Morgunblaðið - 06.04.1937, Side 3
Þriðjudagur 6. apríl 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
„ÞóOleg sjálf-
hælni og hroki“
isl. sagnfræði-
bókum.
Álit Norðurlandaþjóða
á sagnfræðibókum
hverrar annarar,
Kbh. 5. apríl F.Ú.
Helsingfors er nýút-
komiS rit norrænu
fjelaganna og fjallar
það um ýms deiluatriði
og ágreiningsatriði í
sagnfræðikenslubókum
Norðurlanda.
Barði Guðmundsson
hefir ritað álitsgjörð
hinnar íslensku sjerfræð
inganefndar, sem um
þetta fjallaði, en nefnd
hafði verið kosin í hver ju
landi til þess að rann-
saka sögukenslubækur
og skoðanir þær er í
þeim birtast á hverri
þjóð fyrir sig og láta
síðan upp álit um það, er
mishermt væri eða betur
mætti fara.
Barði Guðmundsson átelur
það fyrir hönd íslensku nefnd-
arinnar, að í norskum kenslu-
bókum um sögu, sje oft miður
rjett frá skýrt um íslensk mál-
efni og hvergi nærri lögð á
það nægilega mikil áhersla, að
ísland sje sjálfstætt riki nje
hvenær það hefði orðið. Þá seg-
ir Barði í álitsgjörð íslensku
nefndarinnar, að það sje frá-
leitt með öllu að halda því fram,
að íslendingar sjeu af hrein-
norskum kynstofni og gerir
grein fyrir þeirri blöndun þjóð-
ernis, sem átt hafa sjer stað á
íslandi.
Bendir hann ennfremur á
það, að Islendingar hafi aldrei
talið sig Norðmenn og aldrei
fundist þeir vera það.
Norska nefndin.
Norska nefndin átelur það,
að því er snertir íslenskar
kenslubækur í sögu, að þær
gefi of litlar upplýsingar um
nágrannalöndin og nokkrar
þeirra beri þess augljósan vott,
að höfundarnir hafi lítið lært
af nýrri sögugagnrýni og
vinnuaðferðum. — Þá átelur
norska nefndin það í fari ís-
lenskra sögukenslubóka, að í
þeim gæti oft þjóðlegrar sjálf-
hælni og hroka.
Nefndin telur bók Arnórs Sig
urjónssonar stórum besta af ís-
lenskum sögukenslubókum og
segir hún um hana að höfundar
sögukenslubóka í öðrum lönd-
t iim mættu af henni margt læra.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
„Lifið 09 sálin“
I Litla bandalaginu
Dr. Benes.
Afmælishátíð
Prentarafjelags-
ins á laugar-
dagskvöldið.
Afmælishátíð Hins íslenska
prentaraf jelags að Hót-
el Borg' á laugardagskvöldið
var fjelag'inu til sóma. Þar
voru um 350 manns.
Sest var að borðum um kt. 8,
og stóð borðlialdið yfir þangað tii
laust eftir iniðnætti.
Guðmundur Halldórsson, ritari
fjelagsins, setti hátíðina og bauð
gesti og fjelagsmenn velkomha.
Fyrstu ræðuna flutti formáður
fjelagsins, Magnús H. Jónsson.
Lýsti hann þá stofnendur fjelags-
ins, sem á lífi eru, kjörna heið-
ursfjelaga og mælti síðan fyrir
minni fjelagsins. Rakti hann í
stórum dráttum sögu fjelagsins,
og þó einkum viðskifti þess við
prentsmiðjustjórnirnar, er voru
örðug framan af, en hafa tekið
stakkaskiftum, sagði liann m. a.
vegna þess að flestir núverandi
framkvæmdastjórar prentsmiðj-
anna eru úr prentarastjett og
voru áður fjelagsmenn í Prent-
arafjelaginu.
Þá söng Prentarakórinn nokkur
lög, undir stjórn Pjeturs Lárus-
sonar. Er kórinn ekki nema 2
mánaða gamali. í honum eru 19
menn.
