Morgunblaðið - 11.02.1938, Page 2
2
Föstudagur 11. febr. 1938.
MORGUNBLAtUÐ
Verður landaKnæriiiii
Þýskalands lokað?
Oltasl flóltamanna-
slraum frá landinu
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Frjettir frá Þýskalandi bera með sjer að
enn er ekki alt kyrt eftir breytingar
þær, sem Hitler gerði á §tjórn her-
málanna og annara opinberra embætta, um síð-
ustu helgi.
Berast jafnvel frjettri um það, að ýms ríki,
sem liggja að Þýskalandi sjeu að hugsa um að
loka landamærunum, vegna þess að búast megi
við flóttamannastraumi frá Þýskalandi.
Þau ríki, sem nefnd eru í þessu sambandi, eru (samkv.
Lundúnafrjett F.Ú.) Frakkland, Belgía og Svissland.
I þessari sömu Lundúnafrjett
segir;
Þessi frjett er sett í samband
við orðróm um að leynilögregl-
an í Þýskalandi eigi nú í hinu
mesta annríki og að húsrann-
sóknir sjeu látnar fara fram hjá
öllum sem eru grunaðir um að
hafa samúð með fjelagsstarf-
semi ríkishersins. Þá ganga einn
jg flugufregnir um óeirðir við
setuliðsstöðvarnar í Pommem
Austur-Prússlandi.
Frjettaritari vor í Kaupmanna-
höfn símar:
Berlínarskeyti til „Tirnes" í
sLondon segir fá því, að enn hafi
þrír þýskir hershöfðingjar lagt
niður embætti sín vegna breyting-
anna, sem Hitler gerði á her-
stjórninni þýsku.
Innan hersins hafa breytingar
Hitlers mælst mjög misjafnlega
fyrir.
Herinn er skiftur í tvo flokka:
Þá sem eru með gömlu hershöfð-
ingjumim og stjórnarsinna.
Margir foringjar í hernum ótt-
ast að ný hreinsun standi fyrir
dyrum innan hersins og að at-
burðirnir s.l. föstudag er fjöldi
herforingja voru leystir frá störf-
um, sje aðeins byrjunin.
Hinir gömlu herforingjar ótt-
ast að smátt og smátt verði lier-
inn skipulagður eftir stefnu Naz-
istaflokksins.
Herforingjarnir spyrja t. d.:
Á að taka upp nazista-kveðju
í hernum í stað hinnar gömlu her-
kveðju ?
Verða eftirleiðis aðeins tekn
ir nýir liðsforingjar í herinn,
sem koma frá herskólum naz-
istafloksins?
Á eftirleiðis að setja politísk-
an leiðtoga í hverja herdeild?
Menn búast við, að Hitler
sje á báðum áttum um það,
hvort hann eigi að framfylgja
stefnu nazista í hermálum að
öllu feyti. Þessi óvissa um hvað
yerður ofan á, vekur mikinn
óhug innan hersins og getur haft
hinar alvarlegustu pólitísku af-
leiðingar.
(Juðspekif jelagið. Reykjavíkur-
stúkan heldur fund í kvöld (föstu
dag) kl. 9 e. h. Páll Einarsson
fyrv. liæstarjettardómari flytur
erindi.
Skákþingið
7. umferð
Qjöunda umferð var tefld , í
fyrrakvöld.
Meistaraflokkur: Guðbjartux
Vigfússon 1, Eggert Gilfer 0; Ás-
mundur Ásgeirsson y2, Baldur
Möller 1/2; Sfeingrímur Guðmunds
son og Einar Þorvaldsson biðskák.
Guðbjartur hafði hvítt. Ljek
drotningarbragð og fekk betri
stöðu upp úr byrjuninni. Sótti
eftir mannakaupum í miðtaflinu,
sem voru honum þó í óhag, og
þegar ekki var eftir annað en
riddari og nokkur peð hjá Guð-
bjarti á móti biskup og jafnmörg-
um peðum hjá Gilfer var staðan
jöfn, en svo virtist sem Gilfer
vildi heldur tapa en gera jafntefli.
