Morgunblaðið - 31.07.1937, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. julí 1937.
Hátlðalid
verslunarmanna.
Skatta- og tollamálin
(framhald af 3. síðu).
eir, sem fara með Lax-
fossi í Borgarnes á
vegum Verslunarmannafje-
lags Reýkjavíkur fá far fyr-
ir 10 krónur fram og til
baka og auk þess ókeypis
aðgang ‘að skemtisvæðinu
við Þverárrjett, en þar verð-
ur fjölbreytt útiskemtun á
sunnudaginn.
Að Eiði verðui', eins og áður
kefir verið sagt frá, fjölbreyttar
akemtanir um helgina. M. a. verða
íþróttasýningar ,þar sexn hinn
frægi ixrvalsfi(|tkur kvenna úr
„Armann“ synu- í'imleika, undir
stjórn Jóns Þor.steinsso|iar. Auk
þess verður kappsund frá Geld-
kxganesi að Eiði, handknattleikur
•. fl.
Að hátíðasvæðinu að Eiði verð-
•r ódýr aðgangsevrir, eðai! H<féjíi?<
t króna fyrir fullorðna og 25 aur-
ar fyrir börn. Ferðír verða bæði
á sjó og landi.
SKIPAÚTGERÐ
RÍKISINS.
PRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
það vel Ijóst, að áætlun skips*
ins þarf ekkert að breytast við
þetta, því þó skipið bæti við
sig 20—30 eða 40 farþegum
í Vestm.-eyjum yrði það ekki
ineira en eins til tveggja tíma
fcöf fyrir skipið, því að aldrei
lætur afgreiðsla skipsins í Vest-
mannaeyjum á sjer standa,
■aeð afgreiðslu þeirra skipa er
bón á að annast.
Karl Kristmanns.
KÍNA — JAPAN.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
ast á neinn sáttmála, sem kynni
að vera gerður í hjeraði. Hjeð-
an af, sagði hann, yrði ekki
«m neinn frið að ræða, fyr en
Kínverjar hefðu hlotið viður-
kenningu á rjettindum sínum,
með sigri á vígvellinum.
RJETTINDI
KlNVERJA.
,,Það sem hingað til hefir átt
sjer stað“, sagði Chiang Kai
Shek, „er ekki stríð, þar sem
að skipulagður hernaður er enn
ekki hafinn“. Hann kvaðst því
næst krefjast þess, að Japanir
viðurkendu umráðarjett Kín-
verja yfir Chahar og Hopei;
að Japanir ljetu stjórn þessara
fylkja afskiftalausa með öllu;
og að þeir legðu niður allar
kröfur um það, að kínverski
herinn hjeldi sig á einhverjym
vissum svæðum. „Ef ekki er
skilyrðislaust viðurkent, að
þetta sjeu rjettmætar kröfur,
þá munum vjer grípa til vopna
til þess að vernda rjettindi vor“,
sagði Chiang Kai Shek.
FI L M U R
fyrir fríið frá
REMEDIA H.F.,
Austurstræti 7.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
sammála um það. Á sparnaði hefir
J. Á. ekki trú og leiðir því alveg
hjá sjer að ræða hann. En þá er
þriðja leiðin — öflun nýrra tekna
— og hana vill bankaráðsformað-
úrinn fara og telur að hana verði
að fara.
Ekki hefir bankaráðsformaður-
inn trú á, að hægt sje að hækka
gömlu tekjustofnana, að verulegu
ráði. „Þó kynni að mega hækka
álagningu á áfengi eitthvað, og
annað hvort kæmi Áfengisverslun
ríkisins upp ölgerð eða leyfði
bruggun á áfengu öli“, segir J.
Á. Ennfremur telur hann að enn
megi tvöfalda bengínskattinn og
„eitthvað“ megi tolla inixlendan
iðnaðarvarning.
En til þess að ráða bót á fjár-
hagsvandræðum ríkissjóðs og bæj-
ar- og sveitarsjóðafleggur banka-
ráðsformaðurinn til að stofnaður
vfirði sjerstakur sjóður, sem skift
verði árlega milli ríkissjóðs og'
bæjar- og sveitarsjóðanna. Tekjur
sjóðsins verði:
1. Nýtt aðflutningsgjald, ér
ítemi 15% af verðmæti allra inn-
fluttra vara, og telur hann að
gjald þetta muni x>ema um 6 rnilj.
kr. á ári. ^
2. Yaxtaskattxfr, er nemi 25%
af öllum vöxturn af spai'isjóðsfje
og verðbrjefum opinberra sjóða
og stofnana, enda greiðist ekki
aðrir skattar af þessum vei'ðmæt-
um. Áætlar hann, að þessi skattur
xieuli 1 milj. kr. á ári.