En Pjetur lýsti starfi kórsins
með nokkrum orðum og' , kvatti
prentara til þess að efla hann með
meiri þátttöku.
Kórinn söng m. a. Fjelagssöng
prentara undir lagi Karls Run-
ólfssonar, er Þorsteinn Halldórs-
son prentari hefir ort, og fekk
hinar bestu undirtektir.
Næstur talaði Jón Árnason og
þakkaði fyrir sína hönd og ,ann-
ara stofnenda, þann heiður er fje-
lagið sýndi þeim. Vjek Jón síðan
með nokkrum orðum að því, hvaða
skvldur þjóðfjelagið hefir gagn-
vart þegnum sínum, einkum gagn-
vart, hinni upprennandi kynslóð.
Þá lielt Jón H. Guðmundsson
ræðu fyrir minni prentlistarinnar,
en veislugestir sungu á eftir
„Prentlist þú gyðjan g'óða".
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Baráttan
fyrir samheldni
„Litla-banda-
lagsins".
dr. Benes
í Belgrad.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
, KHÖFN í GÆR.
r. Benes, forseti
Tjekkoslovakíu er
nú í opinberri heimsókn í
höfuðborg Jugoslavíu.
Tjekkar vinna nú að
því af öllum mætti, að
koma því til leiðar að
Litla-bandalagsríkin
geri ekki sjer-samning*a
við önnur ríki.
dr. Krofta, utanríkisráðh.
Tjekka reyndi að fá
gerða samþykt hjer að lút-
andi á fundi Litla-banda-
Iagsins í Belgrad fyrir
helgi, en fekk því ekki á-
orkað.
í Lundúnafregn F.Ú. segir,
að dr. Benes, sem verið hefir
lífið og sálin í Litlabandalag-
inu, muni d'velja í Belgrad í 3
daga ög’ eiga viðræður við Pál
prins og fleiri stjórnmálamenn,
og muÚffejerstaklega kynna sjer
eðli og fhnihald hins nýja sátt-
mála milli Júgóslavíu og Ítalíu.
Heimsókn Benes.
London 5. apríl F.Ú.
Er Benes, forseti Tjekkósló-
akíu, kom í dag til Belgrad,
höfuðborgar Júgóslavíu, var
það í fyrsta skifti, sem hann
kemur þangað í opinbera heim-
sókn.
Þegar hann ók um götur borg
arinnar frá járnbrautarstöðinni,
ásamt Páli prins ríkisstjóra, og
öðrum embættismönnum, var
honum tekið með fagnaðaróp-
um, ekki einungis af borgurun-
um, sem safnast höfðu meðfram
veginum ,heldur og af hermönn
unum, sem heldu heiðursvörð
til beggja handa.
1 Frakklandi ríkir enn mikill
kvíði út af samningi þeim, sem
Júgóslavar hafa gert við ítali
og í aðal-blaði radikal-sósíal-
istaflokksins „Oeúvre“ segir, í
sambandi við hina nýafstöðnu
ráðstefnu Litla-bandalags-
ins, að Frakkar hafi beðið
örlagaríkan ósigur á Balkan-
skaga, en að ít'alir og Þjóðverj-
ar hafi unnið mikinn sigur.
Heiðursmerki Rauða krossins
þýska hefir nýlega verið sæmdnr
Jóhann Þ. .Jósefsson alþingismað-
ur í viðurkenningarskyni fyrir jiá
miklu og ötulu hjálp, sem hann í
mörg undanfarin ár hefir veitt
þýskum sjómönnum, en Jóhann Þ.
Jósefsson er, eins og kunnugt er,
ræðismaður Þjóðverja fyrir Vest-
mannaeyjar, og aðalmnboðsmaður
þýskra útgerðarfjelaga hjer á
landi. (Tilk. frá þýska konsúlat-
inu. — FB.).
Úr „Systurinni irá Prag“.
Lárus Jngólfsson og'
Sigrún Magnúsdóttir.
Pjetur Jónson oíy
Lárus Ing'ólfssoxi. /
Dr. Mixa segir frá
undirtektum undir
operusýninguna.
