Morgunblaðið - 04.04.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagfur 4. apríl 1937. ÍDeð morgunkaffinu -- ILondon mætti maður einn, að nafni Rizle, fyrir rjetti um daginn, af einkennilegum ástæð- nm. Hann hafði verið leiðsögumaður þar fyrir útlendinga og aðkomu- fólk um tíma og gert sjer leik að því að gabba menn. Með alvörusvip sagði hann t. d., að þinghúsið væri járnbrautarstöð, og var ekkert feiminn við að gera Englandsbanka að næturklúbb. Og eftir lýsingu hans varð Tower að vöruhúsi, þar sem hægt var að kaupa alt milli himins og' jarðar. Verst var þó, hvernig hann fór með Buckingham Palace. Hann sagði að vísu, að það væri kon- ungahöllin, en bætti því svo við, að varðliðið spilaði þar nýjustu „slagara“ á hverjum sunnudegi. HÁLAFLUTNlNGSSKRiFSTOFA Pjetur Magnússon Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Símar 3602, 3202, 9002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. Þannig skemti hann sjer um hríð, uns ferða maður einn, sem var lítilsháttar kunnugur í borg- inni, uppgötvaði hrekkjabrögð hans og kærði hann fyrir lögregl unjii. Dómurunum gengur erfiðlega að fella dóminn yfir honum, en eru þó ekki úrkula vonar um, að geta fundið þann lagabókstaf, sem hann verði dæmdur eftir, þegar þeir eru búnir að grúska nógu mikið í gömlum lagafyrirmælum. * Ibænum York á Englandi stend- ur til ein sú stórkostlegasta ræsting — stórhreingerning — sem sögur fara af. Það þykir tími til kominn að hreinsa dálítið til í dómkirkjunni þar í bænum — nú fyrir krýningu konungs, enda eru 600 ár, síðan gert hefir verið hreint þar. « Það er gert ráð fyrir að til þess að kirkjan geti orðið sómasamleg útlits, þurfi 4500 skrúbbur, 3000 kg. sápu og ógrynnin öll af vatni. Fleiri hundruð manns fá atvinnu við ræstinguna um mánaðar tíma. * Enn er ekki búið að gera kostn- aðaráætlun yfir kaupgreiðsluna, en ]>að má telja víst að hún verði ekkert smáræði. Sj erstaklega verða þeir, sem eiga að þvo loftið í kór og miðkirkju að fá góða borgun, því að verkið er hættulegt. * Þá er og búist við því, að ýmis- legt óvænt komi í Ijós við ræst- inguna, eins og t. d. að ýmsir hlutar kirkjunnar, sem verið hafa dökkir eða svartir, kunni nú að verða hvítir, og það er ekki ósenni legt, að veggmyndir sjeu huldar uudir rykinu. * Ibænum Kultze í Póllandi bar mikið á óþrifnaðarvarg, eins og flóm, lúsum og „kakkalökk- um“, um eitt leyti um daginn, svo að til vandræða horfði. Kom mönnum það einkennilega fyrir sjónir, að jafnskjótt og vart varð þessara óvelkomnu gesta í einhverju húsi, birtist jafnan sölu- maður með óværuduft og falbauð vöru sína. * Við nánari athugun komst einn lögregluþjónn bæjarins að því, að maðurinn var á einkennilegu næt- urrölti um bæinn með einum kunn- ingja sínum. Veitti hann þeim eft- irför og sá þá, að þeir bljesu flóm, lúsum og öðrum smákvikindum inn um skráargat á útihurð hjá fólki, með stóru strái, og fengu þannig markað fyrir vöru sína. * Þessir þokkapiltar voru settir í fangelsi fyrir tiltækið, og fanga- vörðurinn, sem hafði sjálfur orðið fyrir bragði þeirra, hefir þakkað þeim fyrir síðast með því að blása : flóm inn í klefa þeirra, en duftið hefir hann tekið frá þeim. * Abaðströnd Suður-Frakklands | hefir Hindúi einn vakið feikna eftirtekt fyrir dáleiðsluað- ferðir sínar. Þykir baðgestum gott að eiga vinfengi hans, þar eð hann getur dáleitt sjerhvern vínsölumann á staðnum, til þess að láta af hendi „cocktail" fyrir ekki neitt. Hið íslenska fornritaffelag. Grettis saga Verð: Hvert bindi: tlp'átjT Heft kl. 9,00. Egils saga I skinnbandi kr. 15,00 Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala í Bókaverslun Sigíúsar Emnundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugaveg 34«. Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. »r á því, að hann skyldi ekki koma fyr. En nú er hann komin, og hann er eins og allur annar maður. Við Miss Tylor og jeg — hjeldum fyrst, að hann hefði fengið taugaáfall — og Miss Tylor var hrædd um að það myndi seinna koma fram hjá honum í fi'amkomu hans — við mig“, bætti hún við vandræðalega, en hjelt svo áfram: „En hann gengur um þungbúinn og þögall, eins og hann búi yfir sorg. Viltu gera það fyrir mig að tala við hann — Miss T-ylor álítur, að hann ætti að fara á taugahæli". „Vitið þið hvar hann hefir verið? Hefir hann sagt ykkur nokkuð um ferðalag sitt?