Morgunblaðið - 24.07.1937, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.07.1937, Qupperneq 7
Laugardagur 24. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 7 □agbok. VeÖurátlit í Reykjavík í dag: Hægviðri. tJrkomnlaust, en skýjaS með köflum. Veðrið (í gærkvöldi klukkan 5). Sæg N- eða A-átt um alt land. Víðast bjartviðri á SV- og V-landi, þykt loft víðast hvar norðan lands og sumstaðar þoka á Aust- urlandi. Hiti 13—17 stig sunnan iands, en 7—10 stig nyrðra. Háflóð er í dag kl. 6,10 e. h. Notið sjóinn og sólskinið. Næturlæknir er í nótt Kristín Olafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími «161. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Messa í Dómkirkjunni á morgun W. 11. Sjera Priðrik Hallgrímsson. Messað í Laugarnesskóla á morg Un kl. 5 e. h. Sr. Garðar Svavars- »on. Kveldsöngur í Príkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 8 V2- Sr. dón Auðuns. Frú Halldóra Eymundsdóttir Bræðraborgarstíg 33 er sextug á morgun. Farþegar með Goðafossi í fyrra kvöld til útlanda: Björgúlfur Stef- ánsson og frú, Dísella Matthíasson, Brynleifur Tobíasson, Jón Bald- vinsson bankastj., Lord and Lady Itountgarret, Lára Biering, frk. jíogensen, Hjeðinn Vilhjálmsson, Lóa Eggertsdóttir, Þórunn Magn- ásdóttir, Baldvin Jónsson, Jóh. Xoega, Olafur Jónsson, Jóhann Jó- sefsson, Þorvaldur Hlíðdal, Jón Hermannsson iirsmiður, og fjölda siai'gir útlendingar. Skemtiferðaskipin Milwaukee og General von Steuben voru hjer í gærdag með samtals rúml. 800 far- þega. Póru ferðamennirnir, eins og vant er, austur í sveitir, á Þing- völl og víðar. Milwaukee fór hjeð- an í gærkvöldi, en General von Steuben fer í dag áleiðis til Akur- eyrar. Hjeraðslæknisembættið í Skipa- skagahjeraði er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun kl. 10. Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss kom til Vestmannaeyja í gær- kvöldi. Lagarfoss var á Raufar- höfn í gærmorgun. Selfoss er á leið til landsins frá Englandi. Kappreiðar voru háðar á Skeið- velli Hestamannafjelagsins Horn- firðing í Hornafirði síðastliðinn sunnudag. Reyndir voru 10 hestar á stökki og í 300 metra hlaupi í þrem flokkum, einnig 3 hestar, 4 —5 vetra, í folahlaupi, 250 metra. <FÚ). Á Skagaströnd hefir verið unn- ið að hafnargerð í vor og sumkr. Var höfnin, er skemdist í ofviðri í fyi'raliaust, nú sett upp að nýju, og tókst að reka bryggjustaurana lengra niður en áður. Til frekara öryggis voru 3 grjótfylt ker sett í bryggjuna, og má hún því telj- ast að öllu leyti traustlega gerð. Ennfremur var unnið að því að spreugja og losa grjót í væntan- lega framlengingu hafnargarðs- ins, en ráðgert er, að hann verði lengdur á næsta ári. Magnús Kon- ráðsson, verkfræðingur, liefir haft á hendi umsjón með verkinu. PU. Þeir Steindór Steindórsson kenn- ari, Gunnbjörn Egilsson og Sigurð- ur frá Brún, lögðu af stað frá Ak- ureyri í gær upp úr Eyjafirði, Vatnahjallaveg. Af honum fara þeir austur á Sprengisand, svo austur um Piskivötn og ætla að koma til bygða niÓúr hjá Búlandi í Skaftártungu. Að Kirkjubæjar- klaustri mæta þeir Pálma Hann- essyni, og munu þeir Steindór Steindórsson og hann dvelja við náttúrufræðisrannsóknir á Síðu- manna-afrjetti fram í næsta mán- uð. (PÚ). Útvarpið: Laugardagur 24. júlí. 20.30 Upplestur: Saga: „Læknis- frúin fer altaf til nágranna- læknisins (ungfrú Þórunn Magnúsdóttir). 