Morgunblaðið - 14.08.1937, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. ágúst 1937.
Síra Helgi Hjálman-
son sjðtugur.
Síra Helgi Hjálmarsson er sjö-
tugur í dag. Hann var þjón-
andi prestur í 30 ár, lengst af á
©•renjaðarstað, en ljet af embætti
fyrir nokkrum árum og hefir ver-
ið búsettur lijer í bænum síðan.
Á yngri árum var síra Helgi í-
þróttamaður hinn mesti, glímu-
■naður og skautamaður, svo að
<orð fór af. Yar hann hið mesta
karlmenni og fimur að sama skapi.
Bftir að síra Helgi settist að
embætti, kom það brátt í ljós að
hann var búsýslumaður mikill.
flirenjaðarstaðir er stór jörð, og
vár presti það metnaðarmál, að
sitja hana sem best. Bætti hann
fwn og engjar og gerði húsabætur
Síra Helgi er kvæntur Elísa-
feetu Jónsdóttur, prests Björns-
sonar frá Búrfelli. Hefir heimili
þeirra jafnan verið rómað fyrir
myndarskap og risnu.
Síra Helgi er Mývetningur að
nppruna, kominn af Reykjahlíðar-
sett í móðurkyn en Skútustaðaætt
í föðurkyn. Bru þær ættir báðar
þjóðkunnar. Ber síra Helgi það
með sjer, að liann er vel ættaður,
höfðinglegur á velli og virðulegur
í allri framkomu. Hann er glað-
legur í viðmóti og gamansamur,
«n alvara og skapfesta að baki.
Síra Helgi hefir verið reglumað-
ur alla daga og látið bindindismál-
in mjög til sín taka. Hann var
•mjög skyldurækinn embættismað-
ur en hefir auk embættisins gegnt
ýmsum opinberum trúnaðarstörf-
um. Hann á marga vini fjær og
nær, sem munu senda honum hlýj-
ur kveðjur á sjötugsafmælinu.
Skaftafellssýsla.
Áætlunarferðir að Kirkju-
bæjarklaustri frá Reykjavík
á þriðjudögum kl. 8. Frá
Kirkjubæjarklaustri alla
föstudaga. — Afgreiðslu ann-
ast Bifreiðastöð Islands, sími
1540.
1 íbáð. 1
?
y Barnlaus
y
peninga,
| leigða
hjón vilja lána
gegn því að fá
góða tveggja her-
T
*
t
I
?
|
Y
indum. Tilboð sendist Morg- ❖
wnblaðinu sem fyrst, merkt:
t
♦!• bergja íbúð, með öllum þæg-
„A»sturbær“.
□agbók«
SV-kaldi. Smáskúrir, e» bjart á
milli.
Veðrið (föstudag kl. 17): Yfir
Grænlandshafi er nærri kyrstæð
lægð, sem fer minkandi. SV-og S-
átt er um alt land, víða allhvöss.
Á S- og V-landi eru skúrir og 9—
13 st. hiti, en bjart veður á N- og
A-landi með 14—19 st. hita.
Næturvörður verður í nótt í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfja-
búðinni Iðunn.
Næturlæknir verður í nótt Ól-
*
afur Helgason, Bárugötu 22, sími
2128.
Messur á morgun:
I Dómkirkjunni kl. 11, síra
Bjarni Jónsson.
I Hafnarfjarðarkirkju kl. 5,
síra Garðar Þorsteinsson.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Leith frá Vestmannaeyjum. Goða-
foss var á Patreksfirði í gær. Brú-
arfoss kom hingað til Reykja-
víkur kl. 8 í gærkvöldi. Dettifoss
kom til Hamborgar í gær. Lagar-
foss er á leið til Leith frá Kaup-
mannahöfn. Selfoss er á leið til út-
landa frá Seyðisfirði.
Sundhöll Reykjavíkur. Aber-
deen Press & Journal 22. júlí birt-
ir mynd af Sundhöll Reykjavíkur
að innan. Myndin var tekin, er
baðgestir voru í lauginni. (FB).
Ferðafjelag íslands fer skemti-
för í Þórisdal um helgina ef veð-
ur og þátttaka leyfir. Farmiðar
seldir til kl. 12 í dag hjá Kr. Ó.
Skagfjörð, Túngötu 5.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby
föstudag 13. ágúst: Besti sólkoli
30 sh. pr. box, rauðspetta 58 sh.
pr. box, stór ýsa 22 sh. pr. box,
miðlungs ýsa 24 sh. pr. box, frá-
lagður þorskur 21 sh. pr. 20 stk.,
stór þorskur 13 og smáþorskur 12
sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimála-
nefnd—FB).
Kappleikur var háður á Iþrótta
vellinum í gærkvöldi milli skips-
manna af skemtiferðaskipinu Reli-
ance og Vals. Valur sigraði 5:0.
Farþegar með e.s. Brúarfossi
frá útlöndum í gær voru: Frú
Þ. Sveinsson, frú Fjóla Fjeldsted,
próf. Alexander Jóhannesson og
frú, Karl Jónsson, læknir, Sveinn
Þórðarson, próf. Guðjón Samúels-
son, Soffía Skúladóttir, Guðrún
Lárusson, próf. Sigurður Nordal,
frk. Ásta Magnúsdóttir, frk. Karo-
lína Magnúsdóttir, Sigurður
Björnsson, Magnús Magmisson,
Gunnar Magnússon og frú, með 2
syni, frk. Þorlaug Bjarnadóttir,
frk Ingibjörg Guðmundsdóttir,
frk. Guðrún Helgadóttir, frk.
