Morgunblaðið - 04.12.1937, Page 5
X.augardagur 4. des. 1937,
MORGUNBLAi)IÐ
5
IHorgtmfcíafcið
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Ritstjðrar: Jön Kjartanaaon og ValtjT Stef&naaon (AbyrgBarmaBur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgrelBala: Auaturatrœtl 8. — Slaal 1800.
Áskriftargjald: kr. 8,00 & n&nuBi.
f lausasölu: 15 aura elntaklB — 25 aura meB Leibök.
KLAUFALEGA AF STAÐ FARIÐ
Stjórnarflokkarnir eru byrj-
aðir, að þreifa fyrir sjer
um hugi reykvískra kjósenda
undir bæjarstjórnarkosningarn-
ar, sem, fram eiga að fara í lok
janúarmánaðar næstkomandi.
Blöð þ-úrra eru tekin aö ræða
:fjárhagsvandræði bæjarins,
skuldabyrðina og það er látið
skína í, að ef völdin sjeu tek-
úr höndum Sjálfstæðisflokksins,
muni bæjarfjelaginu farnast
betur á komandi árum.
En misvitrir eru þeir klók-
indakarlar, sem stjórnarflokk-
unum stýra, ef þeir halda, að
þeim geti tekist á þeim fáu vik-
um, sem óliðnar eru til kosn-
inga, að telja meirihluta bæjar-
‘búa trú um að fjármálunum sje
betur borgið í höndum þeirra
en í höndum Sjálfstæðismanna.
'Öll þjóðin man, hvernig stjórn-
arflokkarnir náðu upphaflega'
valdaaðstöðu hjer á landi. í
kosningabaráttunni 1927 var
aðalvopnið, að ,,íhaldið“ væri
búið að steypa öllu á glötunar-
barm, skattarnir væru óbæri-
legir, eyðslan hóflaus, og
skuldabyrðin slík, að komandi
kynslóðir mundu undir henni
kikna.
Á loforðum um að lækka út-
gjöld ríkisins, draga úr skött-
unum og borga skuldirnar, kom-
ust Framsóknarmenn og sósíal-
istar sameiginlega ti! valda fyr-
:ir rúmum 10 árum síðan.
Sú fjárstjórn, sem þeir lof-
uðu að bæta úr, var á þá lund,
að á 4 árum hafði Sjálfstæðis-
mönnum tekist að lækka ríkis-
skuldirnar um helming. Sam-
tímis var farið að lækka skatt-
ana og þó voru verklegar fram-
kvæmdir af ríkisins hálfu á
þessu tímabili meiri en áður
Iböfðu verið.
Þessa frammistöðu töldu
stjórnarflokkarnir svo óskap-
lega, að þeir gátu vjelað kjós-
endur landsins til þess að af-
sala völdunum í þeirra hendur
Ail þess að gera betur.
;Sparnaðarloforðið hefir ver-
ið efnt þannig, að útgjöld rík-
isins hafa farið vaxandi með
hverju ári. Loforðið um lækk-
un skattanna hefir verið efnt
með því, að spenna bogann svo,
að stjórnarflokkarnir viður-
kenna sjálfir, að nú sje að
springa. Lækkun skuldanna
hefir verið framkvæmd á þá
lund, að nú verður ríkið að
greiða árlega kr. 2.38 í afborg-
anir og vexti erlendra skulda,
móti hverri krónu, sem til þess
'fór, þegar Sjálfstæðismenn
ljetu af völdum. Það er ekki
til neins fyrir menn, sem berir
hafa orðið að svona sviksemi,
að koma til upplýstra kjós-
enda og lofa að bæta fjárhag-
inn.
Nú er ekki því að neita, að
fjárhagur Reykjavíkur er ekki
svo góður, sem æskilegt væri.
En á því eiga stjórnarflokk-
arnir höfuðsök.
Þeir hafa á öllum stjórnar-
ferli sínum litið á Reykjavík
nákvæmlega sömu augum og
dönsku einokunarkaupmenn-
irnir litu á ísland í fyrri daga.
