Morgunblaðið - 26.08.1937, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.08.1937, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 26. ágúst 1937. íbúð tll leigu, við Miðbæinn, 4 herbergi, eldhús og stúlknaherbergi. Sjer miðstöð og öll þægindi. Tilboð, merkt „Föstudagur“, send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir föstudagskvöld. Stúlka óskast í heyvinnu á bæ í Ytri-Hreppum til 15. sept. Báðar ferðir fríar. Upplýsingar í síma 3605. Morgunblaðið aeð morgunkafilnu ~~ LITLAIILSTÍtm ---- ftgli fflflfim sólarhringinn. Til Akureyrar alla mánudaga og fimtudaga. Frá Akureyri sömu daga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. SMeindór sImi 168°- Bróðir okkar og mágur, Bogi Magnússon, stýrimaður, andaðist á Landsspítalanum 25. þ. m. Fyrir hönd fjarstaddra foreldra. Björg og Jónas Thoroddsen. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að faðir okk- ar og tengdafaðir, Ólafur Sigurðsson, frá Kirkjulandi, verður jarðsunginn fimtudaginn 26. þ. mán. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hans, Hringbraut 202, klukkan 3 síðdegis. Börn og tengdabörn. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn elskulegur, faðir, sonur, bróðir og mágur okkar, Nikulás B. Nikulásson, Framnesveg 46, andaðist 24. þ. m. Þuríður Guðmundsdóttir og börn. Sigríður Erlendsdóttir. Guðrún Nikulásdóttir. Júlíus Guðmundsson. Viktoría Sigurgeirsdóttir. Guðmundur H. Jónsson. Egill Sigurgeirsson. Ásta Dahlmann. Axel Sigurgeirsson. Þórður Sigurgeirsson. Jarðarför Þóru Eiríksdóttur, Aðalgötu 4, Keflavík, sem andaðist á Landakotssjúkrahúsi að- faranótt föstudags 20. ágúst, fer fram föstudaginn 27. þ. m. og hefst með bæn á heimili hennar kl. 1 e. h. Þeir, sem hefðu ætlað sjer að gefa krans eða blóm, eru samkvæmt ósk hinnar látnu, beðnir að láta andvirðið ganga til Lýsingarsjóðs Keflavíkurkirkju. Símon Eiríksson. MANNFAGKAÐUR dr. Guðm. Finnbogasonar. Guðmundur Finnbogason: Mannfagnaður. Útg.: ísa- foldarprentsmiðja h.f. Bók þessi er nýútkomin. Hún er nýlunda meðal hjerlendra bóka. Hún er úrval af „tækifærisræðum“ höfundarins, er hann hefir flutt á ýmsum stöðum um sundurleit efni síðastliðinn mannsaldur. Engin slík bók hefir áður kom- ið út á vora tungu, því að hvorki koma hjer til samanburðar ræðu- söfn kennimanna nje erindi þau, er flutt hafa verið um ákveðin málefni og stundum gefin út í flokkum, ákveðnum málstað til stuðnings. Höfundurinn varð snemma þjóð kunnur af bókmentastarfsemi sinni, víðtækri þekking og hag- leik á meðferð tungunnar. Var hans því þrásinnis leitað til þess að flytja ræður á skemtifundum og mannfagnaðarsamkomum. Seg- ir svo í formála bókarinnar, að það hafi verið venja höf. að rita fyrst ræður þær, er hann vildi vanda til við slík tækifæri, lesa þær yfir áður farið væri til mann- íundarins, stinga síðan í skrifborð sitt og tala blaðalaust. „Með þessum hætti“, segir höf., „hefir safnast állmikið af ræðum hjá mjer, því að jeg hafði lengi þá reglu, að synja ekki þegar jeg var beðinn að tala, sem oft átti að vera til stuðnings ein- hverju góðu máli, enda var orða- fulltingið helsta liðsinnið, er jeg gat veitt. Þær 52 ræður, er hjer birtast, eru úrval úr þessu ræðu- safpi mínu. Jeg hefi nefnt þær „Mannfagnað“, af því að þær eru fluttar í samkvæmum og á skemti fundum, úti eða inni. Slíkar ræð- ur eru að jafnaði mótaðar af til- efninu og miðaðar við líðandi stund. Tilgangur þeirra er frem- ur að lyfta en draga niður“. — Þó að ræður þessar sje margar fluttar eftir ósk annara, þá kenn- ir þess þó hvergi, að mælt sje um hug sjer nje neinn skortur á orðum og hugmyndum. Höfund- ur ræður jafnan sjálfur fullkom- lega, hvað hann leggur til mála, þótt umtalsefnið sje að meira eða minna leyti kosið eða ákveðið af öðrum, mönnum eða atvikum. Hjer eru mörg minni, er flutt hafa verið skáldum og öðrum listamönnum og afreksmönnum þjóðar vorrar, eða og útlendum mönnum eða þjóðum, svo og töl- ur, er fluttar hafa verið við vígsluhátíðir eða minningar-sam- komur ýmislegra stofnana, á hjer- aðafundum, „á rjettarvegg“, um framtíð Flóans, — stundum ávörp flutt í hátíðasölum til stofnana og þjóða í öðrum löndum. Höfundurinn er þjóðinni fyrir löngu svo kunnur af margvíslegri bókmentaiðju sinni, að ekki þarf að fjölyrða, um hæfileika hans í þeim efnum. Þó