Morgunblaðið - 27.05.1937, Page 6
6
Fimtudagur 27. maí 1937.
Tuttugu miljónirnar.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
bara í vexti af skuldum. Vext-
irnir einir af óhófslánum rauðu
flokkanna eru orðnir hærri en
ðll gjöld ríkisins voru til frem-
*r *kams tíma.
Og þetta eru aðeins vextir,
sem ekki lækka skulda-
byrðina neitt.
Meginið af þessu er í erlend-
nm gjaldeyri og verður að
ganga fyrir öllum öðrum
greiðslum. Þetta verður að borg-
ast áður en hægt er að flytja
inn vörur til framleiðslunnar,
mat og klæðnað og byggingar-
efni.
Það er ekki að furða þó að
þeir tali um það þessir herrar,
að hundruð manna ættu að
hafa atvinnu við byggingar,
þegar þeir eru. búnir að fara
þannig meö landsins hag, að
byggingarefni fæst ekki flutt
í’jn nema af mjög skornum
skamti, og einmitt byggingar-
iðnaðurinn er f kyrkingi vegna
þeirra eigin aðgerða.
Menri eiga að sjá eftir útsvör-
unum, en þeir eiga aí> borga
með ánægiubrosi milicnir í
dauða vexti tii erlendr i lánar-
drotna!
Eða þá alt það, sem fer í að
uppihalda slöttólfaliði stjóm-
arinnar í nefndum, við „rann-
sóknir“, „endurskoðanir“, „at-
huganir" og „umsagnir“ og alt
sem þeir finna upp á til þess
að launa hjú sín og hlaupa-
snata.
Alt þetta eiga menn að borga
glaðir.
HVAÐ VELDUR HÁU
ÚTSVÖRUNUM ?
Bæjar og sveitafjelög stynja
undir byrðum sínum. En hvar
á að ,fá peningana til þess að
standast þessar byrðar?
Það er ómögulegt, af því aS
ríkisins hungraða gin gleypir
alt.
Hvers vegna þurfa útsvörin
í Reykjavík og öðrum kaup-
stöðum að vera svona há?
Af þeirri einföldu ástæðu, að
ríkisvaldið vill ekki sleppa
neinu af þeim tekjustofnum,
sem væru eðlilegir tekjustofn-
ar bæjannna.
Ef ríkisbúskapurinn væri eins
og hann ætti að vera, þá ætti t.
d. að vera hægt, að láta rífleg-
an hluta tekjuskattsins ganga
til þess að ljetta á útsvörunum.
En hvert fer tekjuskatturinn
nú?
Hann endist ekki einu sinni í
hálfar vaxtagreiðslumar.
Ef sæmilega væri haldið á
efnahag ríkisins ætti verulegur
hluti ágóðans af vínsölunni að
renna til bæjarins, þar sem út-
sölur eru.
En hvert fer sá ágóði?
Ríkið þarf hann allan í sitt
sukk.
Árum 'saman hefir stjórnar-
liðið hlaðið á Reykjavík nýjum
þyngslum.
Og árum saman hefir sama
stjórnarliðið * neitað Reykjavík
um tekjustofna til þess að
standa undir þessum auknu
byrðum.
Það er því alveg í samræmi
— Einn ketillinn —
varð eftir!
Eins og skýrt var frá hjer í
blaðinu í gær átti Þór að leggja
af stað í „katla“-flutning kl. 12
í fyrrakvöld.
En þegar til kom tókst ekki
að koma einum „katlinum“ um
borð í varðskipið, og varð haxm
því eftir á hafnarbakkanum.
Var það gufuketillinn, sem fara
átti til Ingólfsfjarðar, og birt-
ist hjer mynd af honum.
Hinsvegar komust báðir póli-
tísku „katlamir" með varðskip
inu, þeir Hermann forsætisráð-
herra og Vilmundur landlækn-
ir!
