Morgunblaðið - 04.12.1937, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.12.1937, Qupperneq 7
jjLaugardagur 4. des. I9S7. MORGUNBLAÐIÐ Mú þcgar höfum við feitffið alt í 1 Kenfektmassa. Makronumassa. Súkkulaði Overtr*ík. Flórsykur. Cocosmjöl. \ alhnetur. Heslihnetur Möndlur Cacao. Skrautsykur, 10 teg. Rosenvatn. Essensa. Kirsiber í glösum. Litur, rauður, gulur, grænn, blár. j CUUaimML Sót- lúguc fást hjá Biering Laugaveg 3. Sími 4550. DagbóÞ?. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 6. b. m. kl. 8 síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag fyrir kl. 3 eða fyrir há degi á mánudag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgr, Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Til jólagjafa Spænskar smásogur Fæst í næstu bókabúð- Veðurútlit í Rvík í dag: SV- gola. Skúrir eða slyddujel. Hiti um frostmark. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): S- og SV-gola um alt land. Hiti 0—4 st. Rigning austan lands, en snjókoma sumst á Norðurlandi. Lægðarmiðja yfir Grænlandshafi vestur af Snæfellsnesi á hægri hreyfingu austur eftir. Næturlæknir er í nótt Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15. Sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Messur í dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11 síra Friðrik Hallgríms- son, kl. 5 síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Messur í fríkirkjunni á morg- un kl. 2 (barnaguðsþjónusta), síra Árni Sigurðsson. Bngin síð- degismessa. Bamaguðsþjónusta í Laugarnes- skóla á morgun kl. 10.30. Bngin síðdegismessa. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morkun kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. Messað í aðventkirkjunni sunnu daginn 5. des. kl. 8.30 síðd. O. J. Olsen. Jarðarför síra Ólafs Ólafssonar, fyrverandi fríkirkjuprests, fer fram í dag kl. 1.45 frá fríkirkj- unni. ísfisksölur. Garðar seldi afla sinn í Grimsbv í fyrradag, 1523 vættir, fyrir 768 sterlingspund. í gær seldi Egill Skallagrímsson afla sinn í Hull, 1468 vættir, fyrir 1025 stpd. Sjötugsafmæli á í dag frú Sig- ríður Björnsdóttir, Hjalla í Höfn- um. Lögreglan hefir náð tali af reið- manninum, sem var orsök í slysi )ví, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Reiðmaðurinn segist hafa riðið mjög hratt framhjá mann- inum og muni hann hafa rekið hnjeð í manninn um leið og hann fór fram lijá honum. Fanst reið- manninum áreksturinn svo lítill að hann leit ekki aftur fyrir sig, þar eð hann taldi víst að ekkert slys hefði lilotist af. Til Strandarkirkju: G. í. H. 5 kr., A. K. 2.50, N. N. 5 kr., verka maður 5 kr., Þ. 5 kr. Handavinna. í sýningarglugga Vöruhússins eru til sýnis ýmsir munir og leikföng, sem gert hefir verið í barnaheimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Eru það pentudúka- töskur, kertastjakar, hrúður, brúðurúm, dvergar, knettir o. fl og er á því öllu talsvert annar svipur en menn eiga að venjast, en alt mjög snoturt. Þetta er um leið sýnishorn þeirrar handavinnu- kenslu, sem fram fer í Sólheimum, og er þar lagt kapp á að glæða lijá börnunum fegurðarsmekk fyr- ir litum og formi, svo að þau fái áhuga fyrir því, sem þau eru að gera. Það er í ráði að selja þessa muni á bazar einhvern næstu daga, og ganga þeir eflanst fljótt út, því að menn munu hafa ánægju af að eiga þá, þar sem þetta er í fyrsta skifti að handavinna frá barnahæli er á