Ásmundur hafði hvítt. Byrjunin
var óregluleg. Baldur sótti fast
eftir mannakaupum snemma í mið
taflinu og vann peð, sem Ásmund-
ur náði svo nokkru seinna.
Einar ljek Slavnesku vörnina í
drotningarbragði. Staðan varð
svipuð upp i'ir byrjuninni, en þó
tvísýn. Steingrímur fórnaði peði,
að því er virtist að ástæðulausu,
en náði seinna tveim peðum.
Heildarúrslit í T. flokki A: Sæ-
mundur Ólafsson 5 vinninga, Jón
Guðmundsson 4, Óli Valdimarsson
3, Helgi Kristjánsson og Hersveinn
Þorsteinsson 2y2 hvor, Garðar Þor
steinsson og Ingimundur Guð-
mundsson 2 hvor.
I. flokkur B: Sigurður Lárus-
son 514, Jón Þorvaldsson 414,
Arnljótur Ólafsson og Jóhann
Snorrason 4 hvor, Egill Sigurðs-
son 3y2, Hjálmar Theodórsson 3,
Óli Hermannsson 2, Höskuldur Jó-
hannesson iy2.
Tveir efstu mennirnir úr A og
B keppa síðan til úrslita og hófst
sú kepni í gærkvöldi.
I kvöld verður tefld 9. og næst-
síðasta umferð í meistaraflokki.
Hafrannsóknaskipið „Dana“
er nú byrjað fyrir nokkru á
ferðum sínum og virðist alt
benda til að það sje ágætt sjó-
skip og mjög vel fallið til rann-
sóknarstarfa þeirra, sem því
eru ætluð. (F.Ú.).
Facistastjórmn
i Rúmenfu
fallin
Qoga og ráðuneyti hans
hefir sagt af sjer og
er talið, að orsökin til þess
sjeu harðorð mótmæli, sem
stjórnin í Rúmeníu hafa
bori.st frá stjórn Sovjet-
Rússiandi, vegna hins
leyndardómsfulla hvarfs
rússneska sendiherrans í
Búkarest, síðastliðinn
sunnudag.
Goga og stjórn hans hef-
ir aðeins setið við völd í
sex vikur og hefir aðallega
beitt sjer fyrir lögum, sem
skerða frelsi og rjett Gyð-
inga.
Karol konungur hefir
kallað á fund sinn sex fyr-
verandi forsætisráðherra til
að ræða við þá um nýja
stjórnarmyndun.
Hefir það vakið athygli,
að Codreanu, leiðtogi „járn
varðaliðsins“ var ekki með-
al þeirra stjómmálaleið-
toga, sem Karol konungur
kvaddi á fund sinn til að
ræða um stjómarmyndun.
Er þess vegna búist við að
lýðræðissinnuðu flokkarnir
kcmi sjer saman um stjóm-
armyndun. (Samkv. F.Ú.
frjettum frá London.
Kosningarnar
í Norður-írlandl:
Sambandsinnar
öruggir um
meirf hluta
Craigavon lávarður og flokk
ur hans er nú öruggur um
meirihluta í þingi Norður-Ir-
lands
Unionistar, eða sambands-
sinnar, (þ. e. þeir sem vilja
samband við England) hafa
þegar hlotið 29 þingsæti af 52,
en ennþá er ófrjett um úrslit
í nokkrum kjördæmum.
Óháðir sambandssinnar hafa
hlotið eitt þingsæti, Þjóðernis-
sinnar, (þ. e. þeir sem vilja
sameiningu við írska Fríríkið)
hafa fengið 8 sæti, verkamanna
flokkurinn 2 og flokksleysingj-
ar 1. Sambandssinnar hafa unn
ið tvö þingsæti frá öðrum flokk-
um.
Nokkrar óeirðir úrðu í sam-
bandi við kosningarnar og varð
lögreglan sumstaðar að skerast
í leikinn.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
^•iiiiiiiimimmiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHmimiiiiiiiiiiimiHfiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiitmiimiminittútminL
Tugum þus. smálesta fetærri
orustuskip en þetta? 1
Stærsta herskip heimsins, „Hood“, 42 þús. smálestir.
