Morgunblaðið - 22.08.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1937, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Sunnudagur 22. ágúst 1937. KR.: HVAÐ 8ILDIN HEFIR í ÞjÓBARBIJID. Bræðslusildin alt að 60 °/a melri en I fyrra: Saltsildin 180 þús. tunnur. EFTIR því, sem næst verður komist, nem- ur verðmæti þeirra síldarafurða, sem á land eru komnar um 22 miljónum króna, og hefir síldin aldrei gefið svipað því eins mikið í þjóðarbúið. Með þessari glæsilegu útkomu á síldinni, ætti þjóðarbúskapnum út á við að vera bjargað á þessu ári, en ef síldin hefði brugðist að þessu sinni, er alveg víst, að ríkið hefði ekki getað stað- ið í skilum með skuldbindingar sínar. Nákvæmar tölur um heildarveiðina á landinu, eins og hún er nú í vikulokin, liggja ekki fyrir hendi. En eftir því, sem næst verður komist, mun bræðslusíldar- magnið hafa verið í gær um 1 mi!j. 100 þús mál, og salt- síldin um 180 þús. tunnur, þar af um 65 þús. mat jesverkað. En það mun láta nærri, að verðmæti þessara afurða nemi um 22 miljónum króna. n milj Rændi varð- niaðurinu. Hvað Tyrkir álíta um dýrtíð og inn- flutningshöft. TYRKIR hafa í kyrþey af- numið öll innflutningsbönn og allar kvótatakmarkanir, og innflutningurinn til Tyrklands er nú frjáls. Um leið hafa þó nokkrir tollar verið hækkaðir og nokkur ný gjöld lögskipuð. Opinberlega er orsök þessar- ar gjörbreytingar sögð vera sú, að hið gamla fyrirkomu- lag hafi leitt til stöðugt vax- andi dýrtíðar. Þessi ákvörðun Tyrkja er þeim mun eftirtektarverðari, þar sem Tyrkir vinna nú að því að koma á fót iðnaði hjá sjer. GEFIÐ Hitt er það, live góð skilyrði eru fyrir síldina til að hafast við á fiskimiðunum og' ganga upp í yfirhorðið. Þai' er það átan eða átumagnið sein ræður úrslitum, eins og' raunáf síldveiðimenn hafa veitt eftirtekt. En það er gaman að sjá hve rannsóknir staðfesta greinilega þá reynslu. Síldveiðarnar fyrir Norðurlandi fara fyrst og fremst eftir því, hve mikið er af átunni og hvar hún er. Þessu til sannindamerkis eru t. d. athuganir mínar sumarið 1932, þá athugaði jeg hve mikil áta var í síldinni, og bar saman við það, úr hve stórum köstum síldarnar voru, sem rannsakaðar voru. Mð- urstaðan var þessi: Þar sem átumagn í síldarmaga var 4—8 teningssentimetrar veidd- FRAMH. Á SJÖ'iTF "fÐU I Og þar sem ekkert lát er á síldveiðinni ennþá, allur sjór fyrir Norðurlandi full- ur af síld, eru allar líkur til þess, að enn eigi eftir að berast mikið á land. Er því ekki ósennilegt, að síldin muni gefa í ár 24—25 milj. króna, og þá ætti að fást fullur greiðslujöfnuður út á við á árinu. MIKLIR MÖGULEIKAR. Þetta sumar hefir sýnt þjóð- inni betur en nokkru sinni áð- ur, hvílík feikna gullkista sjór- inn við strendur landsins er, og hve geisimiklir mö aleikar eru hjer á nál. öllum sviðum. En þetta ætti einnig að verða til þess, að minna þjóðina á skyldurnar, og þá fyrst og fremst þær skyldur, sem bundn- ar eru við sjóinn umhverfis strendur landsins. Því miður hefir mjög borið á því nú upp á síðkastið, að land- helgin hefir ekki verið varin eins og vera skyldi. Stjórnar- völdin hafa borið því við, að þjóðin hafi ekki ráð á að hafa fullkomin varðskip, til þess að gæta landhelginnar. Þessi hugsunarháttur er háskalegur. Auðæfin við strend- ur landsins eru svo mikil, að ekkert má láta ógert til þess að vernda h°n og varðveita kom- andi kvn ðum. íslencaig geta ekki yænst þess, að fá að jafnaði 40—50 miljónir á ári úr gullkistunni við strendur landsins, ef þeir sýna slíkt hirðu' /si í land- helgisgæslunni se gr ' hefir v-rið r'ú"?