Morgunblaðið - 14.07.1937, Side 5

Morgunblaðið - 14.07.1937, Side 5
Miðvlkudaírur 14. júlí 1937. MÖRGUNBLAÐIÐ I JHtorgimWaMð ________________________I tur*t.i H.i. Arvaknr, RtyUtTlk. dtttatjðrar i Jön KJartanuon oc Valtfr ■tafánaaoa (áöjTfíiarmaBnr). Aacljilncari Árnl óla. Kltatjðrn, a«(lý«licai •( itgMlMai AmtiKtMrtl I. —■ *Iml '***• ÁakrtftarcJaldi kr. ».00 á aaánnM. f tauulln 1* anra alntaklB — II aara >aa« IiMMk. KOSNINGARNAR OG DANIR. Jónas Jónsson hefir ekki rfengið að vera ráðherra flokks síns nú um stund. Hann var þó einu sinni farið að dreyma um hað, að í endurminningu þjóð- arinnar mundi hann lifa sem „Jónas dómsmálaráðherra“, alveg á sama hátt og Jón Sig- urðsson er jöfnum höndum nefndur Jón forseti. En þót't landar hans sje ekki svo þakklátir sem skyldi nje langminnugir sem af er látið, þá er það bót í máli, að miklu meiri dýrð er um nafn hans imeð sambandsþjóð vorri. í augum Dana er Jónas altaf „Justitsminister Jónsson", „Is- lands stærke Mand“, 10 manna maki og hár eins og Arnarfell. Jónas getur alveg snúið við kjörorði heiðafjelagsins • danska: Hvad udad tabes, skal indad vindes. Hann vinnur á hinum erlenda vettvangi, það sem tapast á þeim innlenda. Þegar græða þarf sárin, gefast honum best hin dönsku smyrsl. Hvað er það að vera dómsmála- ráðherra á íslandi hjá því að "vera „Justitsminister“ í Dan- mörku. Hví skyldi hann harma það að íslenska ,,íhaldið“ er á móti honum, úr því danska í- haldið er með honum? Ef frá eru tekin málgögn Tímamanna á Islandi, hefir ekki slík þakkargjörð verið kyrjuð yfir kosningaúrslitun- um, sem í málgagni danskra íhaldsmanna ,Nationaltidende‘. Þar er talað um hrakfarir só- síalista, og þær taldar hinar mestu, sem nokkur sósíalista- flokkur á Norðurlöndum hafi fengið. Það er sagt að sösíal- istar fari eftir þá útreið varla að gera sig merkilega við Fram sókn, sem sje svo göfuglynd, að bjóða þeim sæti við borð sitt. Þar er talað um að Fram- sókn muni endurreisa landbún- aðinn og fyrirbyggja flóttann úr sveitunum. En alt þetta dek- ur er að skoða sem tilhlýðileg- an formála, að því sem á eft- ir kemur. í lok greinarinnar kemur loksins rúsínan. Þar segir á þessa leið: „Að því er snertir sambúð- ina milli Danmerkur og ís- lands geta kosningaúrslitin varla táknað annað en trygg- ingu fyrir rólegri þróun, með raunsæum ákvörðunum, þegar uppsögn sambandsins kemur á dagskrá. Ennþá hefir það ekki verið rætt meðal ábyrgra manna á Islandi, hver verði endanleg afstaða íslands; en hinir ungu íslensku sjálfstæðis- áhangendur hafa barist mjög fyrir því, að komið verði á'sjer- stakri utanríkisþjónustu ífyrir Island, og auk þess fyrir því, að undirbúa eitthvað í áttina til beinna slita við sambandsland- ið, Danmörku. Áhangendur og foringjar Framsóknarflokksins hugsa tæplega um nokkuð þess háttar — jafnvel þótt uppsögn sambandsins megi engan veg- inn koma oss Dönum að óvör- um, hvaða stjórn sem sæti við völd á íslandi“. Fyrir ári síðan lýstu Tíma- menn því yfir að „óskynsam- legt“ væri að amast við auk- inni íhlutun Dana á Islandi. Nú dýrðast danska íhaldið yfir kosningasigri Framsóknar, rjett eins og það væri „danskur sig- ur“. Það er ekki nema hugar- burður nokkurra ábyrgðar- lausra Sjálfstæðisunglinga, að við tökum utanríkismálin 1 okkar hendur og segjum slitið sambandinu við Dani! Ekki er Framsókn að hugsa um slíkt! Svona eru hugleiðingar danska íhaldsins um kosninga- úrslitin