Ingibjörg Einarsdóttir, Jón Norð-
fjörð leikari, Bjarni Gíslason,
Þorgerður Sv^insdóttir, Margrjet
Gunnlaugsdóttír,- Kristmunda Sig-
urðardóttir, Hulda Sigurðardótt-
ir, Gunnar Brynjólfsson, Björn
Halldórsson, frú Anna Sigurðar-
dóttir, Hanna Pálsdóttir, Ragna
Eiríksdóttir, frú Bíbí Jónsson
með barn, Hermann Bæringeson
og 27 útlendingar.
Til Hallgrímslrirkju í Saurbæ.
Áheit frá N. N. í Reykjavík 10
kr., frá G. B. Johnson Upham N.-
Dakota $11,00 = 49,17. Afh. af
síra Páli H. Jónssyni áheit frá ó-
nefndri á Raufarhöfn 20 kr., mótt.
í brjefi frá Rvík áheit frá S. G. P.
5 kr., í póstávísun áheit frá Hún-
vetningi 2 kr., til minningar um
Ágúst Georgsson frá fósturfor-
eldrum 10 kr., í ábyrgðarbrjefi
frá N. N. í Rvík 100 krónur, frá
Jóhannesi Jónssyni Gauksstöðum
áheit 10 kr., afh. af síra Sigurjóni
Guðjónssyni tvö áheit frá Suður-
þingeyingi 10 kr., gamalt og nýtt
áheit frá óilefndum Akurnesingi
25 krónur. Afh. af Birni Hannes-
syni áheit frá Á. Ásmd. 10 kr. —
Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson.
Útvarpið:
Laugardagur 14. ágwst.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Útvarpstríóið leikur.
20.00 Frjettir
20.30 Upplestur og tónieikar: Um
hetjur (Jón Leifs).
21.00 Hljómplötur: Lög leikim á
ýms hljóðfæri.
21.30 Danslög (til kl. 24).
Bækm.
fmmammmmmmgammaamammmmmmmi
SkrúðgarDar.
Isafoldarprentsmiðja sendir nú
árlega út bók garðyrkju-
fræðilegs efnis (1936 — Innijurt-
ir),"í ár bókina „Skrúðgarðar“
eftir Jón Rögnvaldssöri. Er slíkt
aðeins gleðilegt, því ennþá er til-
finnanlegur hörgull á vinsælum
íslenskum garðyrkjubókum.
„é>krúðgarða.r“ er 94 bls. Br
bókin prýdd fjölda mynda. Frá-
gangur er eins og ísafoldarprent-
smiðju er venja, hinn besti. Bók-
in sjálf er hin læsilegasta, og
verður án efa vel þegin.
Því miður er bókin ekki tæm-
andi rit, um þetta efni, enda hef-
ir það ekki verið ætlun höfundar.
Það mætti finna að því, að mynda-
valið mestmegnis er erlends upp-
runa, og er það mjög bagalegt,
þar sem myndirnar eru dæmi, og
erfitt vill verða að skapa hliðstæð-
ur hjer á landi. Þá mætti finna
að því, að uppdrættir allir eru
fremur ófrumlegir og „tekniskt“
ófullkomnir. Höf. notar afar
„primitivan“ teiknimáta, isem að
vísu er allskýr ,en sem allvíða er
ekki í samræmi við alment notuð
táknkerfi.
Þessir eru aðalgallarnir — en
kosti á bókin einnig. Málið er
ljóst og lipúrt og bókin auðveld
lesturs. Plöf. hefir —- skynsam-
lega — forðast að fara út í vís-
iftdalega sálma, en haldið sig við
„populæran“, stíl og efni. Dreg-
ur hann fram mörg ágæt dæmi
júm garðlagningu og bendir jafn-
yel á nýjar leiðir. Þakkarverð er
viðleitni lians, að gefa plöntun-
um ísl. heiti, sem flest eru ágæt.
Bókin er búin mörgum góðum
kostum, þess verð að hún sje lésin,
og hún er kærkominn nýliði ísl.
garðyrkjubókmenta.
Óskar B. Vilhjálmsson.
___________ ■> ________
Sími 1380. LITLA BiLSTOÐIN Sr nokknS Btór
Opúi aMaa sóIarhrincúnK,
Nssta ferð til Akureyrar
er á snánndag.
Steindór “im-
Maðurinn minn,
Hallgrímur Jónsson,
bókari, andaðist á Landakotsspítalanum í gærdag'.
Guðleif Helgadóttir.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir
minn, tengdafaðir og fósturfaðir,
Sigurjón Jónsson,
fyrverandi matsveinn, andaðist á Landsspítalanum að morgni
þess 13. þ. m.
Viggó Sigurjónsson. Guðrún Benediktsdóttir.
Ólafía Jóhannsdóttir.
Jarðarför konunnar minnar og fósturmóður,
Valdísar Gunnarsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. ágúst og hefst
með húskveðju að heimili hinnar látnu, Skólavörðustíg 4,
kl. 314 e. h.
Guðmundur Hávarðsson. Hávarður Jónsson.
Jarðarför föður míns
Magnúsar Friðrikssonar,
frá Selparti, sem andaðist laugardaginn 7. ágúst, fer fram frá
Villingaholtskirkju sunnudaginn 15. ágúst kl. 12.
F. h. vandamanna.
Jóhann Magnússon.
Jarðarför
Eybjargar Kristjánsdóttur,
frá Svalbarðseyri, fer fram þriðjudaginn 17. þ. m. frá þjóðkirkj-
unni og hefst með bæn á Landsspítalanum kl. 4 e. h.
Theodór Jakobsson.
Innilegt þakklæti, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við
andlát og jarðarför,
Katrínar Jakobsdóttur
• á Valdastöðum.
Vandamenn.