Morgunblaðið - 17.11.1937, Side 6
Miðvikudtfgur 17, nóv. 1937.
6
Rjúpur
kaupum við hæsta verði.
Eggeit Kristjánsson & Co.
Sími 1400.
Munifl efllr góðu
Hreins-kertunum.
Rúgmjöl.
Sig. Þ. Skfaldberg
(HeOdsalan).
MORGUNBLAÐIÐ
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
Nýtísku umbætur á Björnsbakarii
Frá Björnsbakaríi eins og það er nú. — Til hægri sjest á hinn nýja
ooooooooooooooooooooooooooooooo
Nýi rafmagns-
bökunarofn
Bjömsbakarí hefir nýlega lát-
ið gera miklar breytingar í
nýtísku átt á bakaríinu. Blaða-
mönnum dagblaðanna var í gær
boðið að skoða brauðgerðarhúsið
eins og það er nú.
Björnsbakarí hefir fengið sjer
rafmagnsbökunarofn með 4 bök-
unarhólfum, sem eru 1%X2 metr-
ar hvert að stærð og er hægt að
baka í einu 220 franskbrauð, eða
1000 wienerbrauð. Til upphitun-
ar notar ofninn 250—300 kíló-
wött á sólarhring, þegar öll bök-
unarhólfin eru í fullri notkun. —
Ofn þessi er smíðaður af Elektro-
apparat í Gautaborg A.B. og
keyptur gegnum umboðsmann
firmans hjer á landi, hr. Magnús
Kjaran stórkaupmann.
Það lætur að líkum, að mikils
virði er fyrir Björnsbakarí að
losna við kolaofninn, því þó hrein
Iega sje gengið um, igetur þrifn-
aður aldrei verið jafn fullkom-
inn, þar semi kolaofnar eru not-
aðir, eins og rafmagnsofnar.
Fyrir bakarana er ólíkt betra
að vinna í brauðgerðarhúsum, þar
sem rafmagnsofnar eru notaðir,
vegna hitans. Hitinn í brauðgerð-
arhúsi Björnsbakaríis er ekki
meiri en í venjulegu herbergi,
ca. 20 stig á Celsíus. Ef kalt er
í veðri verður að hita npp með
miðstöðvarofni.
Um aðrar umbætur á brauð-
gerðarhúsinu má nefna eftirfar-
andi:
Vöruvagnar, sem rent er í úr
lokaðri rennu á geymslulofti,
þannig að efni er ekki handleik-
ið fyr en um leið og deig er bú-
ið til, og engir sekkir hafðir í
sjálfum vinnustofunum.
Vinnuborð eru öll úr hörðum
mahogni-við, sem ekki flísast úr.
Öll deig búin til í rafknúnum
vjelum, til þess notaðar þrjár
vjelar, ein til brauðgerðar og
tvær til kökugerðar. Auk þess
eru þrjár rafknúnar vjelar: tvær
til macronmassa- og marsipan-
gerðar og ein ísvjel.
Sigfús í Keflavík
Sigfús Sigurhjartarson ljet
Verklýðs og sjómannafjelag
Keflavíkur boða til almenns fje-
lagsfundar á föstudagskvöldið
var. Var fundarefni auglýst vænt-
anlegir samningar við atvinnurek-
endur og útgerðarmenn í þorpinu.
Kaupgjaldsmálið var þó aldrei
tekið á dagskrá heldur hjelt Sig-
fús 1% kl.st. ræðu um samfylk-
ingu rauðu flokkanna í landinu.
Tóku verklýðsfjelagar máli Sig-
fúsar illa og höfðu alt á hornum
sjer við hann. Hjelt einn af á-
kveðhustu fylgismönnumi sósíalista
þar á staðnum því fram í ræðu,
að Sigfús hefði algerlega svikið
alla kosningasmala sína (nema þó
ræðum.) um þá atvinnu sem hann
hafði lofað þeim að launum fyrir
þjónustuna við kosningarnar síð-
ustu.