Þannig yrðu tekjur jafnaðar-
sjóðsins 7 milj. kr. á ári, sem
skift yrði árlega milli ríkis- og
bæjar- og sveitarsjóðamia.
Þetta er tillögur bankaráðsfor-
mannsins, Jóns Árnasonar, og er
þar hvergi við neglur skorið.
*
En hvernig er þjóðin undir það
búin nú, að bæta á sínar herðar
íxýjum álögum, sem nema a. m. k.
7—8 milj. króna á ári?
Hætt er við, að þröngt verði í
húi hjá morgum. ef slíkur baggi
ætti að bætasl <jjfan á byrðarnar
sem fyrir eru, með þeirri hrað-
yaxandi dýrtíð, sem nú er í upp-
siglingu hjer á lándi.
Fn eitthvað verður að aðhafast,
ef ekki á alt að fara hjer í rústir.
Jón Árnason segir, að ríkissjóð
vanti sem svarar 1 miljón á ári,
til þess að útgjöld og tekjur stand
ist á. Þetta er vafalaust rjett.
Hitt er einnig víst, að fjárhagur
margra bæjarfjelaga er nú svo
bágborinn, að þar blasir beinlínis
við gjaldþrot. nema gripið verði
-lil Tóttækra aðgerða. Og þau baej-
arfjelög, sem enn standa upp úr,
hljóta að fara sömu leið. ef ekkert
vei'ður aðgert. Mörg sveitafjelög
munu og fara sömu leið.
Þetta hörmulega ástand bæjar-
og sveitarfjelaganna á rót sína
fyrst og fremst að rekja til að-
gerða stjórnarflökkanna á undan-
förnum þingnm, í skattamálum o.
fl. —
En hið hörmulega fjárhagsá-
stand, sem nú ríkir, verður áreið-
anlega ekki bætt með því einu, að
hækka eim á ný gífurlega álögur
á laudsmenn, Þar verður einnig 8/ð
koma allslierjar og róttækur sparr,
aður í öllum opinberum rekstri.
Jón Árnason kveðst ekki „hala
trú“ á sparnaði. Af hverjuf Ei'
það ekki vegna þess, að slíkur
sparnaður myndi rekast á hags-
muni ýmsra pólitískra sjergæð-
inga, sem nvxverandi stjórn vinn-
ur með ?
*
,SA fjárlagaþinginu 1935 var svo
komið, að báðir stærstu flokkar
þingsins, Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokkurinn komu sjer sam-
an um, að hefja niðurskurð á fjár-
lögunum. Fjárveitinganefnd tókst
þá að lækka útgjöld fjárlaganna
um meira en rnjljpp króna.
En hvað skeðpx' sv,o ?
Þegar þessi miljóna króna nið-
urskurður var fenginu og fjár-
hag ríkissjóðs var borgið, þá kem-
ur samstarfsflokkur Framsóknar,
Alþýðuflokkurinn, og heimtar ný
miljóna útgjöld og nýjar álögur
að sama skapi!
Framsókn Ijet undan kröfuhx'
sósíalista og þar með var alt starf
fjárveitiiiganefndar eyðilagt og
fjárhag ríkissjóðs stefnt í hættu.
Afleiðingin er nú komin í ljós.
Það er vitanlega ekki hægt að
„hafa trú“ á sparnaði, ef slíkir
eyðsluseggir, sem sósíalistar og
kommxxnistar eiga að ráða stefn-
unni í fjármálunum.
* !:
Besta lausnin út úr ógöngunum
er sú, að nú þegar verði skipuð
nefnd, með fulltrúum aðalflokka
þingsins, til þess að endurskoða
tolla- og skattalöggjöf landsins.
Nefndin þarf að koma með ein-
hverjar bráðabirgðatillögur á
næsta þingi, þar sem bæjar- og
sveitarfjelögum verði sjeð fyrir
nýjum tekjustofnum.
Á næsta þingi verður svo að
hefja allsherjar sparnað, sumpart
með niðurskurði á fjárlögum og
sumpart með breytingu laga, sem
gerir sparnað mögulegan á öðrum
sviðum.
Það myudi vissulega mælast
vel fyrir, ef fjármálaráðherrann
skipuði nú slíka nefnd. Það er
áreiðanlega til góðs eins, að full-
trúar flokkauna ræði þessi mál ró-
lega milli þinga, og reyni á þaixix
hátt að ná samkomulagi um við-
unandi xirlausii xxiálaiina.
