Morgunblaðið - 04.04.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1937, Blaðsíða 4
4 MofíGUNi LAÐÍÐ Sunnudagur 4. apríl 1937. f Þ R Ó T T I R - Myodlr frá tkiðaviku I. R. á Kolviðarhóil um páskana. ViÐavangshlaup í. R. á sumardaginn fyrsta, Svanur" gefur nýjan bikar. T 7 íðavangshlaup í. R. * fer fram á sumar- daginn fyrst, eins og venja er til. Kept verður þá í fyrsta skifti um „Svanabikarinn“ og fylgir honum ný reglu- gerð sem farið verður eftir, og er hún nýstað- fest af stjórn Í.S.Í. Sú breyting verður á tilhög- un hlaupsins, að í stað 5 manna sveitar komi nú 3 manna sveit, I mega því fjelögin nú senda minst 3 menn til kepni í stað 5 áður, eftir gömlu reglugerð-' inni. Undanfarin ár og frá því | fyrsta, hefir þátttakan í hlaup-' inu aðeins verið frá fáum fje- lögum og án efa hefir ástæðan verið sú, að ýms fjelög hafa ekki átt 5 menn kepnisfæra. — Sjerstaklega hefir þetta gengið út yfir hin smærri íjelög. Með 3 manna sveit er ráðin mikil bót á þessu, og ættu nú framvegis fleiri fjelög að geta tekið þátt í hlaupinu og til- gangur hlaupsins að ná tak- marki sínu með almennri þátt- töku fjelaga. Þátttökubeiðni ásamt nöfnum hlaupara sendist til stjórnar í. R. fyrir 15. apríl næstkomandi. * Sjörlíkisgerðin „Svanur“ hef- ir gefið vandaðan silfurbikar til að keppa um, í stað Morgun- blaðsbikarsins, sem Borgfirðing- arnir unnu til eignar í fyrra- vor. Bikarinn er nú í smíðum1 á gullsmíðavinnustofu Árna B. Bjömssonar, og er hann gerð- ur af Leifi Kaldal. Efri röð: Æfing í brekku við Kolviðarhól. Þátttakendur í páskanám- skeiðinu. Lagt af stað í skíðaferð í Ýnstadal, Við gufuhverinn í Tnstadal, Æfing í brekku við Kolviðarhól. — Litla myndin: Æfður snjóplógur. — Neðri röð: Kend skíðaganga, Þátttakendur í 3ja daga námskeiði fyrir páska, Hnjebeygja (jafnvægisæfing), Tveir nám- skeiðsflokkar, Kennarinn Tryggvi Þorsteinsson. Skíðavikan á Kolviðarhóli. Hjer birtast myndir frá skíðanámskeiði í. R.-inga er þeir hjeldu að Kolviðarhóli um páskana. Tók fjelagið alt gistipláss á Hólnum þessa daga og voru þar að staðaldri 30 gestir. En auk þess kom þang- að fjöldi í. R.-inga daglega til þess m. a. að njóta kenslu og tilsagnar skíðakennarans — Tryggva Þorsteinssonar — en hann var kennari á námskeið- inu. Suma dagana voru þarna hátt á 2. hundrað manns á vegum fjelagsins. Tryggvi Þorsteinsson er ung- ur Ísfirðíngur. Hefir hann und- anfarin ár haft á hendi leik- fimis- og sundkenslu. Er sænski skíðakennarinn Tuveson var á ísafirði í fyrra, aðstoðaði Tryggvi hann við kensluna. í. R.-ingar eru mjög ánægðir yfir því, að hafa fengið Tryggva sem kennara á skíðanámskeið sitt, hinn fyrsta íslenskra skíða- kennara. Gekk hann að því með oddi og egg að allir, sem námskeiðið sóttu, bæði þeir, sem gistu þarna efra, og eins hinir, sem komu þarna dagstund, gætu haft full not af kenslu hans. * í. R.-ingar sáu um fastar ferðir upp að Kolviðarhóli alla helgidagana. Þeir sem notuðu sjer ferðir þessar, gátu fengið 3 klst. tilsögn á skíðum. Þó kenslutíminn væri ekki lengri en þetta, opnaðist fyrir mörg- um alveg nýr heimur á þessu sviði. Undir leiðsögn Tryggva náðu þeir ótrúlega fljótt því valdi' yfir skíðunum, að þeir gátu farið margar erfiðar brekkur á alt annan hátt en áður, brekkur, sem þeim datt ekki í hug að fara, meðan þeir höfðu enga aðra kunnáttu en að renna sjer beint niður á jafn sljettu án þess að hafa nokkra stjóm á skíðunum. * Tryggvi Þorsteinsson vann sjer traust og vináttu allra sem nutu kenslu hans, og þó einkum þeirra í. R.