Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 5
Simnudagur 17. okt. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgTJarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitJsla: Austurstrœtl 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutti. í lausasölu: 16 aura elntakitJ — 26 aura met5 Lesbök. FRAMLEIBSLA OG MARKABIR -- Keykjavík ttrbrjef — ------- 16. okt. --- HVERT ár sem líður færir okkur nýjar og nýjar sannanir fyrir auðæfum sjáv- arins við strendur landsins. Okkur verður ekki legið á hálsi fyrir það, að við berum okkur «kki eftir björginni. Islending- ar hafa getið sjer þann orðstír að þeir sjeu mestu fiskimenn heimsins. Auðugustu fiskimið- in — duglegustu fiskimennirn- ir! Ef rjett er aðfarið á þetta tvent að geta verið traust und- irstaða efnalegrar afkomu þj óðarinnar. En það er ekki nóg að við aukum framleiðsluna. Til þess að framleiðsluaukningin geti komið að fullum notum, verður að hafa tvent í huga: í fyrsta lagi að framleiðslan sje hag- nýtt á þann hátt, að hún sje seljanleg á erlendum mörkuð- ttm, og í öðru lagi, að sú hag- nýting skilji eftir sem mest verðmæti í landinu sjálfu. Frumvarp það um niðursuðu- verksmiðjur, sem Sjálfstæðis- menn í neðri deild flytja á Al- þingi, miðar að þessu tvennu. Jafnframt því, sem miðað er að eflingu markaða erlendis, er miðað að eflingu iðnaðar inn- anlands. Frumvarpinu er þann- ig stefnt gegn tveim höfuðmein semdum íslensks viðskifta- og athafnalífs, gjaldeyrisvand- ræðunum og atvinnuleysinu. En þótt frumvarpið sje fyrst og fremst sjávarútvegsmál, þá snertir það einnig afkomu land- þúnaðarins, bæði beint og ó- beint. Greinargerð frumvarps- ans ber það með sjer að Norð- menn flytja árlega útniðursuðu vörur úr sjávarafurðum fyrir rúmar 30 miljónir króna. Ekki er tilgreint, hve mikið af þess- ari upphæð er fyrir fiskiboll- iur, en vafalaust nemur það mörgum miljónum. En í fiski- ibollur er notuð mikil mjólk. ‘Slíkur iðnaður hjer á landi hlyti því að auka mjólkurþörf- ina til muna. Á þennan hátt er hjer beinlínis um að ræða hags- munamál landbúnaðarins. En hitt er engu minna um vert, að sú atvinnuaukning, sem af hinum nýja iðnaði leiddi, mundi auka kaupgetu almenn- ings og þannig skapa betri markaðsskilyrði fyrir afurðir bænda á innanlandsmarkaði, bæði mjólk og annað. Niður- ,'suðuverksmiðjurnar, sem hjer er gert ráð fyrir, eru því líka hagsmunamál landbúnaðarins. ‘Reynsla fyrri ára sýndi, að við vorum þess megnugir, að afla markaða fyrir fiskfram- leiðsluna, jafnóðumoghún jókst Saltfiskframleiðsla okkar marg faldaðist á fáum árum. Sú| framleiðsluaukning hefði verið! óhugsandi, ef við hefðum ekki átt því láni að fagna, að fyrir .fisksölunni beittust svo ötulir menn, að þeim tókst að leggja undir sig nýja markaði, jafn framt því, sem framleiðslan jókst. Var svo komið fyrir for- göngu þessara manna, að við Islendingar höfðum náð fót- festu á bestu saltfisksmörkuðum heimsins, þegar haftastefnan kom til sögunnar. Nú hafa hinir gömlu saltfisks markaðir brugðist að meira eða minna leyti. Á því sviði hafa þó unnist nýir markaðir bæði í Suður-Ameríku og á Kúba. En eftirspurnin frá þessum löndum vegur auðvitað ekki nándar nærri móti markaðstap- inu