boðstólum hjer. Farþegar með Brúarfossi frá útlöndum í gærkvöldi: Pjetur Halldórsson borgarstjóri, Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur, Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri, Hjalti Jónsson konsúll, Haraldur Árnason kanpm., Gísli Johnsen stórkaupm., Sturlaugur H. Böðvarsson, Kristín Theodórs- dóttir og Kreslanoff, búlgarskur blaðamaður. Ljóskastarakvöld verður í Sund höllinni í kvöld kl. 5—7 fyrir börn og 8—10 fyrir fullorðna. í byrjun næstu viku mun Vetr- arhjálpin, með aðstoð skáta, sækja heim bæjarbúa í þeim erindum að )eir láti af mörkum notaðan fatn- að, peninga eða aðrar þær gjafir, sem fólk vill láta af hendi rakna til starfsemi Vetrarhjálparinnar. Er þess vænst að fólk taki vel á móti skátunum og hafi gjafirnar tilbúnar er þeir koma. Tilkynning frá Vetrarhjálpinni. Vetrarhjálpin hefir skrifstofu í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg, sími 4546. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h., en viðtalstími umsækjenda er frá kl. 2—4 e. h. og er fram- kvæmdastjórinn ávalt til viðtals á þeim tíma. Hverskonar gjöfum matvælum, fatnaði, peningum o. s. frv. er veitt móttaka á skrif- stofunni á ofangreindum tíma, einnig verða gjafir sóttar hvert sem er í bæinn, ef tilkynt er í síma 4546. 3?á er og gjöfum veitt móttaka í Franska spítalanum all- an daginn. Flugmyndasýning. Samkvæmt fjölda áskorana verða myndirnar frá landmælingunum í sumar, þær er sýndar voru á afmæli Ferða- fjelags íslands, sýndar í Nýja Bíó kl. 7 í kvöld. Steinþór Sigurðs- son magister flytur erindi og skýr ir myndirnar. Vita þeir, sem sjeð hafa og hlustað á, að það er góð skemtun. Komið hefir til orða að hafa einnig bráðlega sýningu á myndunum fyrir börn. Píanóhljómleikar ungfrú Sess- elju Stefánsdóttur eru í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Hún hefir að baki sjer mikið nám hjá nafn- kunnum kennurum, t. d. var hinn heimsfrægi píanósnillingur Lam- ond um tíma kennari hennar. Er hún orðin mjög fær, eins og verk- in bera með sjer, sem hún ætlar að leika, en það eru meistaraverk eftir Liszt, Bramhs, Chopin o. fl. Ættu söngvinir, sem kunna að meta góðan píanóleik, að fjöl- menna á hljómleikana. Þorlákur þreytti verður leikinn annað kvöld kl. 8 í Iðnó. „Ingólfur“. Gerist meðlimir í fjelaginu Ingólfi. tJtvarpið: Laugardagur 4. desember. 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 ,Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Leikrit: Tveir íslenskir leik- þættir: a) „Vald ástarinnar“, eftir Kristján Sig. Kristjánsson; b) „Hinn týndi sonur“, eftir Jónas Baldursson (Friðfinnur Guðjónsson, Anna Guðmunds- dóttir, Gestur Pálsson, Gunnþór- unn Halldórsdóttir, Hanna Frið finnsdóttir). 21.05 (milli leikþáttanna): Söng- kveðja Karlakórsins „Fóst- bræðra“ til Karlakórsins „Geys- is“ á Akureyri. 21.50 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Minningarorð um Þórunni Jðnsdóttur frá Hlíðarenda FISKVEIÐAR VIÐ GRÆNLAND. Jarðneskar leifar þessarar merku konu verða til moldar bornar frá Hjalla í Ölvesi í dag og jarðsettar þar. Frú Þórunn var fædd að Þor- lákshöfn 3. júní 1861, dóttir þeirra Jóns Dbrm. Árnasonar kaupm. og konu hans Jórunnar Sigurðardóttur frá Skúmstöðum í Landeyjum, Magnússonar í Þor- lákshöfn, Beinteinssonar, Ingi- mundssonar, Bergssonar frá Brattsholti, sem Bergsætt er kend við. Hinn 7. nóv. 1879 giftist Þórunn Jóni Jónssyni