“ spurði Georg. „Nei, hann fæst ekki til þess að tala um ferðalagið. segir bara að hann hafi verið að ferðast um ltalíu“. „Ertu hrædd við að hafa hann á Westend?“ „Nei, ekki lengur. Fyrsta daginn var jeg hálf smeik, en nú vorkenni jeg honum bara“, sagði Elísabet stilli- lega. Þegar þau nálguðust trjágöngin nam hún staðar og sagði: „Jeg ætla að fara út á þjóðveginn og ganga niður akurgötuna inn í garðinn, svo að hann sjái okk- ur ekki og haldi að jeg hafi sagt þjer eitthvað rnn hann — viltu ekki borða morgunverð með okkur ?“ „Ef jeg teldi forsvaranlegt að fá honum stjórnina í hendur aftur, þyrfti jeg helst að fara strax af stað“, svaraði hann um leið og hann stje á bak og reið upp trjágöngin. Elísabet fann hið rannsakandi augnaráð hans hvíla á sjer. Það var gamla tortrygnin, sem hún vissi að braust fram hjá honum við og við. Hún andvarpaði og gekk hægt áfram. Þegar hún kom inn, til þess að borða morgunverð, voru þeir báðir komnir inn í borðstofuna. Walther var þungbúinn á svip eins og venjulega og leit ekki upp, þó að talað væri við hann. Miss Tylor talaði glaðlega við Elísabetu og Georg.. Það var eins og þau væru öll sammála um, að það væri best, að láta Walther eiga sig. „Ertu búin að sýna Georg nýju rósabeðin, Elísa- bet T ‘, spurði Miss Tylor. „Nei, en við getum komið og skoðað þau, þegar við erum búin að borða — ef þú vilt, Georg“, svaraði Elísabet. „Já, jeg vil það gjarna. Það hefði átt að setja ný sósabeð í garðinn á Fullerton fyrir löngu. Það er svo sem auðsjeð á garðinum okkar, að það er enginn sem hugsar verulega um hajjn“, sagði Georg. Elísabet svaraði því engu. Hvers vegna sagði hann þetta? Var það til þess að minna hana á þann dag, fyrir næstum tveim ái’úm, ]>egar hún liafði lofað að hjálpa hoiium til þess að koma nýju skipulagi á blóma- garðinn. Hvers vegna bjelt hann stöðugt áfram að minna hana á það liðna? Það var líka heigulskapur í henni og heimskulegt að þegja altaf og vera sek á svipinn, þegar hann mintist á þetta, og hann hugsaði sjálfsagt það versta um hana. En hún vildi þó síst af öllu láta hann halda, að hún gerði sjer nokkrar vonir um hann og sagði því ofnr rólega: „Þú ættir að fá þjer konu, Georg. Það er óráð að þú skulir híma hjer á þessum hala veraldar, án þess að umgangast noklcuð fólk“. „Og hvað um þig sjálfa, Elísabet?“, sagði hann bros- andi. Henni skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu að koma honum í bobba. „Mig —• jeg hefi þó altaf verið í Ameríku“, sagði hún glaðlega. Og alt í einu langaði hana til þess að tala um þetta tímabil æfi sinnar. Það var ástæðulaust, að Ameríkuför hennar væri hjúpuð myrkri og efa- semdum, svo að enginn þyrði að minnast á hana við hana. Hún hjelt rólega áfram. „Það var reyndar ekkert skemtilegur tíini,. en jeg*: ímynda mjer, að jeg hafi liaft gott af að sjá liiua mið- ur björtu hlið lífsins. Það vakti að minsta kosti lijá mjer löngun til þess að reyna af veikum mætti að bæta fyrir þann órjett, sem margir — sjerstaklega börn, verða fyrir í lífinu. En hefði jeg eklti hitt dr- Payne á leiðinni til Ameríku, liefði jeg sjálfsagt farið í liundana1 ‘. „Hvað segir þú, Elísabet? Þú liefir aldrei minst á; ]>að fyrr“, sagði Miss Tylor með ákefð. „Nei, jeg varð að jafna mig eftir það fyrst. Það hefði líka verið synd að tala um það við pabba, meðan. hann var veikur“. „Já, það var gott, að þú hlífðir honum. Hvað hjet Jiessi læknir, sem þú hittir á leiðinnif‘, spurði Miss; Tylor og gaut hornauga til Georg.s. En hann virtist fullkomlega rólegur. „Það var dr. Payne“, skaut Walther inn í með hörku- ltgri, hljómlausri riiddu. „Maðurinn þinn, eða er ekki svo ?“ „Nei, Walther, nú skjátlast þjer, þú hefir reyudar gefið þetta í skyn áður, nei, maðurinn minn var han» ekki----------“ „Og hann verður það aldrei úr þessu“, tók liann aftur fram í, en nú sigri hrósandi á svip. En Elísabet hjelt áfram: „Jeg átti athvarf hjá honum og móður hans einu sinni,. þegar jeg var í mikilli hættu, og jeg dvaldí á heimili ]>eirra í liálft ár“. „Yesalingurinn, livaða hættu lentir þú í?“ „Það skal jeg segja þjer seinna, Miss Tylor — eni jeg var flæmd burt af þessu heimili-----------“ „Af þínum illa anda“, skaut Walther inn í illúð- legur á svip. „Já, hann var minn illi andi þá, og jeg átti erfitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.