Morgunblaðið - 22.06.1937, Page 8
s
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagor 22. júní 1987..
Smálúða, Rauðspretta, Ýsa,
Þjyrsklingur, beinlaus og roð-
laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk
& Farsbúðin, sími 4781.
Blómkáls- og grænmetisplönt-
ur eru seldar á Freyjugötu 3.
Sími 3218.
Vesta fylgist með nýjustu
tísku í prjónavörum, og býður
yður nýtísku prjónafötin, löngu
áður en hægt er að flytja þau
inn frá útlöndum.
Brjefsefni. Smekkleg brjefs-
efni í mörgum litum og gerð-
um, fást í Bókaverslun Sigurð-
ar Kristjánssonar, Bankastræti
3. —
Skráaröryggi (Patentlása)
sem fyrirbyggja að hægt sje
að dírka upp hurðarskrár, sel-
ur Alexander D. Jónsson,
Laugaveg 86.
Vestu vörur eru úr bestu
fáanlegri ull, erlendri og inn-
lendri, engin baðmull eða gerfi-
ull, athugið það.
Mjólkurbússmjör og osta í
heildsölu hjá Símoni Jónssyni,
Laugaveg 33. Sími 3221.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Ves^a er á Laugavegi 40.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
<r
fDeð morgunkaffinu —
Kona ein kom inn í búð í Osló
um daginn og bað um blæ-
væng, sem færi vel við hörundslit
hennar. Samkvæmt skipun versl-
unarstjórans sótti afgreiðslumað-
urinn handmálaða blævængi og
sýndi henni. En af því brást kon-
an svo reið við, að hún stefndi
verslnnarstjóranum. Málið er í
rannsókn.
*
Lítill drenghnokki spurði móð-
ur sína:
— Hvað er jeg mikils virði,
mamma!
— Þú ert miljóna króna virði
fyrir mig.
— Gæti jeg ekki fengið eins
og 25 aura af þeirri upphæð,
mamma ?
*
Sami hnokki var spurður, hve
mörg epli liann og systir hans
fengi hvort, ef* þau ætti að
skifta átta á milli sín.
— Það fer eftir því, hvort okk-
ar skiftir, svaraði hann.
*
— Hvernig finst þjer þessí
„mayonnaise“, Kalli?
— Agæt. Hefurðu keypt hana
sjálf ?
*
— Hversvegna dragið þjer
klukkuna altaf upp, þegar þjer
eruð búinn að borða ?
— Læknirinn sagði, að jeg
hefði gott af að reyna dálítið á
mig eftir mat.
*
Mrs. Ella Hughes í London er
eina konan í Englandi, sem eign-
ast hefir barn, bæði á 25 ára rík-
isstjórnarafmæli Georgs V. óg á
krýningardag núverandi Breta-
konungs, Georgs VI.
*
— Get jeg fengið hreinan vasa-
klút, Soffía?
— Þeir eru í þvottinum.
— Báðir . . .?
*
Hans litli var í fyrsta sinni
á æfinni 'boðinn í matar-
veislu einn síns liðs — skólafje-
lagi lians átti afmæli.
Mamma hans lagði rikt á við
hann að vera siðprúður, og lof-
aði hann að gera sitt besta.
Þegar hann kom heim, spurði
mamma hans, hvort hann hefði nú
verið kurteis eins og vei'a bar.
„Já“, sagði Hans, „það var að
minsta kosti aðeins smávægi-
legt------
„Hvað kom fyrir, Hans?“
„Þegar jeg var að sltera „buff-
ið“ í sundur, hrökk það af disk-
inum mínum og niður á gólf. En
jeg bjargaði mjer“.
„Hvað gerðir þú?“
„Jeg sagði bara: Svona fer það,
þegar kjötið er seigt!“
*
— Húsbóndi minn er mjög dutl-
ungafullur. Annan daginn kyssir
hann mig og kallar mig „elskuna
sína“, en hinn daginn fer hann
með mig eins og jeg væri konan
lians!
*
Fulltrúi frá líftryggingarfjelagi
hringir að dyrum og hittir hús-
bóndann:
„Nú hugsa jeg, að þjer þurfið
að líftryggja ýður, fyrst þjer er-
um kvæntur ?“
„Nei, jeg geri ekki ráð fyrir, að
hún sje svo liættuleg!“
m*
Vön saumakona óskast til að
sauma í húsi. Uppl. í síma 4954.
i Nokkrir söludrengir óskast-
i Komi í Bókabúðina á Skóla-
vörðustíg 3.
