Morgunblaðið - 15.02.1938, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.02.1938, Qupperneq 3
MORGTJN BLAÐIÐ 3 Þriðjudagur 15. febrúar 1938 Leiðið kaupdeiluna til lykta Alþingi sett 1 dag Alþing-i verðnr sett í dag'. At- höfnin hefst að venjn með guðsþjónustu í Dómkirkjunni; þar prjedikar síra Garðar Svavarsson. Bkki munu allir þingmenn komnir hingað til bæjarins ennþá. Með Goðafossi á sunnudag komu þeir Einar Árnason, Sigurður Hlíðar og Stefán Stefánsson. Áð- ur voru komnir þeir þingmenn, er sæti eiga í fjárveitinganefnd. Gísli Sveinsson hefir ekki lagt af stað að austan ennþá, sakir ófærðar. ForsætisráðherranD slasast á skfðum H mmann Jónasson forsætis- ráðherra slasaðist á skíð- um á sunnudag, hafði fallið í brekku og brákaðist annar fót- urinn, um öklann. Fóturinn var settur í gips- umbúðir í gær og var talið, að ráðherrann myndi geta verið við þingsetninguna í dag. Pálmi Hannesson rektor vai* með ráðherranum á skíðum á sunnudag og meiddist hann einnig á fæti, en ekki alvar- íega. , , _ ,í Mál Jóns Halldórssonar Frestað í þriðja sinn Mál Jóns Halldórssonar, að- alfjehirðis Landsbankans hefir þrisvar sinnum átt að tak- ast fyrir í Hæstarjetti, en altaf vérið frestað. Fyrst varð að fresta málinu vegna veikinda eirís af dómurum Hæstarjettar. Þegar málið skyldi tekið fyrir í annað skifti, var Jón Ásbjörnssörí hrm., verjandi Jóns Halldórssonar, lasinn. Loks, þegar svo málið skyldi tekið fyr- ir í þriðja skiftið, í gær, var sækj- andi málsins, Stefán Jóh. Stef- ánsson, farinn til útlanda. Hann fór skyndilega með Gullfossi á laugardagskvöld. Verður mál J. H. nú ekki tekið fyrir, fyr en St. Jóh, St,. kemur heim úr utanför- inni. 30 ára afmælishátíð sína heldur knattspyrnuf jélagið Fram næst- komandi laugardag að Hótel Borg. Hátíðin hefst með sameig- inlegu borðhaldi kl. 7V2 °8' verð- ur ýmislegt til skemtunar, svo sem gamanvísur um Frammara, söngur og dans. Eftir Ólaf Thors EINS og kunnugt er hafa sjómenn sagt upp samn- ingum um kaupgjald á togurunum, og gengu eldri samningar þarmeð úr gildi um síðustu áramót. Nýir samningar hafa ekki verið gerðir milli að- ilja, en Sjómannafjeíög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa hinsvegar ákveðið nýjan taxta, er felur í sjer allveru- lega hækkun frá því er var. Útgerðarmenn hafa tjáð sig með öllu ófúsa að ganga að þeim skilmálum, en hafa til þessa komist framhjá ákvæð um hins nýja taxta með því að gera skipin út á ísfisks- veiðar, án viðkomu í íslenskri höfn og án nýrrar lögskrán- ingar. Nú eru skipin þó flest komin lieim og liggja nú í höfn og haf- ast ekki að, og mun svo verða þartil samkomulag tekst um kaup- gjaldið. Stöðvun eða samdráttur á framleiðslu aðalútflutningsvöru þjóð- arinnar er altaf mikið alvörumál, er á beinan hátt og óbeinan snertir mjög tilfinnanlega hagsmuni alls almennings í landinu. Höfum við íslendingar þessi síðari árin þurft margar raunir að þola í þeim efn- um af völdhm verslunarófrelsis og hafta, bæði innanlands, en einkum þó hjá viðskiftaþjóðunum. En því ver sem við erum í þess um efnum af öðrum leiknir, og því fstar sem sú harðleikni hefir sorfið að okkur, því ríkari skylda ber okkur til að forðast að sjálf- skaparvítin auki enn á