Morgunblaðið - 24.07.1937, Qupperneq 8
8
Laugardagur 24. júlí 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
Jéaups&apue
Smálúða, Rauðspretta, Ýsa,
IÞyrsklingur, beinlaus og roð-
isius fiskur. Dt glega nýtt. Fiak
& Farsbúðin, sími 4781.
Ódýr sorpííát fást á Laufás-
veg 18.
Veiðistöng og veiðistangar-
hjól óskast til kaups. Guðjón
Jónsson, HverHsgötu 50. Símar
4846 og 3414.
Rabarbari 25 aura 14 kilo.
Guðjón Jónsson, Hverfisgötu
50. Símar 4846 og 3414.
Sauðatólg í smásölu og heild-
sölu. Guðjón Jónsson, Hverfis-
götu 50. Símar 4846 og 3414.
Kro§sgála Morgunblaðsins 11.
s*. aupi gamlan kopar Vald.
f'oulaen, Klapparstíg 29.
Mjólkurbússmjör og osta í
heiidsölu hjá Símoni Jónssyni,
Laugaveg 33. Sími 3221.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Haf nf irðingar!
Tilreiddan á dúk og disk,
dóma, sem mun þola,
Pjetur selur pönnufisk,
pylsur, fars og kola.
&Cky*trUrtguv
FriggbóniS fína, er bæjarina
besta bón.
Lárjett.
1. förunautar. 5. trje. 9. skora á. 10. ar. 11. fuglar.
13. drusluleg. 15. matur. 18. í á. 19. miskunn. 21. á
skakk. 22. bælin. 24. rammar. 26. Þór. 27. sonur. 29.
fugls. 30. friðar. 32. þrautseigir. 34. vör. 36. hest-
nafn. 37. eyðir. 38. hestnafn. 40. fiskur. 42. erta. 45.
svar. 47. fæða. 48. Sjúkrasamlag Akureyrar. 49.
rannsakar. 52. spildur. 54. mannsnafn. 55. kvæði. 58.
fóðra. 59. álitsgjörðir (þolf.). 61. ákveðið. 63. tæp.
64. frjóangi. 65. bitar. 66. farartæki. 67. stjett.
Lóðrjett.
1. að verðleikum. 2. geysa. 3. umdæmið. 4. goð. 5.
áhersluorð. 6. ljósmyndari. 7. sundfugl. 8. heyannir.
9. tóntegund. 12. verkfæri. 13. kirkjuhöfðingjar. 14.
yfirgefin. 16. undirtektir. 17. droparnir. 20. sár. 23.
sölubúð. 25. hafragras. 27. forboði. 28. skera. 31. ó-
hræsi. 32. stafur. 33. stunda sjó. 35. trje. 38. í alkorti.
39. verksmiðja. 41. planta. 43. fyrir dómstóli. 44.
safnað. 46. kvenmannsnafn. 48. rissmynd. 50. ofn.
51. drykkur. 52. ættfaðir. 53. verkfæri. 56. bleyta,
57. lúra á. 60. launung. 62. talsvert.
Ráðning á krossgátu nr. 10.
Lárjett.
1. negla. 5. sekta. 9. mala. 10. ryk. 11. ræll. 13.
landráð. 15. átumein. 18. ask. 19. misklíð. 21. iða. 22.
skilur. 24. kunnar. 26. nár. 27. ras. 29. róa. 30. nagg.
32. Happó. 34. trúa. 36. flak. 37. öllu. 38. Peró. 40.
Finni. 42. Búar. 45. Ate. 47. rún. 48. fót. 49. Affall.
52. bókvit. 54. tóm. 55. seilast. 58. aða. 59. óraskað.
61. kamelar. 63. ugla. 64. asa. 65. áfir. 66. náðun.
67. Bólan.
Lóðrjett.
1. Nanking. 2. eld. 3. garmur. 4. arðs. 5. skál. 6.
kruður. 7. tæm. 8. aleinar. 9. mask. 12. liða. 13. las-
in. 14. áir. 16. tík. 17. narta. 20 krap. 23. lágfóta. 25.
nótubók. 27. rakir. 28. spönn. 31. Ate. 32. haf. 33.
Óli. 35. úða. 38. Plató. 39. rafmagn. 41. núll. 43.
útvalin. 44. ratar. 46. elskað. 48. fótmál. 50. fóru. 51.
Lea. 52. B. S. A. 53. iðar. 56. iðan. 57. Akab. 60. slá.
