Morgunblaðið - 11.02.1938, Page 5
Föstudagur 11. febr. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
S
— JfHorgmdbla&ið--------------------------------
Útg’ef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgðarmat5ur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi.
í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura meö Lesbók.
STYRJÖLDIN Á SPÁNI
Blað Moskvamanna gerði ný-
lega þá fyrirspurn til Morg-
mnblaðsins, livort vjer „þyrð-
um“(!) að segja frá því, hvaða
flokkur berðist fyrir lýðræðinu á
Spání.
Þetta íslenska kommúnistablað
liefir í tvö ár þóst vera að flytja
fregnir þaðan sunnanað. En eftir
þeim efasemdum, sem í fyrirspurn-
inni felast, er alt útlit fyrir, að
blaðið hafi ekki mikinn eða ná-
inn kunnleika á því, sem gerst
hefir þar syðra, og er að gerast
þar enn í dag.
Fyrirspurn blaðsins verður svar-
.að óhikað bæði hjer og hvar sem
<er um öll lýðfrjáls lönd.
Ilvorugur þeirra aðila, sem
herjast um völdin á Spáni, berj-
ast fyrir ’lýðræði og lýðfrelsi. Það
■eru einræðisstefnurnar, vinstri og'
hægri villan, sem þar eigast við,
kommúnisminn og fasisminn. AU-
ir lslendingar, sem alsjáandi eru,
■og ósnortnír af blindu ofstæki
hommúnismans, vita þetta, og
hafa vitað lengi. Hinnar marg-
þjáðu spönsku; þjóðar býður ekk-
ert lýðfrelsi, liver svo sem kann
loks að bera sigur úr býtum í
þeim grátlega liildarleik. Hvorki
Franeo nje kommúnistar ætla
sjer að stofnsetja lýðræðisríki nje
lýðræðisstjói'n að endaðri styrjöld.
*
Hin þrinnaða samfylking Fram-
sóknar, Alþýðu- og Kommúnista-
flokksins hefir nauðað á því í
Theilt ár, að Sjálfstæðismenn hjer
;á íslandi bæru liag' Francos og
fasista á Spáni fyrir brjósti. Að
lýðræðissinnar á íslandi óskuðu
'«ftir því, að fasistar sigruðu á
Spáni. Þessar óskir Sjálfstæðis-
manna hafa svo átt að vera sönn-
■un þess, að Sjálfstæðisflokkurinn
-stefndi að því, að koma hjer á
svipaðri ógnarstjórn og fasistar
halda uppi þar syðra.
Slíkar getsakir ug hugleiðingar,
gripnar úr lausu lofti, eru vita-
skuld lítt svaraverðar. En þó má
benda einræðispostulunum, sendi-
mönnum Stalins á það, að enda
þótt frjálslyndir íslendingar ósk-
uðu Franco frekar brautargengis
en hinum, harðstjórunum, þá
væru þær óskir engin goðgá, frá
sjónarmiði íslendinga, þegar litið
:ala fyrir áframhaldandi land-
inu, eins og það er nú.
Ósbir íslenskra kommúnista um
það, að skoðanabræður þeirra
sigri á Spáni, stafa af því, að
þeir líta svo á, að með því fái
vinstra-einræðið meiri byr. Það
yrði spor í áttina til þess, að
sömu örlög bíði hins íslenska lýð-
ræðís.
En endi hin blóðuga styrjöld
þar syðra á þann hátt, að vinstri
villan bíði ósigur, þá telja þessir
piltar það vera til tafar og traf-
al a fyrir áframhaldandi land-
ráðastarfsemi sína hjer.
*
Frá sjónarmiði íslenskra lýð-
ræðissinna lítur málið þannig út:
Hægrivillan, fasisminn á hjer
engin ítök. Eina hættan á því, að
hann geti nokkurntíma skotið upp
höfði, stafar frá kommúnistum.
