Morgunblaðið - 26.06.1937, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.06.1937, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. juní 1937.. íTleð morgunkaffinu — Smáiúða, Rauðspretta, Ýsa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 4781. Rabarbari nýuppteki*n 0,35 pr. 1/2 kg. — Sítrónur 0,25 pr. st. —- Þorsteinsbúð, Grundar- stíg 12. Sími 3247. Alexandra hveiti í 10 pd. ljofefí;,pokum á 2,75. Hveiti í la-usri vigt 0.50 aura kg. Þor- steinsbúð. Grundarstíg 12. — Sími 3247. K.aupi gamlan kopar. Vaid Poulsen, Klapparstíg 29. Brjefsefni. Smekkleg brjefs- efni í mörgum litum og gerö um, fást í Bókaverslun Sigurð- ar Kristjánssonar, Bankastræti 3. — Skráaröryggi (Patentlása) sem fyrirbyggja að hægt sje að dírka ðpp hurðarskrár, sel- ur Alexander D. Jónsson, Laugaveg 86. Mjólkurbússmjör og osta í heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Stangaveiði við KaldárhöfTa I Efra-Sogi. Veiðileyfi seld á staðnum. Áætlunarferðir frá Bifreiðastöð Islands. Sími 1540. Einkennileg tilviljun í útvarp- inu vakti athygli manna á kosningadaginn á sunnudaginn var, sem kom mörgum hlustendum fyrir eins og fyrirboði þess sem í vændum var fyrir Alþýðuflokk- inn. Lesnar voru ýmsar tilkynning- ar í útvarpið, sem venja er- til fyr- ir kl. 8 að kvöldi. Meðal þeirra var tilkynning frá Alþýðuflokkn- um, um að kosningaskrifstofa flokksins hjer í Reykjavík væri í alþýðuhúsinu Iðnó. Bn rjett þeg ar það liafði verið sagt, og eftir var síðari hluti tilkynningarinnar um símanúmer skrifstofunnar o. þessh., varð þulan að hætta vegna þess að þá var klukkan 8 og út- varpsklukkan byrjaði að slá. Klukkan sló sín 8 högg í miðri til- kynningunni frá flokknum. Högg hennar eru dimm, og datt ýmsum hlustendum því í hug, sem á þetta hlýddu: „Skyldi útvarpsklukkan að þessu sinni hafa slegið sín dimmu högg, sem táknrænt merki þess, að nú hallaði undan fæti fyr- ir Alþýðuflokknum og þingmenn hans yrðu að þessu sinni ekki nema átta? * Arpad Palasthy í bænum Mic- halvce í Tjekkóslóvakíu hefir þagað í tuttugu ár. Veturinn 1917 var hann í stríð inu og lenti í skotgröf á austur- vígstöðvunum. Sór hann þess þá dýran eið með sjálfum sjer, að ef haun slvppi lifandi úr þessu víti, skvldi hann steinþegja í 20 ár. Hann komst lifandi heim til sín og hjelt heitið vel. Allir hjeldu að hann hefði fengið áverka, er* hefði gert hann heyrnar- og mál- lausan, og varð hann að sætta sig við það. En einn góðan veðurdag kom hann inn í brauðsötubúð til son- ar síns og fjekk sjer köku. Hann snæddi kökuna með bestu lyst og ljet síðan bombuna springa. ,,Hún er góð þessi“, sagði hann glaðlega og fjekk sjer aðra, ,með- an sonur hans starði á hann sem steini lostinn. * i 5 Danskt srnáblað eitt segir frá því, að á íslandi geysi svínapest, en nú sje búið að reisa 250 km. gaddavírsgirðingu á Vesturland- inu, þar sem pestin sje skæðust, svo að svínin hlaupi ekki á brott 1 og beri veikina með sjer í önnur j hjeruð(!) Þeir lialda auðsjáanlega j þar, að hjer á íslandi sjeu úti- gangs svín eins og voru í Dan-1 mörku í gamla daga. * í Lodz í Póllandi er 65 ára gömul kona, sem virðist hafa öðl- ast eilífa æsku. Þó hún sje lcomin þetta til ára sinna, lítur hún út eins og 22 ára gömul stúlka. Hún hefir verið gift í 37 ár og hefir aldrei orðið misdægurt. Hún kær ir sig hvorki um kaffi nje tóbak, en þiggur glas af víni endrum og eins. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð atór Opin allan sólarhringinn. I Ameríku eru menn ekki að bögglast við að leysa krossgátur blaðanna sjálfir, til þess að vinna verðlaunin. Þar eru sjerstakir menn, sem fást við það að leysa krossgátur fyrir fólk. Þeir taka 50 aura fyrir hverja krossgátu og senda hana síðan til blaðanna í nafni þess, sem borgar. * * Fógetinn í smásókn einni í Dan mörku liafði blóðrautt brennivíns nef — og þótti fá sjer nokkuð oft í staupinu. Einu sinni mætti aðal bindind- ispostuli sóknarinnar honum á götu og sagði: — Þjer eyðileggið yður alger- lega á því að drekka svona mik- ið. Þjer kunnið ekkert meðalhóf — eins og dýrin. Þegar t. d. hest- urinn er leiddur að vatnstroginu, drekkur hann rjett aðeins til þess að slökkva þorstann — en heldur ekki áfram. — Má vel vera, sagði fógeti. En það stendur lieldur enginn hestur liinum megin við trogið hans og segir í sífellu: Skál, gamli! * Þvottabjörninn er mesta þrifn- aðarskepna. Hann lætur sjer ekki nægja að þvo sjer, fyrir hverja máltíð, heldur skolar hann líka venjulega fæðu sína úr vatni, áður en hann jetur hana. * IParísarborg rændu nokkrir þjófar heilu Inisi um dag- inn. Þeir komu með stærðar flutn- ingabifreiðar undir alla inuan- stokksmuni. Síðan tóku þeir allar lrurðir og glugga úr húsinu og hjeldu eftir það ótrauðir áfram verki sínu, rifu niður húsið og, höfðu það á brott með sjer. Þegar lniseigandinn kom heim lii' suinarfríi sínu, var ekki eftir steinn yfir steini af lnisinu. Nágrannar hans höfðu haldið að þarna væru verkamenn að verki, er hefðu átt að sjá um að flvtja. húsið. * — Jeg segi þjer það í eitt skiftii fyrir öll. Jeg er fyrir löngu orðinn dauðleiður á að hlusta á þig tala. um fyrri manninn þinn. — Viltu kannske heldur að jegc tali um þann næsta? — Ætlið þjer að bíða á meðan jeg pressa buxurnar? Steindórsprent prentar fyrir yður Aðalstrœti 4 ■ Sími 1175 MtaiaBaaMca WILLIAMSON: 46. gYSTURNAR FRA DUMULM og horfa beint framan í hann, meðan hún beið eftir að heyra, hvað hann vildi henni. „Jeg hefi verið lijer síðan kl. 8“, sagði liann, „Mig langaði til þess að tala við yður strax og þjer kæmuð mður“. „Hvað vilduð þjer sagt hafa ?“ Hún reyndi að vera eins köld og ákveðin á svip og hann. En þegar hún lieyrði svar hans, færðist aftur líf og fjör í augu liennar. „Jeg kom til þess að biðja yður afsökunar fyrir framkomu mína í gær“. Hún fekk ákafan lvjartslátt. „Jeg bið yður afsökunar á öllu, sem jeg sagði og gerði“, hjelt hann áfram. „Við nánari yfirvegun held jeg, að þjer hafið viljað vel, þegar þjer vöruðuð mig við berberginu. Ef þjer hafið einhverntíma hugsað sem svo, að það væri aðeins gott, ef eitthvað ilt henti mig þar, þá er jeg að minsta kosti viss um, að það hefir ekki verið nema stutta stund — og þjer hafið ekki valið mjer þetta kerbergi af þeim ástæðum. En þó að svo væri, hefði jeg ekki tekið það nærri mjer, ef þjer hefðuð ekki síðar reynt að telja mjer trú um, að þjer kærðuð yður um mig. Það tvent átti ekki saman og kom illa heim við þá skoðun, sem karmaður hefir á ungri stúlku, þó að kaun þekki kvenfólk ekki mikið. Jeg befðí átt að vita, að dóttir Gormes lávarðar gat ekki verið — verið eins og jeg freistaðist til að halda nn stund. Og ef þjer hafið verið að vinna fyrir systur yðar, er enn skammarlegra fyrir mig að hafa notað /wjer þá aðstöðu. Eina afsökunin fyrir framkomu minni er kannske sú, að jeg gleymdi mjer gersamlega. Jeg vissi ekki hvað jeg gerði, og jeg blygðaðist mín. Þess vegna. bið jeg yður að fyrirgefa mjer það, sem jeg gerði“. ,,En það sem þjer hjelduð um migt“ „Saft að segja finst mjer jeg ekki þurfa að biðjast afsökunar á öllu sem jeg hjelt. Það er enn skoðun mín, að þjer kafið ætlað að gabba mig. Jeg