Morgunblaðið - 17.11.1937, Síða 7
Mrðvikndagtir 17. nóv. 1937.
7
Dagbók.
Veðurútlit í Rvík í dag: V-
kaldi. Nokkur snjójel.
VeðriS (þriðjudagskvöld kl. 5):
L»gð yfir Vestfjörðum á hægri
hreyfingu austur eftir. SV- og V-
kaldi um alt land, með nokkrum
•njójeljum vestan lands. Hiti um
frostmark norðvestanlands, en víð-
ast 2—3 st. liiti í öðrum lands-
hlutum.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Bánargötu 12. Sími
2264.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Á át.træðisafmæli frú Ásthildar
Thorsteinsson í gær sótti hana
fjöldi manns heim að Lundi í
Mosfellsdal. Um miðjan dag í gær
voru þar staddir 30—40 manns og
var fólk þó jafnan að koma og
fara. Fjöldi heillaóskaskeyta bár-
ust henni hvaðanæfa.
Áttatíu ára er í dag húsfrú
Steinunn Helgadóttir, Þórustöðum
á Vatnsleysuströnd. í fimmtíu og
bíu ár hefir hún verið húsfreyja
á því heimili og stjórnað með
röggsemi og myndarskap, þar til
nú fyrir hálfum mánuði, að hún
▼ar flutt veik til Reykjavíkur og
liggur hún nú á heimili mágkonu
ainnar á Njálsgötu 55. Sveitungar
hennar, ættingjar og vinir minn-
ast hennar í dag með hlýjum
kveðjum og heillaóskum.
f kvöld kl. 8% er konsert Bggerts
Stefánssonar söngvara og Páls ís-
ólfssonar í dómkirkjunni. Pantað-
ir aðgöngumiðar, sem ekki verða
sóttir fyrir tilsettan tíma, og það,
sem eftir kann að verða af miðum,
verður selt við innganginn.
Ungmennaf jelag Keflavíkur helt
afmælishátíð s.l. laugardagskvöld
og var hátíðin fjölsótt. Til skemt-
unar var sýndur sjónleikur, bland-
aður kór söng undir stjórn Frið-
riks Þorsteinssonar, ræður fluttu
síra Eiríkur Brynjólfsson, Ingi-
mar Jónsson kaupm., Helgi S.
Jónsson og Þorsteinn Bernharðs-
son. Ungmennafjelagið telur nú
230 meðlimi og eru fjelagar mjög
áhugasamir énda mikið og fjörugt
fjelagslíf. Fjelagið hefir ráðist í
að byggja sundlaug í Keflavík.
Stjórn fjelagsins skipa Sverrir
Júlíusson, Ólafur Þorsteinsson og
Helgi S. Jónsson.
Þorlákur þreytti liefir nú verið
sýndur í 15 kvöld fyrir troðfullu
húsi og sýnist ætla að þrauka það
nokkuð ennþá þó þreyttur sje.
Það sýnist því ástæða til að ætla
að áhorfendum hafi fallið leikur-
inn vel í geð, enda er hann frá
npphafi til enda bráðfjörugur og
sprenghlægilegur. Næsta sýning
verður á morgun, en aðgöngu-
miðasala mun hefjast í dag.
Læknaskifti. Sjúkrasamlagið gef
ur samlagsmönnum enn tækifæri
til þess að skifta um samlags-
lækna, og nær frestur sá til laug-
ardags 20. þ. m., að þeim degi
meðtöldum. Þeir, sem ætla að
skifta um lækna og hafa ekki enn
gert það, eru því mintir á að
gera það þessa viku, því að eftir
laugardag verður engum leyft að
skifta um samlagslækna.
MORGUNBLAÐIÐ
Henrik Thorlacius, höfundurinn
að skáldsögunni ,Kynslóðir koma',
sem kom út fyrir ári síðan, hefir
nú fullbúna til prentunar aðra
skáldsögu, semi er framhald af
„Kynslóðir koma“. Býst hann við,
að þessi bók komi út á næstunni.
