Morgunblaðið - 14.07.1937, Page 7
Miðvikudagur 14. júlí 1937.
1
Dagbök.
VeSurútlit í Rvík í dag: SA-
gola. Dálítil rigning.
VeSriS (þriðjudagskvöld kl. 5) :
Læfrð skamt suðvestur af Reykja-
nesi. Hæg SA-átt um alt land,
nema á Vestfjörðum og Húnaflóa
«r hæg N-átt. Dálítil rigning sunn-
ari lands, en iirkomulaust norð-
vestan lands. Hlýjast er á Akur-
eyri, 17 st., en kaldast 8 st., á
Skálum á Langanesi. Sumstaðar
þoka austan lands, en gott skygni
víðast hvar norðan lands.
Háflóð er í dag kl. 9.25 f. h. og
kl. 9,45 e. h.
Notið sjóinn og sólskinið.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfja-
toúðinni Iðunn.
Næturlæknir er í nótt Alfreð
ilíslason, Ljósvallagötu 10. Sími
3894.
Skosku knattspyrnumennirnir
heldu heimleiðis með Gullfossi: í
• ærkvöldi. Var fjöldi manns sam-
an kominn á hafnarbakkanum. til
að kveðja Skotana, því þeir hafa
♦rðið vinsælir fyrir alúðlega fram-
komu þessa daga, sem þeir hafa
dvalið hjer. I fyrrakvöld var hald-
inn dansleikur á Hótel Borg fyrir
knattspyrnumennina og fór hann
vel fram í alla stað. Aður en
dansleiknum lauk sýndu nokkrir
Oóðar myndir
er gaman að eiga.
Látið okkur kopiera og fram-
kalla fyrir yður. —- Notið
Agfa-filmur, þær eru örugg-
ar og góðar og ávalt eins.
Höfum einnig til sölu Agfa-
pappír.
E. A. THIELE
Austurstræti 20.
Kalló.húsmæOur
1 matinn í dag: Glænýr smá-
lax frá 1V?, kp-. til 2l/ý kg'. í
fisksölum
Haíliða Baldvinssonar,
Símar 1456, 4456, 2098, 4402
og: 4956.
Amatðrar.
Framköllun og kopiering
fljótt og vel af hendi: leyst
af útlærðum Ijósmyndara.
Laugavegs Apótek
Amatördeild.
MORGUNBLAÐIÐ
Skotar þjóðdansa, og þótti þáð
hin besta skemturi.
Þjóðhátíð Frakka. í tiletni af
þjóðhátíð Frakka tekur franski
ræðismaðurinn á móti gestum í
dág kl. 15—17.30.
Fortugur er í dag Oddur Tóm-
assori, málarameistari, Vesturgötu
68.
Ole Braae, sem hrapaði við
Dettifoss, leið mjög svipað í gær
og undanfarna daga. Læknirinn
dvelur ennþá hjá honnm á Skinna-
stað og hjúkrunarkona frá Akur-
eyri er kominn austur til að
stunda sjúklinginn.
Viggó Jónsson frá Einarsnesi,
sá er varð fyrir kúlunni á íþrótta-
mótinu við Ferjukot á sunnudag-
inn, er nú talinn úr allri hættu.
Hann liggur í Borgarnesi. Viggó
vildi gjarnan fara heim til sín í
gær, þar sem honum fanst hann
vera fullfrískur, en lækninum,
fanst ráðlegra að hann hvíldi sig’
enn nokkra daga.
Breski togarinn Loch Moran frá
Aberdeen, sem strandaði við Eyr-
arbakka í vetur, hefir uú þver-
brotnað á skerinu. Alls hafa rekið
úr togaranum 6 lík, þar af eitt
vestur við Grindavík, en hin
skamt frá strandstaðnum. Fyrsta
líkið, sem rak daginn eftir strand-
ið, var af skipstjóranum. Oll 5
líkin, sem ráku við Eyrarbakka,
hafa verið jörðuð í ltirkjugarðin-
um þar.
Eimskip. Gullfoss fór til út-
landa í gærkvöldi kl. 8, Goðafoss
er í Reykjavík. Brúarfoss fór frá
Leith í gær, áleiðis til Vestmanna-
eyja. Dettifoss er á leið til Ham-
borgar frá Hull. Lagarfoss var á
Vopnafirði í gær. Selfoss er á leið
til London.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband í Súðavík í
Alftafirði Ver-oidka Hermanns-
dóttir og Lúðvík Albertsson.
Heimili brúðhjónanna verður á
Sandi.
„Arandorra Star“, skemtiferða-
skip með enska farþega, er vænt-
anlegt hingað í dag kl. 8 f. h.
Með skipinu eru um 400 farþegar.
Það fer hjeðan aftur kl. 8 í kvöld.
Skipið er á vegum Geirs H. Zoega.
Dánarfregn. í gær ljest að heim-
ili sínu hjer í bæ Teitur Pjeturs-
son skipasmiður, nærfelt 90 ára
að aldri.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefin saman í hjónaband
af síra Bjarna Jónssyni ungfrú
Sigríður Kornelíusdóttir og Óskar
Sigurðsson bakari. Ileimili þeirra
er á Bárugötu 11.
Listsýning Bandalags íslenskra
listamanna er ennþá opin daglega
frá kl. 10 f. h. til kl. 9 e. h.