lái yður það þó ekki eins mikið nú og áður, meðan jeg fann til brenn- andi sársauka, eins og þjer hefðuð gefið mjer löðrung. — í stað þess að bjóða mjer að kyssa yður — vegna systur yðar“. „Jeg vildi bara að úr því hefði orðið“, sagði Daura. „Því að þá hefðuð þjer haldið loforð yðar“, flýtti liúu sjer að seg.ja. „Já, jeg liefði haldið það — og framið sjálfsmorð á eftir. Jeg var þorpari við yður og svikari við sjálfan mig, þegar jeg gerði þessa samninga við yður. En nú langar mig til þess að biðja yður um að gefa mjer lof- orð í staðinn fyrir það loforð, sem jeg gaf yður“. „Hvaða loforð hafið þjer gefið mjer?“ „Það, að jeg skyldi láta eins og ekkert hefði í skor- ist og koma á dansleikinn í kvöld. Það ætla jeg að gera. En þá verðið þjer að lofa mjer því að freista mín ekki eins og þjer hafið gert. Viljið þjer fju-irgefa njjer framkomu mína í gær og gefa mjer þetta lof- orð ?“ Daura átti í nokkru stríði við sjálfa sig. Síðan svaraði hún báðum spumingunum neitandi. Það var auðsjeð, að hann varð hissa á svari hennar. „Þjer neitið því?“, sagði hann hvumsa. „Já, það geri jeg“. „Hefði jeg spurt yður þessa í gær, hefðuð þjer ekki sagt nei. Nú finst yður það vera um seinan að koma með afsökun. Jeð verð að segja yður það, að jeg fór inn til Comvays, þegar jeg gerði ráð fyrir, að systir . yðar væri farin. En jeg fór ekki til þess að njósna, eða af því að jeg vantreysti yður. Jeg fór til þess að biðja yður afsökunar. Breytir það nokkru?“ „Já, en ekki •alveg. Þó reyndi jeg að fyrirgefa yður, þegar jeg sá, hve góður þjer voruð Niru, þegar jeg sagði yður, að jeg — að jeg, nei, jeg get ekki endurtekið það“. „Jeg veit, við hvað þjer eigið. Eins og blóðið liafi ekki ólgað í æðum mínum við tilhugsunina um það síðan? En auðvitað vai' mjer l.jóst, að í raun og veru kærðuð þjer yður ekki vitiuul um mig — það var að— eins —“ „Víst gerði jeg það — þá. En.nú hata jeg' yður. Jeg - segi yður það hreiiiskilnislega, og nú getið þjer gert það sem yður sýnist!“ „Jeg geri eingöngu það,. sem jeg hefi ákveðið frá: uppliafi“, svaraði hanu. „Þjer hugsið víst ekki.svo ilt um mig, að jeg sje hefnigjarn?“ „Þjer virðist hafa hugsað alt mögulegt ilt um mig. Hvers vegna skyldi jeg hafa betri hug til yðar? I gær bað jeg' yður að tortryggja mig ekki. Jeg grátbað yður að vera vingjarnlegur, þó að yður væri það ekki eðli- legt, og' að dansa við mig á dausleiknUm. Nú bíðjið * þjer afsökunar á því að þjer hafið verið að gera eins- konar samninga, en komið um leið með tillögu um nýja! Og ef þjer ætlið að vera svo náðugur að dansa. við mig, má jeg ekki freista j-ðar. Nii bið jeg yður- ekki að dansa við mig. Jeg krefst þess. Og jeg lof'a engu. Jeg hata yður! Ef þjer dansið ekki við mig. eruð þjer hugleysingi11. „Ef þjer væruð karlmaður“, tautaði Troy, „þá mætt- uð þjer —“. Henni fanst sein hann myndi helst vilja ganga af henni dauðri. „En nú er jeg ekki karlmaður“, sagði hún. „Jeg er aðeins kvenmaður, og þess vegna ætla jeg að refsa ■ yður. Ef þjer hafið hug til þess að koma á dansleik- inn með mjer, skuluð þjer verða ástfanginn af m.jer!' Og jeg —“ „Og þjer — hvað ætlið þjer að gera?“, spurði hann hásróma. „Það fáið þjer að sjá — ef þjer viljið liætta eiu- hverju!“ Æðarnar þrútnuðu á enni Troy, og augu hans leiftr- uðu. „Jeg ætla að gera það“, sagði hann. „Jeg ætla aS hætta öllu! Jeg sagði yður í gærkvöldi að jeg væri ekki hræddur við yður. Það skal vera satt. Jeg þakka yður fyrir aðvörunina. Nú get jeg varað mig. Þjer komist ekki fet með mig“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.