Morgunblaðið - 04.12.1937, Side 4

Morgunblaðið - 04.12.1937, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. des. 1937. )) ftlM i OlSEH! (( Umræðurnar um dósents frumvarpið á Alþingi FYRIRLIGG JANDI: HRÍSGRJÓN. HRÍSMJÖL. HVEITI. RÚGMJÖL. SYKUR. KAFFI. Sig. Þ. Skjaldberg (Heildsalan). **im LITLft BILSTÖBIM *"***-«* Opin sllan sólarhringinn. MorgunblaBiO maO morgunkaffinu FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU dómnefndarinnar. En jeg neita því, að veitingavaldið eigi nokkra sök á þessu. En þar sem síra B. M. er óljúft að láta fyr- irvaralaust af starfi og nokkur hluti nemenda guðfræðideild- ar hefir óskað að njóta hans kenslu, tel jeg rjett að taka nokkurt tillit til þessa. Jeg get því fallist á — ef Alþingi veitir til þess f je á f járlögum-að ráða síra Björn til kenslu í guð- fræðideild út ÞETTA kensluár og að hann fái rjett til að prófa sína nemendur. Að lokum kvaðst ráðherrann óska eftir útvarpsumræðum um þetta mál, er það kæmi til 2. umræðu, vegna þess hve mikið umtal hefði um það spunnist. Gísli Sveinssor^: Enda þótt frumvarp þetta sje nokkuð al- ment, er vitanlega tilefni þess það, að tveir stærstu flokkar þingsins vilja löggilda síra Björn Magnússon til þess að hafa áfram kenslu við guðfræði- deild Háskólans. Lá því beinast við, að láta sitja við þetta eitt og alt annað kyrt liggja. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ganga hreint til verks. En þar sem Framsóknarflokkurinn vildi fara aðra leið, sem trygg- ir sömu niðurstöðu, ljet Sjálf- stæðisflokkurinn þar við sitja. 0L Þaer eru innan- mattar, nota lít- inn straum, gefa góða birtu. — Gott Ijós verndar aug- un. 3EE3I SRAM Dekalnmen-l|ó«kúlur eru tryfi'ging fyrlr lítfilS fttraumeyðslu. Jeg játa, að það er óvana- legt að þurfa skuli að grípa til slíks ráðs, og auka þannig byrðar hins opinbera. Hjer hlaut því að vera mikið í húfi. Tilefnið er líka kunnugt, skip- un Sigurðar Einarssonar í dó- sentsembættið, sem kom öllum mjög á óvart, þar sem hann hafði fallið við prófið — hið eina löglega próf, sem á und- an var gengið. Þessi embættis- veiting væri óþolandi og óhaf- andi. Með frumvarpinu ætti að leiðrjetta þetta hneyksli og þessvegna fylgdi Sjálfstæðis- flokkurinn þessu máli. Rakti G. Sv. þvínæst aðdrag- anda og sögu þessa máls, skip- un dómnefndar, niðurstöðu hennar o. s. frv. Allir hefðu unað þessari nið- urstöðu, sagði G. Sv., nema tveir menn, kenslumálaráð- herrann og keppinauturinn S. E., sem fjell við prófið. Enda hafi það verið haft eftir S. E., að hann hefði loforð ráðherr- ans fyrir embættinu, og myndi ekki verða við annað unað, en að hann yrði efstur — í sam- kepninni. Þess vegna hefði þurft að fá aðra niðurstöðu en þá, er dómnefndin komst að. Ráðherrann fer svo einstaka leið til þess að fá aðra niður- stöðu. Hann fær pólitískan flokksbróður sinn hjer til þess að leita til pólitísks flokksbróð- ur erlendis, sem finna átti mann, er hnekkja skyldi dómi dómnefndar, eina dómstólnum sem löglega gat dæmt. Hinn erlendi maður fanst, og hann komst að þeirri niðurstöðu, sem ráðherrann fyrirfram óskaði eftir. Þessi aðferð ráðherrans væri með öllu fordæmanleg og óþol- andi. Að síðustu sýndi G. Sv. fram á óvirðu þá, sem ráðherrann sýndi Háskólanum með þessari embættisveitingu