„Við erum ánægðir... “
Tíðindamaður vor kom að máli við dr. Franz
Mixa, stjórnanda Hljómsveitar Reykjavíkur,
eftir síðustu sýningu „Systurinnar frá Prag“
og spurði hann, hvernig honum líkaði viðtökur þær, sem
óperan hefði hlotið. ufrr
— 1 aðalatriðum, sagði dr. Mixa, er jeg' ánægður með áran'gúfinn,
því að blaðadóineiidur og áheyrendur eru yfirleitt á einu máli uiri þáð,
að hljómsveitin hafi tekið miklum framförum, Og það er vitanlega
aðalhlutverk „Hljómsveítár Reýkjavíkur“ að koma hjer upp fpjlgildri
hljómsveit.
Bílslys
á Austurstræti
Bifreiðai'slys varð síðdegis
á laugardaginn á Aust-
urstræti. Níu ára gamall
drengur, Stefán Þorvalds-
son, Sellandsstíg 10, varð
undir bíl og slasaðist tölu-
vert. Honum líður þó eftir
öllum vonum og meiðsli hans
eru ekki talin lífshættuleg.
Slysið vildi þannig til að bíll-
inn R 809 ók vestur Austurstræti
og ef hantí ltom á móts við Veltu-
sund korii Stefán litli lilanpandi
norður sundið út á Austurstræti.
Lenti hann á aúrbretti bílsins og
fell við í götuna, en annað frarn-
hjól bílsins fór yfir hrjóst hans.
Drengurinn var þegar fluttur k
Landsspítalann og liggur hanrii
þar enn.
Hefir liann marist all-mikið en
ekki brotnað. Leið drengnum
sæmilega vel eftir aðstæðum í gær.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby í
gær:.Besti sólkoli 55 sh. pr. hox,
rauðpsetta 82 sh. pr. box, stór
ýsa 24 sh. pr. hox, miðlungs ýsa
23 sh. pr. box, frálagður þorskur
15 sli. pr. 20 stk., stór þorskur 5.6
sh. pr. box, smáþorskur 4.6 sh.
pr. hox. (Tilk. frá Fiskimála-
nefnd. — FB.).
Og ópera Wenzel Miill'efs var
einmitt valin til' þess að flýtja
hljómsveitina nær þessu takmarki
og um leið nauðsynlegur skóli fyr-
ir liana. 1 hinni nýju útsetningu
C. Czarniawskis er húu skrifuð
fyrir nákvæmlega þau hljóðfæri,
sem við höfum hjer á að skipa,
að einu uiidanteknu, þannig að
hver meðlimur hljómsveitarinnar
fekk lilutverk að vinna, sem gat
orðið lionum hjálp til að full-
komjia kunnáttu sína.
Auk þess er liinn ; kíassíski
hljómlistarstíll s.iersfriltfega vel fil
þess fallinn að þjálfa hljómsveit
í nákvæmni og hfeiitieik sam-
hljóms.
Dómar.
—r Og hvað segið þjet'jum dóma
dagblaðanna ,
— Oll dagblöðin hafa flutt sje'r-
staklega velviljaðar og, lofsamleg-
ar greinar um óperuna,
„Við höfum ástæðti til að v'era
mjög ánægðir með dóm þanh, sem
blað yðar hefir flútt, af því að
þar ér lagður á sýninguna list-
rænn mælikvarði. Og einmitt af
því felur það enn meini í sjer,
þegar í þeim dómi er talað um
fylstu ktmnáttu höfyndarins og
ósvikna fegurð sem kemur fram í
verkinu, þegar sagt er, að óperu-
sýningin hafi tekist stórum betur
en við hefði mátt búast og að
sámtök hljómsveitarinnar hafi ver
ið hin bestu. Þó er orðið „hanal“
óviðeigandi í sambandi við hinn
þýska þjóðlagastíl. Lag, sem hefir
verið surigið af alþýðunni í 150 ár
FRAMH, Á SJÖTTU SfÐU.