FRAMH. AF FYRRA DÁLKI.
við þeirra rökfræðilegu hugs-
un, að tala svo um „útsvör í-
haldsins" og það, hve gífurlega
há þau eru orðin!
Nei, útsvörin í Reykjavík
gætu Iækkað um stóran hluta,
ef stjórnin á fjármálum ríkis-
ins væri í lagi.
og þau skulu lækka verulega
ef þjóðin skilar heilum í höfn
nógu. mörgum andstæðingum
núverandi eyðslustjórnar til
þess að þeir geti tekið taumana
í sínar hendur.
Því sem nú er varið til
nefnda, „athugana“ og allskon-
ar „ketilflutninga“ stjórnarliðs-
ins, og það er mikil upphæð,
væri áreiðanlega betur varið til
þess að lækka útsvörin.
FUNDURINN Á
EGILSSTÖÐUM.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
Auk þeirra Thors og Eysteins
töluðu á fundinum allir frambjóð
endur í Norður-Múlasýslu. Enn-
fremur Gísli Brynjólfsson rit-
stjóri, sem hjelt vel á málsfað
Bændaflokksins. Þá töluðu einnig
Magnús Gíslason sýslumaður og
Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum
í Breiðdal, báðir með Sjálfstæðis-
flokknum, og Sigfús Guttormsson,
Krossi í Fellum með Bændaflokkn
um.
Sjálfstæðismenn og Bænda-
flokksmenn í Múlasýslum eru
Eysteini Jónssyni mjög þakk-
látir fyrir að hafa efnt til funda-
halda austur þar, því að rauða
samfylkingin hefir farið hina
verstu hrakför á fundunum.
Framboðsfundir í N.-Múl. hefj-
ast á laugardag, og þeir enda
þann 16. júní.
E-listinn er listi SiáifstæíS-
isflokksins.
Mj HG U N I lÁÐÍÐ
Bruninn á Lokastlg.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
á aldrinum 11—16 ára. A sömu
hæð bjó einnig einhleypur mað-
ur, Lúðvík Jónsson gjahlkeri hjá
h.f. Svanur. Á neðri hæð bjó Vil-
berg Jónsson, og í kjallara húss-
ins átti heima gömul kona, Jó-
hanna Bjarnadóttir.
Eldurinn kom upp Um kl. 7 í
íbúð Guðmundar Sigmundssonar.
Var Vigdís kona hams ein heima
á þeirri hæð. Mun hún hafa orðið
yfir sig hrædd og hlaupið út, er
hún sá, að kviknað var í hásinuj
og fórst fyrir, að hún gerði að-
vart um eldinn.
Aðrir urðu eigi varir við eld-
inn í húsinu, fyr en tók að rjlika
út um glugga. Var þá strax hringt
frá ótal stöðum í grend á slökkvi-
liðið.
Sinn þeirra, sem fyrstur varð
eldsins var, var Ágúst Jónsson
lögregluþjónn, sem var á gangi
niður Lokastíg. Sá hann reyk
gjósa út um einn gluggann og
flýtti sjer að athuga þetta nánar.
Er hann kom upp á loft og ætl-
aði að opna hurð, gaus á móti hon
um reykjarmökkur. Ágúst gerði
fólkinu í húsinu aðvart og var þá
tekið til óspíltra málanna að
hjarga út úr neðri hæðinni. Mun
mikið af húsmunum hafa skemst
í þeim flutningum.
Þegar slökkviliðið kom var eld
urinn orðinn afar magnaður og
stóðu eldstólparnir út um alla
glugga austanvert á efri hæðinni.
Tókst slökkviliðinu samt furðu
fljótt að kæfa eldinn, en þá var
alt brunnið, sem brunnið gat á
efri hæðinni.
Eigandi hússins er Olafur Þor-
steinsson, Leifsgötu 16.
BERGSHOLT í STAÐAR-
SVEIT BRENNUR.
búðarhúsið í Bergsholti í Stað-
arsveit brann til kaldra kola
s.l. föstudag.
