Morgunblaðið - 16.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1937, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. marg 1937. 7 MORGUNBLAÐIB Samband bindindisfjelaga I skólum 5 ára. Imörg ár hafði ríkt hinn mesti drykkjuskapur í skól um höfuðstaðarins 0g aitaf fór ástandið versnandi. Þrátt fyrir óeigingjarnt starf margra innan góðtemplarareglunnar þá var *ýnt, að þeir náðu ekki fylgi hinna ungu, uppvaxandi kyn- *lóðar og þá síst þeirrar, er ikólana sótti. Þá kom upp ný hreyfing. Það voru altaf nokkrir nem- endur sem vissu, að hin rjetta leið þei'rra til þroskaáranna var leið bindindis og hófsemi. Þeir sáu glögt. að flest hið óheil- brigða í skólalífinu stafaði beinlínis og óbeinlínis af drykkjuskap meiri hluta nem- enda. Að ætla sjer að gera þessa nemendur bindindissama fyrir bein áhrif góðtemplara- ídúknanna var ógemingur. Hið fasta form og margbrotnu stúkusiðir voru umskifti,' sem aðeins ólu upp í þeim andúð og mótþróa. Andnímsloftið innan sjálfra skólanna varð að breyt- a*t. Ekkert hefir eins varanleg áhrif á óþroskaða menn, eins og umhverfið og andinn, sem ríkir á meðal fjelaga þeirra og í skólanum, sem þeir sækja. — Það varð að breyta áliti nem- «nda á drykkjusiðunum, kenna þeim að varast áfengi, því það væri óþroskuðum Iíkömum þeirra og sálum hættulegt. Það varð að kenna þeim að fyrir- líta ofdrykkju skólasystkina sinna og benda þeim á það, sem væri þeim til aukinnar gleði <og hreystí. Með þetta fyrir augum rjeð- ust nokkrir nemendur úr Menta skólanum í að stofna fjelag fyr- ir bindindissama nemendur inn- an skólans. Fjelagið var ekki margment fyrstu mánuðina, en þrátt fyrir beinan og óbeinan fjandskap, sem það mætti, lifði það af byrjunarörðugleikana og tók að dafna. Hjer skal að- eins minst eins manns, þótt margir þafi unnið til. Það var Helgi heitinn Scheving, sem þá var í 6. bekk. Hann var sá, sem með eldlegum áhuga stóð fremstur í þessari hreyfingu, uns hann fjell frá, aðeins rúm- iega tvítugur að aldri. En forvígismenn þessarar fjelagsstofnunar sáu, að ekki dugði að láta sitja við Menta- skólann. einan og leituðu til annara skóla, fyrst hjer í Rvík og síðan út um land, til þess að hefja nú öfluga baráttu í bindindismálunum. Undirtektir voru það góðar, að boðað var til stofnfundar Sambands Bind- indisfjelaga í skólum 16. mars 1932. Þá munu fjelögin, sem gengu í Sambandið hafa verið innan við tíu. Þessi stofnun S.B.S. markar áreiðanlega meiri tímamót í sögu ísl. bindindisstarfsemi en margir hafa viljað kannast við. Þarna var hafin ný leið. Að ná yngstu nemendunum í bindind- isfjelögin var fyrsta sporið. — Með því skapaðist grundyöllur fjelaganna á næstu árum. Það tókst um leið, á furðu skjótum tíma, að breyta heildarskoðun nemenda á drykkjusiðunum. Á þessum fimm árum, sem liðin eru í dag frá stofnun S.B. S. hefir því stöðugt vaxið fiskur um hrygg- Það ávann sjer strax traust fjárveitingavalds- ins, því nokkur upphæð hefir árlega fengist úr ríkissjóði til þess að standast hin