þrenging- ar fólksins. Og hvað sem líður öllum ágreiningi um, hvað vel hefir farið og livað miður en skyldi í stjórn opinberra mála, þá er það staðreynd, sein ekki tjáir í gegn að mæla, að gjald- eyrisvandræðin eru nú að sökkva síðustu leyfunum af erlendri til- trú til íslendinga og að jöfríum höndum eykst og magliast at- vinnuleysið eins og pest í fátækra hverfi. Þetta er nú' viðhorfíð í dag, þegar misklíðin á að ráða því, að togaraflotinn liggi burídinn í hofn í vertíðarbyrjun, í stað þess að wkapa þúsundum manna mjög arðvænlega átvinnu, en þjóðfje- laginu þann gjaldeyri, sem vart verður komist af án, og þetta viðhorf er svo alvarlegt, að jeg vil ekki láta það afskiftalaust. Jeg sný mjer því hjermeð til útvegsmanna og sjómanna og beini til beggja aðilja þeirri áskorun, að þeir leiði þessa misklíð til lykta. Levfi jeg mjer að- bera fram þá uppástungu, að eldri samning- ar verði endurnýjaðir með öllu óbreyttir, en það tel jeg eftir at- vikum sanngjarnast, en auk þess alveg tvímælalaust þá einu leið, er til greina geti komið að leysi deiluna án tilfinnanlegrar tafar, en sjerhver töf skaðar eigi aðeins báða aðilja deilunnar, heldur og allan almenning í landinu. Fáein rök vil jeg færa fram máli mínu til stuðnings. * Það var síðastliðið sumar, með- an á síldveiðum stóð, að sjómenn gengu til atkvæða um hvort segja skyldi upp kaupsamningunum, en einmitt þá mánuðina báru togara- menn minna úr býtum en ýmsir aðrir sjómenn, bæði á vjelbátum, en einkum þó á línuveiðurunum. Það er engum vafa undirorp- ið, að einmitt þessi staðrevnd olli því, að togaramenn tóku þá á- kvörðun að segja upp samning- unum, og má vel játa, að eðlilegt sje að þeir liafi unað því illa að hafa minni eftirtekjur en aðrir, enda þótt hitt sje rjett, að það FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ----4+ ----- ÞrjA innbrot uro helgina Brotist var inn á þremur stöð- um hjer í bænum aðafara- nótt sunnudagsins, en litlu var stolið. Innbrotin voru framin í versl- anir Kaupfjelags Reykjavíkur á Vesturgötu 33 og Grettisgötu 46 og í KexVerksmiðjuna „Esju“ á Þvergötu. Á Yesturgötunni var stolið sæl- gæti og bökunardropum, enda hafði þjófurinn (eða þjófarnir) ekki komist inn í aðalbúðina. Á sömu leið fór á Grettisgötunni. Þar komst þjófurinn aðeins inn í bakherbergi og fann þar tösku sendisveinsins, sem í voru 35 kr. í peningum. í Kexverksmiðjunni „Esja“ var stolið 50—60 krónum úr skrif- púlti. Skíðaferðir um helgiiia Veðurfregnirnar á laugardags- kvöld munu hafa átt sinn þátt í því, að óvenju fáment var í skíðaferðum um síðustu helgi. Þó voru unx 300 manns í brekk- unum við Lögberg. Færi var ekki vel gott, en þó skemtu menn sjer hið besta. Skíðafæri var dágott um heíg- ina hjá Kolviðarhóli og við Skíða skálann, en þar standa nxi yfir námskeið hjá Skíðafjelagi Reykja. víkur og íþróttafjelagi Reykja- víkur. Jón Baldvinsson rekinn úr Dagsbrún Ef hann ekki innan viku afturkallar brottrekstur Hjeðins Fyrsta hólmgangan innan verklýðsf jelag- anna, milli Hjeðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar fór fram á að- alfundi Dagsbrúnar s. 1. sunnudag, og varð Hjeð- inn þar ofan á. Talið er, að 800-900 manns hafi sótt þenna Dagsbrúnarfund og varð að halda hann í tveim- ur samkomuhúsum, Nýja Bíó og K. R. húsinu. Fundurinn samþykti: • -"v.