Morgunblaðið - 26.06.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1937, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. júní 1937. MORGUNBLAÐIÐ 7 Minningarorð • • Qagbófc ♦ um Onnu Benediktsdóttur frá Stóru Ávík. Mig langar með fám orðum að aiinnast lítilsháttar einnar merkr- ar og góðrar konu, sem fyrir iÖLÖmmu ljest norður í Stranda- •ýslu, frú Önnu Benediktsdóttur, húsfrú í Stóru-Ávík. Hún var fædd 9. ágúst 1874 að Hálsi í Öxnadal, og var komin af feesta fólki í báðar ættir. Foreldr- ar hennar hjetu Benedikt Jóns- son og Margrjet Jónsdóttir; bjuggu þau á Hálsi. Ætt þeirra er mjer ekki svo kunnug, að hún verði rakin hjer, en Margrjet var systir Árna sál. Jónssonar læknis £ Skagafirði, og frú Bjargar sál. lconu Markúsar sál. skólastjóra Stýrimannaskólans og frú Sigríð- ar sál. frá Gaulverjabæ. Anna sál. misti ung föður sinn. Tók hana þá til fósturs merk og góð kona Ingi- björg Jónsdóttir að nafni, systir Björns sál. hreppstjóra á Veðra- móti og þeirra systkina. Var fyrri maður Ingibjargar náfrændi Önnu sél. Ingibjörg giftist aftur, að fyrri manni sínum látnum, Sig- fúsi hreppstjóra Pjeturssyni, og fejuggu þau lengst á Hellulandi og í Eyhildarholti í Skagafirði. Hjá þeim ólst Anna sál. upp til 18 ára aídurs. Fór hún þá á Kvennaskól- ann á Ytri-Ey, og síðan til Reykja víkur til móðursystur sinnar, frú Bjargar, og lagði þá sjerstaklega stund á að fullkomna sig sem mest í fatasaumi og ýmsum öðrum kvenlegum hannyrðum, er að gagni mættu koma í lífinu, enda j»áði hún svo langt í þeim efnum, að langt um bar af því sem al- ment er. Stundaði hún síðan sauma fyrst á saumastofum bæði í Rvík og síðar víða, út um land, og gat sjer alstaðar þar sem hún starfaði góðan orðstír fyrir starfið, og alla stund meðan heilsa leyfði vann hún bæði að saumum og öðrum hannyrðum, og kendi fjölda stúlkna þessar greinir með góðum árangri. Árið 1910 giftist Anna sál. eftirlifandi manni sínum, óð- alsbónda Guðmundi Jónssyni í Stóru-Ávík, og þar bjuggu þau síðan mesta mýndarbúi, og þar andaðist hún 25. mars þ. á. af af- leiðingum inflúensunnar, en hafði um langt skeið verið mjög veikluð til heilsu. Þeim Guðmundi og Önnu sál. varð 3 barna auðið, en 2 lifa, bæði uppkomin og mann- vænleg, heima hjá föður sínum, Jón og Ingibjörg. Anna sál. Beuediktsdóttir var sannarlega merk og góð kona. Hún var vel gefin kona bæði and- lega og líkamlega. Hún var for- sjál og ráðdeildarsöm húsmóðir, besta eiginkona og móðir. Hún Anna Benediktsdóttir. hafði næma og ríka tilfinningu fyrir öllu sönnu og góðu, var kærleiksrík og góðgerðasöm við alla sem bágt áttu. Skoðanagóð var hún og skoðanaföst, og fylgd- ist. vel með þjóðmálunum. Sjer- staklega. hafið hún mikinn áhuga fyrir mentun og rjettindum kvenna, og þegar kvenfjelag var stofnað í hennar sveit, tók hún þeim fjelagsskap með fögnuði; var til æfiloka í stjórn þess fje- lags, og vann með lífi og sál að framfaramálum fjelagsins. Með fráfalli Önnu sál. Benediktsdóttur í Stóru-Ávík er í valinn hnigin merk, mikilhæf og góð kona í orðs- ins besta og eiginlegasta