Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júlí 1937. Smálúða, Rauðspretta, Ýsa, í»yrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 4781. Kaupi tómar flöskur, flest- ar tegundir, soyuflöskur og whiskypela. Gunnar Eysteins- son, Ásvallagötu 27. Sími 1821. Mjólkurbússmjör og osta f heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sumarið er kalt, klæðist hlýj- um fötum. Eins og að undan- förnu selur Hlín ykkur hlýjustu og bestu peysurnar til ferða- laga. Prjónastofan Hlín, — Laugaveg 10. Sími 2779. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Arið 580 f. Kr. dó egypskur prestur að nafni Amon Ra. Á stórri papyrus-rúllu, sem fanst, er grafreitur hans var opnaður, einhverntíma á síðustu öld, stóð m. a. skrifað, að Amon Ra hefði látið svo ummælt við vini sína, áð- ur en hann dó, að sál sín skyldi hverfa aftur eftir dauða hans og birtast í nánd við gröf hans í fuglslíki. Nú kom það á daginn, að eftir að gröfin var opnuð, settist svart- ur fugl að rjett hjá sm'umingnum. Smurningurinn var fluttur til Kairo og settur þar á safn. Dag- inn eftir sat svört kráka í trje einu fyrir utan safnið. Nú var smurningurinn fluttur á British Museum í London. Og síð- an situr svört kráka daglega í trjánum þar fyrir utan. „New Chroniele" segir þetta hafa vakið mikla eftirtekt og umtal í Eng- landi. 1943 og muni annar helmingur- inn mala jörðina í sundur!! * Japanir eru nú að byggja nýja flugvjel, sem á að geta flogið um- hverfis jörðina á sex sólarhring- um. * Á uppboði í London vora um daginn seld brjef frá Richard Wagner til prófessor Roeekel, fjwir 8000 krónur. * Nini Theilade hefir innleitt nýj- an ballet í konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn, sem kall- aður er „Hringurinn". * — Karimenn eru loft fyi'ir mjer. ' — Heldurðu ekki, að þessi stöð- uga loftbreyting sje óholl til lengdar ? Frá New York kemur sú fregn, að nú eigi að gera hina stóru höll, sem John D. Rockefeller bjó í, að safni. Á það að vera eins- konar mynd af hinu einkennilega lífi olíukóngsins. * Ung og fögur stúlka í Tyrk- landi er nýlega vöknuð af fjögra ára blundi. í þessi fjögur ár hafa læknar verið að reyna að vekja hana, en ekki tekist það fyr en þetta. * Urban páfi VIII. lagði árið 1624 strangt bann við því, að menn tygðu tóbak eða tækju í nefið í kirkju. * Það eru um 150 ár, síðan farið var að nota blikkdósir undir niður suðuvörur. Nú eru árlega búnar til um 12 miljónir niðursuðudósa. Vesturbæingar! MuniS aö ykkar besti fisksími er 4956. Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. Slysavamaf jelagið, skrifstofa ; Hafnarhúsínu við Geirsgötu. Beld minningarkort, tekið mótf gjöfum, áheitum, árstillöguns m. m. Kjðt af fullorOnu á 50 aura og á 60 aura í lærum pr. % jkg. Citronur, Rabarbari. LÆKKAÐ VERÐ! Jóhannes Jóhannsson Grundarstíg 2. í Sími 4131. