Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 3
Miðyikudagur 14. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Onnur flugferð Rússa yfir Norðurheimsskautið FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Rússnesku flugmennirnir sem eru á leiðinni yfir Norður-heimskautið frá Rússlandi til San Fran- cisco, voru þegar síðast frjettist nokkur hundruð km. frá Edmonton í Kanada og þúsund enskar mílur frá marki sínu, og höfðu þá verið fjörutíu og þrjár klst. í lofti. Um þrjú leytið í nótt flugu þeir yfir norður- heimskautið og fóru yfir 64. breiddargráðu 120. lengdarstig um áttaleitið í morgun. Stöðvarkerfi það sem Rússar hafa sett upp á ísn- um kringum Norður-heimskautið dugði svo vel (segir í Lundúnafregn FU), að aldrei liðu meira en þrjár klst. á milli að fregnir fengust frá flugmönnunum. Atvinnubótavinna unglinga þarf að vera á uppeldis-grundvelli. Roynsla Lúðvígs Guðmundssonar við vinnuskólann í Birkihlið. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri á ísafirði hefir í tvö sumur stjórnað vinnuskóla í skólaseli gagnfræðaskóla ísfirðinga, Birkihlíð. Hann er frumkvöðull að þeim skóla, og hefir stjórnað þessari ný- breytni af miklum dugnaði og hugkvæmni. Lúðvíg er staddur hjer í bænum og hefir blaðið haft'tal af honum. Vinnuskólinn okkar í Birkihlíð hefir ekki starfað nema í tvö sum- ur og er skólatíminn úti í þetta sinn, segir hann. Svo þessi tilraun er svo að segja í byrjun. En þó hún sje ekki meiri eða eldri, gefur hún mjer hinar bestu vonir um góðan árangur. Hálfsmánaðarleit sem kostar yfir milj. krónur á dag. Hálfur thánuður er liðinn síðan Amelia Earhart sendi út skeytið um það, að hún ætti ekki nema hálfrar klukkustundar bensin eftir og sæi hvergi til lands. Síðan hafa flugvjelar og herskip, og önnur skip leitað að henni árangurslaust. Myndin hjer að ofan er tekin af frú Earhart ásamt manni hennar, George Putmann og loftskeytamanni hennar, Fred Nooman, sem var með henni á hinni örlagaríku ferð. Að ofan er kort, sém sýnir leið hennar umhverfis hnöttinn, en flugið fór hún ,sjer til gamans“. Frú Amelia Ear- hart lagði af stað frá Miami á Floridaskaga 1. júní og var 30. júní á leiðinni til Howlandseyjar, en þangað kom hún aldrei. Leitinni að henni er enn haldið áfram og í fregn frá Honolulu segir, að sextíu og tvær flug- vjelar sjeu nú að gera úrslitaleit að flugkonunni (samkv. F. Ú.). Yeður fer batnandi á síldarmiðum. 30 skip til Siglufjarðar í gær með dágóðan afla. Tilgangur og takmark vinnu- skólans er sem hjer segir: 1. Að rýma til á vinnumark- aðinum í bænum, með því að taka alt að 25 pilta út úr sam- kepninni þar. 2. Að nota námstímann til þess að manna unglingana, auka vinnuhæfni þeirra og þrótt með skipulagsbundnu vinnunámi og íþróttaiðkunum við reglubundið, einfalt líf og strangan aga í heilnæmu skóg- ar- og fjallalofti. 3. Að nota vinnuafli piltanna til þess að skapa bæjarfjelag- inu verðmæti 1 aukinni rækt- •' í. i & un, nýjum vegum o. fl. Sú grundvallarregla rjeði um val verkefna, að einungis var tekin fyrir vinna, sem eigi voru líkindi til, að unnin yrði af al- mennum verkamönnum í náinni framtíð. Og þessum tilgangi tel jeg að við höfum náð. Við höfum ræktað land, grisjað skóg, lagt vegi, unnið að garðrækt og undirbúið sundþróar-byggingu. En þetta er ekki aðalatriðið. Heldur hitt, að í vinnuskólan- um er æskan vanin við að bera virðingu fyrir vinnunni, auk þess sem piltunum eru kend ýms nytsöm störf. En skólatíminn hjá okkur í Birkihlíð er altof stuttur. Ráða þarf bót á því. Og fleiri vinnu- skóla þarf að reisa — helst sem víðast. Ráðstafanir vegna atvinnu- lausra unglinga þurfa að ná til þeirra sem eru innan við 16 ára að aldri. En þessi atvinnubótavinna vinnuskólahna þarf að starfa á uppeldislegum grundvelli. Þeir- þurfa