Morgunblaðið - 19.09.1937, Blaðsíða 5
Sumradagirr 19. sept. 1937,
MORGUNBLAÐIÐ
5
©3
orgtmMaðið
írtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
RttstjóraT: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (&byrg8armat5ur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBala: Austuratrmtl 8. — Slml 1600.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á. mánutil.
í lausasölu: 15 aura eintaklti — 26 aura meO Leabök.
HNIGNUN ALÞÝÐUFLOKKSINS.
— Heijkjavtkurbrjef —
-----: 18. sept. --
Enginn flokkur hjer á landi
hefir orðið fyrir jafn
aniklum vonbrigðum og Alþýðu-
ílokkurinn í kosningunum í
*vor. Fyrir kosningarnar voru
Jeiðtogar flokksins ekki í nein-
aim vafa um, að flokkurinn
anundi ekki einungis halda at-
ivæðatölu sinni, heldur bæta
svo við sig, að hann kæmi að
jþrem mönnum hjer í Reykja-
-vík. Útkoman varð sú, að flokk-
surinn tapaði fimtungi fylgis
ÆÍns hjer í Reykjavík, og kom
<ekki að nema einum manni.
.Alþýðuflokksleiðtogarnir, sem
.að kvöldi þess 20. júní gengu
til hvílu í þeirri sælu vissu, að
liafa bætt við sig 2—3000 atkv.
á Reykjavík, vöknuðu morg-
uninn eftir við þau tíðindi, að
íþeir höfðu tapað þúsund at-
kvæðum. Þeir höfðu ekki bætt
við sig þingfulltrúa í Reykja-
vík eins og þeir höfðu fastlega
vænst. Þeir höfðu tapað öðru
þingsætinu og fengu aðeins einn
þingmann kosinn í stað þriggja.
Vonbrigðin urðu mikil. En
það, sem sveið foringjunum sár-
ast var það, að úrslitin sýndu
.að þeir voru algerlega slitnir úr
sambandi við kjósendur sína.
,I>arna höfðu þeir setið dag eft-
ir dag með merktar kjörskrárn-
ar. Þeir bjartsýnustu töldu sjer
8000 atkvæði og þar yfir. Þau
'jurðu helmingi færri. Hið þaul-
reynda skipulag brást. Kosn-
ingavjelin var komin í ólag, þó
ekki hefði verið sparað, að
smyrja hana. Það þarf skap-
fasta menn til að mæta slíkum
hnekki, svo að ekki verði enn
verra af.
Það var eins og ólánið elti
flokkinn á þessum raunastund-
um hans. Formaður flokksins,
Jón Baldvinsson, veiktist og gat
því ekki haft áhrif á þá at-
burði, sem á eftir fóru. Aðrir
menn, ofsafengnari og ógætnari
sögðu fyrir um stefnu flokks-
ins. í athöfnum þeirra kom
fram meira kapp og minni for-
sjá, en verið hefði, ef Jón Bald-
vinsson hefði ráðið. Hjeðinn
Valdimarsson leit rjettilega á
úrslit kosninganna, sem per-
sónulegan ósigur sinn. Hann
undi þessu hið versta, eins og
skiljanlegt er. Og þá fæddist í
huga hans hið pólitíska „pro-
jekt“, sem síðan hefir verið
uppistaðan í athöfnum Alþýðu-
f lokksins.
Hjeðinn sá það, að flokks-
menn hans sneru við honum
baki. Hann leit yfir kjörskrárn-
ar og varð að viðurkenna, að
hann hafði glatað trúnaði þús-
unda kjósenda, sem hann hafði
talið sjer fylgispaka. Og á
sömu stundu gaf hann upp alla
von um að ná aftur trúnaði
þessara manna.
Það var komið fyrir Hjeðni
eins og óheppnum forstjóra,
:sem sjer éígnir fyrirtækis síns
eyðast. Til þess að halda völd-
um varð að ná í nýtt kapítal.
Hjeðinn hugsaði sjer að láta
Kommúnistana leggja það til.
Sem verðlaun fyrir þetta „nýja
blóð“, hugsaði hann sjer for-
mannssætið í hinu nýja fyrir-
tæki, eftir að reitunum hefði
verið ruglað saman.
