Morgunblaðið - 24.07.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1937, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. júlí 1937. 5.J. Ch.jj^lí^újb X AícubJuruju, Mjjm, /mJLbJL iK JUteuuö --*■ Til Akureyrar alla daga nema mánudaga. alla miðvikudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. þriðjudaga og fimtudaga, Hraðferðir 2ja dagalerðir Af^relðsla í Reyhfavík: Bifmífastöð íslands, simt 1540. Sifreiðastðð Akureyrar. ‘ Reykjavfk - Dalir - Hólmavlk.! X Cdýrustu og fljótustu ferSiruar þessa leið eru ferSirnar % ♦i* með Lajd'oss til Borgarness og þaðan með bifreið: i’. Til Hólmavíkur miðvikudaga . Y T »*♦ t Ý f V Y ♦*» Frá Hólmavík föstudaga, og þá ekið til Akraness. Til Ásgarðs laugardaga. Frá Ásgarði þriðjudaga. Afgreiðslu annast Bifreiðasfðð Islands. Sími 1540 (þrjár línur). x Japanir gætu ráöiö niöurlögum Kínverja ef þeir þyrftu ekkí einnig að verjast Rússum. pf til styrjaldar dregur í ’ Austur-Asíu mun kín- verski herinn taka japanska hernum langt fram ef miðað er við hermannafjölda einan. Kínverjar hafa yfir að ráða 160 herfylkjum, en Japanir ekki nema seytján, þótt þeir gætu aukið lið sitt að miklum mun ef í nauðir ræki. í kínverska hernum eru nú 1.500.000 manns sem dreift hefir verið um landið eitthvað á þessa leið: Norð- ur-Kína 18 herfylki; Norð- vestur-hjeruðin 27 herfylki; Vestur-Kína 11 herfylki; Suð-vestur-hjeruðin 5 her- fylki; Suður-Kína 22 her- fylki; Mið-Kína 26 herfylki. * Af þessum herfylkjum verður að draga frá a. m. k. fjórða hlut- ann, sem ekki verður talinn sýna riema vafasama hollustu miðstjórn inni í Nanking, og af þeim sem þá verða eftir er ekki nema til- tölulega lítill hluti — kannske 150.000 — sem hægt væri að út- búa vopnum og hergögnuin eins og með þarf, sje miðað við nýjustu framfarir, og hefir Chiang Kai Shek þó lagt mikið á sig undan- farin eitt eða tvö ár til þess að safna hergagnabirgðum. Kínverksi herinn var í upphafi aðeins fótgöngulið og stórskota- liðið er því veikt, og þar á ofan bætist að byssur eru af ýmsri gerð og myndi það því reynast óhemju erfitt að sjá hernum fyrir skotfærum, ef til styrjaldar skyldi draga. Riddaraliðssveitir Kínverja, sem í raun og veru eru ekki ann- að en fótgönguliðssveitir á hest- baki, eru einnig álitnar Ijelegar, miðað bæði við riddaralið Japana og vestrænna þjóða. Eklci hefir mikið verið gert til þess að afla hernum vjela, en japanski herinn hefir aftur á móti tekið miklum framförum í þessu tilliti. í kín:- verska lofthernum eru 15 flug- vjelasveitir (30 flugvjelar í hverri), og auk þess hefir herinn yfir að ráða 200 æfingaflugvjelum (samtals eru flugvjelarnar því um 650). Þótt allmiklar framfarir liafi orðið í lofther Kínverja síðustu þrjú til fjögur árin, þá er þó margt enn ógert, þar til lofther- inn geti talist hæfilegur. Það er og mikið tjón hve flugvjelarnar eru frábrugðnar hver annari, af breskri, amerískri, ítalskri, þýskri og franskri gerð, og hver ólík ann- ari. Þá skortir Kínverja einnig æfða vjelfræðinga, og alla vara- hluti í vjelar. Loks er herskipaflot- inn, sem ekki er annað en nokkur skip af úreltri gerð, sem ekki munu koma að neinu liði í deilu, sem alverlegri er en borgarastyrj- öld. Það er álitið að Chiang Kai Shek muni geta boðið, með litlum fyrirvara, út hálfri miljón. riffil- mönnum, en hins vegar er vafa- samt, þegar litið er á hin slæmu samgönguskilyrði í Kína, og