Morgunblaðið - 15.02.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1938, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. febrúar 1938 M 0 K G U N B liAÖltí 7 Sjötujlur: Sigurður Gislason, trjesmiður Dagbók. I. O. O. F. == Ob. 1P. = 1192158V4 □ Edda 59382157 — Fyrl. Siðurður Gíslason trjesmiður í vinaminni á Eyrarbakka er 70 ára í dag. Hann er fæddur í Eyjakoti á Eyrarbakka 15. febrú- ar 1868, sonur Gísla Jónssonar og Guðlaugar Jónsdóttur, er lengi bjuggu þar og dvaldi hann hjá þeim fram að tvítugu. Fór þá ▼innumaður til Jóns Sveinbjörns- sonar, síðar óðalsbónda á Bílds- felli og var.hjá honum í 6 ár, síð- an 1 ár lausamaður, og giftist þá fyrri konu sinni, Jónínu Björus- dóttur, 1895. Hún dó 18. júní 1908, frá 5 ungum börnum, 4 son- nm og einni dóttur. Þrír af< son- ur hans, Sigurgeir, Gísli og Guð- mundur, búa allir í Hafnar- firði, Guðmundur er vjelstjóri, og Guðm. Óskar trjesmiður í Reykja- vík. Dóttir, Málfríður, býr á Gamlahrauni á Eyrarbakka, með Þorvaldi Jónssyni frá Alviðru. 011 eru börnin hin mannvænlegustu. Síðar giftist Sigurður 1912, Sig þrúði Sveinsdóttur, sem ættuð er undan Eyjafjöllum, og hafa þau lengi búið í Vinaminni á Eyrar- bakka. Árið 1887 rjeðist Sigurður há- seti til Guðmundar Isleifssonar á Stóru-Háeyri, sjógarpsins mikla, þá 19 ára gamall. Var Guðmund- ur þá sýslunefndarmaður, og’ var sýslufundur þá vanalega haldinn um sumarmál. Bað Guðmundur þá Sigurð að vera með skipið til ver- tíðarloka, og gerði hann það, en næstu vertíð tók hann svo við skipinu. og fylgdu honum þá flestir hásetar Gúðmundar. Upp frá því var hann formaður óslitið í 33 ár, og vildi honum aldrei til óhapp eða slys, allan þann langa tíma, og ber það vott um dugnað og' snild Sigurðar sem formanns, því ekki var heiglum hent að vera formaður á Eyrarbakka, sem er hin allra versta brimveiðistöð á landinu, og mátti með sanni segja, það sem Jakob Thorarensen kvað: „Oft mátti þar ei sigla sjðar, svo var hinn krappi vegur mjór“. Samtals stundaði Sigurður sjó í 48 vetrarvertíðir auk vor- og haustvertíðar, og var að þeim verkum sem öðrum hinn ágætasti liðsmaður, snarráður, fljótur og ákveðinn, og aflamaður hinn besti. Þau eru orðin mörg og fjöl- breytt störfin em Sigurður hefir unnið um dagana, auk sjávar- verkanna, því að í 35 ár hefir hann unnið að allskonar hús^- smíði, t. d. hefir hann staðið fyrir byggingu 14 timburhúsa og bæ.ja og 10 steinsteypuhiisa, auk fjölda annara byggingarverka, bæði á Eyrarbakka og til sveita. Hann var til dæmis verkstjóri við alla steinsteypuvinnu hælis- o g Sigurður Gíslason. ins á Litla-Hrauni, en Eiríkur Gíslason trjesmíðameistari var yf- irsmiður við timburverkið. Enn- fremur var hann verkstjóri við hengibrúna á Soginu, en Halldór rafmagnsfræðingur Guðmundsson hafði umsjón með verkinu og borgaði út vinnulaun. Ennfremur bygði hann hina traustu og vel- unnu stöpla í Hraunsá, sem stað- .ist hafa áhlaup Ægis frá opnu hafi í fjölda mörg ár. SigurðUr Gíslason er einn af þeim mönnum er halda hróðri ís- lenskra verkamánua hátt á loft, sjálfum þeim til heiðurs, öðrum til eftirdæmis, þjóðinni til gagns og nytsemdar. Hinn sístarfandi verkamaður, sem öll velgengni hennar, afkoma og sjálfstæði byggist á í rjett- bygðu þjóðskipulagi. Sigurður býr nú í