Reykjavík hefir verið mjólkur-
kýrin, sem altaf hefir verið
tottuð í ríkissjóðinn. En þrátt
fyrir þá óbilgirni, skilnings-
leysi og beinan fjandskap, sem
höfuðstaðurinn hefir orðið fyr-
ir, þá er hann þó langbest
stæða bæjarfjelagið á landinu.
Og ástæðan er sú, að völdin í
bænum hafa verið í höndum
framsýnna umbótamanna.
Stjórnarflokkarnir ættu að
láta sjer skiljast sem fyrst, að
kosningaróðurinn byrjar á
„skökkum enda“, er reyna á að
telja fólki trú um að nauðsyn
sje að skifta um völdin í bæn-
um vegna fjármálanna. Menn
hafa fyrir augum sjer stjórn
þessara sömu flokka á ríkinu:
helmingi meiri eyðslu, helm-
ingi meiri skatta, helmingi meiri
skuldir, en þeir tóku við í upp-
hafi valdaferils síns.
Og svo hafa menn fyrir aug-
um bæjarfjelögin, þar sem
þessir herrar hafa fengið að
leika sínar listir. Hafnarfjörð,
Isafjörð, Seyðisfjörð, kaup-
staðina 3, „þar sem fólki
fækkar“, sæluríki „gulra seðla“
og yfirvofandi nauðungarupp-
boða!
Reykvíkingar vita vel, hverra
er sökin, er fjárhagurinn er
ekki eins góður og æskilegt
væri. En eftir því sem fjárhags-
ástandið í bænum er málað
dekkri litum, eftir því munu
bæjarbúar verða ákveðnari í
því, að afþakka leiðsögu
þeirra, sem sökina eiga. Því
oftar, sem minst er á fjárhag-
inn, þess betra fyrir Sjálfstæð-
ismenn.
SKIFT UM SENDI-
HERRA í LONDON.
Kalundborg í gær. FÚ.
hlefeldt-Laurvig greifi, sem
lengi hefir verið sendiherra
Dana í London, hefir nú látið af
starfi sínu þar og fer til Madeira.
Lagði hann og frú hans af stað
frá London í dag.
fþróttablaðið, 7.—9. tbl., er ný-
komið út og flytur fjölda greina
og mynda um íþróttamál. Fyrst
er grein sem heitir; „Hvað hefir
gerst erlendis í sumar“. Er í grein
inni skýrt frá helstu íþróttavið-
burðum erlendis. Þá er merkileg
grein eftir Olaf Sveinsson, um
leikmótin í sumar, auk fjölda ann-
ara greina um íþróttamál. Frá-
gangur allur og efni er hið besta
eins og áður.
Ma((hías Þórðarson rltstfóri íar í sumar
á fertfalagi um Davis-flóa og í Grænlandl.
í eftirfarandi grein skrifar hann um
FISKVEIÐAR VIÐ
GRÆNLAND
Að undanförnu hefi jee:
skrifað í nokkur dönsk
og önnur erlend blöð um
bað, er mjer bar fyrir sjón-
ir í ferð beirri, er jeg síð-
astliðið sumar fór um Da-
visflóa og; til vesturstrand-
ar Suður-Grænlands, og
bykir mjer bessvegna hlíða
að skýra mönnum heima frá
fiskiveiðum við Grænland.
eins og beim var háttað á
meðan jeg dvaldi á bessum
slóðum, og nákunnugir og
eyndir fiskimenn, er höfðu
starfað að veiðiskap bar ár-
um saman, skýrðu mjer frá.
*
í Færeyingahöfn dvaldi jeg
dagana frá 7.—9. ágúst og aftur
frá 21. ágúst til 3. september.
Ilinn tímann er jeg dvaldi við
Grænland, var jeg nokkra daga
með eftirlitsskipi úti á fiskisvæð-
inu, ferðaðist um Suður-Grænland
með vöru- og póstflutningaskipi
verslunarinnar og var 10 daga
með landfógetanum á eftirlitsferð
hans um firðina. Þess utan fór
jeg tvær ferðir með mótorbát til
lax- og selveiða, og gaf túrinn í
bæði skiftin góðan árangur. Yfir
höfuð var ferðin mjög skemtileg
og fróðleg.