í Miðjarðarhafslöndunum, sjerstaklega á Spáni. Þess- vegna verðum við nú að róa að því öllttm árum, að taka upp þá hagnýtingu aflans, sem full- nægir kröfum annara neytenda en þeirra, sem fyrrum voru að- alkaupendur fisksins. Og um eflingu hinna nýju markaða eigum við að fara að dæmi þeirra, sem áður unnu nýja og nýja markaði, jafnframt því sem framleiðslan margfaldað- ist. Ekki ætti að verða ágrein- ingur um það, hver nauðsyn á því er, að framleiðslan sje hagnýtt, svo sem markaðsskil- yrðin krefjast á hverjum tíma. Þess vegna er þess að vænta, að ekki þurfi að koma til á- rekstra milli þingflokkanna út af frumvarpinu um niðursuðu- verksmiðjur. En það er skilj- anlegt að Sjálfstæðismenn eigi forgöngu þessa máls. 1 hópi þeirra eru flestir þeir, sem út- gerð stunda. Þeir vita því af eigin reynslu, hvar skórinn kreppir að. Það er þess vegna engin tilviljun að Sjálfstæðis- menn hafa jafnan barist fyrir þeim tillögum, sem sjávarút- veginum hafa orðið happasæl- ust. Frumvarpið um niðursuðu- verksmiðjur er vafalaust eitt merkasta úrræðið sem bent hef- ir verið á nýlega til viðreisnar í atvinnnulífi þjóðarinnar. Ef framkvæmd málsins kemst í góðar hendur, ætti að mega vænta mikils árangurs. Með þeirri nýju hagnýtingu hvers- konar sjávarafurða, sem þar um ræðir, er gerð tilraun til að bæta í senn úr tveimur mein- semdum, gjaldeyrisskortinum og atvinnuleysinu. Það er leit- ast við að afla markaða er- lendis til samræmis við afla sjávarafurða heima fyrir. Með því einu móti getur framleiðsl- an haldist í horfi. Hjónaband. Brúðkaup sitt hjeldu í gær ungfrú Nína Þórðar- dóttir, Sveinssonar prófessors, Kleppi, og Daníel Sumarliðason, eftirlitsmaður S. V. R. Heimili þeirra verður á Vífilsgötu (C- götu) 2. ' Finnur og síldin. rein Haraldar Böðvarssonar, er birtist hjer í blaðinu á dög unum, þar sem hann lýsti við- skiftum sínum við síldarúfvegs- nefndina, hefir vakið mikla at- hygli. Þar er með látlausum orð- um lýst þeim erfiðleikum, sem íslenskir framleiðendur eiga við að stríða á þessu sviði. Erfiðleik- arnir geta að vísu verið margir, þegar krept er að öllu framtaki manna með síhækkandi sköttum og tollum, þegar ofan á það bæt- ist verðhækk'un á útgerðarvörum öllum, hækkaður tilkostnaður, vaxandi dýrtíð. En Haraldur Böðvarssbn á Akra nesi, eins og ýmsir aðrir síldar- útvegsmenn, er leggja sig fram til að auka framleiðslu þjóðar- innar og atvinnuna í landinu, vinna bug á þessum erfiðleikum, en verða síðan að gefast upp gagnvart þeirri plágunni sem þeim er þungbærust, og það er Síldarútvegsnefndin, sem með ýmsum hætti torveldar eða þver- girðir fyrir, að þeir komi hinni ljettsöltuðu síld á markað. Allar horfur eru á, að flett verði rækilega ofan af atferli Finns Jónssonar í þessum málum. Haraldi Böðvarssyni hefir Finn- ur engu getað svarað. Hinar ó- mótmælanlegu staðreyndir eru þessar: Þó erlendir síldarkaup- endur bjóði hátt verð fyrir hina íslensku framleiðslu, skellir Finn- ur við því skollaeyrum, neitar að gefa leyfi til að selja síldina. Hjer á árunum ætlaði Finnur Jónsson og flokkur hans, með vís- indalegri „planökonomi“ (skipu- lagi), að útrýma atvinnuleysinu í landinu. Það er öllu líkara því, að skipulag