Meðan kommúnistar eru þó ekki
öflugri en þeir eru, getur Sjálf-
stæðisflokkurinn sjeð fyrir því,
að fasismi verði hjer gersamlega
áhrifalaus. Sigur hægrivillunnar
suður á Spáni er því meinlaus
fyrir íslenskt stjórnmálalíf.
En aftur á móti, ef kommúnist-
ar kynnu að sigra þar, þá má bú-
ast við, að sendimenn Stalins hjer
fái nokkra lyfting til framhald-
andi svikráða við íslenskt sjálf-
stæði.
Rökrjett afleiðing af þessu er
sú, að menn, sem unna íslensku
lýðræði og hafa óbilandi trú á
því, að eftir þeirri einu leið sje
sjálfstæði og þjóðmenning fs-
lending borgið, líta svo á, að sig-
ur liægri villunnar á Spáni sje
okkur meinlausari en ef rúss-
neska stefnan sigrar þar. Lýræð-
issinnaðir fslendingar, andstæðing-
ar öfgastefnanna beggja, þurfa
engan kinnroða að bera fyrir því,
þó þeir telji minni hættu af því
stafa, að sú stefnan, sú villan
sigri út um lönd, sem lijer nær
engri fótfestu, heldur en hitt brjál
æðið brjótist þar til valda, sem svo
að segja stendur yfir frelsi fs-
lendinga með brugðnu sverði.
Mjólkin
Alþýða manna þarf að fá holl-
ari fæðu. Yið þurfum að lifa
sem mest á innlendri framleiðslu.
Bændur vantar markað fyrir vör-
ur sínar. Kaupstaðarbúar þurfa að
drekka meiri mjólk. Ungir og
gamlir þurfa að auka mjólkur-
neyslu sína. Mjólkin þarf að vera
góð, ný, óskemd.
Þessum kröfum mætir stjórn-
arfylkingin með því að hækka
neyslumjólkurverðið hjer í Reykja
vík, torvelda framleiðslu mjólkur
í nærsveitum, seilast eftir að
mjólkin komi sem lengst að, verði
sem elst, er hún kemur á borð
neytendanna.
Gömul mjólk. Dýr mjólk. Mink
andi mjólkurneysla. Það eru holl-
ráð stjórnarfylkingarinnar í mjólk
urmálinu.
Sparisjóður
Siglufjarðar
Sparisjóður Siglufjarðar liefir
sent blaðinu efnahagsreikn-
ing sinn pr. 31. desember 1937.
Innstæðufje 1407 viðskifta-
manna er kr. 583.632.25. Innstæða
á hlaupareikningi kr. 335.929.20.
Varasjóður kr. 287.932.99. Sjóð-
ur var kr. 136.471.05.
Ríkisskip. Esja var væntanleg
til Homafjarðar kl. 8 í gærkvöldi.
Sjónarvottur segir
frá herstyrk Japana
O vernig myndi Japön-
*■ um farnast í styrj-
öld gegn einhverri Vest-
ur-álfu þjóðanna. Þess-
ari spurningu er ekki
ósjaldan varpað frarn á
síðari tímum.
Þessi spurning er ofar
lega í huga margra rík-
isstjórna... og svarið
við henni getur aldrei
orðið annað en ágiskun.
Jeg ætla mjer ekki þá dul
að geta svarað þessari spurn-
ingu til fullnustu, en jeg get
lýst nokkrum staðreyndum,
sem ættu að geta gefið yður
nokkra hugmynd um hvað
hæft er í hinum hreyknu frá-
sögnum sem sumir hinna sjálf-
hælnu hershöfðingja þeirra
gorta af.
í fyrsta lagi: Hvað er um
landher Japana.
Hinir óbreyttu hermenn eru
úthaldsgóðir. Þeir geta felt sig
við hin lítilfjörlegustu lífsþæg-
indi, þó að þeir raunar þoli
illa kulda. Þeir eru vel æfðir
og innfjálgir föðurlandsvinir.