á íslandi, 20. júní síð- astliðinn. LANDVINNINGA- STEFNA JAPANA. Engri þjóð utan hins hvíta kynstofns hefir tekist að tileinka sjer vestræna háttu, svo sem Japönum. Þegar Jap- an hætti að vera „lokað land“ voru dyrnar opnaðar upp á gátt fyrir allri tækni og verk- vísindum nútímans. Á ör- skömmum tíma hafa Japanir komist svo áleiðis í iðnaði, verslunarrekstri og siglingum, að þeir standa í fremstu þjóða röð. Og það er ekkert vafamál að í hernaðartækni, bæði á sjó og landi, standa fáir þeim framar. Meðan heimsk eppan lamaði viðskiftalíf og framfaramátt stórveldanna í vestrinu, juku þessir litlu, gulu menn iðnað sinn og verslun, kepptust við að bæta herlið sitt og sóttu í sig veðrið til nýrra landvinn- inga. Atburðir þeir, sem nú gerast í austrinu, koma ekki á óvai't þeim, sem hafa kynt sjer áform og aðferðir Japana undanfarin ár. Alt bendir til þess að skærurnar, sem þegar eru byrjaðar í Kína, sjeu ekki nema einn þáttui'inn í fyrir- fram ákveðinni hernaðaráætlun Japana. Þeir hafa lagt undir sig Mansjúríu og Jehol-hjeraðið. Með undirokun Chahar-hjer- aðsins í ársbyrjun 1935 undir- bjuggu þeir það spor, sem vel má vera að þeir ætli að stíga nú: Undirokun Norður-Kína. Þótt það tækist er langt frá því, að fyrirætlunum ^Japana sje þar með lokið. Takmark þeirra er vafalaust að ná öllu Kínaveldi smátt og smátt á sitt Vald, og jafnvel allri Aústur Asíu, eins og sumir telja. Vaxandi áhugi fyrir islenskum fræðum í Banda- ríkjunum — Er áhugi fyrir íslenskum fræðum í Ameríku? — Já, og það mikill. ísland er þar í álfu nýfundin „stjarna“ — en stjarna, sem hefir vakið á sjer mikla athygli nú 3—4 síðustu ár- in. Þeir háskólar, sem þar hafa gengið á undan í að taka upp kenslu í íslenskri tungu og bók- mentum eru: Harwardháskólinn, Cornellháskólínn, háskólinn í Chicago og háskólinn í Minnesota. Og jeg held jeg þori að fullyrða, að í dag sjeu síst fleiri Banda- ríkjamenn, sem álíta að Eskimóar byggi ísland, en hjer eru margir íslendingar, sem halda, að í Bandaríkjunum búi tómir „band- ittar“! * — Fyrir nokkrum árum skrif- aði jeg grein um íslensku vik- una í Stokkhólmi og drap þar á ýmislegt íslandi viðvíkjandi Miss Ahna L. Olson. — til dæmis að Njáll á Berg- þórshvoli væri hið elsta og glæsi- legasta tákn (symbol) fyrir alla friðarsamninga og afvopnunarráð- stefnur í heiminum — og það væri mun uppbyggilegra fyrir æsku- fólk vorrar aldar, hverrar þjóðar sem er, að lesa Njálu heldur en Gallastríðin eftir Cæsar. Þetta fekk góðan byr — og vakti tölu- verða athygli, þó jeg segi sjálf frá. Nú eftir dvöl mína hjer ætla jeg að skrifa um ísland nútímans og taka þau efni til meðferðar, sem jeg sje, heyri og reyni hjer á Suðvesturlandi og höfuðborg- inni. Jeg kem bráðum aftur og þá ætla jeg að leggja leið .mína um Norðurland. Þýskur blaðamaður í kynnisför um ísland. Með Lyra kom hingað þýskur blaðamaður frá Núrnberg, sem heitir Eugen Kusch. Hefir hann verið á vegum þýska blaðasam- bandsins undanfarin ár, ferð- ast um 16 lönd og skrifað greinar um þau. Hann er auk þess rithöfundur og hefir ritað Berlín og spurði hann spjör- unum úr. Hann ráðlagði mjer að fara til Morgunblaðsins, til Matthíasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar og ýmsra góðra manna, og hafa tal af þeim áður en jeg byrjaði að skrifa um Island. Þetta þótti mjer gott, því að hafi maður kynst pyrir nokkrum dögum *■ kom fyrir hjer í Rvík