þessara herra miði að því, að auka atvinnuleysið, fjár- þröng þjóðarinnar og vandræði almennings. Samningar stjórn- arflokkanna. útvarpsumræðunum frá Alþingi á föstudaginn sögðu þeir frá því ráðherrarnir Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson að samningar stæðu nú yfir um framhald stjórnarsamvinnunnar. En þeir vöruðust að gefa nokkuð í skyn um það, hverjar horfur væru á samkomulagi. Enginn efast um, að Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn bræða sig saman, þó ekki væri nema til þess að ráðgast um og undirbúa næstu „sprengingu“, þ. e. með hvaða hætti þeim væri þægilegast að koma næst fram fyrir kjósendur landsins, sem andstæðingar, er ó- mögulega gætu átt samleið(!) Innbyrðis pex og reipdráttur innan flokkanna um það, hvernig þeir eigi að skiftast á að vera ráðherrar, getur engum úrslitum valdið í þessum efnum. Innsiglið á samvinnuna gefa kommúnistar, eins og Einar 01- geirsson við útvarpsumræðurnar á föstudaginn. Skilnaðarsök stjórnarflokkanna, sem gefin var upp í vor, var þjóð- nýtingin, sem Tímamenn þóttust vera alveg andvígir. Magnús Jónsson benti rjettilega á það í ræðu sinni, að fjárlög Framsóknarflokksins andanfarin ár stefndu beina leið til vaxandi þjóðnýtingar. Þetta yrðu þeir sósí- alistar að viðurkenna. Vinstri flokkarnir kæmu sjer saman um, að draga altaf meira og meira af starfseminni í landinu undir ríkið. Þannig væri hin grímuklædda þjóðnýting framkvæmd. Og Magnús var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu, en Einar Olgeirs- son fletti grímunni af, og sagði að frá sjónarmiði kommúnista værU fjárlögin batnandi — í þjóð- nýtingarátt. Spaugilegt mont. útvarpsræðu sinni á föstudag- inn reyndi atvinnumálaráð- herra að koma fyrir sig stærilæti, en fórst mjög klaufalega. Talaði hann all-drembilega um það, að Sjálfstæðismenn myndu nú vera búnir að missa vonir um, að kom- ast nokkurntíma í stjórnaraðstöðu í landinu, nema með stuðningi annara flokka. En vel hefði Har- aldur ráðherra mátt líta nær sjer. Hvenær hefir Alþýðuflokkurinn haft von um að komast í stjórnar- aðstöðu upp á eigin spýtur. Er það fyrir atbeina Alþýðuflokksins eins að hann sjálfur, Haraldur Guðmundsson, er kominn í ráð- herrastöðu? Hann ætti að muna sjálfur hvernig han.n er kominn þangað, svo vel kann hann að sögn við sig þar. Og þegar þessi ráðherra efnir til slíks samanburðar milli flokks síns og Sjálfstæðisflokksins, þá ætti hann líka að hafa á bak við eyrað úrslit síðustu kosninga. Síð- an hann varð ráðherra Alþýðu- flokksins hefir fylgismönnum Alþýðufl. beinlínis fækkað, á sama tíma sem kjósendum Sjálfstæðis- flokksins fjölgar um þúsundir. Árið 1934 fekk Alþýðuflokkurinn 11269 atkv., en í vor ekki nema 11084. En þó kjósendur Sjálf- stæðismanna í 6 kjördæmum kysu að hálfu eða því nær einvörðungu Bændaflokkinn, þá hækkar at- kvæðatala Sjálfstæðismanna að miklum mun. Atkvæði flokksins 1934 vou 21974, en í vor 24132. Það er því ekki ofmælt að Sjálf- stæðiskj ósendum hafi raunveru- lega fjölgað um 4—5 þúsund þessi ár, sem flokksmönnum Har- aldar ráðherra hefir fækkað. Sýrukerið. ó forsendurnar sjeu þessar, leyfir Haraldur Guðmunds- son sjer að tala um, að Sjálf- stæðismenn sjeu að tapa