Morgunblaðið - 27.05.1937, Page 5
iFlmtudagur 27. maí 1937.
ð^tntbMtH
H.f. Arvakur, Reykjaylk,
fUtstjörari Jt5n KJartanaion og Valtýr SteftLnaaon (*6yrB8araaaBur).
Aaalýalnarari Árnl Óla.
fStltatjðrn, anfljdit*' o* »ffr*l¥alai Auaturatrstl I. — Slaal 1(00.
Áafc 'tftarKjaldi kr. S.00 fc aa&nuBl.
f ’aneaaOlai 15 aura elntaklB — II aura a**B LeabOk.
HITAVEITAN OG FJANDMENN
BÆJARINS.
M0R6UN BLA'Ð IÐ
dr. Björn Bförnsson:
Fyrirtæki bæjarins.
Líklega er ekk,ei't mál til, sem
Reykjavíkurbúar horfa á
,með meiri eftirvænfing en hita-
veitan.
Að ía straum af heitu vatni
mn öll hús bæjarins, án fyrir-
ýhafnar og án óhreininda, nóg
heitt vatn, sem rennur fyrirhafn
• arlaust nótt og dag, hlýjar liús
in, ieggur til heitt vatn í bað
og hverskonar aðrar þarfir —
þetta <er nær beinu æfintýri, en
nokkuð annað, seni menn vita
fum af nútímaframförum.
Um þe.tta mál eru allir bæj-
.arbúar sammála að þessu leyti.
Ujer er um dásamlega nýjung
að ræða, sem ekki geta verið
•skiftar ákoðanir um. Enginn
•dirfist að vera á móti hitaveitu
Reykjavíkur, enda þarf eklti að
•efast um þann dóm, sem slíkur
maður eða flokkur fengi fyrir
þá afstöðn.
*
En þó *ru menn ekki sam-
'inála.
Stjórnarblöðin skrifa nú
hverja greinina annari lieiftúð-
ugri gegn þessu máli, og vilja
• ekkert ;annað en láta nú þegar
ihætta við að bora á hitasvæð-
inu á Reykjum.
Þeir vilja nú láta fara aust-
nr í Hengil, sem er meira en
fhelmingi lengra frá bænum.
Uáta 'þar gufu hita upp vatn,
sem ekki er tál.
Eða þá suður í Krýsuvík. Þar
•er nóg vatnið, því að svo er að
skilja sem liita eigi Kleifarvatn
ið og véita því svo brennhejtu
til Reykjavíkur!
Þá vilja þeir láta þá menn
'hætta, sem liingað til hafa urln-
ið að málinu og safnað þar
reynslu, en fá ítalska menn í
staðinn, frá • vini þeirri Musso-
lini, af því að þar sje fengin
reynsla nm virkjun heitra linda.
En þeir virðast ekki vita, að
;þar er um virkjanir til raf-
magnsframleiðslu að ræða, en
alls ekki hitaveítur.
Hitaveitan er nýtt mál. Þar
'hafa íslendingar vafalaust
fmesta reynslu allra.
Þá er enn bölsótast yfir verði
hitasvæðisins, og er það einhver
allra broslegasta fjarstæða, sem
heyrst hefir.
Reykvíkingar brúka kol fvr-
ir á aðra miljón króna á ári
hverju.
Hitarjettindin lcostuðu 150 þús
und krónur. Iljer eiga þá 150
þús. krónur að vera of hátt
verð fyfir eldsneyti handa
Reykjavík um aldur og æfi!
Og þetta kemur skrítilega
við fyrri útrelkninga, þegar
Jónas JÖnsson 1 jet meta jarð-
hitann á Laugarvatni og hann
var metinn á fullar 300 þtis. kr.