Hluttaka útlendrá fiskimanna í
fiskiveiðum við Grænland var í
sumar svipuð og áður, að því
Undanteknn, að ensk og norsk
lúðuveiðaskip voru þar með fæsta
móti.
¥
89 færeyskir fiskikúttarar og
50 frönsk veiðiskip fiskuðu þar í
sumar. Ennfremur nokkur ame-
ríkönsk, portúgölsk og norsk
þorskveiðaskip. Veiðin var lijá
öllum þessum skipum undantekn-
ingarlaust mjög góð. Öll þessi
skip fiskuðu með handfærum, en
nokur þeirra notuðu lóðir jafn-
framt. Franskmenn og Portúgals-
menn fiskuðu eingöngu með hand-
færum, en nokkrir Færeyingar
höfðu einnig lóðir meðferðis.
Færeyingar komu flestir til
Grænlands síðustu dagana í júní
og fyrstu dagana í júlí. Þegar
jeg kom til Færeyingahafnar þ.
7. ágiist, lágu flest færeysku skip-
in í höfninni, lilaðin af fiski, og
biðu þess að þau gætu losað afl-
ann um borð í flutningaskipin,
sem komu inn þá dagana með
nýjar birgðir af salti, olíu og
matvælum og tóku fiskinn til
baka. Flestir kúttararnir höfðu
þá fengið 4(L-50,000 af þorski
til jafnaðar á skip. Færeyingar
sögðu, að þeir hefðu fengið góð-
an afla strax og þeir komu til
Grænlands, og það hefði verið
sama hvar þeir hefðu leitað, al-
staðar nægur fiskur fyrir. f byrj-
un agust höfðu nokkur hin stærri
færeysku skip fiskað 60—65 þús.
Eitt skip hafði fengið 85 þús.
talsins. Alt var fullorðinn þorsk-
ur.
Einn skipstjóri skýrði mjer frá,
að hann hefði í maímánuði siglt
frá Færeyjum til Spitsbergen, því
þar hefði hann árið áður fengið
góðan afla. Nú fjekk hann á þeim
slóðum engan fisk. Þaðan hjelt
hann svo alla leið til Vestur-
Grænlands, 2700 mílna veg, og
var þá kominn fyrir 14 dögum
og á þeim tíma aflað 100 smá-
lestir af söltuðum þorski. Hinir
minni færeysku kiittarar fiskuðu
flestir á svæðinu frá Fiskinesi til
Friðriksvon, fyrir sunnan Færey-
ingahöfn, en stærri skipin, sem
notuðu lóðir jafnframt handfær-
'um, fiskuðu á svæðinu frá Syk-
urtoppinum til Holsteinsborgar.
I sumar fiskuðu þau skip öllu
betur, er hjeldu sig á hinum suð-
lægari miðum. Fiskurinn norður
frá er að jafnaði vænni. En yf-
irleitt var allur fiskurinn feitur
og stór.
Við lok ágústmánaðar fóru
flest; skipin að búa sig til heim-
ferðar og komu við í Færeyinga-
höfn til að undirbúa heimferð-
ina. Jeg kom um borð í nokkur
skip, á meðal þeirra var „Haf-
fari“, sem Sigurður Jónsson í
Görðum átti fyrir st.ríðið, og
„Jósephine“, sem þá var eign
„Sjávarborgarútgerðarinnar", eða
Edinborgarverslunar.
*
Jeg minnist þess, að árið 1912,
sem var dágott aflaár, fiskaði
„Josephine“ yfir vetrarvertíðina
17.500 af fiski, en „Haffari"
28.000, og vorafli þessara skipa
var rúmlega 12.000. — Nú lágu
þessi sömu skip — 35 árum síð-
ar — við Grænland, voru færeysk
eign og með færeyskar skipshafn-
ir, annað með 65.000, en hitt með
75.000 af þorski yfir rúmlega 7
vikna tíma. Fljótlega álitið sá
jeg engan mun á skipunum hvað
útlit snertir, eftir heilan manns-
aldur. Auðvitað hafa þau verið
endurbætt margoft yfir þennan
tíma.