I Otto B. Arnar, löggiltur út-
[varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og,
loftnetum.
2 herbergi og eldhús óskast
1. júlí. Upplýsingar í síma 4423.
Akranes -- Akureyri.
Hraðferð á fimtudag.
Steindór, simi 1580.
Ódýrl!
Strausykur 45 pr. kg. Molasykur
55 pr. kg. Kaffi, O. J. & K., 95 au.
| pk. Smjörlíki og allar aðrar vörur
með lægsta verði.
Jóhannes Jnhaonssonfl
Sími 4131.
Bifreiðastöðin Geysir.
við Arnarhólstún
leggur áherslu á að gera viðskiftavini sína ánægða.
Opið allan sólarhringinn.
Sími 1633. Sími 1633.
Grundarstíg 2.
Kf öt
af fullorðnu fje.
Kindabjúgu
Miðdegispylsur*
Hvítkál — Gulrófur
BÚRFELL,
Laugaveg 48. Sími 1505.
3YSTURNAR FRA DUMULM
Ný hræðsla greip Dauru. Gat ekki verið, að haun
vildi hefna sín fyrir það, sem hann hjelt, að hún
hefði gert á móti honum, og segja svo Annira lieyrði,
að hann væri enginn vinur Georgs, heldur miskuun-
arlaus óviuur?
Annira lá á hnjánum fyrir framan rúm Georgs, en
þegar hún sá, að það var Daura og Trov, sem komu
inn, stóð hún ekki á fætur.
„Jeg held bara“, sagði hún blíðlega, „að hann sje
heldur betri. -Jeg held jafnvel, að liann hafi þeltt rödd
mína einu sinni. Ó, Troy, þjer þekkið hann vel og er-
uð vinur hans. Komið hingað og segið mjer, hvort yð-
ur finst hann ekki hafa breyst“.
Troy fann, að hönd Dauru, sem hvíldi undir hand-
legg hans, kiptist við. Ilana hafði ekki minsta hugboð
um, hvernig hún og læknirinn höfðu gabbað hann, en
hann fann, að hún var skelkuð, dauðskelkuð.
Hann hikaði um stund og virtist alls ekki líklegur
til þess að verða við bón Anniru. Hann horfði á syst-
urnar tii skiftis. Augnaráð beggja var biðjandi, en
hversu ólíka bón hafði það ekki að geyma.
Augnaráð Anniru var fult trúnaðartrausts og ást-
úðar og vonin skein úr augum hennar. En hræðslan
skein úr augum Dauru.
Hami var bæði ánægður og beiskjufullur við til-
hugsunina um vald sitt. Hann fann, hversu þessar
tvær fögru stúlkur áttu alt undir náð hans og misk-
unn, stúlkan, sem hafði reynt að vinna hann, og stúlk-
aa, .sem Conway elskaði.
Troy vissi ofur vel, að hann myndi alls ekki geta
stilt sig, ef hann gerði eins og Annira bað um og færi
að rúminu til Conway, til þess að sjá, hvort veikindi
hans væru uppgerð. Hann vissi, að hann myndi ekki
geta stilt skap sitt, þegar hann sæi hann, og gat enga
ábyrgð borið á því, sem hann myrtdi segja eða gera.
Annira horfði á liami biðjandi auguaráði. Hann
langaði mest til þess að segja, að hann væri alls ekki
vinur Conways. En að særa þessa nngti stúlku, sem
kraup þarna fyrir framan rúmstokk unnusta síns, var
eins og að drepa saklausan fugl. Hann hugsaði um
gjöfina, sem hún hafði gefið honum og liann hafði
þegið, til þess að valda henni ekki sorgar. Hann
mundi líka vel eftir velvild Gormes lávarðar og þess-
um orðum hans: „Þjer hefðuð átt að vera sonur
minn“.
„Þakka yður fyrir, lafði Annira“, sagði hann rólega,
„eu jeg held, að það sje betea að jeg komi ekki alveg
að rúminu til lians, ef hann er að ranka við sjer. Það
er best, að þjer sjeuð ein hjá honum. Jeg get beðið,
þangað til síðar“.