Ef heitt vatn handa einum
skóla var 300 þús. kr. virði,
hvers virði skyldi þá vera heitt
vatn er getur hitað upp bæ eins
• og Reykjavík 1
Stjórnarflokkarnir þurfa nátt
úrlega ekki á þessu máli að
halda til þess að verða óvinsæl
ir hjer í bænum. En hafi nokk-
uð skort á óvinsældir þeirra, þá
fá þeir þær áreiðanlega fyrir
alla sína andstyggilegu fram-
komu í þessu máli.
Alt þeirra starf og alt þeirra
skraf í þessu máli hefir miðað
að einu og aðeins einu: Að
eyðileggja málið.
Og þegar þeir sjá, að þetta er
ómögulegt, þá reyna þeir að
tefja það svo, að árangurinn
skuli ekki vera kominn í ljós
fyrir kosningarnar.
Þess vegna neita þeir um inn
flutning á bornum.
Þess vegna leyfa þeir ekki,
þegar þeir loksins gátu ekki stað-
ið lengur á móti innflutningi
hans, að borinn væri keyptur
þar sem hann fekst strax, til-
búinn, heldur neyddu bæinn til
þess að láta smíða nýjan bor.
Þess vegna ískrar í þeim á-
nægjan og fögnuðurinn yfir því
að borinn skýldi ekki reynast
eins traustur og hann hefði átt
að vera, svo að enn verður töf
á verkinu.
Reykvíkingar! Við skulum
kæfa niðri í þeim þennan fögn-
uð. Hitaveitan væri nú að kom-
ast í framkyæmd, ef stjórnar-
liðið hefði ekki þvælst fyrir því
á allar lundir.
Hún kemur, en hún kemur
seinna fyrir þessa fjandsamlegu
aðstöðu stjórnarflokkanna.
Og ef þeir næðu völdum, þá
má hamingjan vita hvað málið
dregst.
Þá verður undir eins hætt við
boranirnar á Reykjum.
Þá verður gaufað við tilraun-
ir austur í Hengli í 5 ár. Og
síðan jafn lengi suður við Kleif
arvatn og Krýsuvík. Og hver
veit hverju þeir finna svo upp
á til þess að spilla málinu.
Þessir menn eru fjandmenn
bæjarins. Burt með þá úr
stjórn!
Delicious
JarDepla-
spænirnir
eru tireinasta
siælgæti, og um
leið nærandi,
hullir «í< auð-
meltir.
Jaröeplaspónagerðin
Hafnarfirði.
Igrein minni, er birtist
hjer í blaðinu 22.
og 23. þ. m. um tekjur
og gjöld bæjarsjóðs
Reykjavíkur kom skýrt
í ljós, að þeir útgjalda-
liðir, sem hækkað hafa
meira en sem svarar
fjölgun íbúanna, eða
vexti bæjarins eru:
Styrkþegaf ramf ærið,
framlög til ýmsra lýð-
mála, kostnaður við
bamafræðslu og lög-
gæslu, og stofnkostnað-
ur gatna.
Var jafnframt gerð
grein fyrir ástæðunum
til hækkunar þeirra út-
gjalda.
Verður hún að teljast eðli-
leg í öllum þessum tilfellum,
sbr. þó löggjöfina, nema að því
er snertir framfærslu málin. En
einnig þar hefir hækkunin sín-
ar gildu ástæður, þó að þær
sjeu alt annað en góðar. Var
bent á nokkrar hinar helstu
þeirra.
Tveir gjaldaliðir höfðu lækk-
að allverulega að tiltölu. Þeir
eru kostnaður við sjórn bæjar-
málanna og ráðstafanir til
tryggingar gegn eldsvoða.
Þessara tveggja útgjaldaliða
gætir nú orðið tiltölulega lítið
í heildarútgjöldunum. Þeir
námu nærri 20% af gjöldun-
um 1921, en tæpum 10% 1935.
Aftur á móti hefir hlutdeild
styrkþegaframfærisins hækkað
á sama tíma úr ca. % upp í ca.
Ys af heildargjöldunum.