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Rúgbrauð framleidd úr besta idanska rúgmjöli (ekki hinu uönduga, pólska rúgmjöli). Kaupf jelagsbrauðgerðin. Húsnæði í Hafnarfirði, 2 her- bergi og eldhús óskast 1. okt. Uppl. í síma 9145. * í júnímánuði 1934 var brjef- dúfu slept í Dartmouth til þess að fljúga til Newcastle. Dúfa þessi kom þangað fyrst fyrir nokkrum dögum. * í Gilbjerg, Grinsted kastaði bóndi einn gamalli kaffikönnn út í ösknhaug. Lítill fugl hygði sjer hreiður í henni, og ungamir fljúga þar nú út og inn. * . Franski stjörnufræðingurinn Jules Lorrain þykist hafa sann- að það, að sólin fari í tvent árið Fyrirliggjandi: Hrísgrjón, Haframjöl, Kartöflumjöl, Kandis, Makarónur, Laukur._________ Eggert Krisfjánsson & €o. i; Sífrónur, Rabarbari. Nýr laultur. VersL ¥isir L L. Kaupi ull hreina og óhreina, alla flokka, gegn peningagreiðslu. Laugaveg 1. Sími 351 Kjötfars. KLEIN, Sig. Þ. Skjaldberg. r Baldursgötu 14. Sími 3073.. j Laugarnesveg 51. Sími 2705. a ■ $Y3TURNAR FRA DUMULM ef hann er dáinn, kæri jeg mig ekki um að lifa lengnr“. „Komið þá, lafði Daura“, sagði Conal rólega. „Við skulum leggja af stað“. Þau flýttu sjer af stað og fóru stystu leið niður að sjónum. Þegar þau voru komin inn fyrir dyragættina, þar sem alt flaut í vatni í flóði, kom Ijóskerið að góðum notum. Þar var hált að ganga og vatnspollar hjer og þar. Daura átti erfiðara með gang fyrir það, að alt var á fótinn og kjóllinn hennar flæktist rennvotur fyrir fót- um hennar. Henni var líka orðið ískalt, en hún fann það varla. Þau skriðu í gegnum tvo kima og síðan inn í þann þriðja, sem var miklu hærri en minni. Úr honum kom- ust þau inn í hina svonefndu kapellu, þar sem gamli sekkjapípuleikarinn átti að hafa dottið dauður niður úr hungri með sekkjapípuna í skinhoruðum höndunum. „Þetta er altarið“, sagði Conal lafmóður, og hjelt Ijóskerinu á lofti, svo að þau sáu inn í dimt skot, sem höggið var í klettinn. Þar voru útskornar myndir. „En hvað er þetta!“ hrópaði hann. „Ein myndin er horfin. Áður var hjer ein Kristsmynd og tvær dýrð- Iingamyndir“. „Þá hefir einhver verið hjer“, hrópaði Daura. „Já, þær voru hjer allar, þegar jeg fór hingað með Emmons. Sko, þarna liggur sú þriðja úti í skotinu“. „Leiðin upp liggur líklega frá altarinu. Myndirnar hafa falið hana, en enginn hefir þorað að rjúfa helgina með því að flytja þær til. Conal, við skulum flýta okkur áfram. Gaktu á undan. Það eru án efa einhver stigaþrep höggin út í klettinn". Hið dimma og hulda skot, þar sem skurðmyndirnar höfðu staðið, var ekki svo hátt, að maður gæti staðið þar upprjettur, svo að Conal varð að skríða á fjórum fótum til þess að komast þar inn. Hann ýtti ljóskerinu inn í skotið og litaðist um. Og alt í einu kom hann auga á brattann hringstiga, sem höggvinn var í klett- inn. Hann varð að skríða áfram, til þess að komast að bonum. Þrepin voru há, en mjó og mjög hál, svo að erfitt var að komast upp, þar eð ekkert handrið var. En Conal miðaði hægt áfram og hann vissi að Danra var rjett á eftir honnm. Loks voru þau komin npp stigann og stóðn í litlu og undarlegu herbergi. ,Jlvaða herbergi getur þetta verið ?“, hvíslaði Danra. Conal lýsti með Ijóskerinii og þau voru orðin svo vön myrkrinu, að þau fóru að greina umhverfið. Þau voru á alla vegu umkringd af margra metra háum, glugga- lausum veggjum. Herbergið var ekki meira en sex metrar að þvermáli, í því var moldargólf, með mörgum smáþúfum og steinum. Dauru fanst þær lík- astar gröfum. Hún þóttist viss um, að hjer væri að finna lykilinn að leyndardómnum, sem hvílt hafði yfir Bretagneherberginu og skýringuna á þeim skelfingum, sem hent hefðu fólk þar. Hana grunaði, hvað myndi vera að finna undir þúfunum. En