skilningi. Við vinir hennar kveðjum hana með hugheilli þökk fyrir samver- una og samstarfið, og munum alt- af muna liana sem merka og góða konu. Og við sendum ástvinunum heima hugheilustu samúðarkveðj- ur. Guð huggi þá og blessi. Sv. G. Uppeldismálaþing kennarasam- bandsins byrjar kl. 10 í dag, með því að Ásgeir Ásgeirsson setur þingið. Þá flytur dr. Símon Ágústsson erindi um barnavernd. Kl. 1 e. h. talar þar Sveinn Sæ- mundsson lögregluþjónn um reynslu lögreglunnar hjer í Rvík. En kl. 2% hefjast umræður um barnavernd. KI. 5 á morgun flytur Jóhann Sæmundsson læknir erindi um taugaveikluð börn. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull. Bi-iÝarfoss var á Akureyri í gær. Dettifoss kemur til Vestm. í dag, hingað í kvöld. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss er á leið til landsins frás Löiidon. Hraðfrystihúsið í Bíldudal hef- ir tekið á móti 24 smálestum af kola frá 15. júní síðastliðnum til þessa dags. (FÚ). Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för dóttur ckkar, Þorbjargar Guðrúnar. Kristín Jóhannesdóttir. Þórhallur Jónasson. Veðrið í gær (föstud. kl. 17): Fyrir austan Jan Mayen er djúp lægð og nær suðvestur á milli ís- lands og Grænlands. Vindur er víðast V-lægur hjer á landi. Á A-landi er þó sumstaðar hæg NA- A-átt og dálítil rigning. Annars er hvergi xxrkoma og veður víða bjart. Hiti'6—9 stig eystra, ann- ars 10—14 stig. Veðurútlit í Reykjavík í dag: V- eða SV-kaldi. ITrkomulaust að mestu. Messað í dómkirkjunni á morg- un kl. 11. Prestsvígsla. Engin síð- degismessa. Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 2. Síra Árni Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2. Sr. Pjetur Th. Odds- son prjedikar. Auglýsingar kvikmyndahús- anna og aðrar 1. síðu auglýsing- ar eru á 4. síðu í blaðinu í dag. Næturlæknir verður í nótt Al- freð Gislason, Ljósvallagötu 10, sími 3894. Næturvörður ér þessa viku í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. Notið sjóinn og sólskinið. Háflóð er í dag kl. 6.50 f. h. og kl. 7.05 e. h. Sextug er í dag frú Guðrún Jós- efsdóttir, kona Jóns Brynjólfs- soiiar, fyrv. kaupm., Austurstræti 3. Frxx Guðrún ber svo vel aldxxr sinn, að ekki væri hægt að trúa því, að hún sje orðin þetta göm- ul, ef kirkjubækurnar sönnxiðu ekki að svo er. Ekki er það vegna iðjuleysis í lífinu, því auk sex mannvænlegra barna, sem öll eru á lífi, hefir hún stundað heim- ili sitt nxeð þeirri rausxx og prýði, sem eru einkenni þeirra kvenna, sem meta meira starf sitt inn á við en út á við. Greiðasemi við fátæka og gestrisni hefir löngum einkent frú Guðrúnu og vil jeg í nafni þeirra allfa, sem hennar liafa notið, óska henni hjartan- lega til hamingju með daginn og alls hins besta um ókomin æfiár. Vinur. Súðin fór í gærkvöldi vestur um í strandferð. Þeir prófessor Alexander Jó- hannesson og húsameistari ríkis- ihs prófessör ! Guðjón Samúélsson lögðu af stað í fyi'radag í flug- vjel frá Kaupmannahöfn til Köln til þess að skoða nýjan háskóla, sem þar hefir verið bygður. Frá Köln er ætlan þexrra að fljúga til Bern í Sviss og