*
Af viðtali við fjölda færeyskra
sldpstjóra skal jeg aðeins herma
frásögn fárra þeirra. Þorvaldur
Johansen í Vaag, skipstjóri á
skonnortunni „Sunbeam“, sem
kom inn til Færeyingahafnar þ.
27. ágúst til að undirbúa heim-
ferð sína, sagði, að veðráttan
hefði verið vindasöm og stirð alt
sumarið, en þrátt fyrir það hefði
fiskur verið svo mikill, að tæp-
lega he’fði verið hægt að komast
yfir meira. Venjulega var fiskað
á 20—30 föðmum, á grynning-
unum nokkuð langt frá landi, en
síðari hluta sumars upp við land,
en fiskurinn var jafnmikill við
yfirborðið, „upp í sjó“, eins og
við botninn. Oft var það svo dag
eftir dag, að það var hægt að
fiska eins mikið og maður hafði
þrek til að draga, hreinsa og
koma undan að hirða, þegar sjó-
veður var gott.
I þoku og dimmviðri var oft
misjafn afli. Tímum saman ekki
neitt, þegar ekki var hægt að
„sjá til miða“. En svo varð fisk-
ur alt í einu nægur, ef straum-
urinn bar skipin á miðin. Einn
dag um hádegisbilið hafði hann
aðeins 100 fiska „á dekki“, en
kl. 7 um eftirmiðdaginn hafði
hann hálft fjórða þús’und af ríg-
gyldum þorski. — Þegar bjart
var veður var enginn vandi að
finna fiskinn. Þá athugar skip-
stjórinn hvar fuglinn heldur sig,
og þar sem hann er, þar er loðn-
an í vöðum, eins og síldin við
Norðurland á sumrin. Þangað er
farið, og þá fiskast venjulega
eins og hver maður getur tekið á
móti.
*
Færeyingar hafa þann sið, að
hvíla sig frá því síðari hluta laug-
ardags til mánudagsmorguns. Á
Grænlandsmiðum er það hentugt
að hafa þennan sið, því erfiðið
er mikið. Fyrst að draga fiskinn
stanslaust, eins mikið og hægt er
að taka á móti, — venjulega
milli 2—3000 „á dekk“ á dag,
og svo að hreinsa aflann og salta.
Það kemur ekki ósjaldan fyrir,
að það fiskast 5000 fiskar á sól-
arhring og dæmi eru til, að ein-
stöku skip hafa fengið meira,
feða 7000 af þorski. Johansen
skipstjóri sagðist eitt sumar hafa
fiskað 38.000 af stórum þorski á
einni viku, frá 27. júlí til 3.
ágúst. Alt á handfæri, og fiskur-
ínn „upp í sjó“ og upp undir
borði. í sumar fiskaði portúgölsk
skonnorta 48.000 af þorski á 6
dögum á „Litla heilagfiskis
banka“. Alt á handfæri, því
Porútgalar nota ekki annað veið-
arfæri. En þar eru líka 60—70
menn sem fiska.
*
Jacob Nielsen skipstjóri á kútt-
er „Gratia“ í Yaag kom þann 28.
ágúst til Færeyingahafnar með
fult dekk af fiski. Ekkert rúm í
lestinni fyrir meira. Hann varð að
hætta og fara heim. Þetta var í
annað skifti sem hann hafði feng-
ið fullfermi í sumar, frú því hann
kom í júlí.
Jón Jacob Simonsen, á skonn-
unni „Solaris”, kom einnig inn
sama dag og hafði þá aflað 120.-
000, og ætlaði sjer að halda
áfram til miðs september, því
skip hans gat tekið 30—40.000 í
viðbót, því hann hafði áður losað
helming aflans í fl'utningaskip
snemma mánaðarins.
Mörg skip komu inn til Fær-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.