Bn nú er sami höfundur að leggja
hornstein að nýrri sögu, sem
vænta má að veki mikla eftirtekt
skáldsagnaunnenda á þessum unga
rithöfundi, en það er róman, er
byggist á viðburðum þeim, sem
gerðust hjer á landi árið 1627,
þegar sjóræningjar frá Algier
rændu hjer við land — Tyrkja
ránið. Sagan á að hefjast hjer-
lendis vorið 1627 og víkja síðan
suður til Algier og greina þar frá
lífi og afdrifum fanganna. í sam-
bandi við þessa sögusamningu
hygst H. Th. að fara bráðlega suð-
ur til Algier til að kynna sjer þar
staðhætti viðkomandi söguefninu'.
Ríkisskip. Bsja kom til Reykja
víkur í gærkvöldi. Súðin er :
Danzig.
ísfisksala. í fyrradag seldu afla
sinn í Grimsby, Maí 1127 vættir
fyrir 695 stpd. oig Belgaum 793
vættir fyrir 675 sterlingspund.
Bæjarstjórnarfundur verður
morgun kl. 5 í Kaupþingssalnum.
Tíu; mál eru á dagskrá, nær ein-
göngu fundargerðir fastra nefnda.
Karlakór Reykjavíkur söng í út
varp í Yínarborg í gærkvöldi og
hófst útsendingin á söng þeirra
klukkan rúmlega 8x/2 eftir íslensk-
um tíma. Söngurinn heyrðist vel
hjer á góð útvarpstæki. Meðal
þeirra laga sem kórinn söng var
„Grænlandsvísur“, „Ave María“
eftir Sigvalda Kaldalóns (einsöng
ur Stefán Guðmundsson) og ,Land
nemar'.
Heimdallur, fjelag ungra Sjálf-
stæðismanna ætlar að halda fje
lagsfund í Varðarhúsinu é
morgun kl. 8Vk- Á fundinum ætlar
Pjetur Ottesen að tala og mun
það vera gleðiefni ungum Sjálf
stæðismönnum og konurn að fá
tækifæri til að hlusta á Pjetur
Ottesen. Þá mun formaður fjelags-
ins, Gunnar Thoroddsen segja
frjettir frá sjálfstæðisfjelögunum
úti á landi, en G. Th. er nýlega
kominn heim úr ferðalagi utan
af landi, þar sem hann kynti sjer
starfsemi Sjálfstæðisfjelaganna
Búast má við að fundurinn verði
fjölsóttur og er þess vænst að
fjelagsmenn mæti tímanlega. Nýir
fjelagar verða teknir inn í fund-
arbyrjun.
Eimskip. Gullfoss fór frá Leith
í gærkvöldi áleiðis til Vestmanna-
eyja. Goðafoss er á ísafirði. Brú-
arfoss er í London. Dettifoss er
á leið til Hamborgar frá Grims-
by. Lagarfoss var á Norðfirði í
gærmorgun. Selfoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Hamborg.
K. F. U. M. og K., Hafnarfirði.
Bænavikan stendur yfir. Kl. 8^
í kvöld talar stud. theol. Ástráð-
nr Sigursteindórsson. Allir vel-
komnir.
B.v. Karlsefni kom af veiðum
í gær og hafði samtals um 2500
körfur fiskjar. Eitthvað af fisk-
inum er bátafiskur, sem keyptur
var í skipið.
Aðalfundur Verslunarmannafje-
lags Reykjavíkur verður haldinn
í Kaupþingssalnum í kvöld og
hefst kl. 8y%.
Síðasta tækifæri að koma mynd-
um á Ljósmyndakepni Ferðafje-
lags íslands rennur út í kvöld.
Sjómannakveðja. Byrjaðir veið-
ar við Austurland. Vellíðan. Kveðj
ur. Skipverjar á Garðari.
Til Strandarkirkju frá S. G. 5
kr. Halla 5 kr. Ástu 2 kr. K. B.
5 kr. J. L. 3 kr. Jóni G. 35 kr.
A. J. 10 kr. S. f. 15 kr. S. J. 5
kr. N. N. (gamalt áheit) 5 kr.
N. 10 kr.
Útvarpið:
20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ.
Gíslason).
