Morgunblaðið - 22.02.1938, Page 2

Morgunblaðið - 22.02.1938, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞriÖjudagur 22. febr. 1938. Mr. EÖen skýrir frá hvers vegna hann sagði af sfer Breski ulanríkismálaráðherr- ann sagði af sjer í fyrrakvöld Þrátt fyrir „að reynt hafi verið til þrautar að koma í veg fyrir það“ — eins og Mr. Neville Chamberlain komst að orði í breska þinginu í gær, lagði Mr. Anthony Eden niður em- bætti sem utanríkismálaráðherra Breta í fyrrakvöid. Með því hefir risið í Bretlandi einhver alvarlegustu vandræði síðari ára, ef und- an er tekin Mrs. Simpson-deilan í fyrra. Mr. Eden og Mr. Chamberlain gerðu grein fyrir orsökunum sem leiddu til embættisafsals Mr. Edens í breska þinginu í gær. En í brjefi sínu, þar sem Mr. Eden skýrir frá þeirri ákvörðun sinni, að segja af sjer, segir hann á þessa leið: „Atburðir síðustu daga hafa leitt í ljós, að skoðanamunur mikill á sjer stað milli forsætisráðherrans og mín, um mikilsvarðandi mál, er þannig er varið, að lausn þeirra getur haft örlagaríkar afleiðingar. Jeg get ekki lagt fyrir þingið þá stefnu, sem jeg get ekki sjálfur samþykt. Enda getur sú stjóm ekki talist starfshæf, þar sem eins mikill skoðanamunur á sjer stað milli forsætisráðherra og utanríkisráð- herra, og á sjer stað milli forsætisráðherrans og mín“. „Þjóðin er sömu skoðunar og jeg“ — Mr. Eden Þessi skoðanamunur milli Mr. Edens og Mr. Chamber- lains er um afstöðu Breta til ítala. Mr. Eden sagði í ræðu þeirri sem hann flutti í breska þinginu í gær, að hann teldi ekki tímabært að hefja samninga við ítali nú. Hann kvaðst ekki geta fallist á að Bretar byrjuðu samnínga við Itali á meðan Italir hefðu í hótunum og að hann gæti ekki verið á sömu skoðun og þeir, sem hjeldu því á lofti að hægt væri að semja ,,nú eða aldrei“. Hann sagði að áður en samningar hæfust yrðu ítalir að hafa sýnt það í verki að þeim væri alvara að bæta sambúðina við Breta með því að kalla meginhlutann af sjálfboðaliðum sínum heim frá Spáni og stöðva undirróður gegn Bretum í Austur-löndum. „I stað þess að láta leita til vor“. Eden tók fram, að hann væri ekki andvígur því, að bætt yrði samkomulag milli Breta og ítala, en hann vildi ekki fara þá leiðina, sem ráðuneytið hefði kosið. ,,Vjer þöfum lengi gert oss of mikið far um að leita sam- komulags við aðra“, sagði Eden, ,,í stað þess að láta þá leita til vor. Þetta hefir orðið oss til stórkostlegs álitshnekk- is“. ,,Jeg er sannfærður um að þjóðin er sömu skoðunar og jeg í þessu máli, og hún er ekki sjálfri sjer trú, ef hún ekki læt- ur þá skoðun í ljós, og ekki trú þeim sem henni treysta“. Eden ekki sanngjarn* Kjarninn í ræðu Mr. Cham- berlains var að hann væri þjgirrar skoðunar, að öll ágrein- ingsmál þjóða á milli mætti jafna á friðsamlegan hátt, ef ekki skorti skilning og eamúð. Þann skilning og þá samúð vildi hann stofna til milli Bret- lands og Ítalíu. I einu atriði, sagði hann, hefði Eden ekki verið sann- gjarn. Hann hefði gefið í skyn, að ítalir væru að neyða Breta til samninga við sig. Þetta væri ekki rjett. ,,Að mínu áliti“, sagði hann, ,,er ekkert það í því, sem að okkur hefir farið á milli sem unt er að skilja á þann hátt'. Mr. Chamberlain sagði að lokum að hann hefði ekki ver- ið eins viss á að stefna sín væri rjett í neinu öðru máli eins og í þessu máli. Undirtektir. Mr. Eden fjekk mikið lófa- cak af hálfu stjórnaran'-1-' inga á þingi og margra á bekkj- um stjórnarinnar. Þegar Mr. Chamberlain hafði lokið máli sínu, kváðu við húrrahróp á ráðherrabekkjunum. Samtímis Mr. Eden sagði Cramborn lávarður af sjer stöðu sinni sem aðstoðar-utan- ríkismálaráðherra í ræðu þeirri sem hann flutti í þinginu í gær, sagði hann að Eden hefði algerlega á rjettu að standa og hann vildi hafa sagt hvert ein- asta orð sem Eden hefði mælt. ítalir, sagði hann, hefðu ekki sýnt sig verða þess, að þeim væri treyst og það að hefja samningaumleitanir nú væri hvorki meira nje minna en að gugna fyrir hótunum. Halifax lávarður hefir verið settur til þess að gegna störfum utanríkismálaráðherra fyrst um sinn. (Samkvæmt Lundúnaútvarpinu í gærkvöldi. FIL). Lyra kom hingað í gærkvöldi frá Bergen. Hinn stórþýski draamur HitKers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Rreða Hitlers á sunnu- daginn er tal- in vera söguleg boðun um herveldi Þjóðverja og fram tíðardrauma þeirra. Hún hafði geysilega djúp áhrif á úilendinga sem á hana hlýddu. Erlend blöð telja merki- legastan