skemtilegt „journalistiskt“ atvik, sem sýnir gjörla, hví- lík bákn stórblöð heimsins eru. íslenskur blaðamaður bauð tveimur erlendum .kollegum' sínum til kvöldverðar oe: þegar gestirnir voru sestir til borðs dró hann fram nafnspjöld beirra beggja, lagði á borðið og spurði: Who is who? — hver er nú hver? — en niðri í horninu á báðum nafnspjöldunum stóð: Einkafrjettaritari fyrir New York Times á Norðurlöndum. En híew York Times er eins og kunnugt er eitt stærsta dagblað í Ameríku. Hvorugur þessara frjettaritara vissi um hinn, eða höfðu heyrt hvors annars getið. Og svo bar fundum þeirra sam- an í Reykjavík! * Annar þessara frjettaritara var Svend Carstensen, ritstjóri Press- ens Radioavis í Höfn — og var hans getið hjer í blaðinu fyr. En hitt var Miss Alma Luise 01- son — kona af sænskum ættum, er kom hingað til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Morgunblaðið hefir átt tal við Miss Olson og spurt hana um fyrirætlanir hennar hjer á landi. — Erindi mitt er fyrst og fremst að kynnast íslenskum sögu- stöðum með eigin augum í tilliti til að skrifa um þá og kynna þá heiminum, eftir því sem jeg hefi tök og tækifæri á. Undanfarin ár hefi jeg skoðað flesta merkustu sögustaði í Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku og Lett- landi — og svo er jeg komin hingað og liefi þegar sjeð Þing- velli, Skálholt og Hlíðarenda, auk þess, ^em jeg kom að Gullfossi og Geysi, — þó sá alkunni ágæti hver fengist ekki til að gjósa fyrir mig og liðsforingjana á Aviso „Grille“. Verð jeg því að líta svo á að Geysir vilji ekki gjósa fyrir Þýskaland og Bandaríkin! — Hafið þjer ekki skrifað áður um ísland, sem frjettaritari New York Times á Norðurlöndum? — Jú, — en aðallega um bók- mentir, og þó sjerstaklega þær bækur, eftir íslenska höfunda, sem út hafa komið á erlendum málum. •5eg skrifaði t. d. fyrir skömmu grein um síðustu bók G. Kambans — Jeg ser et stort, skönt Land —- því í Ameríku er nú uppi sterk á- hugaalda fyrir íslenskum fræðum, og ekki hvað síst öllu því, er snertir Eirík ráuða. bók, sem heitir „Die christ- j liche Kunst in Rumánien“, auk 1 þess margar smásögur. Hann er málamaður mikill, og um leið og hann talar við frjetta- ritara Morgbl., mælir hann á íslensku. Annars hefir hann talað sænsku. — Hvar hafið þjer lært ís- lensku? — Fyrir skömmu er út kom- in í Þýskalandi íslensk mál- fræði eftir þýskan mann. Hana hefi jeg lesið og lært, en auk þess hefi jeg lesið fornsögur yðar og er hrifinn af þeim. Þjer munuð þá vera kom- inn hingað til þess að hrósa oss íslendingum fyrir forn- mál og fornar venjur? — Ónei, en slíkt meta Þjóð- verjar mikils, og áður en jeg fór frá Þýskalandi, náði jeg í Jón yfirkennara Ófeigsson í einhverju landi lítið, þykist maður geta skrifað um það stóra bók; kynnist maður því betur verður það örðugra. — Hvað ætlið þjer þá að dvelja hjer lengi til að kynn- ast oss og hvað ætlið þjer að fara víða? — Jeg þarf að fara yfir eins og fugl fljúgi. Jeg þarf að drekka í mig áhrif Norður- lands og Suðurlands. En jeg ætla mjer ekki þá dul að rita um annað en fyrir augun ber — ekki beinlínis um þjóðina og hina merkilegu fortíð henn- ar. Þó kitlar blaðamann og rit- höfund í fingurgómana að gera það, því að dásamlegt er að sjá hvérnig þjóðin hefir haldið einkennum sínum í jafn hrjóstugu landi og hjer er. Jeg heyrði það áður en jeg fór, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.