Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Imðjudagur 22. febr. 1938. —— JfRorgtmMa&tö--------------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrg?5arma?Sur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánubi. /' i íausasölu: 15 aur^ eintakið — 25 aura meb Lesbók. STJÓRNARSAMVIHNAN Ræða síra Bjarna Jóns- sonar, flutt við vígslu „Sæbjargar“ Síra Bjarni Jónsson flytur vígsluræðuna. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins hefir verið að halda . aðalfund lijer í bænum undan- farið. Þar var að sjálfsögðu rædd stjórnarsamvinnan og svohljóð- andi ályktun gerð: „Aðalfundur miðstjórnar Fram- : sóknarflokksins álítur rjett að leitað sje eftir samkomnlagi við Alþýðuflokkinn um stuðning við ríkisstjórn og afgreiðslu mála á yfirstandandi Alþingi“. Aftan við þetta hónorð til Al- þýðuflokksins var hnýtt eftirfar- andi: „Framsóknarflokkurinn hafnar samstarfi við flokka, sem ekki vinna undandráttarlaust á þing- ræðis- og lýðræðisgrundvelli til framdráttar sínum málum. Flokk- urinn fördæmir alveg sjerstaklega pólitíska starfsemi þeirra manna, sem leita til erlendra valdhafa - eftir fyrirlagi um íslensk stjórn- mál“. Fyrri liðurinn í þessari samþykt var óþarfur, því að vitað er, að Framsóknarflokkurinn hefir und- anfarið verið að semja við Al- þýðuflokkinn og er þeim samn- ingum sennilega að mestu lokið, þótt ekkert hafi verið látið uppi um þá opinberlega ennþá. Síðari liðurinn í ályktún mið- Stjórnar Framsóknarflokksins er nánast hlægilegur. Það á víst að heita svo, að þessum lið ályktun- . arinnar sje beint til kommúnista. Alyktunin er sýnilega gerð til þess, að þóknast þeim mörgu óá- nægðu kjósendum Framsóknar- flokksins, sem hafa fordæmt makk flokksins við óaldarlýð lcommún- ista. Miðstjórn og þing Framsóknar- flokksins hafa oft áður sent frá sjer svipaðar ályktanir og þessa gagnvart kommúnistum. En hvað hefir svo orðið ofan á, þegar til kosninga hefir komið? Það er ekki ár liðið síðan al- mennar alþingiskosningar fóru hjer fram. Kom það nokkursstað- ar í ljós við þær kosningar, að Fram sóknarflokkurinn f ordæmdi pólitíska starfsemi kommúnista? Verkin sýna merkin. Hvað skyldu þeir vera margir, þingmenn Fra.m sóknarflokksins, sem beinlínis voru kosnir á þing með atkvæð- um kommúnista, þeirra manna, „sem leita til erlendra valdhafa eftir fyrirlagi um íslensk stjórn- mál“ ? Væri ekki reynandi að spyrja þingmenn Kangæinga, Ár- nesinga, Mýramanna, Skagfirð- inga, Eyfirðinga og Norð-Mýl- inga ? Nú kynni éinhver að halda, að hugur Framsóknarmanna til kommúnista væri breyttur frá síð- ustu alþingiskosningum. En þá er því til að svara, að tæpur mán- uður er liðinn síðan fram fóru hreppsnefndarkosningar í flestum eða öllum stærri kauptúnum lands dns. Við þær kosriingar hafði Fram sókn samfylkingu með kommún- istum á þeim stöðum, sem það gat haft úrslitaþýðingu. Nægir í því sambandi að minna á kosn- inguna í Borgarnesi og á Sauð- árkróki. Með þessar staðreyndir að baki, hlýtur slík ályktun, sem miðstjórn Framsóknarflokksins gerði, að vera næsta skopleg. Framsóknarflokkurinn hefir við allar kosningar sýnt í verkurn, að hann er reiðubúinn að taka hönd- um saman við ofbeldis- og bylt- ingaflokk kommúnista, svo fram- arlega sem það getur haft. þýð- ingu fyrir úrslitin. Hann hefir í þessu efni haft nákvæmlega sömu aðferðina og Alþýðuflokkurinn. Báðir liafa þessir flokkar verslað með atkvæði kommúnista við all- ar undanfarandi kosningar og sein ast nú í janúarmánuði s.l. Hitt er ofur skiljanlegt, að Framsóknarflokkurinn reyni í lengstu lög að lialda því leyndu fyrir bændum, að hann sje að makka við kommúnista. Og ein- mitt þess vegna er flokksstjórnin við og við að gera ályktun, svip- aðri þeirri, sem miðstjórnin send- ir nú frá sjer. Af sömu ástæðu myndi það koma sjer illa fyrir Framsóknar- flokkinn, ef Hjeðinn Valdimars- son yrði nú ofaná í Alþýðuflokkn- um. Afleiðing þess yrði sú, að Jón Baldvinsson, Haraldur Guð- mundssön, Emil, Finnur, Vilmund ur, Sigurjón og þeir aðrir í mála- liði Alþýðuflokksins myndu þurk-. ast út af Alþingi. En afleiðing þess yrði aftur sú, að þá yrði Framsóknarflokkurinn að ganga hreint að verki og semja beint og fyrir