liggur nærri að segja, að ekki muni hæfileikar lians hafa notið sín betur í öðrum ritum hans en í þessari bók. Hjer birt- ast á hverju blaði einkenni höf- undarins: Mjög fjölbreytt og víð- tæk þekking, leikandi ljett skáld- leg hugsun með fágætum næm- leik á meðferð tungunnar og ná- kvæmum skilning á kjarna orðs og efnis. Gleðimálin eru oft skrýdd hnyttilegum orðaleik, vís- ur og spakmæli, forn og ný, jafn- an tiltæk. Gamansemin jafnan góðlátleg og örvar hennar geiga aldrei út fyrir takmörk velsæmi og sannleiksástar. Jeg vil leyfa mjer að birta hjer sem sýnishorn af ræðunum lítinn kafla, tekinn af handahófi. Fjall- ar hann um hinar litprentuðu mannamyndir Kjarvals: „Jeg hefi að vísu heyrt því fleygt, að sumir karlarnir væri ekki nein stofuprýði, þeir væri ekki beint fallegir, og það er satt, að þeir eru ekki klæddir brúðkaupsklæðum, og andlitin bera þess vottinn, að þeir hafa lítið notað framan í sig af þeim meðulum, sem nú eru mest aug- lýst, af því að þau eru svo „eðli- leg næring fyrir húðina, halda henni unglegri, frísklegri og vernda hana fyrir hrukkum!“ Nei, húð þeirra hefir aldrei ver- ið nærð utan að og þó illa inn- an að. Hún hefir orðið að svara hranalegu ávarpi stórlyndra veðra,- hún hefir færst í felling- ar af átökum viljans við ofsa stormsins og til að skýla skjá sálarinnar í blindbyljum. Hún hefir hervæðst skeggi og skotið illhærum. Alt verður þetta lif- andi í teikningum Kjarvals. Hvert hár þessara hærukolla, strýnefa og loðinkinna, hver hrukka í veð- urþæfðu andlitinu, segir sína 'SÖgu. Kjarval er hinn mikli meist- ari ljóss og skugga á öræfum þess- ara andlita, sem hafa verið snivin snævi, ok slegin regni ok drifin döggu, hvort sem hann sýnir oss þurra- frost stórra, starandi augna við langholt nefsins, glánalegan gæg í augum tvíveðrungs-eltiskinns- andlits, grillandi upplit loðin- barða, óbifandi íbygni, sem mið- ar nefinu hárvíst á tilveruna út úr þjettu skeggkjarri, eða lút- andi höfuð hugsarans, er rýnir inn á við gegnum mistur vanda- málsins, Jafnvel hver tuska tal- ar. Ofveðrið í hettunni er ekki síður lifandi en hin hábrýna íhygli, sem undir henni býr. Fell- ingar skýluklútsins hafa sína sál, ekki síður en hliðarsvipur kven- andlitsins, sem gægist undan skýlureifunum, sama dumbungs-*- hugsunin er í dráttum beggja. Þá er annað ris á höfuðbúnaði hinn- ar skeleggu og margspöku megin- ekkju. En flesta mun að sjer seiða hið stolta höfuð ungu konunnar, með allra veðra von undan sorta- skýi hins iðgnóga hárs. Kjarval er hinn mikli töfra- maður, er sýnir oss sálarveðrið, sem orð fá ekki lýst, en augað finnur í ljósi og skuggum, litum, formi og línum“.------- Allur frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti og sjálegasti að prentun og pappír. Hún er fag- urlega bundin „hinum dýrstnm skinnum“, voðfeldum og traust- um, svo snyrtilega, að slíkt er með ágætum. Varla mun fara hjá því, að bók þessi nái brátt vinsældum meðal Islendinga. Mun hún og lengi geymast sem metfje í vörslum þeirra fyrir hvorttveggja: fjöl- skrúðugt efni og andagift höfund- ar og fágætlega vandaðan bún- ing af hálfu útgefanda. B. Sv. Ný bók: SkrúðgarOar. Jón Rögnvaldsson: Skrúð- garðar. Útg. ísafoldarprent- smiðja h.f. Bók þessi er að ýmsu leyti ný- stárleg á íslenskum bókamarkaði. Að vísu hefir ýmislegt verið rit- að áður um skrúðgarða, en eink- um hefir það snúist um meðferð þeirra, ræktunaraðferðir og val tegunda. Um skipulag garðanna sjálfra hefir minna verið hirt, enda hafa þess sjest ljósar minj- ar, þar sem menn hafa gert garða við hús sín, en ekki notið þar að- stoðar garðyrkjufræðinga. Hjer var því brýn þörf leiðbeininga. Bók Jóns Rögnvaldssonar fjall- ar nær eingöngu um skipulag garða, og er efni bókarinnar skýrt með fjölda mynda og upp- drátta, svo að sein flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar flestar eru að vísu er- lendar og nokkuð af uppdráttun- um einnig sniðið eftir erlendum fyrirmyndum, en lagað í samræmi við innlend skilyrði og einkum eftir margra ára reynslu höfund- ar, sem garðyrkjumanns. En hann hefir um all-langt skeið istundað garðyrkju á Akureyri og grend og leiðbeint fjölda manna með FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Eítir Benedikt Sveinsson, bókavörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.