-' „rin. U R/ IR En \ egar n inst er á síld- veiðina í sumar, er ekki hægt annað en drepa á, hvernig nú er búið í haginn fyrir síldar- flotann. Menn hafa sjálfsagt veitt því eftirtekt, að vikum saman hef- ir staðið í fregnum frá Siglu- firði, að 20—30—40 skip biðu eftir afgreiðslu. Getur nokkur gert sjer í hug- arlund, hve gífurlegt tap það er fyrir útgerðarmenn og sjó- menn, að afgreiðsluskilyrðin á Siglufirði eru svona slæm? — Vaíalaust getur enginn upplýst þetta, en tapið nemur sjálfsagt mörgum miljónum króna. A þessu þarf að ráða bót þeg- ar i stað, bæði með því að bæta afgreiðsluskilyrðin á Siglufirði og eins með hinu, að reisa smærri síldarverksmiðjur á öðr- um stöðum. Það má ekki koma fyrir aft- ur, að tugir skipa bíði á Siglu- firði dögum saman eftir af- greiðslu, meðan síldin liggur í þykkum torfum rjett utan við fjarðarmynnið. Síldveiðin í gær. MIKIL SÍLD er enn fyrir öllu Norðurlandi, sím ar frjettaritari vor á Sifflu- firði í gær, aðallega L>ó við Melrakkasljettu. I fyrrinótt og í gærmorgun var vestan strekkingur og mikill straumur víða torveldaði það veiði. En er leið á daginn lygndi og í gærkvöldi var aftur komið ágætt veiðiveður. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Breskur lögreglu- maður í Reykjavík H. B. Öld (sjá grein bls. 6). Tvelr menn slasast I benzfn- eidsvoOa. TVEIR menn brendust töluvert í g;ærkvöldi, er eldur kom upp í bensín- afg-reiðsluskúr „Hins ísl. steinolíuhlutaf jelag;s“ við Kalkofnsveg'. Mennirnir, sem brendust, voru þeir Jón Jónsson, afgreiðslumaður bjá II. I. S., og Jón Halldórsson. Skúrinn, þar semoi^fgreiðslu- maðurinn hefir bækistöð sína, er um 1 metra frá. bausíntankinum, en skúrinn var hitaður upp með rafmagnsofni, sem stóð undir borði í miðjum skúnram. Eldurinn nilin liafa komið t;pp þannig, eftir því sem varaslökkvi- liðsstjóri skýi’ði Morgunblaðinu frá í gæi'kvöldi, að rafmagnsofn- inn, sem er skermislaus, hefir stað ið of nærri trjevegg skúrsins. Þegar eldurinn kom upp var verið að losa bensín úr tankbíl í neðanjarðartankinn og föt þeirra, sem urnra þar, höfðn blotn að af bensíni. Um leið og þeir ltonra inn í skúr inn læsti eldurinn sig í bensín- hlaut föt þeirra og varð af mikið eldliaf. Slökkviliðið var kallað á vett- vang og tókst brátt að kæfa eld- inn í skúrnum. Hiuir brendu menn voru flutt- ir á Landsspítalnaii og leið þeim eftir bestu vonum í gærkvöldi. Jón Jónsson er töluvert hrend- nr á læri, en Jón Halldórsson brendist á böndum. NORMAN EBBUT KOMINN TIL LONDON. London í gær. FÚ. Norman Ebbut, aðalfrjettaritari London Times í Bei'lín, sem vís- að var úr landi, er nú kominn til London. í gærda'g fór bann upp í utan- ríkismálaráðuneytið breska og gaf þar skýrslu um brottvísunar- málið og livað honum og þýskum stjórnarvöldum hefði farið á milli. Svavar Steindórsson, varðmaður á bátnum „Gaut“. Svavari hefir tvisvar verið rænt af breskum land- helgisbrjótum, og í fyrra skiftið var farið með hann til Englands. Síldaraflínn fer eftir átumagninu. Frá rannsóknum Arna Friðrikssonar. HVAÐ er það, sem veldur því, að blessuð síld- in hefir verið svona þægileg við okkur í ár? spurði jeg Árna Friðriksson í gær. Tvent er það, sem þar kemur fyrst og fremst til greina. í fyrsta lagi má gera ráð fyrir, að misrnunandi mikið sje af síld í sjónum, áraskifti sje að því, hve mikið klekst út af síld. En við getum ekki náð neinni fótfestu í þeim rannsóknum, á meðan við þekkjum eltki æfiferil síldarinnar til hlýtar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.