ýmsu út- gjöld. Nú er svo komið, að fje- lögin eru orðin 23' með hátt á 18. hundrað meðlimum í helstu skólum landsins. Innan þessara fjelaga er haldið uppi alls- konar fræðslustarfsemi, með fyrirlestrahöldum, myndasýn- ingum og blaðaútgáfu. Fje það, sem Alþingi hefir látið Sam- bandinu í tje, reynist nú orðið af mjög skornum skamti, en verkefnin aukast með ári hverju. Það er rjett á þessum afmæl- isdegi að leiða athygli almenn- ings að Sambandi bindinsfje- laga í skólum. Einn af helstu mönnum í kennarastjett þessa lands hefir látið sjer þau orð um munn fara, að þetta sje „fyrirheitaríkasta æskulýðs- hreyfing hjer á landi í mörg ár“. Sigurður ólafsson, stud. med. Jarðskjálftakippur í Grímsnesi. Um hádegisbilið í gær varð vart við snarpan jarð- skjálftakipp á Kiðjabergi í Gríms nesi. Kippurinn fansf einnig á næ»tu bæjum í nánd við Kiðja- berg, en ekki varð hans vart í Biskupstungum á þeim stöðum, sem blaðið áttí tal við í gær. Aflamet á Akranesi ’ á laugardaginn. ” Akranesi mánudag. FLl báta í gær var ágætur hjá þeim, sem höfðu loðnu til beitu, 20—30 skippund á bát. Aflahæsti bátur á laugardag var Víkingur, skipstjóri Bergþór Guðj’óusson, sem fjekk 40—45 skippund, 18ð0 lítra af lifur og I4(M) lítra hrogn. Kr ]>etta talið hjer aflamet í róðri. 1 dag tregur afli hjá þeim, sem komnir eru að. Togarinn Hafsteinn leggur hjer upp í dag 80 smálestir af ufsa hjá Slgurði Hallbjarnarsvni. J. SVÍUM OFBOÐIÐ. inn af þingmönnum sósíal- ista í sænska þinginu, Ward, hefir birt gagnrýni á ræðum Staunings í Svíþjóð. Segir þessi flokksbróðir Staunings, að hann liafi „ofboð- ið mönnum". (Skv. einkask.). Dagbók. Q Edda 5937316 — Fundur fell ur niður. Veðrið í gær (mánud. kl. 17): Hæg N- eða, A-átt. um alt land og úrkomulaust. Frost er 8—12 st. í innsveitum, en víðast 3—5 stig við sjávarsíðuna. Vestur af Bret- landseyjum virðist vera fremur grunn lægð, sem að líkindum er á hreyfingu norður eftir, en fregn ir eru mjög ónógar af lægðarsvæð inu. En það eru nokkrar líkur til að dragi til vaxandi A-áttar hjer sunnan lands innan skamms. Veðurútlit í Reykjavík í dag: A-gola, vaxandi með kvöldinu. Ljettskýjað. Dr. Matthías Jónasson flytur fyrirlestur um íslenska bændur og bændamenningu í útvarpinu í Leipzig í Þýskalandi á fimtudag- inn kernur kl. 15.10 eftir íslensk- um tíma. (FÚ) Alþingi. Þingfundir voru haldn ir í báðum deildum í gær, og voru þá það margir þingmenn staðnir upp úr inflúensunni, að vel fundarfært var. Þó eru nokkr ir yeikir ennþá. Fundur verður í sameinuðu þingi í dag, og verða. þá fram- halds umræður mn sjálfstæðis- og utanríkismálin, sem fresta varð á dögunum. Engir fundir verða í déildum í. dag. Inflúensuvamir. Austfirðir (og einnig Hornafjörður) ætla að reyna að verjast infhiensmini. Dalasýsla ætlar einnig að reyna varnir. 76 nemendur af 90 í Reykholts- skóla iiggja í inflúensú. Veikin breiðist ört út um efri bygðir Borgarfjarðar. