Morgunblaðið - 11.02.1938, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Happdætti Háskóla Islands.
Frá Happdrættinu.
Sala happdrættismiða er nú í fullum gangi um land
alt. Nú eru allir miðar í umferð, sem leyfilegt er
samkvæmt happdrættislögunum.
Athugið:
Til 15. febrúar hafa menn forrjettindi að
númerum sínum, eftir þann tíma eiga menn
á hættu, að þau verði seld öðrum.
Vmboðsmenu í Reyhjavífe eru:
Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún
Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vestur-
götu 45, sími 2814.
Einar Eyjólfsson, kaupm., Týsgötu 1, sími
3586.
Elís Jónsson, kaupm., Reykjavíkurveg 5,
sími 4970.
Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582.
Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484.
Frú Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66,
sími 4010.
Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu.
Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhús-
inu, sími 3244.
Uinhoðsmenn í Hafnariirði cru:
Valdimar Long, kaupm., sími 9288.
Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.
imiT'iiri m — — ———b — 111 — jrmmTTTTTr~Ti —a
STEFÁN STEFÁNSSON:
Plöiiturnar
III. útgáfa
er komin út. Verð kr. 9.00.
Fæst hjá bóksölum.
BókawersL Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæiar B. S. E., Laugavegi 34.
Minningarorð um Jónas
Jónsson, verkamann
Idag verðnr til grafar borinn
Jónas Jónsson verkamaður,
Hverfisgötu 66. Hann varð bráð-
kvaddur þar sem hann var við
vinnu sína niður við höfn 1. þ.
m. Er þar í valinn hniginn al-
þektur dugnaðar- og sómamaður
úr verkamannastjett þessa bæjar.
Jónas var fæddur að Svalbarða á
Álftanesi 22. des. 1864. Var hann
því röskra 73 ára er hann ljest.
Æfisaga Jónasar er ekki marg-
brotin fremur en annara verka-
manna eldri kynslóðarinnar.
Hann misti foreldra sína þegar
hann var barn að aldri. Fór hann
þá til vandalausra hjóna á Álfta-
nesi og ólst upp hjá þeim. Hann
byrjaði snemma sjómensku, eins
og algengt, var að piltar yrðu að
gera í þessu bygðarlagi. Reri hann
lengi á opnum skipum hjer á inn-
nesjum og víðar. Var hann einn
_af þeim fáu eldri mönnum, sem
mundi nöfn á flestum fiskimiðum
hjer innanvert við Faxaflóa. —
Þegar Jónas hvarf úr átthögun-
um, fór liann til Magnúsar Ein-
arssonar í Melkoti í Reykjavík,
en Magnús var föðurbróðir Jón-
asar að móðurinni. Hjá honum
var haml svo alllengi vinnumað-
ur. Og ineðal verkamanna var
hann ávalt síðan kendur við Mel-
kot og varla öðruvísi nefndur en
Jónas í Melkoti, og við það kunni
hann sjálfur mætavel. Meðan
hann var í Melkoti stundaði haun
sjóróðra, og svo þar á milli ýmsa
aðra vinnu. T. d. fór hann í vega-
vinnu alloft, og til Austfjarða
fór hann einu sinni og var þar á
iannað ár.
En frá aldamótum stundaði
hann lijer um bil eingöngu hina
svonefndu eyrarvinniT hjer í
Reykjavík. Jónas gekk jafnan að
vinnu sinni með fjöri og áhuga,
meðan kraftarnir voru lítt bilað-
ir, og vinna var næg fyrir alla.
En nú síðari árin var þrekið held
ur farið að láta undan, en þó
gekk hann að vinnu, ef hún var
fyrir hendi, því að starfslöngun og
áhugi virtist lítt bilað. Enda bar
hann aldur sinn flestum mönnum
bctur. Var ljettur á fæti og snar
í öllum hreyfingum til síðustu
stundar. —
Það geymist góður vitnisburð-
nr um Jónas frá mætum og
merkum manni, sr. Þórarni Böðv-
arssyni í Görðum, en hjá honum
lærði hann undir fermingu. Vitn-
isburðurinn er innifalinn í þessari
stuttu setningu: „Ilegðun ágæt“.
Þessum vitnisburði hefir ekkert
haggað síðan hann var gefinn, því
að það munu flestir mæla, sem
eitthvað kyntust Jónasi, að hegð-
un hafi ávalt verið ágæt. Hann
var þægilegur og ræðinn við hvern
sem var, en hann gerði ekki alla
jafnt að trúnaðarmönnum sínum,
því að hann var dulur um eigin
tilfinningar og flíkaði þeim ekki
við marga. Jónas var reglusam-
nr, áreiðanlegur og athugull um
flesta hluti, og.þótti honum vænt
um, þegar hann hitti eitthvað líkt
í fari annara. Hann var ávalt
ráðgefandi og ráðhollur, og hon-
um þótti vænt um, þegar ráð
hans voru virt og þau báru góð-
an árangur. Lífsstefna hans var í
fæstum orðnm þetta: Alt sje gert
rjett í stóru og smáu og ráðdeild
og liagsýni sje viðhöfð í öllum
greinum. Og þessari stefna tókst
honum sjálfum manna best að
framfylgja í lífinu. — Jónas var
greindur maður og sagði vel og
greinilega frá því, sem í frásög-
ur þótti færandi, enda var hann
vel minnugur. Hann var vel hugs
andi í trúarefnum. Trúði á kær-
leika guðs og forsjón og vænti
sjer náðar þaðan.