Hann slepti handlegg Dauru, en liann hafði þrýst
hann fastara en hann vissi sjálfur. Fimm rauðir hlett-
ir sáust eftir fingur hans á mjúku og hvítu hörundi
hennar. Hún fann það bæði og sá. Hann lileypti brún-
um og beit á jaxl. En liann var nú ekki lengur hvorki
grimdarlegur nje liarðneskjulegur á svip. Og nú vakn-
aði vonin hjá Dauru á ný — en henni lá við að hata
sjálfa sig fyrir það.
Hún vissi ekki af fyr en tárin fóru að streyma niður
kinnar hennar, henni til mikillar sorgar og hugar-
angurs.
„Jeg hefi farið illa með handlegg yðar“, sagði hann
lágt, þegar Annira sneri sjer frá þeim. Hún var með
allan hugann lijá Georg.
„Nei“, svaraði Daura í sama rómnum. „Þjer gætuð
aldrei grætt mig með því að fara illa með mig á þann
hátt. Jeg á kannske skilið að þjer farið illa með mig,
— en ekki eins og þjer hafið farið með mig í kvöld.
Þó get jeg fyrirgefið yðvir það alt fyrir þetta, sem þjer
nú hafið gert fyrir systur mína“.
„Góða nótt“, flýtti hann sjer að segja. „Þjer verðið
líklega kyr hjerna — hjá lafði Anniru?“
„Já, en þjer skuluð korna aftur, ef þjer viljið, þegar
Nira er farin. Jeg bíð hjer eftir yður, ef þjer viljið.
Ætlið þjer að koma?“
„Jeg veit ekki“, sagði hann. „Jeg get ekki ákveðið
það uú. Þjer þurfið ekki að bíða eftir mjer“.
„Þá verðið þjer að lofa mjer einu“, sagði hún, þegar ■
hún kom út að hurðinni með Iiouum. „Getum við ekki
verið eins og vinir, þegar aðrir heyra. Verið þolinmóð-
ur um stund. Ef Georg er betri,. verður hið yðar
styttri. Á morgmi verður dansleikurinn. Mig langar
til þess að þjer dansið við-mig og sýnið hinu íólkinu,
að jeg hefi þó að minsta kosti verið góður kennari“.
„Jeg er ekki smeikur við að dansa við yður, lafði.s
Daura“, svaraði hann og meining orða hans varð ekki
misskilin. Að svo mæltlr yfirgaf. hann hana.
Daura stóð kyr urn stund og horfði á hnrðina, sem>
lokaðist á eftir honum. Þegar liún var búin að jafna
sig svo mikið, að bún gat talað, fór hún að rúminu tiU
Anniru. Nú fyrst tók Nira eftir því, að Daura var með
tárvot 'augu.
„Ertu að gráta?“ spurði hún og reis á fætúr og lagði
handlegginn utan um hana. „Þú hlýtur að g'ráta af.
gleði“.
„Já, það lield jeg líka“.
„Jeg- held jeg geti sofið í nótt“, sagði Nira, þegai •
þær systurnar voru komnar inn í svefnherbergi henn-
ar. „Nú fyrst finn jeg, hve jeg er í raun.og veru
þreytt. Það verður gott að sofa og hvíla sig nú, þegar
Georg er farið að batna. Og skartgripirnir eru örugg-
ii’ hjá þjer. Jeg sagði Emmons það í dág, að þú hefð-
ir ábyrgðina á þeim núna, og hann sagðist þá > vita
það. Hefir þú trúað honum fýrir því, eða hefir hanii !
komist að því sjálfur?“
„Ætli hann hafi ekki aðeins verið að gortá, til þess.
að þú skyldir halda, að liann væri svona duglegur-
leynilögreglumaður", svaraði Daura hlæjandi. En húu
var þó ekki allskostar róleg, þegar hún mundi eftir
liinu undarlega málmhljóði, sem hún hafði heyrt.
Nira sofnaði brátt, en Daura sveipaði um sig slO’
og læddist niður til Conways. Dr. Mac Donald sat v. ...
rúmið og vakti yfir sjúklingnum.
„Hefir nokkur komið hingað?“ spurði hún óttasleg-
in.
„Enginn nema Angus. En jeg sagði honam, að hami
mætti fara“.