Það, sem eftirtektarverðast
er í öllu þessu braski, er það
hvað Hjeðinn hefir tekið lítið
tillit til þess flokks, sem hann
á alla upphefð sína að þakka.
Kommúnistarnir hafa vitanlega
viljað halda sínum eignum í
sem hæstu verði. Og hann hefir
tjáð sig fúsan til að taka þær
inn í fyrirtækið afskriftalaust.
Aftur hafa verðmæti Alþýðu-
flokksins verið „skrifuð niður“
miskunarlaust. Helstu leiðtog-
arnir, aðalhugsjónamálin, sjálft
Alþýðusambandið. Alt þetta
hefir verið boðið að afskrifa,
gegn því að Kommúnistar gengi
inn í fyrirtækið. Hjeðinn Valdi-
marsson veit að hann er að
taka sitt pólitíska fullnaðar-
próf. Farist sameiningin fyrir,
er ekki einungis um að ræða
minkandi áhrif hans innan
verkalýðshreyfingarinnar. Þá
er áhrifum Hjeðins þar með
lokið.
Það er þessi vitneskja, sem
veldur þeim taugaóstyrk, að
Hjeðni gengur ver við prófið
en ætla mætti. Það er „próf-
skrekkurinn“, sem kemur hon-
um til að hlaupa á sig hvað
eftir annað. Á Dagsbrúnarfund-
inum 16. júlí sá Hjeðinn sjálf-
an sig í anda, sem hinn „sterka
mann“ vinstri fylkingarinnar á
Islandi. En hvar stendur hann
í dag?
Seinasta uppátæki Hjeðins
til að koma sjer í mjúkinn hjá
vinstri fylkingunni, er verk-
fall það, sem hann hefir látið
„handlangara“ sína, Kristínus
og Guðmund Ó. standa fyrir.
En hvað hefir hann upp úr
þessu? Kommúnistar láta eins
og sjer komi þetta ekkert við.
Framsóknarflokkurinn fordæm-
ir tiltækið. Jafnvel Alþýðublað-
ið er að gefast upp. Verka-
mennirnir hafa beðið um lög-
regluvernd fyrir ágangi hand-
langara Hjeðins. Atburðirnir
læðast eins og martröð inn í
valdadrauminn.
Alþýðuflokkurinn stendur á
alvarlegum tímamótum. Hann
fer öfuga leið við þá sósíal-
demókratisku flokka, sem með
þrautseigju og varúð, hafa náð
völdum í nágrannalöndunum. 1
skollaleiknum við kommúnist-
ana undanfarna mánuði hefir
hann hrapað þrep af þrepi.
Ef hinir gætnari menn flokks-
ins komast ekki til áhrifa að
nýju, verður senn ekki um
neinn sósíaldemókratiskan
flokk að ræða á Islandi.
Einkaframtakið
off síldin.
lþýðublaðið flutti um daginn
einkar skemtilega grein um
einkaframtak og ríkisrekstur í
sambandi við síldarútveginn, sem
gefur manni tilefni til að gera
samanburð á þessu tvennu.
í vetur gerðu sósíalistar, eins
og meim muna, það að mesta hita-
máli sínu, að banna Kveldúlfi að
reisa síldarverksmiðju á Hjalt-
ej'ri. Þetta vinarbragð þeirra við
sjómennina mistókst. Þar reis upp
verksmiðja sem tók við rúmlega
190 þús. málum af síld í sumar.
En þrátt fyrir þessa viðbót á
síldarbræðslum fullyrða kunnugir
menn, að síldaraflinn hefði orðið
50% meiri í ár, ef nægilega marg-
ar og stórar verksmiðjur hefðu
verið til.
Margir útgerðarmenn hugsa nú
til þess að auka síldveiðiflota sinn
næsta sumar. Enn er því brýn
þörf að bæta við verksmiðjurnar.
Hvort skyldi nú þjóðarbvúnu hent-
ugra einkaframtak eða ríkisrekst-
ur í þeim efnum.
Reynslan hefir þegar skorið
nokkuð greinilega úr því.
Samanburður.