í 1. Traustsyfirlýsingu til Hjeðins Valdimarssonar og ann- ara sameiningarmanna innan Alþýðuflokksins. 2. Vantraust á meirihluta sambandsstjórnar, r'jatjórn Alþýðuhiaðsins og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. 3. Brottrekstur Jóns Baldvinssonar úr Dagsbrún, ef hann ekki innan viku hefir afturkallað brottrekstur Hjeðins og horfið að sameiningunni við kommúnista. Fundurinn var all-róstusamur með köflum og mátti segja, að þeim væri varnað málfrelsi, Jóni Baldvinssyni og hans mönn- um. Vegna þeirra atburða, sem á undan voru gengnir, var fyr- irfram gefið, að þessi Dags- brúnarfundur yrði sögulegur, Stjórnarkosning hafði farið fram undanfarið (skrifleg meðal fjelagsmanna), og vitað var, að Hjeðinn Valdimarsson yrði kosinn formaður, því að aðeins einn listi hafði komið fram og var Hjeðni þar stilt í formannssætið. Þegar hinni skriflegu stjórn- arkosningu var í þann veginn að verða lokið, skeður það, sem nú er alkunnugt orðið, að Hjeðinn var rekinn úr Alþýðu- flokknum. Var því fyrirfram víst, að Hjeðinn myndi hyggja á hefndir á þessum Dagsbrún- arfundi. Báðir aðilar munu hafa haft talsverðan undirbúning fyrir þenna Dagsbrúnarfund, enda varð fundurinn fjölmennavi en dæmi eru til áður í fjelaginu. Tvö samkomuhús fyltust, Nýja Bíó og K. R. húsið. Lýsti frá- farandi formaður, Guðmundur Ó. yfir því í fundarbyrjun, að um 900 manns sætu fundinn í báðum húsunum. Fyrst var lýst hvernig stjórn- arkosning hefði farið. Alls voru greidd 850 atkvæði og er það lítil þátttaka. Hjeðinn Valdimarsson var kosinn for- maður Dagsbrúnar með 663 at- kvæðum. Aðrir á lista Hjeðins !voru kosnir með svipaðri at- kvæðatölu, nema „fjármálarit- arinn“, Þorsteinn Pjetursson; hann hlaut aðeins 464 atkv. Alls eru nú í Dagsbrún 1750 löglegir fjelagar. Hefir því þátt takan í stjórnarkosningunni verið mjög lítil. Þegar Hjeðinn var kominn í formannssæii Dagsþrún.ar og hann vissi hvernig „stemning- n“ var á fundinum, fóru pólit- ískar tillögur að koma frarn. Samþykt var með 485:27 at- kvæðum tillaga, er lýsti tra'usti á minnihluta sambandsstjórnar og meirihluta Fulltrúaráðs (Hjeðins-menn), fyrir stefnuna í sameingarmálunum; enn- fremur vantrausti á meirihluta sambandsstjórnar, , ritstjórn Alþýðublaðsins, bæjarfulltrú- unum Stefáni Jóh. Stefánssyni, Jóni A. Pjeturssyni og frú Soff- íu Ingvarsdóttur, fyrir afskiftin af sameiningunni og samnings- rof (bæjarfulltrúarnir) ; loks var í tillögunni lýst van- trausti á meiri hluta sam- bandsstjórnar fyrir brottvikn- ingu Hjeðins, taldi fundurinn hana löglejysu og markleysu. Eins og fyr segir var tillaga þessi samþykt m.eð 485 :27 atkv. Þá kom fram á fundinum syo hljóðandi tillaga: „Verkamannaf jelagið Dags- brún ályktar, að svo framar- lega sem Jón Baldvinsson og meirihluti sambandsstjórnar falla ekki innan viku frá á- lyktuninni um brottrekstur Hjeðins Valdimarssonar úr sambandsstjórn Alþvðuflokks- ins og einbeita sjer fyrir sam- einingu verklýðsflokkanna og einingu í alþýðusamtökunum, í fullu starfi og samræmi við stefnu minnihluta sambands- stjórnar í þessum málum, og FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.