En þeir geta ekki skotið í
leyni ■— a. m. k. ekki af riffli
Jeg minnist þess, að jeg var
einu sinni að taka mynd af frú
Chiang Kai-Shek í Nanking.
Til þess að fá rjett hlutföll 1
myndina, varð jeg að loka öðru
auganu.
Þá hrópaði hún upp yfir sig:
,,Jeg vildi að jeg gæti gert eins
og þjer!“ Jeg spurði: „Getið
þjer það ekki?“ Hún sýndi mjer
,að hún gat það ekki. „Aðeins
fáir Kínverjar geta lokað öðru
auganu“.
En augu Japana eru eins og
augu Kínverja. Af því stafar
það, að Japanir eru slæmar
skyttur? Reynið að miða með
rifli með bæði augun opin. —
En vjelbyssur eru nú smátt og
smátt að koma í stað rifflanna,
svo að á sínum tíma er hugsan-
legt, að litlu máli skifti', hvort
Japanar geti lokað öðru aug-
anu eða ekki.
Iöðru lagi: Hvað um flota
Japana? (Spurningarmerk
ið ætti e. t.v. að vera stærra).
Bæði flotayfirvöld Banda-
ríkjanna og breska flotastjórn-
in hafa hreinskilnislega viður-
kent, að þau viti ekki hvað
smíðað var í japönskum flota-
stöðvum á síðastliðnu ári fyrir
japanska flotann.
Mjer hefir verið sagt, að þar
sem því varð við komið, hafi
heilum þorpum verið breytt í
skipasmíðastöðvar.
Það er athyglisvert, að her-
skipið, sem allar sjóhernaðar-
legar aðgerðir hvíldu á í or-
ustunum við Shanghai var
breskt, byg't í lok síðustu aldar.
Skip þetta, Idzumo, var smíðað
fyrir Rússa. En þeir mistu það í
stríðinu gegn Japönuni.
O. D. Gallagher
......* sjer næstum jafn mikla upp-
| O. D. Gallagher hefir í byg«ingu Þpanskra
A i v r.. £ • ❖ flugvjela og um byssur þeirra,
sknfað eftirfaranch grein. .*. .
, . .. . ❖ og snnðir þeirra vita sjalfir.
.*. Galíagher var frjettantan ❖ , „,
❖ , . y Hermalasjerfræðmgur í Kina
y breska íljonablaðsms, y
y _ . ,. . , y sagði mjer að orustuflugvjelar
❖ Dasly Express í Abyssmiu- y T
X a . , c , . .*. Japana væru (alment talað)
y styrjoldinm, í Spanarstyr- %
ekki góðar. Flugvjelarnar eru
'k jöldinni og nú síðast í Kína. X , ,
A. .:. bygðar í svonefndum „skugga-
Hann skýrir frá því m.
a., að Japanir geta ekki
lokað öðru auganu ef hitt
augað er opið, að tin-hattar
kínversku hermannanna
eru svo ónýtir, að hægt er
að sparka göt á þá, o.s.frv.
verksmiðjum“, þ. e. a. segja,
hinir einstöku hlutir þeirra eru
smíðaðir hver í sinni verk-
smiðju.
Sjerfræðingur þessi hafði rann
sakað mörg flugvjelaflök, og
hafði tekið eftir því, að margir
>.;..;..x..:„;„;..;„:..x..:..>x-:..:..x..:..:..x..2„:..:. hlutirnir voru ónákvæmlega
gerðir; stærð þeirra var ekki
Síðan hefir það flaggað með
hinni rísandi sól Japana á kurt-
eisisheimsóknum til Ástralíu,
Ameríku og víðar. Kínverskar
flugvjelar gerðu árásir á það á
hverri nóttu í hálfan mánuð,
skotið var á það úr fallbyssum
úr lítilli fjarlægð, tvisvar
reyndu Kínverjar að sprengja
það í loft upp með dynamit-
sprengjum, en í Tivorugt skiftið
sakaði það.