Siglufirði á ríkissjóður nú
þrjár síldarverksmiðjur. Ein
þeirra var einkafyrirtæki, sem
Magnús Guðmundsson keypti
handa ríkinu og komst að góðum
kaupum. Samt hefir stofnkostnað-
ur síldarverksmiðja ríkisins þar á
staðnum orðið 3—4 milj. króna.
Eðlilegt afkast þessara verk-
smiðja allra er um 6000 mál á
sólarhr ing. V erksmið j u st j órinn
finnur til þess, hve lítið það er, í
samanburði við alt það mikla út-
hald sem þar er, og hefir því látið
pína vjelarnar í meira afkast, sem
slítur þeim svo mjög, að kunnugir
menn telja hættu á skjótri eyði-
leggingu.
Borið saman við verksmiðjur
einkafyrirtækjanna Alliance á
Djúpavík og Kveldúlfs á Hjalt-
eyri, er titkoma ríkisrekstrarins
alt annað en glæsileg.
Með því að auka við Hjalteyr-
arverksmiðjuna nokkuð, verður
afkast þessara tveggja verksmiðja
Djúpuvíkur og Hjalteyrar,
10—12000 mál á sólarhring. En
stofnkostnaður yrði þá samanlagð-
ur innan við 2% miljón króna.
Þetta eru talandi tákn um rík-
isrekstur og einkarekstur, sem sjó-
menn og útgerðarmenn, er leggja
þurfa áherslu á skjóta afgreiðslu,
munu geta lært af.
Þar sem ríkissjóður leggur alt
að 4 miljónir í kostnað, fær hann
verksmiðjur, með seinvirkuni lönd
unartækjum, er geta brætt um
6000 mál á sólarhring. En einka-
framtak þarf ekki nema 2^/j milj.
króna til þess að geta afgreitt ná-
lega helmingi meiri síldarafla.
Ættu sósíalistar að muna þess-
ar tölur, er þeir næst bera saman
einkaframtak og ríkisrekstur í
síldarútgerð.
Samfylkingfin.
Eun verður mönnum tíðrætt
um, hvað verða muni tir
samruna Alþýðu- og Kommúnista-
flokksins. Vinstri armur Alþýðu-
flokksins sækir það mál nú fast-
ast. Þetta tvisvar í viku að meðal-
tali er komist að orði á þá leið í
forystugreinum Alþýðublaðsins, að
verkalýður alls landsins heimti, að
þessir tveir flokkar renni saman
í einn.
Upp á síðkastið er því bætt við,
að sameiningin verði að gerast taf-
arlaust. Hjeðinn Valdimarsson og
nánustu fylgismenn hans hafa
engan frið í sínum beinum, meðan
þeir hafa ekki kommúnistana með
sjer. Stólfæturnir á loft! Niður
með lögregluna! Það eru mennirn-
ir úr 9. nóvember bardaganum,
sem eru orðnir þreyttir á lýðræð-
inu, vilja taka „handaflið“ í þjón-
ustu stjórnmálanna. Þessi opinber-
un birtist þeim í þann mund sem
atkvæðatalningu var lokið hjer í
Reykjavík snemma morguns 21.
júní. Er þeir komust að raun um,
hve flóttinn úr liði þeirra er orð-
inn mikill, þá urðui þeir vonlausir
um að sigra nokkurn tíma með
atkvæðaseðlunum.
Þjóðviljinn í Moskva.
egar Alþýðuflokksmennirnir
fóru að sækja alvarlega á
kommúnista um flokkasamsteyp-
una, urðu kommúnistapiltar að
segja af eða á. En þá var sann-
færingin ekki viðlátin, frekar en
fyrri daginn. Þeir þurftu að
spyrja húsbændurna í Moskva.
Þá voru þeir gerðir út Brynjólf-
ur Bjarnason og Haukur Björns-
son og sendir þangað austur.
Þeir eru ekki komnir enn. Hin
„viljalausu verkfæri" í höndum
Moskvastjórnarinnar (em svo
nefndi Finnur Jónsson þingmaður
ísfirðinga kommúnistaforsprakk-
ana í vetur sem leið) eru ekki
enn biinir að fá að vita hverju
þeir eigi að svara. Mennirnir, sem
kenna sig við „vilja þjóðarinnar“
og þykjast vera einskonar arftak-
ar Skúla Thoroddsen, verða að
sækja sannfæringuna, fyrirskipan-
ir, sinn eigin vilja austur í
Moskva!