Er sagt að þessum sama ræðum.
hafi þótt það koma úr hörðu'stu
átt að Sigfús eftir slíka fram-
komu skuli verja slíkri fyrirhöfn
til að skarnma og níða þá menn
sem keflvískir verkaménn sækja
lífsbjörg sína til. Ekki er frá því
sagt hvernig Sigfúsi hafi orðið
við, en þeir sem til þekkja geta
gert sjer í hugarlund hvernig
upplitið hefir verið á piltinum.
SLYSIÐ Á HÚSAVÍK.
FBAMH. AF ÞBIÐJU SÍÐU.
þeir fyrst að hann hefði brugðið
sjer eitthvað frá, en taka síðan
eftir að kaðallinn er slitinn og
annar endinn horfinn, en gaflfjöl-
in óbundin.
Eftir nálægt klukkustund fanst
líkið í sjónum rjett við bryggj-
una og var þegar flutt í sjúkra-
húsið. Reyndi læknir lengi lífg-
unartilraunir en árangurslaust.
Ætlað er að Logi hafi hrokkið
út af bryggjunni, þegar kaðall-
inn slitnaði og ef til vill rotast
um leið og hann fjell, því áverki
var á höfðinu og enginn heyrði
hann gefa hljóð frá sjer.
Logi var 27 ára, lætur eftir sig
konu, eitt barn og aldraða for-
eldra. (FÚ.).
Togaramir Geir og Hafsteinn
komu í gær frá Englandi.
Minningarorð
um Þurfði Jónsdóttur
F. 8. febr. 1892. I>, 14. nóv. 1937.
Hún ólst upp með systkinahóp
í foreldrahúsum á Ægissíðu í
Holtum, og átti lítt heimangengt.
Tók við bústjórn á því stóra heim-
ili, þá er móðir hennar, Guðrún
Pálsdóttir Guðmundssonar Irá
Keldum lagðist rúmföst 1920.
Bættist það að mestu við hús-
móðurstörf Þuríðar, á þessu mana
marga og sífelt gestkvæma heim-
ili, að hjúkra móður einni ósjálf-
bjarga í 8 ár, fram að andláti
hennar, 1928. Og hlynna auk þes»
að föður sínum lasburða og þjáð-
um, Jóni Guðmundssyni frá Keld-
um, Brynjólfssonar. Hann andað-
ist rúmum 9 mánuðum síðar en
kona hans. Eftir það var Þuríð-
ur oft hjá (5) búandi systkinuna
sínum þar eystra, þar til hjálp-
ar, er þörf í svipinn var mest að-
kallandi.
Hún hafði góða greind og á-
kveðinn vilja, var hvers manns
hugljúfi og skaraði fram úr al-
menningi, að óeigingirni, ósjer-
hlífni og fórnarlund fyrir aðra,
meðan orkan entist. En orkant
þraut á undan viljanum, á sama
hátt og móður hennar — þó með
lengri aðdraganda og örari af-
drifum. Hún fjekk „slag“, misti
meðvitund meira en viku, og lá
ósjálfbjarga í 17 vikur á Elli-
heimilinu í Reykjavík.
Hugljúfast mun henni nú að
þakka alla þá hjálp og alúð, er
henni var sýnd við æfilokin. Og
vinir hennar þakka æfistörfin og
samgleðjast endurfundum, endur-
hjúkrun ásamt verðlaunum trúrra
þjóna, er hún nú fær að njóta.
Kveðjuathöfn er í dag (kl. 11)
á Elliheimilinu. Vinur.
Fjelag íslenskra botnvörpuskipa
eigenda hefir skipað 5 manna
nefnd til þess að semja við sjó-
mannafjelögin í Reykjavík og
Hafnarfirði, um kaup og kjör sjó-
manna á togurunum. Nefndina
skipa Kjartan Thors, Ólafur Jóns-
son, Þórður Ólafsson, Ásgrímur
Sigfússon og Ólafur Einarsson.