefði verið ólíkt því, sem nú yrði. Hún hafði orðið að rífa sig eldsnemma upp úr rúminu á morgnana í ís- köldu herberginu og rjett aðeins gefið sjer tíma til þess að greiða yfir hár sitt og líta í litla 10 aura speg- ilinn, áður en hún þaut af stað, til þess að korna í tæka tíð í saumastofuna. Hún horfði í spegilinn og sá, að hún var farin að fríkka aftur. Hún var ánægð yfir því, vegna þess, að hún vildi ógjarna, að Georg grunaði neitt hve illa æfi og öinurlega hún hefði átt í Ameríku. Hún ákvað að segja honum, að hún hefði fyrir tilviljun lent á ágætis heimili hjá konu að nafni Páyne, og- hefði dvalið þar til þess að fela sig fyrir Walther og komast undan því að giftast honum. Og í raun og veru var það líka satt. Aðalatriðið var að láta eins og þau væru hinir gpðu nágrannar frú Fullerton og Westend, eins og í gamla daga. Eftir morgunverð stóð bifreiðin tilbúin fyrir utan dyrnar. Miss Tylor fylgdi þeim út og hlúði að Sir David með mikilli umliyggju og breiddi skiixnt'eppiði yfir hann. Hún veifaði brosandi til þeirra þegar bif- reiðin fór af stað, en þegar þau voru komin úr aug- sýn hvarf brosið af andliti hennar. Hún hugsaði sitt um sjúkdóm Sir Davids. Henni leist ekki á útlit hans„ hve andlitsdrættir hans voru oi-ðnir slappir og hör- undsliturinn gagnsær og gulleitur. Hún þóttist viss um að sjúkdómurinn væri hættulegri en hann vildi vera láta. En þegar hún átti tal um það við Elísabetu, ljet hixn eins og hún væri sailnfærð um, að alt væri vel yfirstaðið eftir 5-6 vikur. Og hún hughreysti hana með því, að hið holla sjávarloft við víkina myndi hafa svo- heilnæin áhrif á hann, að hann myndi hressast fljót- lega. Sir James var himinlifandi yfir að sjá þau. Hann greip báðar hendur Elísabetar og kysti þær riddara— lega og sagði, að hún væri fallegri en nokkru sinni áður. Georg var úti á akri, þegar þau komu, en hann kom inn litlu síðar. Hann heilsaði þeim glaðlega og bauð þau hjartanlega velkomin. Síðan spurði hann, hvort Fulli hefði þekt hana og sýnt nokkur gleðilæti við að sjá hana. Sir James stakk upp á því við Sir David, að þeir tefldu eina skák, og sagði gletnislega um leið, að þau ungu vildu heldur ganga niður að ströndinni í góða veðrinu en húka inni hjá þeim. Þau höfðu ekki annars úrkosta en að ganga út sanían. Um stund töluðu þau um daginn og veginn, og live veður væri fagurt. Elísabet var að tína anemonur, sem hún fann á milli visinna laufblaða, þegar hiin alt í einu sagði, án þess að líta upp: „Georg, jeg skulda þjer skýringu á hinni undar- legu hegðun minni gagnvart þjer, áður en jeg fór til Ameríku. Iíamingjan má vita, hvað þú hefir hugsað um mig, en jeg gat ekki ltomið öðru vísi fram. Jeg var knúð til þess að trúlofast Walter, af orsökum, sem jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.