Allan tíman á meðan það lá
fyrir festum á Whangpoo fljóti,
fyrir framan aðalgötu Shang-
hai, var aðeins einn af skipverj-
um þess drepinn.
Hasegawa, aðmíráll (Idzumo
er flaggskip hans) sagði mjer:
„Idzumo er verndargripur okk-
ar. Alstaðar þar sem Idzumo
er, finst okkur að við getum
treyst því að alt gangi að ósk-
um“. Hann dró þó í efa, að
skipið væri sjófært yfir Kyrra
hafið. „Það er orðið nokkuð
gamalt“. \
Idzumo er nú eina skipið,
sem útlendingum er leyft að
skoða. Mönnum er jafnvel leyft
að hafa myndavjelar með sjer.
Öðrum skipum er haldið eins
langt frá augum almenr.ings og
unt er. Jafnvel nöfnum þeirra
er haldið leyndum. Aðeins fá-
ir útlendingar vita hve stór
hinn „nafnlausi floti“ Japana
er. En eitt er þó víst. Bretar
hafa bæði iðnskipulag og fjár-
hagslegan grundvöll til þess að
smíða þrjú skip fyrir hvert eitt,
sem Japanar smíða.
!þriðja lagi: Hvað er um
loftflota Japana?
Loftorustur gefa útlending-
um gott tækifæri til þess að
kynna sjer hinar veiku og
sterku hliðar í loftflota þeirra.
Hvenær sem japansk^r flug-
vjelar voru skotnar niður ná
lægt borgum, eða einhversstaðar
þar sem yfrileitt var nokkur veg
ur að komast að þeim, flyktust
hinir erlendu hermálasjerfræð-
ingar þangað hver um annan
þveran.
Eftir fjögra mánaða styrjöld,
hafa þessir menn getað aflað
nákvæm, svo að verkamennirnir
verksmiðjunum, sem setja
áttu saman hlutina, hljóta oft
að hafa átt örðugt með að láta
þá falla saman.
I
eitt skifti a. m. k. átti það
við ekkert að styðjast, er
Kínverjar sögðust hafa skotið
niður japanska flugvjel. Flug-
vjelin hrapaði, það var rjett,
en orsökin var ekki, að loft-
varnarbyssur Kínverja hefði
hæft hana.
Þetta var, er loftárás var gerð
á rafmagnsstöðina í Nanking.
Japanskar flugvjelar steyptu
sjer niður að stöðinni, en einni
þeirra tókst ekki að lyfta sjer
upp aftur. Hún hjelt áfram
beint niður til jarðar. Hermála-
sjerfræðingar skoðuðu flakið
og komust að þeirri niðurstöðu,
að flugvjelin hafi blátt áfram
ekki þolað áreynsluna.
Öðru má ekki gleyma um
loftflota Japana. Það hefir
aldrei til þess komið, að á hann
reyndi til muna.
Því ber ekki að neita, að
þeir hafa mætt meiri mótspyrnu
í Kína en ítalir höfðu í Abyss-
iníu (í raun og veru þurftu Ital-
ir ekkert að óttast, hvorki í lofti
nje á landi) en Kínverjar eiga
ekki nægilega margar orustu-
flugvjelar til þess aó hamla á
móti. í öðru lagi: Flestir flug-
menn þeirra eru óreyndir.
Styrjöldin í Kína er, ef noklc
uð er, grimmari en Spánarstyrj-
öldin.
Frá gamalli tíð berjast bæði
Kinverjar og Japanar með sitt
sverð í hvorri hendi. Svei’ðin eru
ekki látin hanga í slíðrum
til skrauts. Guð einn veit, hve
margir hafa verið drepnir. Þeir
eru stórtækir í hinu víðáttu-
mikla landi, Kína.
Hershöfðingjar beggja skýra
rólega frá því, að 3.000 (eða
kannske 4.000) óvinir hafi lát-
ið lífið í þessari eða hinni orust
unni.
Þeir drepa örar í Kína en
á Spáni og þó fellu yfir
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.