Sú þjóð, sem lætur slík ómennd
komast til áhrifa á ekki glæsilega
framtíð fyrir höndum.
Aumastir allra.
n aumari er sá flokkur, eða
þeir flokkar hjerlendir, sem
af ráðnum hug og óðfúsir vilja
ekki einasta ganga til samvinnu,
heldur leggja sig í duftið til
hlýðni og auðsveipni við leigutól
erlendra einvaldsherra. Kommún-
istar hafa sem sje farið sjer hægt.
En það eru „stólfótameniúrnir“ í
Alþýðuflokknum, sem í auðmjúk-
um bænarróm biðja um að mega
leggja flokk sinn undir áhrifa-
vald kommúnista.
Það skal þó tekið fram, að vit-
að er um einstaka menn meðal Al-
þýðuflokksbroddanna, sem spyrna
gegn: samruna flokkanna. í þeirra
hóp er Haraldur Guðmundsson
talinn. Og vissa er fyrir því, að
Stefán Jóh. Stefánsson er þessu
tiltæki andvígur.
Hann ljet svo um mælt nýlega,
að ef Alþýðuflokkurinn á þenna
hátt legði sig undir kommúnist-
ana, þá yrði það tiltæki svartasti
bletturinn á verkalýðshreyfingu
Norðurlanda!
Hjer hefir Stefán rjett að mæla.
Hann og þeir skoðanabræður hans
í Alþýðuflokknum munu; þá líka
geta fallist á, að ef Framsóknar-
flokkurinn er lagður í viðbót und-
ir þá Moskvamenn, þá yrði iir því
tiltölulega stór smánarblettur á
ekki stærri þjóð en okkur íslend-
inga.
Framsóknarflokkurinn.
nn er ekki komið til kasta
Framsóknarflokksins í þessu
Moskva-máli. En afstaða þess
flokks er vitanlega fyrirfram á-
kveðin. Það verður hin svonefnda
„milliflokkapólitík“, sem þeir
Tímamenn kalla svo. Þeir halda
því fram, að kommúnistar sjeu
óalandi og óferjandi í landinu.
10—20 unglingar, er hafa drukkið
í sig þann óþjóðlega sora, verðá
reknir úr skólum á hverju ári, til
þess að „sanna“ viðbjóð Fram-
sóknarflokksins á kommúnisman-
um. Jafnframt gera Tímamenn alt,
fyrir kommúnista á bak við tjöld-
in, sem Moskvamenn heimta, því
báðir aðilar vita sem er, að komm-
únistar eru það lóð á metaskálum
kosninganna, sem lyfta ýmsum
Tímamönnum upp í þingsætin.
En bændur, sem liafa alist upp
í ofstækistrú á Tímaklíkuna, eru
látnir skamma kommúnista hátt
og í hljóði, og þeim talin trú um,
að Tímamenni vilji engin mök við
þá hafa.
Þannig er „milliflokkapólitík“
Tímamanna, þessara ' trúðleikara
lyganna, þessara heildsala blekk-
inganna, sem um skeið hafa kæft
vit og manndóm alt of margra í
, íslenskum sveitum.
Alriklsstefnan
eftir INGYAR SIGURÐSSON.
Kærleikurinn er í heiminn borinn til þess að útrýma grimdimni
og svifta hana valdinu og möguleikanum til þess að skapa mönnunam
þjáningar og takmarkalausa vanlíðan.
Þess vegna hljóta hin miklu kærleiksgeni hinnar rússnesku, ítölsácu
og þýsku þjóðar að hefja sterka og einbeitta baráttu gegn hinmni
hroðalegu fangapyntingum og dómsmorðum valdhafanua og hætta
aldrei þeirri baráttu fyrr en yfir lýkur.
Því að kærleikurinn krefst þess, að grimdarofsi einræðisfantamja
sje brotinn á bak aftur, hvað sem það kostar.