Hvaða stefna verði svo upp
tekin á þiixginu, verður vitanlega
ekkert um sagt fyr en þingið
keinui' saman. En þjóðin mun á-
reiðanlega fvlgjast vel nxeð öllu
sem gert verður, "éúda er það hún
sem byrðarnar verður að, bera,
hverjar senx þær verða.
Nýjar fi
kartðflur.
VersL Vfiir
Líiuenvnr 1. Sími 3*»..
Umfevðarteglur.
Myndirnar; Hvernig hjólreiða-
menn eiga að gefa umferðarbend-
ingar. Efri myndirnar: Beygi tii
hægri og vinstri. Að neðan: Stöðv-
unarmerki og ætla að lxaida beint
áfram.
SPÁNN: EDEN SVAR-
AR LLOYD GEORGE.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
í’áðstafanir gegn árásarstríði.
Samt sem áður hefði það ekki
gert neitt.
SVAR EDENS.
Anthony Eden sagði m. a.,
að hlutleysisyfirlýsing af hálfu
bresku stjórnarinnar gagnvart
styrjöldinni á Spáni væri í
grundvallaratriðum það sama
eins og að viðurkenna hernað-
ari'jettindi beggja aðilja.
Hann sagði, að ekki mætti
ásaka bresku stjórnina fyrir
athafnaleysi Þjóðabandalags-
ins. Því væi’i, Bretlands vegna,
velkomið að taka Spánarmálin
til meðferðar.
Eigi að síður kvaðst hann
vera sannfærður um það,
að þessu máli mundi ekki
fremur verða ráðið til
lykta af Þjóðabandalaginu
heldur en með samvinnu
Evrópuþjóðanna.
Að endingu sagði Anthony
Eden, að ef hlutleysisstarfið
færi út um þúfur, þá myndi
Bretland hegða sjer með tilliti
til kringumstæðnanna á hverj-
um tíma.
Fundurinn í dag var síðasti
fundur breska þingsins fyrir
sumarleyfið. Þingið kemur ekki
saman aftur fyr en 21. okt.
Yfirleitt virtist stjórnarand-
stæðingum mikið áhugamál, að
engar breytingar yrðu gerðar
á núverandi stefnu Breta gagn
vart Spáni (t. d. með því að
veita Franco hernaðarrjett-
indi), nema að þingið yrði kall
að saman á aukafund.
Umferðarreglur þær, seiar
lögreglan berst nú fyr-
ir að koma á hjá bæjar-
búum, ætti að vera öllum
bæjarbúum hið mesta gleði-
efni og að sjálfsÖR’ðu er bað
skylda hvers borgara að
taka nýmælum lögreRÍunliar
vel og breyta í öllu eftir sett-
um reglum.
í blaðiixu í gæi’ var ítarlega
miixst á þessi mál og í dag’ flytur
blaðið myiidir af því hverxiíg
hjólreiðamenii eiga að haga sjer í
umferðinni.
Það stoðar lítið þó lögregla*
gefi glögg og ákveðin umferðar-
merki ef stjórnendur farartækj-
anna fara ekki eftir þeim. Eins
er það skylda þeirx-a, sem farar-
tækjum stjórna, að gefa hverjir
öðrum bendingar um hvoi’t ferð-
inni sje lxeitið. Getur það afstýrt
mörgum slysum.
Hjólreiðabjölluhljómur og bíl'»-
öskur er ekki nóg til að afstýra
slvsum, enda eru hljóðmerki far-
artækja víða um heim að verða
úrelt'. í stað þess fara menn var-
legar á faratækjum á hættulegim
stöðunx.
Allir menn geta t. d. sjeð, a5
ökunxaður, sem ekur fyrir horn á
mikilli ferð, hefir ekkert öryggi í
því að þeyta líiðurinn á farar-
tæki sínu. Mesta öi’yggið fyri-r
hann sjálfan, farþega hans og
aðra vegfareixdur, er að hann fari
gætilega, líti í kringum sig og gefi
síðan rjettar bendingar, sem allir
skilja, um fyrirætlanir sínar.
Stjórnendur farartækja og aðr-
ir vegfarendur ættu því að at-
huga gaumgæflega reglur þær,
sem lögreglan hefir sett og bencl-
ingar þær, sem nota á af öllum.
Lærið því þessar reglur, farið
eftir þeim og hjálpið með því WÍ
þess að fækka slysunum.
Grænmeti
Tóraatar,
fullbroskaðin
Gulrófur.
Gulrætur.
Gurkur.
Rabarbari.
Laukur.
Kartöflur,
nýjar.
Kaupið nesti til frídag'anna..
Best kaup sem áður