Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1937, Blaðsíða 7
iuiuradarnr 17. dkt. 19S7. MORÖUNBLAÐ10 K NINON Einlitar Vctrarblússur margar gerðir. Tvó gðu herbergi j • og eldhás ósksust, Hætti vera • í Bkerjafirði — Uppl. í aíma. J 2722 miUi kl. 12 og 1. — — • Höfum opnaö Saumaffitofii | Hverfisgötu 40. i; Lilla og Anna. I Er fluCI á Ljósvallagötu 18. Krulla og legg hár eins og áður. Svava Tómasdóttir Sími 2221. Kensla. Lei með nnglingTun í f ram- haldsskólnm. Eenni börnnm, Freyjugötn 86. RagnheiBur Pjeturadóttir oand, phil. Minning Óiaís Jónssonar Dagbók. □ Edda 593710197 — 1. I.O. O.F. 3 = 11910188= 9 I. Meltingarleysi gerði hann að áhorfanda. Slæm melting «r undirrót alls ills, heilsunnar regna. Kelloggfs All Bran ieysir það randamál á eðlilegan hátt. Tvær matskeiðar á dag — það er alt og sumt sem þjer þurfið. Hafi melt- ingin lengi verið í ólagi, þá á að neyta All Bran’a með hrerri máltíð. Miklu betra heldur en meðul og pillur. Borð- að með mjólk eða rjóma. Þarf ekki að sjóðast.- Auðugt af B-fjðrefnum. Pæst ■’staðar. ULL-BRAN I Bk.tfc.Ca. ALL-BRAN Jeg býst við að þegar andláts- fregn Ólafs heitins var birt þá hafi flestum þeim, er kynni höfðu af honum, komið sú fregn nokkuð á órart. Því lítt hafði mátt á hon- um sjá að hann hefði frek áttatíu ár að baki sjer og sro rar fátt um ellimörk hjá þeim þrekmanni, að ástæða rar til að gera sjer von um, a£ enn im nokkurt skeið mundu börn, frændur og vinir þessa dagfarsprúða og sannvand- aða manns fá að njóta samfylgd- ar hans. Bn „hvenær sem kailið þemur kaupir sig enginn frí“. Og kallið ko.m til hans fyrirvaralítið 6. þ. m. 0g kallinu tók liann kvíða laust og viðbúinn. Ólafur heit. Jónsson var fædd- ur 27. nóv. 1856, í Norðurbænum, sem var einn hinna 7 gömlu Hlíð- arhúsabæja. Þar bjuggu þá for- eldrar haus, Jón Guðmundsson „bónda“ Jónssonar og Halldóru Björnsdóttur sýslumanns Tómas- sonar, en kona Jóns og móðir Ól- afs var Ingibjörg Ólafsdóttir Arn- órssonar í Hlíðarhúsum, Snorra sonar frá Bngey og Kristínar Jónsdóttur Davíðssonar í Hlíðar- húsum, Guðmundssonar. Davíð Guðmundsson var um iangt skeið hafnsögumaður í Beykjavík. Þegar í æsku var Ólafur heit- inn bráðgjör og þroskamikili eft- ir aldri. Um fermingaraldur byrj aði hann „að stunda sjó“ sem há- seti hjá föður sínum, en 17 ára gamall gerðist hanm formaður á fjögramannafari, er faðir hans átti og reyndist þá þegar aðgæt- inn, en jafnframt sókndjarfur og heppmn formaður. Báru hásetar hans jafnan til hans traust og velvild. Bnda mátti það, því bæði var hann sem formaður athuguil og góður stjórnari og jafnframt nærgætinn og umhyggjusamur um hag háseta sinna. Árið 1881, 28. maí gekk hann að eiga ungfrú Helgu Jónsdóttur, lóðs, Oddssonar frá Dúkskoti bjer í bæ. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi: Margrjeti, konu Sigurðar Guðmundssonar skrifstofustjóra, Davíð bakara- meistara og Ottó, trjesmið. Þann 27. september 1936 varð Ólafur að sjá bak elskaðri eigin- konu eftir rúml. 55 ára ástríka sambúð. En harm sinn bar hann í hljóði, í von um að eigi mund langt að bíða glaðra endurfnnda Sú von hans rættist þá líka, jafn- vel fyr en marga vini hans varði Hlýir hugir fylgja honum til samfundanna þeirra, með þakk- læti fyrir föðurást og' umhyggju G. Þ. Ólafsson, Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hvass SA. Eigmng. Veðrið í gær (laugard. kl. 17): Austanlands er NV-kaldi og víða bjartviðri. Vestanlands er veður kyrt og víðast þurt. Ný og kraft- mikil lægð er við S-Grænland á hreyfingu NA. Helgidagalæknir er í dag Björg vin Finnsson, Vesturgötu 41. Sími 3940. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sími 2474. Næturvörður er í Reykjavíkur Apótéki og Lyfjabúðinni Iðunn. Dagskrár Alþingis á morgun: Ed.: Eftirlit með skipum. Nd.: Byggingarsjóður sveitanna, ís- land og Þjóðabandalagið (þál. till. E. Olg), eftirlit með skip- um (þál.till.). Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína frk. Jóna Guðjóns dóttir, Bergstaðastræti 30 B og Eyvindur Árnason, Grímsstöðum Grímsstaðaholti. Haustmót Taflfjelags Reykja víkur. 4. umferð fer fram í dag og hefst kl. 1 í K. R.-húsinu uppi Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband, af sr. Bjarna Jópssyni, ungfrú Valborg Guð mundsson og Egill Egilson. Heim ili þeirra verður á Skálholtsstíg 7 Fimtugur verður á morgun Þorfinnur Kristjánsson prentari Kaupmannahöfn. Isfiskssala. Surprise seldi afla sinn í Grimsby í fyrradag, 1345 vættir fyrir 898 sterlingspund Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Guðný Skúladóttir og Jón Siguðsson járnsmiður. Heimili þeirra er á Karlagötu 2. Hjónaband. Laugardaginn 9. þ mán. voru gefin saman í hjóna band hjá lögmanni ungfrú Ing- unn Sveinsdóttir frá Possi í Mýr- dai og Ari K. Eyjólfsson verk- stjóri hjá S. í. S. Hjón&band. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Matt híasi Eggertssyni, frk. Agnes Matthíasdóttir og Ásgeir Ásgeirs son kaupmaður, Þingholtsstræti 21. Ileimili brúðhjónanna verður á Bókhlöðustíg 10. Ungmennadeild Slysavarnafje lagsins heldur fund í dag kl. 2 e h. í Varðarhúsinu uppi. Fjelagar eru héðíiir að fjölmenna á þeima fund, því á honum verður rætt um störf deildarinnar í vetur. Útvarpið: Sunnudagur 17. október. 14.00 Guðsþjónusta í útvarpssal (Ræða: sjera Sveinn Víkingur) 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel ísland. 19.20 Hljómplötur; Píanólög. 20.30 Erindi: Ófreskisgáfur, III. Dulskynjanir (Guðm. Hannes son prófessor). 20.55 Hljómplötur: Sönglög úr óperum. 21.20 Upplestur: Ný kvæði (Guð mundur Friðjónsson skáld). 21.45 Danslög. lntavelta VerklýDsfjelaganna verður í K. R.-húsinu I dag og byrjar kl. 4. Þar getið þið fengið mikið af gagnlegum munum, sem hvert heimili þarf ávalt að kaupa fyrir mikið verð. En i dag getið þið fengið þá fyrir 50 aura, ef hepnin er með. Þar getið þið fengið kjötskrokka, kartöflur, smjörlíki, saltfisk, nýjan fisk, kaffi, sykur, allskonar fatnað á börn og fullorðna, sjóklæði og margt fleira. Fjögra lampa útvarpstæki, mörg hundruð lítra olíu og bensín, bíldekk, bílslöngur, raf- magnslampa, skófatnað allskonar, brauð handa 5 manna fjölskyldu í einn mánuð. Farseðlar, til Yestmannaeyja, Akureyrar og útlanda. Málverk frá Þórsmörk og úr Eyja- firði, um 300 kr. virði og margt fleira. Inngangur 50 aura. Drátturinn 50 aura. Börn 25 aura. Komið I K.R.-húsið I dag! Það borgar sig! Hlutaveltunefncliii. Fjelag vslnaðarvörukaupmanna Fundur verður haldinn að Hótel Borg mánu- daginn 18. þ. m. kl. 15. Fundarefni: INNFLUTNINGSHÖFTIN. Fjelagar mætið stundvíslega. f STJÓRNIN. Hjer með tilkynnist vinumi óg vandamönnnm, að dóttir okkar elsknleg og systir, Jóna Elíasdóttir andaðist í gærmorgun á Landakotsspítala. Foreldrar og systkini. Jarðarför föður mins ólafs Jónssonar fiskimatsmanns fer fram á rnorgun, 18. okt. frá dómkirkjunni, og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. á heimili hans, Vesturgötu 35. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. F. h. aðstandenda Ottó ‘W. Ólafsson. Jarðarför okkar hjartkæra föður og afa Pjeturs Illugasonar fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 18. október n.k. og hefst með bæn frá Elliheimilinu Grund kl. 3. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. María Pjetursdóttir. Pjetur Einarsson. Anna Einarsdóttir. Af alhug þökkum við viniun og vandamönnum fyrir hina ógleymanlegu hjálp og liluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar Aðalheiðar Aðalsteinsdóttur. Steingrímur Steingrímsson og börn. IMi|lijj|Mpi m. wm*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.