litía húsínu 'sínu, Yinaminni, í kyrð og' næði, og vinnur eftir getu. Allir vinir og kunningjar senda honum í dag hlýjar kveðjur, þakk ir fyrir unnið starf og óskir um góð elliár. Bjarui Eggertsson. LOKUN BÚÐA SÍÐASTL. FIMTUDAG. Vegna ummæla í Morgunhlaðinu í dag um afmælisfagnað Verslunarmannafjelags Reykjavík ur, vil jeg taka það fram, að fje- lag kjötverslana sá sjer ekki fært að loka búðum sínum til kl. 1 daginn eftir hófið, sölram þess að oss fanst það ónærgætni vegna hinna mörgu bæjarbúa, sem þurfa að kaupa í hádegisverð hjá oss. Þetta var öllum kunnugt, þar sem vjer auglýstum ekki lokun búð- anna þennan dag. Reykjavík, 11. febr. 1938. Skúli Ágústsson. Blindravinafjelag íslands liefir stofnað sjóð til minningar um prófessor Sigurð P. Sívertsen, sem var fyrst formaður fjelags- ins. Sjóðurinn er að upphæð 1000 krónur og heitir „Bókasjóður blindra", og verður varið úr sjóðn um fje til bókakaupa, eins og nafn hans ber með sjer. Minning- arspjöld verða seld til ágóða fyr- ir sjóðinn. Atkv. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Allhvass S. Rigning öðru hvoru. Veðrið í gær (mánud. kl. 17) : Fyrir sunnan og suðaustan land er víðáttumikil hæð, en lægð fyr- ir norðan Jan Mayen á hreyfingu A og önnur við S-Grænland á NA-leið. Hjer á landi er vindur milli S og V, víðast hægur. Á S- og V-landi er dálítil rigning eða súld og sumstaðar á N-landi, en þurt og víða bjart veður á A- landi. Hiti er 3—7 stig. Næturlæknir er í nótt Jón Nor- land, Ingólfsstræti 21. Sími 4348. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Nýlega er lokið stjórnarkosn- lingu í Hinu íslenska prentarafje- lagi. I aðalstjórn voru kosnir: Magnús H. Jónsson form. (endur- lcosinn), Meyvant O. Hallgríms- son gjaldkeri. 1. meðstjórnandi Guðmundur Kristjánsson. Fyrir voru í stjórninni Guðmundur Halldórsson ritari og Samúel Jó- hannsson 2. meðstjórnandi. I varastjórn voru kosnir: Einar Hermannsson varaform., Sigfús Valdemarsson ritari, Jóliannes L.. Jóhannesson gjaldkeri, 1. með- stjórnandi Jóhannes M. Zoega og 2. meðstjórnandi Kristmundur Guðmundsson. Jóhannes Jóhann- esson og Jón H. Guðmundsson, er áður voru í aðalstjórn, báðust undan endurkosningu. Prá Englandi komu í gærmorg- un togararnir Gyllir og Max Pemberton. Stefnir, fjelag ungra Sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði hjelt að- alfund sinn fimtud. 10. þ. m. I stjórn voru kosnir: Form. Her- mann Guðmundsson, varaform. Stefán Jónsson, ritari Gunnar Rúnar, gjaldkeri Jóhann Björns- son, vararitari Magnús Guðlaugs- son. Mikill áhugi ríkir meðal ungra Sjálfstæðismanna í Hafnar firði og ber fjelagslífið þess glögg merki, að „Stefnir" er í miklum uppgangi. Stjórn Prestafjelagsins biður alla prestvígða menn, sem fá því við komið, að safnast saman hempuklædda í skrúðhúsi Dóm- kirkjunnar kl. 1.30—1.45 mið- vikudaginn 16. febr. „Þrír fóstbræður“, hin kunna skáldsaga Alexanders Dumas hef- ir enn einu sinni verið kvikmynd- uð og verður kvikmyndin sýnd í Gamla Bíó í fyrsta skifti í kvöld. Óþarft er að rekja efni þessarar kvikmyndar, það er svo vel kunn ugt öllum almenningi. Efnið er spennandi og þrungið af róman- tik og hetjudáðum. Slíkar kvik- myndir eru jafnan öruggar um hvlli fjöldans. Jón J. Dalmann ljósmyndari varð 65 ára í