Nálega allir innanstokksmunir
brunnu inni, þar á meðal reipi og
reiðingar í kjallara hússins.
Upptök eldsins voru þau, að
kviknað hafði í reykháfnum, en
hvassviðri var af norðaustri og
eldurinn læsti sig í veggi hússins
að utan, en þeir voru klæddir
tjörupappa, ójárnvarðir.
Húsið sjálft var vátrygt, en inn
bú alt óvátrygt. (Skv. EV-)-
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar-
firði hefir opna kosriingaskrif-
stofu í Strandgötu 39 (áður útbu
Landsbanka Islands). Skrifstofan
er opin alla daga og þangað ættu
menn að snúa sjer viðvíkjandi Al-
þingiskosningunum. Sími 9228.
Kristján Kristjánsson bílaeig-
andi á Akureyri kannaði veginn
á Öxnadalsheiði 24. þ. m. Fór
hann í bíl að Bakkaseli og þaðan
fótgangandi yfir heiðina. Allmikl-
ir skaflar voru á veginum pg, hpið
in ófær bílum. (FIJ)
FYRIRTÆKI BÆJARINS.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Hefði Sogið verið virkjað á
sama tíma og Elliðaámar, gat
ekki farið hjá því að halli hefði
orðið á rekstri rafveitunnar,
vegna hins mikla stofnkostn-
aðar. Telja kunnugir líklegt, að
sá halli mundi hafa slagað hátt
upp í kostnaðarverð stöðvarinn-
ar við Elliðaámar.
Elliðaárstöðin hefir aftur á
móti verið rekin með þeim ár-
angri, að skuldir Rafveitunnar,
sem voru um 3,4 milj. eru nú
komnar ofan í 1.4 milj. Þar af
hvíla aðeins 40 % á sjálfri stöð-
inni hitt á bæjarkerfinu og öðr-
um eignum.
Elliðaárstöðin getur þvi fram
vegis framleitt ódýra orku og er
nauðsynleg sem varastöð. Vjela
afl hennar nemur 3 þús. kw. en
Sogsstöðin byrjar með 4,5 þús.
4,5 þús. kw.
Ástæðan til þess, að ekki
hefir verið hægt að lækka verð-
ið á raforkunni til ljósa eins
og æskilegt hefði verið er sú,
að afköst stöðvarinnar voru orð-
in of takmörkuð í samanburði
við íbúatölu bæjarins.
Hinsvegar hefir verið lagt
kapp á að raforka til smávjela
væri ódýr, og hefir verð henn-
ar verið fyllilega sambærilegt
við það, sem tíðkast á Norður-
löndum.
Ljósaorkan hefir heldur ekki
verið dýrari en í ýmsum öðrum
borgum, t. d. í Þýskalandi.
GASSTÖÐIN
Svipuðu máli gegnir um verð
gassins og rafmagnsins. Það
hefir ekki þótt fært að leggja
í aukningu gasstöðvarinnar, fyr
en fengin er reynsla af aukn-
ingu Rafveitunnar. Ef að
reynslan sýnir, að það væri
æskilegt, þrátt fyrir aukningu
raforkunnar, verður auðvitað
horfið að því ráði. En minni
líkur virðast til þess.
Annars hefir verðið á gasi
verið fyllilega sambærilegt við
verðið á samsvarandi stöðvum
t. d. í Danmörku, þegar tekið
er tillit til kolaverðsins. Enda
getur hver maður sagt sjer það
sjálfur, að verðið hefir ekki
verið ósanngjarnt, þar sem fólk
kýs heldur að nota gas en kol.
VATNSVEITAN
Verðið á neysluvatni í borg-
inni fer eðlilega mjög mikið
eftir staðháttunum, skilyrðun-
um til að afla þess. Hjer eru
þau tiltölulega góð, enda mun
vatnið mjög ódýrt hjer, borið
saman við það, sem tíðkast ann-
ars staðar.
