Morgunblaðið - 22.06.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1937, Blaðsíða 4
4 ______________MORGTJM BLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1937. KVENÞJÓÐIM OG HEIMILIN — Ofþreyta veiklar taugarnar. .cnps- Látið blómin tala. Blóm k Ayextir Hafnarstræti 5. Sími 2717. Ljerefts- Barnahattarnir eru komnir. liattabúðin Gunnlaug Briem Austurstræti 14. MUNIÐ — — — að shmep er gamalt húsráð við gigt. Sjóðandi heitu vatni er helt yfir eins og eina, teskeið af sinnepi, sem síðan er lirært út og borið á gigtveiku staðina og bakið. -------að kerti, sem eru orðin rykug, eftir að hafa staðið lengi í ljósakrónum eða stjökum, má hreinsa með klút vættum í spritti. — — — að þegar ryðgaður skrúfunagli situr fastur, er hægt nð losa hann, eftir að vel heitu strokjárni hefir verið haldið á hausnum á naglanum um stund. -------að mýs forðast lyktina af piparmyntuolíu. Verði vart við músarholu, sem ekki er hægt að gera við strax, er því gott ráð að Tæta baðmullarhnoðra í pipar- myntuolíu og stinga í gatið til bráðabirgða. Carl Ottosen yfirlæknir skrifar í „Sundhetsbladet^ um taugarnar, og hversu nauðsynlegt það sje að spara kraftana, svo að þeim sje ekki ofboðið og taugarnar veiklist. Þar segir m. a.: Á þessum hraðfleygu tímum reynum við sjálfsagt meira á taug- arnar en forfeður okkar gerðu. Þeir lifðu rólegra lífi. Það er því mjög þýðingarmikið, að við ger- um okkur Ijóst, hvað það er, sem hefir skaðleg áhrif á taugarnar, svo að við reynum ekki um of á þær. Bn eitt er það m. a., sem stuðlar að því að gera nútíma fólk taugaveiklað og það er: Ofreynsla. Fyrst og fremst ber þó að leggja áherslu á það, að það er blessun að geta unnið. Vöðvarnir styrkj- ast ekki, nema á þá sje reynt. Og til þess að þroskast andlega, þurf- um við að vinna andlega vinnu. En að æða úr einu í annað hvíldarlaust dag eftir dag er eng- um holt. Meðalhófið er best hjer sem í öðru. Rjett verkaskifting. Vinnutímanum ætti að skifta niður með smá hvíldartímum á milli, og sá tími notast best, með því að leggja sig til hvíldar. Geti maður vanið sig á að sofna í þær 10—-20 mínútur, sem hvíldartíminn stendur yfir, er það fyrirtak. * Margar mæður verða taugaveikl aðar vegna þess að þær fara á mis við nauðsynlega hvíld á dag- inn, en vinna hvíldarlaust frá morgni til kvölds. Það er engin furða, þó að þær verði taugaslapp- ar og finnist það þung byrði að gæta erfiðra barna. * Hæfileff hvíld og svefn fyrir öllu. Það verður ekki vjefengt, að hæfileg hvíld og svefn hefir mikla. þýðingu fyrir taugarnar. En það er líka margt annað, sem hefir sína þýðingu. Vilji maður hafa sterkar taugar, á maður að vera eins mikið og unt er í sól og birtu, anda að sjer heilnæmu lofti nótt og dag, fara daglega í volg eða köld böð, lifa á hollri, einkum málm- og fjörefnaauðugri fæðu, hrejrfa sig undir beru lofti og Arerja sig og herða fyrir skaðleg- um áhrifum kulda og ofkælingar. Alt þetta kemur þó ekki að full- um notum, ef svefn og hvíld vant- ar. Tískulitur Parísar stúlkunnar. Parísarstúlkan hefir jafnan haft miklar mætur á svarta litnum, og mikið notað svart og hvítt saman. Töluvert bar þó á því í vor og nú í seinni tíð að marínublátt kæmi í stað svarta litsins, enda fer sá litur líka prýðilega við hvítt. Hinar svonefndu „clips“-spenn- ur eru mjög í tísku um þessar mundir, enda er hægt að nota þær til skrauts á marga vegu. Fallegri „clips“ er krækt í bandið á hattinum og gefur hon- um laglegan svip. Skrautleg „clips“ fer líka vel í slaufu fram- Húsvinur einn, góður og gamall piparsveinn, lofaði mömmu Karls litla, að hann skyldi taka að sjer að gæta hans einn dag, þegar eng- inn var heima. Sjer til gamaus skrifaði liann lista yfir það, sem snáðinn að- hafðist einn einasta klukkutíma þessa dagstund. Listinn er eitt- hvað á þessa leið: Kalli stóð á öndinni í fimm mínútur af orgum, eftir að móðir hans fór út úr dyrunum. Hann krotaði á stofuvegginn með blýanti eins hátt og hann náði. Settist á glas og braut það. Gleypti þrjá hnappa og lítinn bandhnykil. Helti úr saumakassa móður sijmar í kolakörfuna. Reyndi að troða kettinum niður í krukku, án þess J)ó að verða fvrir klóm hans. Braut brúðu systur sinnar með því að nota andlitið á henni fyrir hamar. Valt niður af legubekknum og tók jurtapott með sjer. Braut gluggarúðu með staf, sem ,,frændi“ lánaði honum til þess að leika sjer að. Datt niður í kolakörfuna og ó- hreinkaði fötin sín. Kveikti í ábreiðunni, meðan „frændi“ skrapp inn í næsta her- bergi, til þess að finna eitthvað leikfang fyrir hann. Skreið undir legubekkinn og neitaði að koma fram aftur, fyr en hann fjekk sultutau. Helti úr fullu mjólkurglasi í spariskó móður sinnar. Og loks — hljóp hann svo hratt an í kjólnum, í hálsmálinu, í belt- inu eða sem lás á töskunni. Þannig „clips“ eru búnar til úr allavega efni, glitsteinum, gleri, silfri, gulli o. fl. og mjög mis- munandi í lögun. En það nýjasta er þó að hafa „clips“ í stað eyrna- lokka. (Sjá mynd efst til hægri). á móti móður sinni, þegar hún kom heim, að hann lirasaði um þrepskjöldinn, fekk blóðnasir og reif blússuna sína. Vesalings manninum fanst nóg um og kvaðst ekki mundu treysta sjer að vera barnfóstra Karls oft- ar. — Hvað er heimilið? Þessa spurningu lagði stórt tíma- rit í Englandi einu sinni fyrir þúsund lesendur sína. Ríkir og fátækir fengu tækifæri til þess að svara spurningunni og láta í ljós tilfinningar sínar gagnvart heimilinu. Eftirfarandi sjö svör þóttu best: Heimilið — það er heimur út af fyrir sig, þar er kærleikurinn lok- aður inni, en þræta og þras lokað úti. Heimilið — þar verða ungir gamlir, og gamlir ungir í annað sinn. Heimilið — er konungsríki föð- ursins, heimur móðurinnar og paradís barnanna. Heimilið — það er takmark vona okkar, um það snúast allar okkar helgustu óskir. Heimilið— þar fær líkami okkar máltíðir þrisvar á dag, en hjart- að stöðuga næringu. Heimilið — er eini staðurinn á jarðríki, sem breiðir yfir breisk- leika okkar. Heimilið — er sá staður, sem við kvörtum mest á, en fáum best atlæti. Látið TIPogTÖP þvo alt fyrir yður, svo sólin fdi notið sín ísstofanni. toa-w- . <• A\dna bdn Cc / Piparsveinn sem barnfóstra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.