skoða þar einnig nýjan háskóla. Ennfremur er ekki útilokað, að þeir fari víðar um og kynni sjer fyrirkomulag nýrra háskólabygginga með það fyrir augunx að nota þá þekkingu til hliðsjónar við innrjettingu há- skólans nýja í Reykjavík. (FÚ). Nóbelsverðlaunin verða þetta ár 158 þúsund króiiur lxvert, en þau skiftast eins og kunnugt er í þrent: bókmenta-, vísinda- og friðarverðlaun. (FIÍ) Tillögur frá fulltrúaþingi kennarasambandsins. Fundir vorxx í fulltrúaþingi Samb. ísl. barnakennara í gær. Voru þar samþyktar ýmsar tillög- ur og álvktanir. M. a. voru þess- ar: „Fulltrxxaþing ísl. barnakennara lialdið í Rvík 1937, beinir þeirri áskoi’un til kenslumálastjórnar- innar, að hún geri sem fyrst ráð- stafanir, er miði að því, að end- urbæta uppeldisskilyrði barna á heimilunum. Bendir þingið á, að þetta mætti gera. m. a. á þann hátt: a. að stuðla að því, að foi’eldr- um verði gert auðveldara að afla sjer aukinnar fræðslu um upp- eldi baima. Mætti t. d. gera það með því að halda námskeið og að gefa út tímarit og bæklinga. b. að stuðla að xitbreiðslu upp- eldisleikfanga, og verði þau seld Fagranes fer framvegis til Akraness á laugardögum kl. 3 í stað kl. 5 áður. Fyrir ferðafólk, sem ætlar frá Reykjavík norður eða vestur er þessa getið, því að breytingin hefst í dag. Dansleikur vei’ður haldinn í K. R. húsinu í kvöld kl. 10. Frú Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 32, er 83 ára í dag. Nýja Bíó sýnir í fvrsta skifti í kvöld kvikmynd, sem nefnist: „Aumingja litla ríka stúlkan", og leikur hin vinsæla Shirley Temple, eftirlætisgoð allra barna, aðal- hlutverkið. Myndin verður sýnil kl. 6 (barnasýning) og kl. Ö'. Á sýningunni kl. 9 verður sýnd kvik mynd af Hindenburg-slysinu. Sextugsafmæli á í dag frú Kat- svo ódýrt, að hvei’t heimili geti auðveldlega aflað þeirra. Þá voru samþyktar tillögur frá námsbókanefnd. m. a. um það, hvaða bækur luest nauðsyn væri á að gefa út. En auk þess var gerð svohljóðandi ályktun: „Þingið telur mjög áríðandi, að í hvert skifti, sem ákveðið er aS gefa út nýja námsbók, þá sje vandað til efnis og framsetning- ar svo sem best má verða. Sje í því sambandi höfð hliðsjón af því besta, sem þekkist með öðrum þjóðum. Ennfremur leggur þing- ið áherslu á, að allur ytri frágang ur þeirra bóka, sem ríkisútgáfa námsbóka gefur út, sje vandað- ur. Góður pappír, skýrt letur, rniklar og vandaðar myndir, yfir- leitt sama brot (meðalstórt 8 blaða) á öllum bókum, sterkt band eða hefting, en ekki vírhefting. rín Einarsdóttir, Bræðraborgar- stíg 7. Hjónaband. f dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarúa Jónssyni ungfrú Aðalheiður S«- mundsdóttir og dr. Símon Ágústs- son. Útvarpið. Laugardagur 26. júní. 19.20 ITtvarpstríóið leikur. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi (flutt á uppeldis- málaþingi í Rvík): Fjelagsstarf seini meðak xmglinga (Aðal- steinn Sigmundsson kennari). 21.15 Hljómplötur: Kórlög. 21.35 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 22.00 Dansíög (til kl. 24). )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.