Við samanburð á tekjum og
gjöldum alls, kom í ljós, að
tekjuaukningin hefir orðið aft-
ur úr útgjaldaaukningunni síð-
an 1931. Með árinu 1931 varð
meiri aukning á útgjöldunum
en sem nam hinni eðlilegu
hækkun þeirra samanborið við
fjölgun íbúanna. Samsvarandi
hækkun á tekjunum varð aft-
ur á móti ekki fyr en á árinu
1934.
Umsetning bæjarsjóð hefir,
síðustu árin, vaxið örar en sem
svarar íbúafjölguninni, og
aukning gjaldanna hefir verið
stórstígari en aukning teknanna.
Hafa verið leidd rök að því, að
aðalorsökin til þessarar þróun-
ar er hin mikla hækkun styrk-
þegaframfærisins.
Þar sem þessi þróun í um-
setningu bæjarsjóðs óhjákvæmi
lega hlýtur að hafa sín áhrif
á fjárhag hans, verður að taka
sjerstakt tillit til styrkþega-
framfærisins, þegar fjárhagur
bæjarsjóðs er til athugunar. En
fyrst skal fjárhagur bæjarins í
heild tekinn til meðferðar.
*
FYRIRTÆKIN
Eins og kunnugt er, starf-
rækir bærinn 4 fyrirtæki til al-
menningsþarfa: Höfnina, Raf-
magnsveituna, Gasveituna og
Vatnsveituna.
Öll þessi fyrirtæki hafa sér-
reikninga og því aðskildan fj^*
hag frá fjárhag bæjarsjóðsins.
Það væri freistandi að rekja
hjer þróun fyrirtækjanna til
fróðleiks borgurunum. Þess er
þó ekki kostur í þetta sinn. —
Hinsvegar er ekki hægt að
ræða fjárhag Reykjavíkur, án
þess, að taka tillit til fyrirtækj-
anna, þó að hin raunverulega
fjárhags- og ; menningarlega
þýðing, sem þau hafa haft fyrir
bæjarfjelagið verði vart metin
til fjár. En það atriði er ekki
til umræðu hjer.
í árslok 1935 var búið að
leggja í stofnkostnað við fyrir-
tækin 21.4 milj. kr. Þar af
höfðu þegar verið afskrifaðar
9.8 milj. kr., svo að bókfærður
stofnkostnaður þeirra í árslok
1935 var talinn 11.6 milj. kr.
Það er það verðmæti, sem bær-
inn telur sjer í viðkomandi
mannvirkjum, og rjettindum
(vatnsrjettindi).
Fje það, sem lagt hefir verið
í fyrirtækin, svarar þó meiri
„brúttó“-arði en í hlutfalli við
hið bókfærða verð. Heildartekj-
ur allra fyrirtækjanna hafa
staðið í föstu hlutfalli við heild-
arstofnkostnaðinn alt frá byrj-
un.
Reksturshagnaðurinn (hrein-
ar tekjur + afskriftir) hefir
einnig staðið í stöðugu hlutfalli
við heildartekjurnar, og jafn-
vel farið hækkandi. Afköst og
afrakstur fyrirtækjanna hafa
m. ö. o. vaxið í hlutfalli við
aukningu þeirra.
*
Úr ýmsum áttum hafa heyrst
ákúrur í garð stjórnar fyrir-
tækjanna um það, að þau væru
óhæfilega dýrt seld á þjónustu
sína í þágu borgaranna.
Þær staðhæfingar byggjast
sumpart á vanþekkingu og
sumpart á því, að ekki er tekið
tillit til aðstæðnanna.
Verður í þessu sambandi ekki
hjá því komist, að athuga þessa
hluti dálítið nánar til þess, að
mönnum gefist kostur á að sjá
þá í hinu rjetta ljósi.
*
Fyrst skal tekið fram það,
sem sameiginlegt er fyrir öll
fyrirtækin: Þau hafa staðið
undir sjer sjálf.