— Rússarnir —j
sjá til Grænlands
Frá frjettaritara vorum.
K-höfn í gær.
apinin - leiðangursmennina
hefir undanfarna daga
rekið 55 kílómetra á sólarhring.
Eru þeir nú staddir 70 kíló-
metra frá Austurströnd Græn-
lands, á 72. breiddargráðu og
19. gráðu vestlægrar lengdar.
Leiðangursmenn hafa sent
skeyti til Moskva, þar sem þeir
segjast sjá til lands á Græn-
landi.
Búist er við að ísjakann, sem
þeir f jelagar halda sig á, reki
nær landi á næstunni.
Leiðangursmenn segja í skeyt-
inu að þeim líði vel.
TogaraverhfalliÖ
Sáttasemjari hóf
viðræður í gær
Sáttasemjari ríkisins, dr. Björn
Þórðarson, kvaddi í gær þá
Kjartan Thors og Sigurjón Á. (
Ólafsson á sinn fund, til þess að
ræða við þá um togaraverkfallið.
Var sáttasemjari að kynna sjer
frá báðum aðilum hvemig málið
stæði. Enga uppástungu eða til-
lögu lagði hann fram í gær, enda
stóð það ekki til.
Sáttasemjari heldur rni áfram
að reyna að koma á sættum og
telur Morgunblaðið fyrir sitt leyti
sjálfsagt, að friður ríki sem mest
um málið á meðan. Mun blaðið
því ekki hirða um að svara öllu
því moldvirðri bleklcinga og ó-
sanniuda, sem stjórnarblöðin
þyrla nú daglega upp um málið.
Síðan flotaveldasamningurinn
var gerður 1923 hefir engin
þjóð mátt byggja stærri orustu-
skip en 35 þús. smálestir: En
1936, þegar endurnýja átti þenna.
samning, sögðu Japanar slitið sam
vinnu við aðrar flotaþjóðir, og
síðan þykjast bæði Bretar og
Baudaríkjamenn hafa fengið vissu
fyrir því, að Japanar væru að
byggja orustuskip, sem eru 43
þús. "smálestir og þar yfir. Sumar
fregnir herma, að heilum bæjum
í Japan hafi á síðastliðnu ári vei
ið breytt í skipasmíðastöðvar
Þessi óvissa um herskipabygging
ar Japana hefir leitt til sameig
inlegrar fyrirspurnar þriggja
stærstu flotaveldanna, næst Jap-
önum, Breta, Bandaríkjamanna og
Frakka, í Tokio um herskipabygg-
ingar þeirra árið 1937. En Jap-
anar eru: tregir til þess að svara
þessari fyrirspurn.
Árið 1923 skrifaði kunnur sjer-
fræðingur á þá leið, „að fyrir-
myndar orustuskipið hefði verið
dæmt úr leik næstu 10 ár með
Washington-sáttmálanum“. Þar til
1922 keptust flotaveldin um að
byggja æ stærri herskip; þetta var
kallað að draga hina „rjettu álykt
i:n af kenningum heimsstyrjald-
arinnar“. Árið 1920 ljetu Bretar
smíða 42 þús. smálesta skipið
„Hood“ og önnur ríki voru að
undirbúa smíði 40 þús. og jafn-
vel 45 þús. smálesta skip. En þess
ar fyrirætlanir fjellu riður 1923.
er hámarkið var sett 35 þús. smái.
Nú virðist kapphláupið vera að
hefjast að nýju. Japanir tru sagð
ir vera að byggja 43 þús. smálesta
skip, Bandaríkjamenn hafa ákveð-
ið að smíða tvö orustuskip, sem
eigi að kosta ca. 300 miljón krón-
ur hvort, en um stærð slíkra skipa
má nokkuð marka af því, að 42
þús. smál. skipið „Hood“ kostaði
aðeins ea. 120 milj. krónur. Breskn
skipin „Nelson“ og „Rodney“ (34
þús. smál. hvort) kostnaður ca. 140
milj. kr.
Næturlæknir er í nótt Jón ö-
Nikulásson, Freyjugötu 42. Sí®1
3003.
1
i