nú var að finna sjálf leynigöngin inn í herbergið. Daura mundi nú eftir konunni, sem hafði orðið vit- skert, þegar hún svaf í Svarta Bretagneherberginu og var altaf upp frá því að tala um rauðar glirnur, sem höfðu glápt á hana í myrkrinu. Gat verið, að göt væru í þessum sterklega múrvegg, er Ijós gæti skinið í gegnum á þil í herberginu? Hún svipaðist um og horfði upp eftir öllum veggjun- um. Alt í einu kom hún auga á tvö dauf ljósgöt á stærð við lítinn pening, og voru þau svo þjett sam- an, að þau gátu vel líkst stórum kattaraugum. Hún tók í handlegg Conals og vakti eftirtekt hans á þeim, og þegar hann sneri ljóskerinu frá þeim, virtust þau glóa enn rauðari á veggnum, sem eftir áttum að dæma var í svarta Bretagneherberginu, og sá veggurinn, sem höfðalagið á rúminu var hygt inn í. Daura gekk áfram eins og í svefni og reyndi að forðast þúfurnar. Nú var hún komin inn í lítið skot fyrir neðan þessa rauðglóandi depla eða göt, sem án efa var skýlt hinum megin í veggnum af hinum út- skornu blómum á gaflinum á svarta Bretagnerúminu. Hún gægðist í gegnum götin, og sá þá inn í Bret- agneherbergið, sem var upplýst. Gat hún sjeð frái höfðalaginu á rúminu yfir að klæðaskápnum. Og hún: hugsaði imeð sjer, að þannig hefði Emmons ef til vilí getað sjeð hana. En hún sá ekki klæðaskápinn efst.. Þessvegna gat hann ekki hafa sjeð, hvað liún var að* gera í klæðaskápinn, en aðeins getið sjer þess til; En henni datt í hng, að hann hefði verið að leita að léyni— dyrunum inn í herbergið, þegar hún heyrði petta und- arlega hljóð, eins og málm væri barið við stein. Hún horfði lengi á hina útskornu hurð á klæðaskápnum, og alt í einu fanst henni eins og hiin væri að opnast hægt og hægt, en svo varlega, að hún • var ekki viss um, nema það væri hugarburður einn. En svo hætti, hurðin alt í einu að hreyfast og hún vissi, að liún hafði sjeð rjett. Einhver lifandi vera hlaut að verai inni í skápnuni. Emmons — auðvitað! Morton, fang- - inn, sem sloppið hafði úr fangelsi, og var fullur af heift út í Róbert Troy, vegna þess, að hann hafði lát- ið Georg Conway sleppa sjer úr greipum. Nú var hann loks búinn að finna leiðina inn í Bret' - agneherbergið, var án efa húinn að stelá skartgrip- um Anniru og heið nú eftir, að maðurinn, sem hann ætlaði að drepa, sofnaði svo fast, að hann yrði hans.. ekki var og gæti enga hjörg sjer veitt. Síðan myndi hann læðast á burt sömu leið og hanm kom gegnum kapellu sekkjapípuleikarans. Enginn myndi gruna hann, en vera álitið, að Troy hefði orð- ið að bráð ógnum Bretagneherbergisins, sem bjó yfir mörgum svipuðum og skelfilegum leyndarmálum. Þessar hugsanir flugu sem örskot gegnum hugskot hennar, er hún sá andlit gægjast fram á bak við hálf opna skáphurðina. En það leit ekki í áttina að rúm- inu, heldur að arninum. Róbert var þá ekki genginn tij hvíldar enn. Hann sat auðvitað í hægindastólnum, . sem stóð altaf fyrir framan arineldinn — og þá sneri hann baki í skápinn. Ein sekúnda enn — og það gat verið um seinan! „Róbert!“ hrópaði hún skelfingu lostin. „Róbert, flýttu þjer, hann ætlar að drepa þig! Hann er inni í klæðaskápnum!“ Hurðin á klæðaskápnum lokaðist skyndilega. Emm-- ons hafði augsýnilega flýtt sjer að draga sig í hlje,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.