að leggja megináherslu á verklegt framhaldsnám eftir skólavistina, þar sem mann- dómur unglinganna verður þroskaður undir fullorðinsárin. Hefir ekki komið til orða að koma vinnuskólum á víðar áj landinu? Jú, sem betur fer. Bæjarfull- trúar Reykjavíkur hafa í huga að koma hjer upp vinnuskóla í líkingu við vinnuskóla minn í Birkihlíð. Væri það mjer á- nægja, ef jeg gæti flýtt fyrir því á einhyern hátt, eða reynsla mín þar vestra gæti komið Reykvíkingum að gagni. Matreiðslukonur fóru í gær með Gullfossi áleiðis til Danmerkur, til þess að sitja þar mót norrænna matreiðslukvenna, er Norræna fje- lagið efnir til að Hindsgavl. Þess- ar konúr fóru á mótið: Helga Sig- urðardóttir, Fjóla Fjeldsted, Krist- ín Þorvaldsdóttir og Olöf Jóns- dóttir. Dagbjört Jónsdóttir frá Isafirði situr og mót þetta, en bún er farin áður til Danmerkur. 1 /eður fór batnandi fyrir ^ Norðurlandi í g'ær 0.2; viðast var bokunni að ljetta, sem leg’ið hefir fyrir öllu Vestur- og Norðurlandi und- anfarna daga. I Eyjafirði var komið ágætis veður í gærdag, logn og heiðskírt með 17 stiga hita. En þá var samt kalt úti fyrir Norðurlandi, ekki nema 7—9 stig í lofti. Togararnir. voru flestir á Húna- flóa og í Isafjarðardjúpi. Var þar lítið um afla, en veðurhorfur betri en þær hafa verið í marga daga. Einu skipin sem fengu sæmileg- an afla í gær og í fyrrinótt voru mótorskip, sem leggja upp á Siglufirði. Öfluðu þau síldina við Langanes og vestur á Skagafirði. Frjettaritari Mbl. á Siglufirði símar í gærkvöldi að þangað bafi komið síðasta sólarhring um 30 mótorskip, öll með dágóðan afla. Síldin sem veiðst befir á Skaga- firði undanfarna daga er óvenju feit. Hæstan afla þeirra skipa, sem komu til Siglufjárðar í gær, liafði Björn, 600 mál. Jón Björnsson frá Kornsá, læknir á Langalandi, er nýkom- inn til bæjarins ásamt tveim dætr- um sínum. Hann ætlar að vera hjer á landi fram yfir mánaðamót. Bflum fjölgaði um tg árið 1936. Chevrolet og Forö- biiar flestir. Bifreiðum á öllu land- inu f jöigaði ekki um nema 13 (eða 1%) ár- ið 1936. Samfals voru þá á öllu landinu (skv. bifreiðaskattskrám) 1*834 bifreiðar, þar af röskur helmingur í Rvík Síðan 1927 — eða á síðustu tíu árum, hefir bifreiðum á landinu fjölgað um rúmlega 300%, úr 575 í 1834 bif- reiðar. Þeim fór ört fjölgandi þar til 1930, voru orðnar 1065 árið 1929 og 1434 árið 1930. Aukningin var minni næstu ár og frá árinu 1931—32 fækk- aði bifreiðunupi um 16. Vörubifreiðar hafa öll þessi ár verið talsvert fleiri en fólk- bifreiðar. Vörubifreiðar voru árið 1936 1040 (hafði fjölgað um 3 frá árinu áður) og fólks- bifreiðar 794 (hafði fjölgað um 10). Langmest er hjer af Chev- rolet (520) og Ford-bifreiðum (492). Eftir tegundum skift- ust bifreiðarnáí * þannig: Fólksbifreiðar: Chevrolet 139 17.5% Studebaker 87 11.0% Buick 81 10.2% Ford, gamli og nýi 77 9.6% Essex 62 7.8% Chrysler t 39 5.0% Pontiac 36 4.5% Nash 34 4.2% Fiat 29 3.7% Erskine 28 3.5% Austin 26 3.3% Plymoutb 20 2.5% Dodge Brotbers 16 2.0% 19 aðrar tegundir 120. 15.2% Samtals 794 100.0% Vörubifreiðar: Ford, gamli og nýi 415 39.9% Chevrolet 381 36.6% Studebaker 47 4.5% GMC 42 4.0% 27 aðrar tegundir ^ 155 15.0% Samtals 1040 100.0% Bein Sólveigar frá Miklabæ, er dó nálægt 11. aþríl 1?78' og þjóð- trúin setti í samband við hvarf síra Odds Gíslasoiuy aó Miklabæ aðfaranótt 2. oktúber 1786, vorti jarðsett s.l. sunnúdag að Glaum- bæ í Skagafirði. Lágti beiir hennar í kirkjugarði að Miklabav, en hún á að hafa á miðilsfundum í Reykja vík flutt ítrekaðar beiðnir um að vera grafin upp og flutt að Glaum bæ. Kveðjuathöfn fór i'ram að Miklabæ er beinin voru flutt það- an. Fjölmenni var á báðum stöð- um. Athöfnina framkvæmdi síra Lárus Arnórssoii, Miklabæ. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.