Fisktökuskipið Varild var í
Keflavík í dag og tók þar um
8000 pakka af þurrum fiski. Er
það fyrsti farmurinn, sem fer frá
Keflavík af þessa árs afla. Var
nokkuð af fiskinum þurkað í þurk
húsi, þar eð þurkar hafa verið
litlir Undanfarið. (FÚ.).
Á 25 ára hjúskaparafmæli Júlí-
usar sýslumanns Havsteen og
konu hans í fyrradag sendu 100
Húsvíkingar þeim hjónum skraut-
ritað ávarp með heillaóskum og
þökkum fyrir vel unnin störf í
framfara- og fjelagsmálum kaup-
túnsins og hjetu þeim málverki af
Húsavík, sem Sveinn Þórarinsson
hefir verið beðinn að mála. Fjölda
mörg kveðju- og heillaóskaskeyti
bárust þeim hvaðanæfa. (FU.).
Gísli Sveinsson sýslumaður og
alþingismaður er kominn til bæj-
arins, til þess að taka þátt í störf-
um milliþinganefndar í bankamál-
um, þeirri er skipuð var á síðasta
Alþingi, til þess að endurskoða
bankalöggjöf landsins m. a. — í
nefndinni eru auk lxans alþingis-
mennirnir Magnús Guðmundsson,
Bernharð Stefánsson, Asgeir Ás-
geirsson, svo og Þórir Steinþórs-
son bóndi. Mun nefndin ekki hafa
langsetu að þessu sinni.
Hekluför Ferðafjelagsins. Um
seinustu helgi gekk stór ferða-
mannahópur á Heklu. Var „fagurt
á fjöllum“, heiðskírt veður, logn
og mikill sólarhiti. Farið var í bíl-
um að Galtalæk og gist þar. Árla
sunnudagsmorguns var farið ríð-
andi um hinn fagra skóg „Hraun-
teigs“, sem er einn af fallegustu
skógum á Suðurlandi, þá upp með
Næfurholti upp í rjett, þar sem
hestarnir voru skildir eftir. Frá
rjettinni er 2 stunda gangur npp
á hæstu tinda Heklu. Um morgun-
inn var töluverð þoka á háfjöllum,
en undir hádegið hvarf þokan og
birtist þá Hekla í allri sinni dýrð.
Útsýni var dýrðlegt í allar áttir
og sáust greinilega allir mestu ís-
landsjöklar. Tindabók Ferðafje-
lagsins er horfin úr vörðunni á
hæsta tindinum. Hefir annaðhvort
fokið eða af mannavöldum verið
flutt þaðan. Vegna þess að margir
gátu ekki komist með í umrædda
för, ráðgerir fjelagið að fara aðra
Hekluför um helgina 25. júlí og
verður hún auglýst síðar.
Bæjarstjórnarfundur verður
haldinn annað kvöld kl. 5 í Kaup-
þingssalnum. Fimm mál eru á dag-
skrá.
K. F. U. K. Biblíulestur í kvöld
kl. 8y2. Frk. Damgaard, aðalfram-
kvæmdastjóri K. F. U. K. í Ðan-
mörku, stjórnar. Alt kvenfólk vel-
komið.
Útvarpið:
Miðvikudagur 14. júlí.
10.00 Veðurfregnir,
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur1 Ljett klassísk
lög.
19.35 „Jamboree“-farar skátanna
flytja kveðju.
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Vinnuskólinn í
Birkihlíð (Lúðvíg Guðmundsson
skólastjóri).
21.00 Hljómplötur: Frönsk tónlist
(d’Indy og Debussy) (til kl.
22).
IÐNÞINGÍÐ.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
Samþykt var svohljóðandi til-
laga:
„Þar sem Reiða- og Seglameist-
aj'afjelag Reykjavíkur hefir kyart
að yfir því, að hin árlega skoðun
á Öryggistækjum skipa, sje fram-
kvæmd af mönnum, sem ekki hafa
sjerþekkingu á þeim tækjum, hein-
ir iðnþingið því til væntanlegrar
Sambandsstjórnar, að hún vinni
að því, að fá þessu breytt þannig,
að það verði eftirleiðis framkvæmt
af fagmönnum, sem þessi áhöld
heyra undir, og helst svo snemma,
að breytingin verði komin í gildi
fyrir næstu skoðnn í byrjun árs
1938“.
Stórt íþróttamót fór fram í
frjálsum íþróttum í Helsingfors
nýlega og keptu Finnland og Eist-
land. Finnland vann með 100 stig-
um, Eistland fekk 91 stíg. Á móti
þessu náðist ágætis arangur í
ýmsum íþróttagreinum. Kastaði
Finninn Kotkas kringlu 50.27
metra, sem er nýtt finskt met.
Besta h]ðlp
hðsfreyjannar.
TAimrovrar daga nema
II nlUllDJial mánudaga.
Hraðferðir
miðvikudaga, föstudaga, laugard. og sunnudaga.
Tveggja daga ferðir
þriðjudaga og fimtudaga.
Afgreiðsla í Iteykjavík, Bifrelðasfðð
íslands, sími 1540 þrjár línur.
Silreiðastöð Akureyrar.
Branðasala.
1. ágúst næstkomandi opnum vjer mjólkurbúð í vest-
urbænum. Þeir, sem gera vilja tilboð um brauð til sölu í
tjeðri búð, sendi oss skrifleg tilboð fyrir 20. júK.
Mjólknrsa
I I
salan.
Hraðferð til Akureyrar
næstkomandi fimtudag, um Akranes.
Lagt á stað úr Reykjavík kl. 7 árdegis með
m.b. Laxfoss.
Sfeindór Sími 1580.