gær. ísfiskssala, Garðar seldi afla sinn í Hull í gær, 1756 vættir fyr ir 928 sterlingspund. Bjarni Björnsson gamanleikari skemtir enn í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Nú er hver síðastur að fá að lieyra og sjá Bjarna leika, og er því ráðlegt að fá sjer að- göngumiða í tíma. Á morgun kl. 17.30 eftir ísl. tíma flytur próféssor Shetelig frá Osló fyrirlestur í danska útvarp- ið um Vínlandsferðir norrænna manna í fornöld. (FÚ) Innanhúss róðraæfingar hjá glímufjelaginu „Ármann“ eru byrjaðar og verða framvegis í Iþróttahúsinu við Lindargötu á þriðjudögum kl. 9—10 e. h. og föstudögum kl. 8.15—9.15 e. h. U. M., F. Velvakandi heldur fund í Kaupþingssalnúm í kvöld kl. 9. Dánarfregn. S.l. sunnudag and- aðist á Isafirði Bergsveinn Árna- son járnsmiður. Jón Sigurðsson á Reynistað kom liingað með Goðafossi á sunnudag. Hann á sæti í mæði- veikisnefndinni, teem tekur nú aftur til starfa hjer í bænum. Kvenfjelagið „Hlíf“ á ísafirði hjelt alment samsæti á sunnudag- inn fyrir gamalmenni bæjarins. Væringjar: Munið fundinn í kvöld í Varðarhúsinu kl. 8y^. Mætið allir í búningum. Umboðsmenn Ilappdrættis Há- skólans í Reykjavík og Hafnar- firði hafa opið til kl. 10 í kvöld. Útvarpið: Þriðjudagur 15. febrúar. 13.00 Setning Alþingis. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Fiðlusnillingurixm Paganini (Theódór Árnason fiðluleikari). FUNDURINN I DAGS- BRÚN. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. já um að stefna Alþýðublaðs- ins breytist samkvæmt þessu, þá skuli f jelagsstjórn og trúnaðarmannaráð víkja Jóni Baldvinssyni úr fjelaginu, fyrir fram- ferði hans í sameining- armálum alþýðunnar, enda hafi hann ekki sagt sig úr fjelaginu innan þess tímau. Þessi tillaga var samþykt með 460:27 atkvæðum. Að lokum samþykti fundur- inn að heimila fjelagsstjórninni að verja 1000 kr. úr fjelags- sjóði til styrktar útgáfu nýs flokksblaðs, ef Alþýðublaðið ekki breytir þegar um stefnu gagnvart samejningunni. Miklar og harðar umræður urðu um þessi mál á fundinum. Þar voru m. a. mættir Jón Bald vinsson og Haraldur Guð- mundsson ráðherra, en þeir fengu mjög slæmt hljóð. I sambandi við samþykt fundarins um brottvikningu Jóns Baldvinssonar úr Dags- brún, hefir hann látið þess get- ið, að hann hafi verið kosinn í trúnaðarmannaráð Dags- brúnar með 716 atkvæðum, en brottvikningartillagan hafi að- eins fengið 460 atkv. Bendir þétta til þess, að Jón Bald- vinsson ætli að hafa sömu að- ferð og Hjeðinn, að hafa að o'1"" samþyktina um brott- reksturinn. Jarðarför prófessors Sigurðar P. Sívertseu fer fram miðvikúdaginn 16. febrúar og hefst með húskveðju á heimili hans, Garðastræti 40 kl. 1 e. h. Þeir sem hafa í hyggju að senda minningarspjöld, eru beðnir að minnast Blindravinafjelags íslands. Reykjavík 14. febrúar 1938. Steinunn og Gustav A. Jónasson. Áslaug og Helgi Sívertsen. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för okkar kæru móður, tenmdamóður og ömmu Elínar Jónsdóttur. Guð launi öllum þeim, er rjettú henni hjálparhönd 1 veikind- um hennar. F. h. okkar og annara aðstandenda Ágústa og Gúðmundur Hróbjartsson. &A& ir 9 rcíftltmr Vi5in Innan um grafir dauðra. Laugaveg 1. ÚTBÚ, Fjölnisveg 2. Hafið þjer lesið þessa bók?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.