og annari framkomu í garð þessarar stofnunar. Haraldur Guðlmundsson kvaðst fyrir sitt leyti ekki vera í minsta vafa um, að dómnefnd- in hefði níðst á Sigurði Einars- syni, og því hefði verið full- komlega rjettmætt að leita á- lits erlends sjerfræðings. Sveinbjörn Högnason kvaðst ekki vera í vafa um, að veit- ingavaldið væri hjer hjá ráð- herra. En EF leitað er álits sjerfræðinga um hæfni manna til embættis við Háskólans, þá á tvímælalaust eftir því að fara, enda er það í samræmi við lög og reglur Háskólans. Hitt næði ekki nokkurri átt, að fara eftir áliti, sem sjerstak- ur maður fær eða útvegar — hvort heldur það er ráðherra eða annar. Að síðustu kvaðst Svbj. H. vilja þakka þeim G. Sv. og H. G. fyrir góðar undirtektir undir frumvarpið. Gísli Sveinsson: Þakkir Svbj. H. til mín tek jeg með því for- orði, að flutningsmenn frum- varpsins hiki hvergi og fylgi því fram til sigurs. En að því er snertir þakkirn- ar til kenslum.'Jaráðherrans vil jeg segja þetta: Frumvarpið er í raun rjettri ekkert annað en hlákalt van- traust á ráðherrann og alt hans athæfi í þessu máli. Hvoit ráðherrann situr svo áfram eftir þessi málalok, kem- ur mjer ekki við. Haraldur Guðmundsson: Út af þeim ummælum G. Sv., að frumvarpið sje vantraust á mig, vil jeg aðeins segja það, að jeg tel eðlilegt að flutnings- mennirnir hafi sjálfir eitthvað um þetta að segja. En svo vil jeg bæta því við, að enn er ekki sjeð hvað um frumvarpið verð- ur. Spyrjum að leikslokum! Sveinbjörn Högnason: G. Sv. segir að frumvarp þetta sje vantraust á kenslumálaráðherr- ann. Þannig ber ekki að skilja frumvarpið af hendi okkar flutningsmanna. Hinsvegar getur Framsóknarflokkurinn ekki felt sig við aðgerðir kenslumálaráðherrans í sam- bandi við veitinguna í dósents- embætti guðfræðideildar. En fyrir flokknum vakir ekkert vantraust með frumvarpinu, heldur hitt, að fá bætt úr þeim misfellum, sem orðið hafa. Að síðustu sagði Sveinbjörn G. Sv. það, að hann myndi ekki skilja við þetta mál fyr en við- unandi lausn væri fengin. Enn töluðu G. Sv., Garðar Þorsteinsson og Haraldur. G. Sv. og Garðar víttu harðlega þau ummæli ráðherrans um dómnefndina, að hún hefði „níðst“ á einum umsækjandan- um, Sig. Ein. Sagði Garðar, að það væri hart að heyra slík ummæli af munni þess ráðherra, sem stöðu sinnar vegna ætti að gæta vel- ferðar Háslcólans. En með um- mælum sínum væri ráðherrann að drótta því að dómnefndinni, sem skipuð hefði verið fremstu mönnum kirkjunnar á Islandi, þ. á m. sjálfum biskupi lands- ins, að þeir hefðu framið glæp- samlegt athæfi. Því vitanlega varðaði það refsiábyrgð samkv. hegningarlögum landsins, ef menn, sem falið er slíkt trúnað- arstarf, er hjer um ræðir, færu að eins og ráðherrann fullyrti að dómnefndarmenn hefðu gert. Ráðherrann bæri það á dómnefndina að hún hefði kveðið upp rangan dóm, ekki þó þannig að hún hefði ekki vitað betur, heldur á hinn veg- inn, að hún hefði dæmt vísvit- andi rangt. Og ekki nóg með það, heldur hefði nefndin níðst á einum keppendanna, sem hún átti að dæma um. Þyngri sakir væri ekki unt að bera á dóm- ara og væri slíkt ósæmandi með öllu af munni ráðherra. Að lokum var frumvarpið samþykt til 2. umr. og nefndar með 21 samhlj. atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.