62. efa.
Kjðt af fullorOnu
á 50 aura
og á 60 aura í lærum pr. %
k£.
Citronur, Rabarbari.
LÆKKAÐ VERÐ!
Jóhannes JóJiannsson,
Grundarstíg 2.
Sími 4131.
Skaftafellssýsla.
Aætlunarferðir að Kirkju-
bæjarklaustri frá Reykjavílc
á þriðjudögum kl. 8. Frá
Kirkjubæjarklaustri alla
föstudaga. — Afgreiðslu ann-
ast Bifreiðastöð Islands, sími
1540.
Amaiörfoto.
Kopierinff — Framköllun
F.A.THIELE
Austurstræti 20.
Dilkalæri.
KLEIN,
Balduragötu 14. Sími 8073.
Laugarnesveg 51. Sími 2705.
Dilkakjöt, frosið,
Nautakjöt, nýtt,
Alikálfakjöt,
Grísakjöt,
Kjúklingar,
Lax,
og- f leira góðmeti.
Mataner§Iun
Tómasar Jónssonar
Laugaveg 2 — Sími 1112.
Laugaveg 32. Bræðrab.st. 16
Sími 2112. Sími 2125.
Hangikjðt,
Nýtt nautakjöt,
Grænmeti,
Tómatar,
Gúrkur,
Radísur,
Gulrætur,
Rófur.
BÚRFELL,
Laugaveg 48. Sími 1505.
Tómatar,
Blómkál,
Sítrónur.
VersL Vísi
Laugaveg 1.
Sími 35i
NILS NILSSON;
FÓLKIÐ Á MÝRI
andi manni. Jú, hann ságði mjer reyndar frjettir —
að Pjetur væri koniinn heim!
— Hver rækallinn, er sá umrenningur kominn aftur!,
sagði Hugo með ljótu augnaráði.
— Hann gerir þjer ekki neitt. Og hann má líklgea
heimsækja foreldra sína, sagði Fritz óþolinmóðlega.
— Hann er bölvaður slæpingur og hórkarl, öskraði
Hugo, blóðrauður í andlit og leit illilega á Fritz.
— En hvað þú ert hrottalegur í tali, Hugo, sagði
Ida og horfði út um gluggann.
Elín var kafrjóð í andliti. Hún vissi, að Hugo talaði
svona um Pjetur, til þess að særa hana. Henni varð
mjög órótt, þegar hún heyrði, að Pjetur væri kominn.
Hvernig stóð á því? Hann hafði strengt þess heit, að
stíga aldrei sínum fæti í þessa sókn framar. En hvað
kom það henni við? Pjetur og hún áttu ekkert vantalað
saman. Þau liöfðu skilið ósátt. — Og þó fyltist hún
óumræðilegum fögnuði við tilhugsunina um, að hann
væri kominn aftur.
Óli sat steinþegjandi og virti Elínu fyrir sjer. Það
voru honum sár vonbrigði, að Pjetur skyldi vera kom-
inn í þorpið. Hann vissi, að Elín og Pjetur höfðu
verið trúlofuð í nær tvö ár, og hann gat als ekki þolað
hann.
En hann ætlaði nú að sýna honum, hver fengi
Elínu! Hann hataði Pjetur Ask.
— En hvað þú ert prúðbúinn í kvöld, Óli, sagði
Elín, til þess að snúa talinu frá Pjetri. — Ertu að
fara á stefnumót?
Blóðið þaut fram í andlitið á Óla. Hann var svo
ringlaður, að hann gat varla komið upp nokkru 'orði.
En svo datt honum alt í einu í hug, að hún væri auð-
vitað að hvetja hann til þess að koma á stefnumótið
við sig í skóginum. Bros hennar, hið hlíðlega augna-
ráð og þessi orð hennar nú — alt vitnaði um það,
að henni væri hlýtt til hans.
— Jeg ætla út í skóg í kvöld, og mjer þykir gaman
að fara í sunnudagafötin, því að þá finst mjer vera
sunnudagur, sagði hann borgmmannlegur og hló að
sinni eigin fyndni.
— Þú ert skrítinn náungi, ÓIi, sagði Hugo og strauk
yfir skeggið með hendinni.
Húsmóðirin kom nú inn í stofuna, hörkuleg á svip
með samanbitnar varir.
Hiin horfði á þau systkinin til skiftis með órólegu
augnaráði.