Jónas kvæntist 3. janúár 1902
Margrjeti Magnúsdóttur frá
Hofstöðum í Garðahreppi. Hefir
hún verið honum dyggur og trúr
förunautur, og hefði verið leitun
á öðrum slíkum. Þau eignuðust
eina dóttur, er það Guðlaug,
seinni kona Þorláks Guðmunds-
sonar skósmíðameistara.
Jeg þakka þjer svo fyrir góða
viðkynningu, Jónas, og óska þjer
fararheilla inn á ókunna landið.
M. G.
Sumargjöf hefir unnið
miKið og þaitt starf
Arsskýrsla Barnavinafjelagsins
Sumargjöf fyrir 1937 er
komin út. Skýrslan er samin af
ísak Jónssyni, gjaldkera fjelags-
ins.
Við lestur skýrslunnar kemst
maður að raun um, að það er ó-
metanlegt starf, sem fjelagið vinn-
ur hjer í bænum fyrir börnin og
foreldra þeirra.
Stærsta framkvæmd fjelagsins
á árinu var að setja á stofn nýtt
dagheimili barna í Vesturbænum
— Vesturborg. Bæjarráð Reykja-
víkur Ijet fjelaginu í tje ókeyp-
is land á Grnndarbletti við Kapla
skjólsveg og rústir gamla elli-
heimilisins Grund. Ljet Sumar-
gjöf reisa þarna liið myndarleg-
asta hiis, leikvelli og annað, sem
þarf á dagheimili bama.
Hið ágæta dagheimili fjelags-
ins, „Grænaborg“, er nú orðið
alt of lítið og varð á s.l. ári reist
skýli við „Grænuborg".
Rúmlega 100 börn dvöldu að
meðaltali á dag í „Grænuborg“
s.I. sumar. 80 börnum varð þó að
vísa frá sökum rúmleysis. 247
börn dvöldu alls á báðum dag-
heirriilum fjelagsins í fyrrasumar
í lengri eða skemri tíma.
I ársskýrslunni er skýrt frá
framförum barnanna á meðan þau
dvöldu á heimilunum. Meðal
þyngdarauki var 1,0 kg. og meðal
hæðarauki 1,5 cm. Heilsufar barn
anna var yfirleitt ágætt, þrátt
fyrir sólarlítið sumar og óhag-
stæða veðráttu, sem mjög dró úr
útiveru barnanna.
Stjórn fjelagsins skipa: Stein-
grímur Arason, formaður, ísak
Jónsson, gjaldkeri og Arngrímur
Kristjánsson, ritari. Meðstjórn-
endur: síra Árni Sigurðsson, frú
Bjarndís Bjarnadóttir, frú Ragn-
bildur Pjetursdóttir og Sigur-
björn Þorkelsson kaupm.
1937 var 14. starfsár fjelagsins.
Föstudagur 11. febr. 1938.
Sexliignr:
Þorgeir Pálsson
útgeröarmaður
Sextugur er í dag Þorgeir
Pálsson framkvæmdastjóri.
Hann er fæddur í Bergvík í
Leiru 11. febrúar 1878.
Hann misti snemma föður sinn
og varð þá fyrirvinna og hjálp
móður sinnar, sem barðist áfram
við mikla fátækt. Var þá hvorki
tími nje fje til reiðu fyrir hann
að afla sjer mentunar, en þó má
segja, að hann sje mjög vel að
sjer, þegar þess er gætt, að hann
er að mestu sjálfmentaður maður.
Gáfur hans eru mjög fjölþættar;
hann er söngelskur mjög og var
fyrrum söngstjóri og organleik-
ari við Útskálakirkju, er hann
átti heimili suður þar, ágætur
tungumálamaður og hefir það
komið honum að góðu liði í því
starfi, er hann síðar valdi sjer að
æfistarfi.
Þorgeir Pálsson fluttist til
Reykjavíkur laust eftir aldamót.
Frarnan af stundaði hann hjer
sjómensku ýmist á bátum eða
togurum uns hann 1915 gerðist
ritgerðarmaður og framkvæmda-
stjóri togarafjelaga hjer og hefir
síðan mætt blíðu og stríðu eins
og gengur um þá, sem við þá at-
vinnugrein hafa fengist og fást.
En við, sem þekkjum hann best,
vitum að hann leggur fram alla
sína krafta og fjölþættu og hald-
góðu þekkingu við störf sín og
við vitum einnig, að sú hamingju-
ósk væri honum kærkomin, að
verkin hans mættu blessast og
bera árangur til góðs.
Þeir erui vissulega margir, sem
við þessi tímamót í æfi Þorgeirs
Pálssonar þakka honum viðkynn-
ingu, viðmót og velvild og óska
honum heilla og blessunar á ó-
farinni æfi. N. N.
Þrír leynisalar
dæradir
Prír leynivínsalar vorui dæmdir
í lögreglurjetti í gærmorg-
un. Voru þeir allir dæmdir í fang-
elsi auk fjársekta, enda allir áð-
ur gerst brotlegir .
Þyngsta hegningin var 15 daga
fangelsi við venjulegt fangaviður-
væri og 800 lcr. sekt. Hinir tveir
fengu 10 daga fangelsi hvor og
600 króna sekt.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína Ágústa Sum-
arliðadóttir, Túngötu 18 og Sig-
urður Helgason, Fálkagötu 20.