Morgunblaðið - 04.12.1937, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. des. 1931.
íiiiimimniminiiiininnniiminnmmmmimiiinniminimij
Japanir hafa mótmæli . Liðskðnnun
Breta og Ðandaríkjanna [ Deibos
aö engu
Hið raunverulega
markmið með
sigurförinni
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
Markmiðið með sigurför japanskra her-
sveita um alþjóðahverfið í Shang-
* hai í morgun, sem farin var þrátt
ifyrir ítrekuð mótmæli erlendra yfirvalda,
er álitið hafa verið — auk þess að sýna Kínver j-
um hernaðarveldi Japana — að hnekkja virðingu
Breta og Bandaríkjamanna og sannfæra Kín-
yerja um að hin bresk-ameríska valdasól í Aust-
ur-Asíu sje að hníga til viðar.
Yfirforingjar Breta og Bandaríkjamanna
höfðu fyrst hinn 29. nóv. lagt fram mótmæli gegn
sigurförinni og síðan aftur í gær — en árangurs-
laust.
Sigurförin leiddi til þriggja árekstra, eins meiriháttar,
svo að manntjón hlaust af og tveggja minni háttar.
LAGT AF STAÐ. London í gær. FÚ.
Klukkan ellefu í morgun fóru hinar japönsku hersveitir
yfir vesturtakmörk alþjóðahverfisins og fóru fyrstar fótgöngu-
liðssveitir, þá riddarasveitir og síðan brynvagnar og vagnar
hlaðnir vjelbyssum og loftvarnarbyssum og voru þær tilbúnar
til þess áð skjóta, ef kínverskar flugvjelar skyldu bera að.
Átta japanskar hernaðarflugvjelar sveimuðu yfir borginni
á meðan á sigurgöngunni stóð.
lilillilllllilllllllllllllliillliliiiiiililliiiiliiiiiiilillliilllllilliiiliiiiiiiliin
Yvon Delbos utanríkismálaráðherra Frakka er lagður |j
| af stað í Mið-Evrópuferðalag sitt og er nú kominn til Var- 1
= sjá. Á leiðinni þangað fór hann um Berlín og ræddi við von j|
s Neurath, utanríkismálaráðherra Þjóðverja, sem tók á móti |j
| honum á járnbrautarstöðinni þar. Ræddust þeir við á með- |
|| an lestin stóð þar við (skv. Lundúnafregn F.Ú.)
Myndin:Delbos í miðju, t. h. á myndinni Lebrun for- 1
= seti Frakklands og t. v. Camille Chautemps, forsætisráð- |
1 herra. =
liiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliii
Leiðin sem farið var um,
var 6 mílna (tæpra 10 km.)
löng.
Á þessari leið höfðu Kín-
verjar lokað öllum verslunum
sínum og stóðu þögulir og al-
varlegir, og horfðu á hina sig-
urdruknu Japani.
Tilræði.
Þegar hersveitirnar foru um
Nanking Road (eina aðalgöt-
una í borginni) var sprengju
varpað inn í fylkingar þeirra.
Þrír japanskir hermenn særð-
ust hættulega, en japanskur
lögregluvörður hlaut minnihátt-
ar sár.
Kínverskur lögregluþjónn
skaut tilræðismanninn til bana,
sem sagður er af Japönum hafa
verið kínverskur stúdent, en
lögreglan, sem rannsakaði lík
hans, telur hann hafa verið frá
Koreu (Korea er japönsk).
Japanir ljetu tafarlaust
umkringja svæðið, þar sem
þessi atburður gerðist og
settu upp vjelbyssur.
Komst mikill ruglingur á
sigurgönguna. < . j|f;!
Breskur þegn.
Skömmu síðar hrifsaði bresk-
ur maður pappírsfána úr hönd-
um japansks áhorfanda o g
tætti hann í sundur. (Hann helt
því fram, að fáninn hafi verið
rekinn í sig).
Japanskir áhorfendur, sem
nálægt stóðu, urðu æfir og
hefðu gengið af honum dauð-
um, ef lögreglan héfði ekki
forðað honum undan. Hann
var fluttur á lögreglustöðina.
Síðan voru nokkrir breskir
menn lúbarðir af japönsk-
um hermönnum í Nanking
Road í hefndarskyni fyr-
ir að þeir hafi svívirt fána
Japana.
Lifi Kína.
Nokkru síðar kastaði Kín-
verji sjer af þriðju hæð í veg
fyrir hina japönsku sigurveg-
ara. Hrópaði hann um leið:
Lifi Kína.
Hann beið samstundis bana.
Hinir japönsku hermenn voru
sigurreifir, en skeggjaðir og
fremur illa til reika, og vagn-
arnir forugir og bar allur her-
inn merki langrar og erfiðrar
sóknar.
Að lokinni hergöngunni gekk
yfirforingi Japana inn í lög-
reglustöðina en á eftir honum
komu sex menn úr japanska
riddaraliðinu og skömmu síð-
ar sveimuðu átta hernaðarflug-
vjelar upp yfir lögreglustöðinni.
Þannig tóku Japanir hana í
sínar hendur.
Japanir hafa hætt við sigur-
göngu sem þeir ætluðu að fara
um franska borgarhlutann.
Eggert Stefánsson endurtekur
kirkjuhljómleika sína í fríkirkj-
unni annað kvöld. Menn ættu að
tryggja sjer aðgöngumiða í tíma
svo komist verði hjá þrengslum
við innganginn.
Kastast í kekki með
Portúgölum og
Þjóðverjum ?
London í gær. FÚ.