trúnni á málstað sinn og framtíð flokksins. En hvernig er umhorfs í Al- þýðuflokknum um þessar mundir? Er ekki rjett hermt í aðalmál- gagni flokksins, að forráðamenn hans liafi ? alt sumar setið við samningagerð um að leggja flokk- inn niður, en mynda nýjan flokk með kommúnistum? Er hægt að hugsa sjer algerðari uppgjöf fyrir noklcurn stjórnmálaflokk? Því það er ekkert fljótræðisflan þeirra sósíalistabroddanna, að vilja ganga í flokksbandalag við kommúnista. Þeir finna vel hina algerðu upplausn í Alþýðuflokkn- um um þessar mundir. Þeir finna að þar sem áður ríkti samúð og traust t garð Alþýðuflokks- ins, þar er nú andúð og fyrirlitning. Alþýðan íslenska finnur vel hvað að henni snýr. Margir alþýðumenn, sem í mörg ár hafa álitið að Alþýðuflokkur- inn yrði þeirra hjálparhella, hafa nú orðið fyrir algerðum vonsvik- um. Sundrungin í flokknum fer vaxandi. Broddarnir finna bálandi andúð gegn allri þeirra ráðs- mensku. Flokkurinn er í björtu báli. En foringjarnir sem slungn- astir eru að snúa sinni snælda hafa fundið sín sýruker og ætla að bjarga sjer yfir í náðarfaðm Moskva-kommúnista, vitandi vel, að Alþýðuflokkurinn stendur eft- ir sem brennandi rúst. I skóla reynslunnar. nginn, sem hlustaði á fjár- málaræðu Eysteins Jónsson- ar á föstudaginn var, gat verið í efa um, að ræðan bar vott nm það, að ræðumaður liefir nú í nokkur ár verið nemandi í skóla reynslunnar. Fagurgalinn um á- gæti Framsóknarflokksins var horfinn. Fullyrðingarnar um, að þeir Tímamenn væru sjálfkjörnir til að leysa úr öllum aðkallandi vandamálum þjóðarinnar voru sömuleiðis ekki teknar fram. Aftur á móti lýsti nú ráðherr- ann öllu greinilegar en áður, hvaða vanda hafi borið að hönd- um, hvaða verkefni þurfi að leysa. En hann gerði fremur litlar tiÞ raunir til þess að benda á, hvern- ig ætti að leysa verkefnin. Verkefnin. örutollurinn hefir rýrnað. Yerðtollurinn gefur ekki helming í ríkissjóð á við það sem áður var. Innflutningur er bann- aður á þeim vörum, sem mestan gáfu verðtollinn. Ellegar þá að farið er að framleiða þessar vörur í landinu sjálfu. Jeg þarf nýja tolla til þess að fylla í þetta skarð, sagði Eysteinn Jónsson, ellegar þá að draga þarf úr útgjöldum ríkisins. Hann hliðr- aði sjer hjá að segja afdráttar- laust eins og er, að þjóðin er orð- in fátækari og verr á vegi stödd en hún áður var. Við höfum ekki efni á, að kaupa þær vörur, sem við keyptum um skeið. Fátæktin er kölluð „gjaldeyrisvandræði"! Það er fínna orð í stjórnmálunum og því notað. Þó fjámálaráðherrann nefndi sparnað, þá hallaðist liann heldur að liinu að auka þyrfti álögur á þjóðina, mæta fátæktinni með því að gera vaxandi kröfur til gjald- þols fátæklingsins. Ekki er ráð- herrann lengra kominn í skóla reynslunnar, en að hann heldur að þessi leið sje hugsanleg út úr ógöngunum. Lánstraust og framleiðsla. jármálaráðherrann kveið því, að umsóknir myndu koma fleiri til þingsins um ríkisábyrgð- ir, en hægt væri að sinna. Mönn- um Ijeki hugur á, að koma ýms- um stórum fyrirtækjum í fram- kvæmd, sem þyrftu á erlendu lánsfje að halda, og ábyrgð rík- isins. En hann varð að hryggja þegn- ana með því, að ríkissjóður myndi PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.