frænda sín- um og bjuggu þau að Hlíðarenda í Ölvesi um 50 ára skeið með mik- illi atorku og dugnaði við land- búnað og sjávarútveg jöfnum höndum; var Jón einn meðal hinna framsæknustu og afla- drýgstu formanna í Þorlákshöfn um 46 ára skeið, hreppstjóri Öl- veshrepps fjöldamörg ár og þau hjón jafnan talin meðal hinna fremstu styrktarmanna sveitar sinnar. Þau eignuðust 8 börn og eru. 4 þeirra á lífi. Þórumx Jónsdóttir var stöðug- lýnd kona, góðsöm og guðelsk- andi. Hin mörgu hjú þeirra hjóna og einvalalið háseta Jóns munu minnast þeirra nú með virðingu og þakklæti, þá er hún hefir kvatt þau hinstu' kveðju sinni og hann, háaldraður mjög, skilur við hinn trúa og trygga íörunaut sinn. Frú Þórunn andaðist 24. f. m. í gistihúsinu á Eyrarbakka, 76 ára að aldri og þrotin að öllu, en þar hafði liún dvalið um 6 mánaða skeið síðasta kafla æfi sinnar og notið þar framúrskar- andi góðrar aðbúðar og um- hyggju hjá ekkju Gunnars sál. Jónssonar trjesmíðameistara og hinum góðkunnu börnum þeírra. Fornvinir þeirra Jóns og Þór- unnar frá Hlíðarenda, hinir mörgu, sem enn eru á lífi, hafa nú margs og mikils góðs að minn- ast frá sambúð þeirra á fyrri tíð og blessa minningu hennar með þakklátum huga og honum hið áliðna æfikvöld hans. Reykjavík, 4. des. 1937. Jón Pálsson. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. eyingahafnar þessa dagana, meí fult dekk, gátu ekki saltað meir#, urðu að hætta og fara heixn. Skipstjórarnir Jaeob Nielsen og Jon Jacob Simonsen eru lögþing*- meim. Lögþing Færeyinga er akip að vinnandi atorkumönnum af öllum stjettum. Allir skipstjórarnir báru það einum rómi, að þeir töldu þaö fullsannað, að hvergi í Norðurhöf- um fyndist jafnmikil fiskigengd, eins og væri á miðunum við Ye»t- ur-Grænland á sumrin. Fiskurinn er innikróaður í Davisflóanum við suðvesturströnd Grænland» og gengur svo norður með ströndinni á sumrin. Að notfæra sjer þennan afla er illmögulegt. Vegalengdin er svo mikil. En þar sem Færey- ingahöfn er nú frjáls til notk- unar, og birgðir til útgerðar verða að líkindum sendar þangað næ»ta ár, og fiskikaup gerð þar á staðn,- um; þá koma möguleikar fyrir lítil skip og mótorbáta að geta rekið þaðan veiðar um sumartím- ann, ef Um eru gerðir samningar í simá. Grænland er hrjóstrugt og kalt og síst fýsilegt til búsetu. Hn útgerðar- eða verstöðvar eiga að geta þrifist þar um sumartím- ann. Fjöldi fiskigrunna finnagt þar, sem ekki eru kortlögð. Matth. Þórðarson. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Áheit frá E. F. 3 kr., frá ónefndri konu á Blönduósi 10 kr., afh. af sr. Sigurjóni Guðjónssyni áheit frá Ó. M. 50 kr., úr safnbauk á Fer- stiklu kr. 27.35, afh. af E. J. áheit frá konu 5 kr., afh. af sr. Sigurjóni Árnasyni frá Helgu Soffíu Helgadóttur Laufholti Ve»t mannaeyjum 5 kr., áheit frá S. G. 5 kr., afh. af Guðríði Jónsd. áheit frá ónefndri 6 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Búnaðarbanki íslands opnar í dag í hinum nýju húsakynnum bankans í Austurstræti 9 (áður Verslun Egils Jacobsen). Hefir húsinu verið mikið breytt að inn- an vegna flutnings bankans. MÁLTÆKIÐ SEGIR: BLINDUR ER BÓK- LAUS MAÐUR. REYKVÍKINGAR SEGJA;| BLINDUR ER SÁ SEM EKKI LES Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Jóns Jónssonar. Fyrir hönd okkar og aðstandenda. Jóhanna Bjaraadóttir. Anna Jónsdóttir. Þorgils Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.