Þau hafa ein og óstudd stað-
ið straum af hinum upphaf-
lega stofnkostnaði pínum, sem
og síðari augningum og endur-
bótum.
Þau hafa hvorki þurft að
knýja á dyr ríkissjóðs nje bæj-
arsjóðs um fjárhagslegan stuðn
ing, en þær byrðar hefðu auð-
vitað lent á skattborgurunum.
Þau hafa á tiltölulega stutt-
um tíma borgað niður lánsfje
sitt, og binda því framtíðinni
ekki bagga á herðar, heldur
verða traust og öflug stoð undir
fjárhagslegri þróun bæjarfje-
lagsins í framtíðinni.
6
Hagur Reykjavík-
urbæjar IV.
Framtíðinni í þessum bæ bíöa
nóg önnur verkefni en þau, að
borga eyðsluskuldir fortíðar-
innar.
HÖFNIN
Það mun vera rjett, að hafn-
argjöldin hjer eru hærri en t-
d. í Kaupmannahöfn. Hinsvegar
munu þess dæmi í hafnarbæj-
um í Noregi, að hafnargjöldin
sjeu eins há og hjer. Er hinn
forni og rótgróni hafnarbær
Bergen, jafnvel í þeirra hóp.
Aðstæðurnar hjer og víðast
erlendis eru mjög ólíkar. Hafn-
arbæirnir standa á gömlum
merg. Höfnin hjer er ekki eldri
en það, að hún er bygð á hinum
óheppilegu tímum, stríðsárun-
um.
Skilyrði til hafnarbyggingaar
hjer eru heldur slæm. Það þarf
langa og trausta skjólgarða,
sem eðlilega eru dýrir. Þar viö
bætist að þeir, sem og bryggj-
ur allar og bólverk, þurfa að
vera hjer langt um hærri en
víða annars staðar, vegna óliks
munar á flóði og fjöru. Hann
er hjer 5 m., en t. d. aðeins 1
fet í Kaupmannahöfn.
Hjer hefir orðið að gera
miklar og kostnaðarsaman upp
fyllingar, og reisa öll mann-
virki við höfnina ný frá grunni.
Ríkisstyrkurinn, sem veittur
var til hafnargerðarinnar var
aðeins 400 þús. kr. Aftur á
móti verðúr höfnin að veita hin-
um íslensku varðskipum, sem
og öllum erlendum eftirlits-
skipum, ókeypis aðgang að
höfninni.
Auðvitað er það að rjettu
lagi hlutverk ríkisins en ekki
hafnarsjóðs Reykjavíkurbæjar,
að standa straum af legum þess-
ara skipa í höfn.
Að öllu þessu athuguðu getur
engan undrað, þó að hafnar-
gjöld Reykjavíkurhafnar hafi
hingað til verið hærri en þeirra
hafnarbæja erlendis, sem ódýr-
astir eru. Er þó ekki nærri alt
talið, er gerir afstöðuna erfið-
ari hjer en þar.
RAFVEITAN
Það er aðallega tvent, sem
skýra þarf í sambandi við hana.
1) að byrjað var á því að virkja
Elliðaárnar en ekki Sogið, 2)
verðið á raforkunni.
Bæði vatnsföllin, Sogið og
Elliðaárnar, komu til athugunar
þegar undirbúningurinn að
byggingu rafveitu fyrir Reykja-
vík var á döfinni. Það var fyrst
og fremst vegna tillagna
norskra verkfræðinga, sem leit-
að var álits hjá um virkjunina,
að Elliðaárnar voru valdar.
Útreikningar sýndu, að
virkjun Sogsins gat ekki borgað
sig á þeim tíma, eða ekki fyr
en íbúar Reykjavíkur væru
orðnir um 30 þús., og eigin
bjóst þá við eins örum og stöð-
ugum vexti bæjarins og raun
varð á.
FRAMH. Á SJÖTTU SIDU.