Portúgalir virðast orðnir kvíðn
ir út af umræðunum uim, að
Þjóðverjum verði skilað aftur ný-
lendum. Eftir heimsstyrjöldina
fengu Portúgalir þýsku nýlend-
una Angola, en nú er mælt að
Þjóðverjar vilji verða Stærstu
hluthafarnir í fjelagi, sem hafi
með höndum hagnýtingu auðæfa
þessarar nýlendu.
Portúgölsku blöðin segja, að
Portúgal muni ekki versla með
sínar nýlendur, og að sá hluti af
núverandi nýlendum Portúgals,
sem fyrir heimsstyrjöldina hafi
verið eign Þjóðverja, hafi verið
rjettmæt eign Portúgals sem Þjóð
verjar voru búnir að ræna.
Eitt blaðið segir, að alt þetta
skraf um ilýlenduvandamál sje
bygt á eintómum misskilningi.
Það sje ekki til neitt vandamál
í því sambandi.
HÚSBYGGINGAR-
SJÓÐUR GOOD-
TEMPLARA.
. Emskip. Gullfoss fór frá Hull í
gærkvöldi, áleiðis til Kaupmanna-
hafnar. Goðafoss er í Hamborg.
Brúarfoss kom frá útlöndum kl.
10 í gærkvöldi Dettifoss er á ísa-
firði. Lagarfoss er á leið til Seyð-
isfjarðar frá Skálum. Selfoss er á
leið til Grimsby.
Ríkisskip. Esja liggur í Reykja-
vík. Súðin var á ísafirði kl. 3 í
gær.
Virðulegt, gott og hentugt
starfsheimili fyrir Góðtempl-
araregluna hjer í höfuðstað lands
ins er ein hin mest aðkallandi
nauðsyn, ef reglan hjer í borginni
á að geta dafnað og rekið starf-
semi sína svo alhliða sem þarf.
Slík bygging hlýtur altaf að verða
alldýr, og því verðuin við nú að
ganga að því með oddi og egg
að safna fje í húsbyggingarsjóð.
Einn þáttur í þeirri fjársöfnun
er happdrætti það, sem Þingstúka
templara í Reykjavík hefir til
stofnað.
Undanfarinn mánuð hefir sala
happdrættismiðanna staðið yfir.
Það hefir sýnt sig nú — eins og
svo oft áður — að menn eru al-
ment fúsir til að veitá nauðsynja
málum reglunnar fjárhagslegan
stuðning. Salan hefir gengið vel
það sem af er, þó nokkuð sje
enn óselt af happdrættismiðun-
um. Er nú ekki nema herslumun-
urinn að lúka sölu allra miðanna
í tæka tíð, svo dráttur í happ-
drættinu geti farið fram á tilsett-
um tíma, þ. 15. þ. m. Göngum því
einhuga og ötullega fram í því,
að selja miðana næstu daga. Þeir
templarar, sem hafa fleiri seðla
en þeir búast við að geta annað
að selja fyrir 8. þ. m., skili þeim
til stúku sinnar, sem þá annast
sölu þeirra.
Hinir, sem enga happdrættis-
Málamiðlun
Þjððverja: Þeir
öttast að Japan-
ir ofreyni sig
LRP 3. des. F.Ú.
Sendisveitir Þjóðverja
og ítala í Kína hafa
staðfest þá frjett, að
Trautman, sendiherra
Þjóðverja í Kína, eigi
sem stendur viðræður
við Chiang Kai Shek,
og sje að reyna að miðla
málum í styrjöldinni í
Kína.
Meðal stjórnmálamanna í
Shanghai er ekkert vitað um
það, hver einstök atriði samn-
inganna sjeu, en álitið að Jap-
anir muni ekki hafa átt frum-
kvæðið að þeim, enda muni of
seint að ræða um vopnahlje nú,
vegna hinna stórkostlegu sigra,
sem Japanir hafa unnið und-
anfarið.
Chang Kai Shek
eini maðurinn.
Stjórnmálamenn í Shanghai
álíta, að Þjóðverjum sje ant
um að Japanir sæki ekki lengra
inn í Kína og eyði þannig
kröftum sínum og berstíyrk,
sem annars geti komið sjer vel
að grípa til ef til ófriðar kæmi
við Rússa.
Japanir eru sagðir vilja hafa
Chiang Kai Shek áfram vi§
völd þar sem að hann sje eini
maðurinn sem fær sje um, að
hafa hemil á Kínverjum, og
koma í veg fyrir almennan
glundroða.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Mussolini ræðst á
Breta og Banda-
ríkjamenn
London 3. des. F.Ú.
Imálgagni Mussolinis birtist
í gær grein, þar sem ráðist
er á Breta, Frakka og Banda-
ríkjamenn. Reuterfrjettastof-
an í Róm álítur, að greinin sje
eftir Mussolini sjálfan. Þar er
því meðal annars haldið fram,
að það sem reki Bretland og
Bandaríkin til þess að gera
með sjer verslunarsamninga,
sje löngun til þess að eyði-
leggja viðskifti ákveðinna
þjóða.
I dag hefjast samningaum-
leitanir milli Bandaríkjanna og
Tjekkóslóvakíu um nýjan versl-
unarsamning, aðallega með til-
liti til markaðs í Bandaríkjun-
um fyrir tjekkneskan skófatn-
að.
Skíðafæri? 10 sentimetra snjór
var á Hellisheiði í gærdag. Ef
eitthvað hefir snjóað í nótt eða ef
snjóar í dag má búast við sæmi-
legu skíðafæri. Mun Skíðafjelagið
þá efna til skíða»ferðar á morgun.