20.55 Hljómplötur : Kórlög. 21.25 Upplestur: Kvæði (Kjartan Olafsson brunavörður). 21.40 Danslög (til kl. 24). Jörundur Kr. Jónsson. Fæddur 1893. Dáinn 29. jan. 1937. Fór til Winnipeg 20 ára og dó þar. Kveðja frá móður hans. Yfir kaldar úthafs bárur andinn svífur þessa stund, þangað sem þú sonur góði sefur værum dauðáblund. Móðurhjartað mitt skal geyma minningar frá æskutíð. Man jeg vel er varstu að kveðja viðskilnaðar tárin blíð. Þú mjer reyndist sannur sonur sólargeisli varstu minn, eins þó burt í fjarlægð færir faðmur opinn stóð mjer þinn, Þín var hönd til hjálpar búin hjer þó eigi mættum sjást því að innra ætíð lifði einlæg trygð, og sonarást. Nú er þínu lífi lokið Langt í fjarlægð hvílir þú. Gröfin köld þó geymi náinn gleðst jeg samt í þeirri trú. Andinn sæll frá sólar heiini sjer og' skilur hjartað mitt. Getur hvorki háf nje bauður hindrað sálarflugið' þitt. Mínum hallar æf'iárum elsku sonur, hjer á jörð. Aðrir tímar upp þá renna, eftir lífsins sporin hörð. Guð einn ræður götu minni, Guð er allra verndarinn. Hafðu þökk og kærleiks kveðju, kæri, hjartans sonur minn. Gunnhildur Sigurðardóttir, Syðri-Lækjargötu 10, Hafnarfirði. Minningarorð um Bjarna Bjarnhjeðinsson verslunarstjóra. Þann 19. f. m. andaðist hjer í bænum Bjarni Bjarnhjeðins- son fyrrum verslunarstjóri á Ilvammstanga. Bjarni var fæddur að Giljá í Húnaþingi 3. maí 1858, en ólst upp með foreldrum sínum í Böðv- arshólum í Þverárhreppi. Yar liann af góðu bergi brotinn, al- bróðir Sæm. heitins Bjarnhjeðins- sonar prófessors og frú Bríetar og er óþarfi að rekja þá ætt lengra. Laust eftir tvítugs aldur flutt- ist hann að Klömbrum til Júlíusar Halldórssonar læknis og var þar ráðsmaður og meira en minna við- loðandi um fullra 15 ára skeið. Bæði var það, að hann var þar á besta aldursskeiði, enda mun hon- um sjálfum hafa þótt sá tími skemtilegasti hluti æfinnar og ekki urðþ viðræður við Bjarna langaf áður talið kæmi þar niður. Prá Klömbrum fluttist hann að Staðarbakka til síra Eyjólfs Kol- beins. Búskap rak hann um nokk- ur ár á Þórustöðum í Víðidal og í Dæli, en 1902 gerðist hann versl- unarstjóri hjá Riis kaupmanni á Hvammstanga og veitti þeirri verslun forstöðu þangað til Riis seldi kaupfjelaginu verslunina, en til Reykjavíkur flutti hann 1926 og dvaldi hjer eftir það. Kvæntur var Bjarni Kristínu Guð mundsdóttur óðalsbónda að Þor- kelshóli. Áttu þau ekki barna, en son hafði Bjarni átt áður, Harald, dvelur hjer í bæ. Konu sína misti hann fyrir rjettu ári síðan. Bjarni Bjarnhjeðinsson var hár maður og mikill að vallarsýn, þrekmaðut' inikill og karlmenni bæði í sjón og raun. Lítt var hann skólamentaður eins og tíðast var um menn í hans ungdæmi, sem ekki gengu „lærða veginn", sem vo var kallað, en hann var prýði- lega vel gefinn maður og sjálf- mentaður í besta lagi og vel að sjer. Á fyrstu árum sínum í Klömbrum lærði hann dönsku til- sagnarlaust og las hana jafnt og íslensku. Einkum mun hann hafa haft gaman af sögu, sjerstaklega var hann vel að sjer í íslenskri sögu, fornri og nýrri. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur lagði hann mikla stund á ættfræði, eink- um ýmsar húnvetnskar ættir og átti orðið allmikil drög í handriti, en þá var sjónin mjög farin að bila og hvort hann hafði gengið til fulls frá nokkru, áður en sjón- leysið neyddi hann til þess að leggja það starf á hilluna, er mjer ekki kunnugt. Bjarni var starfsmaður mikill alla æfi og efnaðist allvel með ár- unum, enda maður skapfastur og dómgreindur og flasaði ekki að neinu. Klauf hann hvert mál til mergjar og myndaði sjer ákveðn- ar og sjálfstæða skoðun, sem ekki lá laus fyrir. Ljet hann landsmál ætíð mikið til sín taka og .fylti þann flokk, sem gerði fylstar kröf- ur í sjálfstæðismá,linu meðan það var á döfinni. Á síðustu árunj fylgdist hann einkum vel með þeim málum, er snertu landbúnað, enda var hann hverjum manni gleggri á hag bænda og þarfir. Með Bjarna er í valinn fallinn einn af þessum gömlu heilsteyptu mönnum, sem sjálfir höfðu kynst þeim erfiðleikum í öllum lífskjör- um, sem þjóðin átti fyr við að búa og yngri kynslóðina dreymir ekki um, mættu þeim með festu og karlmensku, voru gerhugulir og stefnufastir, nokkuð fornir í skapi og ráðríkir og ljetu lítt hlut sinn, en voru á hinn bóginn greiðviknir og gestrisnir, hjálpsamir og ráð- hollir, nokkuð seinteknir, en vin- fastir og höfðingjar heim að sækja fvrir vini og vildarmenn. M. J. M. HVALVEIÐA- FRJETTIR. ORÚ§TUR VIÐ MADRID. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. sem uppreisnarmenn gerðu héiftúðugustu tilraun til þess að brjótast í gegnum varnar- línu stjórnarinnar á dögunum, með fjölda skriðdreka, er nú sögð vera örðin mjög erfið. Þó verjast stjórnarhersveit- irnar þar enn. (NRPJ—FB). FRANCO TEKUR OLÍUSRIP Árás var gerð á Barcelona af sjó, um miðnæturleytið. Öll ljós voru slökt í borginni og var hún í algerðu myrkri í tvo klukkutíma. Ekki er vitað, hverju tjóni þessi árás hefir valdið. í gær höfðu herskip upp- reisnarmanna sig talsvert í frammi. Um tveimur klukkustundum eftir að Carnarias hafði sökkt óþektu skipi út af Barcelona, ------ tók skipið, ásamt kafbát, olíu- FRÁ Tokio er símað, að skip sem talið er að muni hafa .japanska stjórnin hafi veitt verið franskt og var reynt að öflugu japönsku hvalveiðafje- ná því úr höndum þeirra, e«t lagi leyfi til þess að smíða tvo árangurslaus. (FÚ). 20.000 smálesta bræðsluskip og 10 hvalveiðaskip. Eiga ski/ ^^^^*^*^*™*** æ :í■ 3) þessi að vera fullsmíðuð áður en vertíðin byrjar árið 1940. Þegar þessi tvö bræðsluskip hafa verið smíðuð hafa Japanir eignast 10 bræðslu- eða hvaÞ veiða-stöðvarskip. Japanska stjórnin hefir til- kynt að hún muni ekki veita fleiri leyfi til smíði hvalveiða- skipa. Hefir tilkynning þessi vakið góðar vonir um betri ár- angur af samkomulaginu, sem gert var í London, um tak- mörkun hvalveiðanna, því að það nær ekki fullu gildi sínu, nema með samvinnu við Jap- ana, sem stunda hvalveiðar í mjög stórum stíl. (NRP—FB) Amafðrfoío. Kopiering — Framköllun £ Si æ i' s s .. æ ^ Oll vinna framkvæmd af út- |{ § lærðum ljósmyndara á sjer- |j Jj stöku verkstæði. j| Afgreiðsla í I Laugavegs Apoteki. Sft sss æ Steindórsprent prentar fyrir yður Aðolstrœti 4 ■ Simi 1175 Til Akurejyrar Mánudag. Steindór Sími 1580. ULL. Kaupi ull hreina og óhreina, alla flokka, gegn peningagreiðslu. Sig. Þ Skjaldberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.