erfið- leikana á því að skipuleggja hern- aðaraðgerðir fyrirfram, að hann geti haldið þessu liði úti á vígvell- inum um nægilega langan tíma. Osagt skal látið um það, hvaða bardaga-aðferðum Kínverjar myndu beita fyrst í stað, en lík- legt er að þegar frá liði myndi mest bera á smáskærustyrjöld, og myndi þá fjöldi óháðra her- deilda reyna að gera usla í liði Japana hvenær sem tækifæri gæf- ist. Og þegar á alt er litið myndi þetta e. t. v. vera heppilegust bar- daga-aðferð fyrir Kínverja. í víg- línuorustum gegn japanska hernum geta þeir verið vissir um að bíða mikið manntjón, vegna yfirburða japanska stórskotaliðsins og flug- flota Japana. Ef Japanir gætu sent nægilega mikið lið á vígstöðvarnar, þá gætu þeir sennilega náð á sitt vald hvaða hluta af Kína, sem þeir hefðu augastað á, en þeir myndu fá sama vandann að glíma við, sem þeir hafa rekist á í Manschu- kuo. Ræningjaflokkar myndu gera usla á samgönguleíðum Japana og bófaplágan myndi færast í auk- ana. Það er augljóst mál, að ef Japanir þurfa enn þann dag í dag að hafa sem svarar 5 herfylki í Manschukuo, þá myndu þeir þurfa á enn fleirum að halda í Kína, þar sem samgönguskilyrði eru verri, og spurningin er sú hvort Japanir hafi herafla til þessa, eins og nú horfir við. * Herafli Japana á friðartímum er opin.berlega sagður vera 230 þús., en aðrir, sem kunnugir eru, segja að 325 þús. sje nærri hinu sanna. Af seytján herfylkjum Japana eru fimm nú þegar í Asíu, þrjú í Manschukuo og tvö í Koreu. Til viðbótar eru sex „járnbrautar- setuliðssveitir", 6 deildir í hverri þeirra og hver skipuð 1000 mönn- um, sem aðsetur hafa í Manschu- kuo og milli 7 þús. og 8 þús. her- menn í Norður-Kína. Nýjum her- fylkjum er hægt að bæta við hin 17 herfylkin, ef í nauðir rekur. I Shanghai hafa Japanir setu- lið, þótt það sje ekki nefnt því nafni, sem í bili er skipað 3 þús. sjóliðum, og 800 sjóliðar eru á fallbyssubátum Japana á Yangtze- fljótinu. Til viðbótar við fallbyssu- báta þessa eru í sjóher Japana við Kína þrjú beitiskip og tíu tund- urspillar. Japanska flotastjórnin gæti án þess að leita aðstoðar aðal- flotans lokað öllum helstu höfnum Kínverja, og gæti á þann hátt komið í stað margra herfylkja. Sumir sjerfræðingar líta svo á, að á tveim til þremur vikum myndu Japanir geta náð full- komnum yfirráðum yfir strand- lengju Kína og lagt undir sig nógu mörgum samgönguæðum, til þess að Kínverjar gætu ekki komið við sameinaðri mótstöðu. Þessum yfir- ráðum er talið að þeir myndu geta náð með því að senda fram níu eða tíu herfylki, og með samvinnu við Kwantung-herinn og hina kín- versku deild japanska flotans, sem liðsauka gæti fengið frá skip- um við Port Arthur og Pormose. En það er mjög vafasamt að Jap- anir hafi aflögu nægilegan her- afla til þess að leggja út í jafn stórfeldan herleiðangur. Erfiðleik- ar heimafyrir og nauðsyn þess að hafa hæfilegt setulið til varnar gegn Rússum munu knýja jap- anska herforingjaráðið til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það ræðst í ævintýri sem krefst mikill- ar eyðslu á öllu því, sem að hern- aði lýtur. í 1383 0RUGGAR BlfRGIÐAR. ANÆCÐIR Vi05KlPTAVINIR^ HBfllSTODin 118) Stangaveiði við Kaldárhöfða í Efra-Sogi. Veiðileyfi seld á staðnum. — Áætlunarferðir frá B. S. í. Sími 1540. Taða til sðlu Upplýsingar gefnar í síma 4065 í dag frá kl. 10 f. h. til kl. 4 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.