20.30 Kvöldvaka:
a) Einar Ól. Sveinsson dr. phil.:
Æfisögur, n.
b) Vilhj. Þ. Gíslason; Úr Örvar-
Odds sögu, III.
e) Bjarni Ásgeirsson alþm.: Úr
ljóðum Guðmundar Böðvarsson-
ar; „Kysti mig sól“.
Ennfremur sönglög og harmón-
íkulög.
I Timbarverslan
• P. W. Jacobsen & Sön.
o
*
StofnnS 1824.
Símnefni: Oranfuru ----- Carl-Lundsgade, Köbenhavn O.
Selur tinibur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. ----- Eik til skipasxníða. ---- Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
Brjefsefni
í kossnm ofj inöppum, nýkomin.
Bókaversl. Sigf. Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34.
Sími 1S80.
LITLA BILSTÖÐIN
Opin allan sólarhringinn.
Er aoklrað itór
Minning um hjónin
Ástrfði Jónsúéttur og
Kristófer Bároarson
Dáin 22. október 1937.
Lag: Ó, blessuð stund.
Hver ertu Guð! sem eldsins afli
ræðurf
Hver ertu Guð! sem skapar líf og
helf
Með klökkum huga kveðjum,
góðir bræður,
þau kæru bjón, sem dóu. —
Farið vel!
í lífsins þrautum laugast andans
hróður,
á langri æfi margoft skilduð frið,
að þrek og sitarf er þúsundfaldur
gróður
og þjáning lífsins aðeins stundar-
bið.
Þó dauðinn segi: Jeg er aflið
mesta,
og enginn mínar leiðir skilja
kann.
Á ferðum mínum bæti’ jeg bölið
versta,
og breyti lífi í stærsta sannleik-
ann.
Því jeg flyt ykkur alla sem að
líða,
á eldsinsi geislum, himnasali í.
Guð ræður lögum — róleg skuluð
bíða.
Rósirnar lifa bak við dauðans ský.
Trygðin og ástin tóku saman j
höndum,
takmarki náði lokaþátturinn.
Gimsteinninn stærsti — lífs frá
sólarlöndum —
lýsir og vermir kærleibsimátturinn.
Ó syrgið ekki — sorg er aðeins
villa —
þó sálir flytji yfir dauðans haf.
Glaðir við skulnm himnakonung
hylla.
Hann hefir sagt; Jeg bæði tók
og gaf.
Sólveig Hvannberg.
i
#S
T"íK’v’ nkkar,
Anna Kr. Bjamadóttir,
_____ . g að heimili sínu, Vesturgötn 46 A.
Reykjavík, 16. nóvember 1937.
Anna L. Kolbeinsdóttir.
J. B. Pjetursson. Kristinn Pjetnrsson.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Kristinn Jón Gíslason,
matsveinn, andaðist í gær. Jarðarförin ákveði* sfðar.
Svava Árnadóttir og börn.
Jarðarför föðnr og tengdaföður okkar,
Tómasar Gunnarssonar
(fyrrum bónda á Neðra-Apavatni),
fer fram fimtudaginn 18. þ. m. frá fríkirkjunm og hefst með
húskveðju á heimili hans, Njálsgötn 41, kl. L Jarðað rerðnr í
gamla kirkjngarðinum.
Sigríður Tómasdóttir. Árni Andrjesson.
Jarðarför minnar hjarkæru eiginkonu og móður minnar,
Steinþóru Ásmundsdóttur,
fer fram frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 18. nór. og hefst með
bæn á heimili hinnar látnu, Hörðuvöllum, kl. lVa h.
Böðvar Grímsson. Ásmundur Böðvarsson.
Þökkum vináttu og samúð í tilefni af fráfalli og jarðarför
frú Ragnheiður Davíðsdóttir.
Systkinin frá Fagraskógi.
Innilegt þakklæti fyrir anðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför systur minnar og mágkonu,
Þórdísar Sigurðardóttur.
Karítas Sigurðardóttir. Runólfur Jónsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför föður, tengdaföður 0g fósturföður okkar,
. Guðna ísleifssonar,
frá Signýarstöðum.
Ólafur Gúðnason. Soffía Markúsdóttir.
Sæmnndur Jónsson.