Hún hafði heyrt þegar Fritz sagði, að Pjetur Ask
væri kominn til þorpsins. Og hún hataði Pjetur vegna
þess að Elín og hann höfðu verið trúlofuð.
— Pabbi vill fá kvöldverðinn núna, Elín, sagði hún
rólega um leið og hún settist á eikarkistuna og stundi
þungann.
Elín stóð þegjandi á fætur og fór fram í eldhús.
Allur hugur hennar var hjá Pjetri.
Borðhaldinu var lokið, og Óli og Sveinn fóru út í
vinnumannaherbergið. Bræðurnir sátu kyrrir í bað-
stofunni og biðu eftir að tími væri kominn til þess
að líta inn til föðnr þeirra. Það gerðu þeir á hverju
kvöldi og dvöldu hjá honum stundarkorn.
Knútur Björk lá í litlu dimmu herbergi, sem sneri
út að garðinum. Hann hafði verið rúmfastur mánuðum
saman. Fyrst hafði liann legið rúmt ár í sjúkrahúsinu,
en síðan komið heim á bæinn sinn. Þar var hann nú
búinn að berjast við dauðann í sjö mánuði. Það var
ekki mikið orðið eftir af þessum manni, sem einu sinni
var hraustur og tápmikill karlmaður. Dauðinn sat um
hann. Hann var orðin skinhoraður, andlitið skorpið og
hrukkótt og hörundið gulleitt eins og vax. Þjáningar-
svipur var yfir andliti hans, og augun, sem lágu djúpt
í augnatóftunum, brunnu með hitasóttargljáa.
Að Knútur Björk var enn á lífi var Öllum hulin
gáta. Það mikla högg, sem hann hafði fengið, er einn
hesturinn í hesthúsinu spai’kaði í hann, hefði orðið
mörgum að bana þegar í stað. En Knútur Björk var
miklu sterkbygðari maður en alment gerist, og lífið
hafði treinst þetta í honum, þó að lifrin hefði fengið
mikinn áverka og miltill hluti líkamans væri mátt-
vana.
En það hafði verið afar erfitt fyrir Knút að sætta.
sig við þá hugsun að deyja. Hann hafði í lengstu lög
vonað og beðið til þess að fá að lifa, og hann hafði
grátbeðið læknana um að bjarga lífi sínu. Hann vildi.
ekki deyja í blóma lífsins.
í fyrsta sinn á æfinni fór hann að hugsa um líf og
dauða. Hann liafði alt sitt líf verið svo önnum kafinn
og störfum hlaðinn að hann hafði ekki liaft tíma tii
þess að hugsa um dauðann. Hann hafði gengið með
lífi og sál upp í lífsstarfi sínu og aðéins hugsað um
jörðina sína, konuna, börnin og skepnurnar.
En eftir að hann varð fyrir þessu slysi og lá rúm—
fastur mánuð eftir mánuð, fór hann að hugsa um and-
leg efni. Hinar löngu og þöglu nætur velti liann því'
fyrir sjer, hvers vegna hann ætti að deyja. Hann átti
margt eftir ógert. Og hann hafði hlakkað til þess, að
eiga rólegt æfikvöld eftir margra ára hasl og strit.
En þegar þjáningarnar ætluðu alveg að yfirbuga
hann og viljastyrkleikinn var að bila, gat hann liugsað-
rólega um það að skilja við þetta líf. Hann sætti sig
við það. Og það komu þeir dagar, sem hann hrópaði og
bað um að fá hvíld frá þjáningum sínum.
Daginn, sem Knútur Björk sætti sig við hlutskifti"
sitt, krafðist hann þess að fá að fara heim til sín.
Hann vildi vera á Mýri, hjá ástvinum sínum og öllu
sem honum var kærast síðustu stundirnar sem hann
átti ólifaðar.
Læknarnir töldu það ótækt, þar eð hann gæti ekkii
fengið þá umönnun, sem hann þarfnaðist, í heimahús—
um. Allir voru á móti því nema Elín og Fritz. Að lok—
um fór svo, að Knútur fekk sínu framgengt, og nú
hjúkraði Elín honum.
Frá sjúkrabeði sínu fylgdist hann með öllu sem fram,
fór á bænum frá því að dætur hans fóru að mjólka
snemma morguns og þar til störfum dagsins var lokið
á kvöldin og börnin og Lena söfnuðust saman í bað-
stofunni.
f endurminningunum lifði hann upp aftur alt sitt