þann kafla ræð- unnar þar sem Hitler lýsti yfir því, að Þjóðverjar væri verndarvættir 10 miljón Þjóðverja, sem hyggju handan við þýsku landamærin. Þarna skín í hinn stórþýska draum og með þessum orðum er talið að Hitler hafi áskilið sjer rjett til þess að hafa af- skifti af málefnum Tjekkó- slóvakíu og Austurríkjs. Annars vakti það at- hygli hvað Hitler var fá- orður um Austurríki. Hann fór í raun og veru ekki eins fáum orðum um afstöðu Þjóðverja til nokk- urrar erlendrar þjóðar og Austurríkis. Allur miðkafli, ræðunn- að eða hálf önnur klst af hinni 3. klst. löngu ræðu fór í að lýsa framför- um í Þýskalandi hin 5 síð- ustu ár, sem nazistar hafa verið við völd. Hann hóf síðan að lýsa afstöðu Þjóðverja til hinna ýmsu þjóða og tal- aði síðast um Austurríki. Þegar Hitler hafði lokið , máli 3Ínu, talaði Göring stutta lofræðu til Hitlers, hins „geniala“ foringja þýsku þjóðarinnar. Mr. Eden. Mr. Chamberlain. Ræða Edens Halifax lávarður. Nýjar kosningar i Bretlandi? Pað hefir verið kunnugi; í Bretiandi í nokkra daga, að alvarlegur ágreiningur væri milli Mr. Edens og Mr. Chainberlains (símar frjetta- ritari vor). Þegar ráðuneytis- fundir voru haldnir í London á laugardag og síðan allan sunnudaginn, frá því snemma um morguninn, spurðist það fljótt um London, að til harðra átaka hefði komið milli Mr. Edens og nokkurra fylgis- manna hans innan breska ráðu- neytisins og Mr. Chamberlains og hans fylgismanna. Síðdeg- is á sunnudag safnaðist hópur manna fyri rutan Downing Street 10, þar sem ráðaneytis- fundirnir voru haldniv og hrópuðu: ,,Yið viljum Eden, en engan samning við ítali“ („We want Eden, but no pact with Italy“). Mr. Eden beið lægra hlut þegar til atkvæðagreiðslu kom innan ráðuneytisins. Margir telja að aiburðir þessir geti leitt til nýrra kosn- nga í Bretlandi á næstu mánuðum. Eftirtektarvert er að utan- ríkismálanefnd breska íhalds- flokksins, en í henni eru á ann- að hundrað manns, lýsti yfir nýlega þeirri skoðun, að hún teldi ekki tímabært að liefja samninga við Itali að svo stöddu. \ Ítaísu hafa ráðherra- skiftin í Bretlandi vakið ó- London í gær. FÚ. Mr. Anthony Eden hóf mál sitt með því að segja, að þótt hver ráðherra hlyti í embættísrekstri sínum að styðjast við meginstefnu stjórnarinnar á hverjnm tíma, þá gæti staðið þannig á, að sann- færing manns leyfði manni ekki að framkvæma þá stefnu, og þann ig stæði nú á fyrir sjer. Eden gerði síðan yfirlit yfir sambúð Breta og ítala á nndan- jförnum þremur missirum. Skömmu eftir að undirritaður hafði verið [Miðjarðarhafssáttmálinn, árið 1936, hefði komist upp tim stór- fkostlegar hernaðarsendingar frá Ítalíu til aðstoðar Franco á Spáni. í fyrrasumar hefði Chamberlain ritað Mnssolini persónulegt brjef, þar sem hann hefði látið í ljós ósk um meiri samúð- og skilning milli Bretlands og Ítalíu. Sam- komulagið hefði þá batnað í bili, á yfirborðinu, en svo hefði farið að bera á sjóræningjastarfsemi í Miðjarðarhafi og ítalir hefðu hrós að sjer opinberlega af árangrinum af aðstoð þeirra við Franco. „Vjer getum ekki baldið áfram að láta slíkt viðgangast“, sagði Eden. „Vjer verðum að útkljá vor á milli ekki einungis Spánarmál- in,. heldur og fleiri mál áður en vjer getnm sest að samningum við ítali, eða gert vináttusáttmála við þá. Og vjer verðum umfram alt að sýna öllum heiminnm, að vjer sættnm oss ekki við loforðin tóm. Vjer krefjumst þess að staðið sje við þau“. „Vjer höfum sjeð á síðustu mán- uðum, síðustu vikum og jafnvel síðustu dögum, dæmi þess hvernig sáttmálar eru rofnir samvisku- lanst og hvernig stjórnmálalegu ofheldi er beitt, og vjer eigum ekki að samþykkja þær stjórn- málaaðferðir á einn eður annan hátt“. „Vjer eágum að halda áfram að fylgja viðurkendum stjórn- málareglum í samningum vor- um við aðrar þjóðir og krefj- ast þess að aðrir fylgi þeim, að minsta kosti eigum vjer ekki að láta stjórnast af því, að einhver gefur í skyn að nú eða aldrei sje tími til að semja. Þeir samningar sem gerðir eru vegna hótana, eru aldrei langvarandi, enda eig- um vjer ekki því að venjast, að láta kúga oss til samninga- gerða“. „Jeg er mjer þess meðvitandi að fyrverandi samherjar mínir líta öðrum augum á þessi mál. Ef til vill liafa þeir rjett fyrir sjer. En ef svo er þá eiga þeir heimtingu á því að utanríkismálaráðherrann sem á að framkvæma stefnu þeirra hafi sannfæringu fyrir því að hún FRAMH. Á SJÖTTU BÍÐU. FRAMH, Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.