Morgunblaðið - 20.07.1937, Síða 2

Morgunblaðið - 20.07.1937, Síða 2
f MÖR6UNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20.. júlí 1917. KÍNVERSK MPðNSK STfRJðLD ÖHJÁKVÆMILEG? Japanlr ætla að hef ja sókn i dag. Chiang Kai Shek vill styrjöld heldur en „frið, hvað sem það kostar“. FJRÁ FRJETTAEITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. KlNA seskir ekki stríðs, en vill heldur ekki frið, hvað sem það kostar“. Þann- ig ljet Chang Kai Shek, forsætisráð- herra Kínverja og æðsti maður þeirra um mælt í dag, og er það í fyrsta skifti sem hann tekur til máls, síðan kínversk-japanska deilan hófst. Ástandið í Austur-Asíu hefir versnað yfir helgina. Reuterskeyti (skv. FÚ) hermir, að her- sveitir Kínverja hafi í dag ráðist á framvarða- sveitir Japana. Frjett frá Tientsin hermir að mikil æsing sje meðal hermanna í Kína út af árásum Kínverja á japanskar flutningalestir og að japanskir herforingjar muni á morg- un hefja árás, ef Kínverjar hafa ekki gengið að úrslita- kostum Japana fyrir þann tíma. „Deutsches Nachrichtenbíiro“ skýrir frá því að Japanir hafi í morgun tekið Peking h erskildi. 1 sömu fregn segir að Japanir krefjist þess að Cahar og Hopeifylkin lýsi því yfir að þau muni verða hlutlaus ef til jap- ansk-kínverskrar styrjaldar dregur. Kvíði stórveld- anna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. I stórborgum Evrópu gæt- ir vaxandi kvíða út af á- standinu í Austur-Asíu. Einkum í París. Frakkar óttast að Rússar neyðist til að halda öllum sínum her í Austur-Asíu, svo að ekkert lið yrði að honum ef styrj- öld brytist út í Evrópu (hern- aðarbandalag er milli Rússa og Frakka). Báðir aðilar á Spðni andvfgiT bresku tillðg- unum. Eftirfarandi ummæli bregða Ijósi yfir þýð- ingu bresku málamiðlunar- tillaganna og horfurnar á því, að þær nái fram að ganga. Anthony Eden sagði (í breska þinginu í gær) : Ef tillögurnar ná ekki fram að ganga, þá er ekki um annað að ræða en að leggja niður starf hlutleysisnefnd- arinnar: „Engin Evrópu- þjóð vill að styrjöldin breið- ist út fyrir landamæri Spán- ar“, ,,en ef hlutleysisnefnd- in neyðist til að hætta störfum, þá mun erfitt að sneyða hjá allsherjar ó- friði“. Hann sagði, að allar tilraunir til þess að breyta tillögunum, myndu eyði- leggja þær, svo vandlega hefðu þær verið hnitmiðað- ar. „Jeg bið þess af heilum hug“, sagði Eden, „að þær þjóðir, sem á morgun taka tillögurnar til meðferðar minnist þess, að nú er að- eins um tvent að velja, og miði gerðir sínar við það“. Azana, forseti spánska lýðveldisins sagði í ræðu sem hann fluttti í tilefni af því að ár var liðið í gær síðan styrjöldin braust út: Tillögurnar um að veita Franco stríðrjett- indi á sjó eru ósvífni. 1 frjett frá Salamanca er sagt, að Franco hafi sagt að ekki kæmi til mála, að flytja burtu útlendinga, sem berðust í liði uppreisnar- manna. (FÚ). Horfur eru taldar hverf- andi að styrjöld verði af- stýrt með því, að Nanking- stjórnin gangi að úrslita- kostum Japana, sem þeir sendu henni í dag og þar sem þeir krefjast þess að hún stöðvi allar hernaðar- legar ráðstafanir þegar í stað, eða fyrir kvöldið í kvöld og hætti öllum af- skiftum af málefnum fylkj anna í Norður Kína. I yfirlýsingu sinni í dag sagði Chiang-Kai-Shek að kínverska stjórnin geti ekki afsalað sjer rjettindum sínum til að fara með stjórn Norður-Kína, jafn- vel þótt það leiddi til stríðs. Yfirlýsing Chiang-Kai-Sheks. Kínverska stjórnin sagði Chi- ang Kai Shek, vildi taka það fram: I fyrsta lagi, að hún geng- ur ekki að neinum samningi, þar sem ekki er tekið fult til- lit til landrjettinda Kínverja. I öðru lagi, að landamæri fylkjanna Chahar og Hopei hafa verið ákveðin af miðstjórn inni í Nanking og þeim verður ekki breytt nema með hennar samþykki, í þriðja lagi, að miðstjórnin í Nanking sættir sig ekki við að embættismönnum hennar sje vikið úr embætti að aðilum, er enga heimild hafa til þess, og í fjórða lagi, að Nanking stjórnin mundi ekki leyfa að nokkrar hömlur sjeu lagðar á ferðir eða athafnir „tuttugustu og níundu herdeildar". Óánægja vegna dýrtíðar í Frakklandi. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. rankinn hækkaði lítilshátt- ar í dag, var skráður á 131.5 fyrir stpd þegar viðskift- um lauk á Parísarkauphöllinni. Á laugardaginn komst hann lægst ofan í 133 franka fyrir stpd. Hefir frankinn ekki verið skráður jafn lágt síðan 1926. Hækkunin í dag á rót sína að rekja til yfirlýsingar frá Bonnet f jármálaráðherra, um fjárhagsástandið. Þó gætir enn mikillar óvissu um fjármálapólitík hinnar nýju stjórnar, þar sem og ósamkomulag ríkis innan alþýðufylkingarinnar. Lausafregnir herma að Chau temps ætli að brjóta vald verk- lýðsfjelaganna og foringja þeirra Juhaux á bak aftur til þéss að bjarga frankanum. Síð- an alþýðufylkingin komst til valda, í fyrra hefir áhrifa frá Jouhaux gætt mikið og neyddi hann stjórnina m. a. til að ganga út á þá braut opinberra framkvæmda, sem tæmdi franska ríkiskassann. Óánægja almennings í Frakk landi fer stöðugt vaxandi vegna fjármálaöngþveitisins og auk- innar dýrtíðar. Framfærsluvísi- talan í ár — eftir eins árs stjórn Alþýðufylkingar — er 606, en var 497 í fyrra. Chíang-Kai-Shek.. Franco: Endur- reisn konung- dóms é Spéni hugsanleg. * Iávarpi til hermanna sinna er birt var í gær í tilefni af því að þá var ár liðið síð- an borgarastyrjöldin á Spáni braust út, talar Franco um hugsanlega endurreisn kon- ungdóms á Spáni, og segir að yngsta syni Spánarkon- ungs, Don Juan, hafi verið synjað um að fá að berj- ast í liði uppreisnarmanna. „Vjer viljum ekki leggja í hættu líf hans, því sá dagur mun ef til vill koma, að það reynist okkur dýrmætt“. Konungur vor mun koma sem fi’iðarberi (segir Franco enn- fremur,) en ekki sem sá, sem brýtur undir sig landið. Miaja hershöfðingi birti einnig hvatningarorð til her- manna sinna. ÆGILEG LOFTORUSTA Mesta loftorusta, sem háð hefir verið síðan sögur hófust, var háð norðan við Madrid í gær. 160 flug- vjelar börðust látlaust í rúma klst. I fregn frá Madrid segir, að 18 flugvjelar uppreisnarmanna hafi verið skotnar niður og fjórar af flugvjelum rauðliða. Uppreisnarmenn segja að 12 flugvjelar rauðliða hafi verið skotnar niður. í frjettum frá uppreisnar- mönnum er sagt, að áttatíu og sjö flugvjelar þeirra hafi varp- að niður fimmtíu og fjórum smálestum af sprengjum yfir hinar ýmsu vígstöðvar stjórn- arinnar við Madrid, og hafi þær mætt lítilli mótstöðu. Flugvjelar ameríska flotans hættu í gær leit sinni að Ame- liu Earhart og förunaut henn- ar. Er nú talið vonlaust um, að þau sjeu enn á lífi. Osigur fsiensku ræOaranna I Khöfn. „Eins og Danir fyrir 25 árum“. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. slensku ræðararnir urðu síðastir í annari róðr- arkepni af tveimur, sem þeir tóku þátt í á Bagsværdvatni í gær. I hinni urðu þeir næst- síðastir. MEISTARA- KEPNI I meistarakepni á fjórrónuH* bátum urðu úrslitin þessi: Kolding............... 7.31.4 Drammen............... 7.31.6 Helsingborg........... 7.31.8 ísland................ 7.44.2 í junior-kepni: Roskilde.............. 7.59.2 Frederikssund......... 8.05.2 Island................ 8.16.2 Nyköbing.............. 8.34.2 Politiken segir að íslend- ingar hafi ekki getaÖ fylgst með þrátt fyrir frá- bært vöðvaafl. Róðrar- Iag þeirra var rangt. Þeir rjeru eins og Danir rjeru fyrir tuttugu árum, segir blað- ið. Þeir reigðu líkamann aftur á við áður en þeir rjettu úr fót- leggjunum. Aðrir keppendur beita sam- tímis handleggjum og fótum. um. BELA KUN TEKINN FASTUR. Oslo í gær. Frjettastofa pólska ríkisins tilkynnir að ungverski komna- únistaleiðtoginn Bela Kun hafi verið handtekinn í Moskva. Er hann sakaður um að vinna að því að fá menn til fylgis við Trotskystefnuna. (NRP—FB). GRÆNLANDSLEIÐANG- UR LAUGE KOCHS. Khöfn í gær. FÚ. Doktor Lauge Koch leggur af stað á miðvikudag áleiðis til íslands, en þaðan ætlar hann að fara til Grænlands. í för með Lauge Koch verða ýmsir vísindamenn, þar á með- al níu danskir, þrír svissneskir, tveir eistlenskir, og einn sænsk- ur og einn Islendingur. Alls verða í þessum Græn- lands-leiðangri Dr. Kochs þrjá- tíu og sjö manns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.