Jarðarför Gunnsteins Einars-
sonar fyrv. hreppstjóra fer fram
frá heimili hans Nesi (Seltjarn-
arnesi) í dag' og hefst kl. 1 e. h.
Velstjórafjelag íslands
fer skemtiferð til Þingvalla laugardaginn 29. maí kl. 9 fyrir hád.
Farið verður frá Ingólfshvoli.
t
SKEMTINEFNDIN.
Hjeðinn er ekki
öreigi ennþá.
Verkamenn, sjómenn og
aðrir lájitekjumenn hafa
síðustu dagana verið að
spyrja Alþýðublaðið, hvern-
ig á bví standi, að útsvar at-
vinnumálaráðherrans lækk-
ar, enda bótt laun ráðherr-
ans hafi á s.l. ári hækkað
um 2.500 kr., og heildarlaun-
in bannie: orðið 12.500 krón-
ur.
Almenningur í bænum skihw
ekki þetta fyrirbrigði.
Alþýðublaðið svarar engu að
því er Harald Guðmundsson snert
ir. Þar hefir blaðið kosið þðgn-
ina.
Hinsvegar reynir Alþýðublaðið
í gær að afsaka það, að útsvörin
á Jóni Baldvinssyni bankastjóra
og Hjeðni Valdimarssyni olíusala
hafa lækkað.
Um J. Bald. segir Alþýðublað-
ið, að ekki sje neitt dularfult við
það, þótt útsvar hans lækki, því
að útsvar Jóns Ólafssonar banka-
stjóra lækki einnig.
Nú er það álkunna, að báðir
þessir menn hafa jafnhá banka-
stjóralaun. En J. Bald. hefir auk
bankastjóralaunanna há laun hjá
gjaldeyrisnefnd og við Skulda-
skilasjóð vjelbátaeigenda. Heild-
arlaun J. Bald. munu því vera
7—8000 kr. hærri en bankastjóra
laun J. Ól.
Um Hjeðinn olíusala segir Al~
þýðublaðið: >■
„Allir vita, að H. V. er for-
stjóri fyrir hlutafjelagi og mun
eiga að nafninu til 40% af hluta-
fje þess, eða. 40 þús. kr. í hluta-
hrjefum, sem vitanlega gefa arð
ef fyrirtækið gengur vel, eins og
hrjef í öðrum hlutafjelögum. —
Auk þess hefir Hjeðinn fram-
kvæmdastjóralaun hjá fjelaginu,
spm eru víst hærri en hjá sam-
svarandi hlutafjelögum öðrum“.
Alþýðublaðið nefnir ekki hvaða
hlutafjelag það er, sem II. V. »
„að nafninu til“ 40% af hluta-
fjenu. En allir vita að þetta er
Olíuverslun íslands, sölufjelag
bins hreska auðfjelags, B. P.
Hjeðinn á 40% af hlutabrjefum
þessa fjelags, segir Alþýðublaðið,
„sem vitanlega gefur arð ef fyr-
irtækið gengur vel“, bætir blaðið
við.
Og Hjeðinn hefir frainkvæmda-
stjóralaun hjá fjelaginu, segir Al-
þýðublaðið, „sem eru víst hærri
en hjá samsvarandi fjelögum öðr-
um“, bætir blaðið við.
Annað segir Alþýðublaðið ekki
um þetta.
Nú eiga verkamenn, sjómenn óg
aðrir lágtekjumenn sennilega að
draga þá ályktun af skrifum Al-
þýðublaðsins, að veslings Hjeðinn
sje að verða öreigi, og þessvegna
lækki útsvar hans.
En sem betur fer mun þetta
ekki vera. Það sýnir best tekju-
skattur Hjeðins. Hann nemur
4246 krónum; er m. ö. o. nálega
helmingi hærri en útsvarið.
Þrátt fyrir útsvarslækkunina
nemur skattur og útsvar H. Y.
samanlagt röskum 6400 kr., og er
það vafalaust tvö- og þreföld árs-
laun margra verkamanna og *jó-
manna.