-inga, sem voru með honum að staðaldri. Með dugn- aði sínum, alveg sjerstökum kennarahæfileikum, stjómsemi og áhuga á því, að menn nytu sem best leiðsögu hans, ávann hann sjer óskift traust í. R.- inga. Mjög hrósa í. R.-ingar allri aðbúð á Kolviðarhóli, og minn- ast með ánægju þessa fyrsta skíðanámskeiðs fjelagsins, enda hefir fjelagsstjórninni borist þakklæti margra fjelagsmanna fyrir forgöngu þessa máls. * Það er með skíðaíþróttina, eins og allar aðrar íþróttir, að þeir sem ætla að læra hana þurf'a að byrja á byrjuninni, læra að hafa vald á skíðunum. Annars hafa þeir litla ánægju af íþróttinni og um framfarir verður aldrei að ræða. Þetta hefir fcilfinnanlega vantað hjer undanfarin ár, þó fjöldi fólks hafi farið upp um fjöll og firnindi og leikið sjer Um skíðaíþróttina: Getum við hugsað okkur nokkuð frjálsara og heil- brigðara en að taka skíðin okkar og fara út um fjöll og firnindi á björtum og heiðríkum vetrardegi? Get- um við hugsað okkur nokkuð hreinna og göfugra en sjálfa náttúruna, þegar álnar djúpur snjórinn þekur holt og hæð- ir, fjöll og dali nær og f jær? Getum við hugsað okkur nokkuð frískara og hressi legra en að rjúka eins og fúglinn fljúgandi niður skógi- vaxna fjalllshlíðina, þar sem frostkalt vetrarloftið streym- ir að vitum okkar og hrímhjelaðar hríslur grenitrjánna strjúkast um vanga okkar og eyru, á meðan hugur og sjón, sjerhver vöðvi og sjerhver taug er spent til hins ýtrasta, tilbúin að varast allar leyndar hættur og hindranir, sem fyrir kunna að verða á hverju augnabliki? Er þá ekki eins og við höfum, alt í einu, hreinsað hugi okkar og vitundarlíf af allri mollukendri siðmenningu og skilið hana eftir í rykugu andrúmslofti borgarlífsins, langt að baki okkar og við erum í senn samtengdir skíðunum og náttúrunni. Fridthiof Nansen. Tryggvi Þorsteinsson. á skíðum, dag eftir dag. En merkilegt að kunnáttuleysi manna skuli ekki hafa orðið til þess að fleiri slys hafi orðið að því, að menn hafa ekki haft æfingu eða kunnáttu til þess að forðast hættur, sem þeir hafa eigi sjeð framundan fyr en á síðasta augnabliki. En leiðsögn og kensla í skíðaíþróttinni ætti að koma í veg fyrir að nokkur hættta staf- aði af kunnáttuleysi manna í framtíðinni. Gengið á Mýrdalsfökul. APálmasunnudag gengoi þrír menn upp á hæstu bungu Mýrdalsjökuls. Fengu þeir bestu færð upp jökulinn, voru sprung- ur lítið til tafar, en hálka nokkur, en hið efra var jökullinn renn- sljettur og harðnr sem ís og svo, að ekki mundi finnast ákjósan- legri akvegur fyrir bifreiðar, hjól og önnur slík farartæki. Á hájöklinum var frostið full tíu stig á Celsíus, en niður í bygð og við jökulræturnar var frost- laust á sama tíma. Veður var kyrt og bjart'. Sást gjörla yfir alt Snð- urland, austan frá Oræfajökli, að Reykjanesfjallgarði og alt norður að Hofsjökli. Jökulfararnir voru ellefu tíma í förinni, en telja, að liæglega megi ganga þá leið á íniklu skemri tíma, því þeir voru mjög illa útbúnir til slíkrar farar. Voru þeir t. d. allir á gúmmískóm, broddalausir, og urðu því að ganga á sokkaleistum þar sem brattast var og hálast. Þeir, sem þátt tóku í förinni, voru: Benedikt. Guðjón.sson kenn- ari, Kjai’tan og Páll Sveinssynir, allir frá Fossi í Mýrdal. (FÚ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.