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: til minningar um látna vini 100 krónur, frá sextugum Borgfirð- ingi. Með þakklæti móttekið. — Guðm. Gunnlaugsson. Skíðamótið og „Ármann“. Frá því var sagt í blaðinu á sunnu- daginn, að Karl Sveinsson úr Ár- mann hefði tekið þátt í skíðagöng unni, en svo var ekki. 1 stað hans kom Stefán Stefánsson, sem fekk hans númer. Munu dómararnir ekki hafa athugað þetta, og á því byggist misskilningurinn bæði í blöðum og útvarpi. Fislrmarkaðurinn í Grimsby í gær: Besti sólkoli 80 sh. pr. box, rauðspetta 70 sh. pr. box, stór ýsa 28 sh. pr. box, miðlungs ýsa 24 sh. pr. box, frálagður þorskur 16 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 6 sh. pr. box og smáþorskur 6 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. - FB). S. B. S er 5 ára í dag. í sam- bandinu eru 23 fjelög með um 1800 meðlimum. Fyrsti forseti þess Var Helgi Scheving stud. jur. frá Vestmannaeyjum. Núverandi for- seti er Eiríkur Pálsson stud. jur. Samkoma sú, er halda átti í til- efni af afmælinu. fórst fyrir sak- ir inflúensu. Frá Englandi komu í gær tog- ararnir Belgaum og Max Pemb- erton. L.v. Sigríður kom a.f veiðum í gær. Eimskip. Gullfoss fór frá Siglu firði í gær áleiðis til ísafjarðar. Goðafoss fór til útlanda í gærkv. kl. 8. Brúarfoss fór sennil. frá London í gærkvöldi. Dettifoss er í Hull. Lagarfoss var á. Norður- firði í gær. Selfoss er á leið til Aberdeen. Fimtugsafmæli á í dag Gunn- laugur Einarsson, skipstjórj frá Stykkishólmi, nú til heimilis á Stað á SÆltjamarnesi. EGGGRT GLAESSEN. hæstarjettannálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um aust.urdyr). Hessian Bindigarn Saumgarn fyrtrllgg}andi. Olafur Gíslason & Co. h.f. Sími 1370. fc I Húsmæður! Farið fram á það, þar sem þér kaupið hreinlætisvörur, að fá þetta merki: Hreins vörur fást ávalt í heildsölu: H. Benediktsson & Co. Hjeraðslæknisembættið í Eyrar- bakkalæknishjeraði hefir veriti auglýst lanst, og er umsóknar- frestur til 15. apríl n.k. fsak Jónsson kennari hefir ver- ið skipaður æfingakennari víð Kennaraskólann frá 1. okt. f. á. að telja. Útvarpið: Þriðjudagur 16. mar? 19.20 Hljómplötur: Ljett ]ög„ 19.30 Þingfrjettir. 20.30 Erindi: Um bamavernd (frú Guðný Jónsdóttir). 20.55 Hljómplötur: Ljett lög. 21.00 Húsmæðratími. 21.10 Symfóuíu-tónleikar: Tschaú kowsky: a) Píanó-konsert nr. 1 í b-moll; b) S.vmfónía nr. 6 (pathetique). (Dagskrá lokið um kl. 22.30) NB. Minuingarkvöldi um -Tón Laxdal tónskáld er frestað. Duglega og vana stúlku vantar strax ti'I að ganga um beina. Upplýsingar i síma 3350. Ágætt bðgglasmjör Versl. Visir. Sími 3555. Kjöt af fullorðnu fje. Saltkjöt. Miðdegispylsur og kinda- bjúgu. Versl. öúrfell, Laugaveg 48. Sími 1505. Trúl of unarhringa fáið þið hjá Sigurþóri, Hafnarstaeti 4. Scndir gcgn pósthröfa hvcrt á land sem cr. Sendið nákvæmt mái. Úr og klukkur í miklu úrvali. Nftt nautakjöt. í súpu 1,50 pr. kg. í steik 1,90 pr. kg. í hakkað buff 2,40 pr. kg. f nautabuff 2,90 pr. kg. Milners Rföfbúð. Leifsgötu 32, Sími 3416,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.