opnum tjöldum við þá menn, sein hann hefir hingað til aðeins viljað semja við í myrkrinu. Kommúnistar hafa hvað eftir annað- lýst yfir því, að þeir væru fúsir til samninga vði Framsókn. Hingað til hefir Framsókn ekki þurft þeirra samninga með á Al- þingi, vegna málaliðs Alþýðu- flokksins, sem þar hefir setið. En nú bendir margt til þess, að hjer verði stórfeld breyting á, þar sem Hjeðinn virðist vera að leggja undir sig Alþýðuflokkinn. Það gæti vitanlega liaft óþægi- legar afleiðingar fyrir Framsókn, ef Hjeðinn yrði ofan á í Alþýðu- flokknum. Þá yrði hann að opin- bera fyrir alþjóð skyldleika sinn við kommúnista og það gæti verk- að illa á bændur. En Morgunblað- ið er fyrir sitt leyti ekki í vafa um, áð Framsókn myndi eftir sem áður semja við rauðu fylkinguna. Og þá yrði áreiðanlega ekki verið að minna á mennina, „sem leita til erlendra valdhafa eftir fyrir- lagi um íslensk stjórnmál“. Ðr. Áleixandrine kom frá útlönd- um á sunnudag og fór í gærkvöldi vestur og norður um land. Mjer er það gleði, að stíga á skipsfjöl í dag. Kristin kirkja er oft starfandi, er sorgin sækir sjómannastjett og sjómannaheimili heim. Hve gott að mega ávarpa sjó- menn á gleði- og heillastund. Oss er í dag bent á líf, starf, hjálp og gleði. Með fögnnði er nýtt skip boðið velkomið, og almenn gleði ríkj- andi, af því að hið nýja skip er björgunarskip. Það er auðsjeð, að „Sæbjörg er velkomin. Jeg sje, að það, sem lijer er að gerast, er í nánum skyldleika við hið heilaga. Ávarpið „bjarga þú“ hefir gejmist um aldaraðir. Það voru lærisveinar á litlum bát í ofviðri, þeir kölluðu þannig á drottinn. Aldrei gleymist sagan um læri- sveinana, sem voru á bátnum, er lá undi.r áföllnm. En drottinn stóð hjá þeim og sagði: „Verið hug- liraustir". í heilagri ritningu er. svo oft talað um sjómennina og starf þeirra, sem sigla um höfin. Einn kapítuli Nýja testamentisins er með rjettu nefndur sjóferðakapí- tuli. Það er 27. kap. í Postula- sögunni. Er þar sagt frá mönn- um, sem eru staddir í hafróti og miklum háska. Þar grípa menn til bjargráða, en hættan er bersýni- leg. Á því skipi er meðal farþeg- anna einn maður, öruggur og hug rakkur, þó að liann sje fangi. Hann er fangi, en frjáls í hugsun og greind. Páll postuli var á skipi þessu. Postulinn gjörðist björgun- armaður. Með ró og festu ávarp- aði hann skipshöfnina: „Nú ræð jeg yður, að þjer sjeuð með ör- uggum huga. Á þessari nóttu stóð hjá mjer engíll þess Guðs, sem jeg þjóna, og sagði: „Vertu ó- hræddur. Guð hefir náðarsamlega gefið þjer alla þá, sem með þjer eru á sjóferðinni“. Verið því menn með öruggum liuga“. Á þessari hátíðisstund tek jeg mjer þessi orð í munn: „Verið með öruggum huga“. Jeg segi það við Slysavarnafjelagið, við karla og konur, seni hjer hafa starfað með fórnfýsi og áhuga. Jeg bið starfi þessu blessunar. Heill göfugu starfi. Guð styrki hvern frækinn og frjálsan mann, sem framför sannasta þekkir, sem landslýðinn bætir og berst fyrir liann, uns bresta þeir síðustu hlekkir. Jeg samgleðst þeim, sem hjer hafa unnið heillaríkt verk með öruggum huga. Slysavarnafjelagi Islands, öllum deildum þess, flyt jeg árnaðaróskir. Það er með þakklátri gleði hugsað Uni, hvernig vonirnar ræt- ast. Sú gleði býr hjá oss, er vjer horfum á skipið. Mættu á skipinu rætast þessi orð: „Jeg blessa þig, og blessun skalt þú vera“. Guð blessi þetta skip, að það megi sigla undir krossfána þjóð- arinnar til hjálpar, að þegar til þess sjest, megi vonir lifna í brjóstum manna, að þegar hrópað er í ölduróti og •náttmyrkri: „Sæ- björg kemur“, þá aukist mönnum hugrekki og þor. Jeg bið þess, að þegar Ijós þess sjást, megi birta í hjörtum þeirra, sem eiga í erfiðri baráttu. Jeg veit, að á mörgum heimilum verður vonin öruggari, af því að Sæbjörg er úti á hafinu. Guð láti lieill fylgja þessu skipii og giftu nafni þess. Þá mun þakk- lát gleði búa á mörgum sjómanna- heimilum, af því að Sæbjörg ber nafn með rjettu, af því að hún vinnur hið fagra starf, að hjálpa sjómönnunum til þess að ná þeirri höfn, sem þeir þrá. Tengjum bjartar vonir yið þetta skip. Stendur sá við stjórnvölinn, er stýrir öllu vel. Guð gefi góðu málefni sigur. Gleðjumst yfir því, að sjá fánann við hún yfir farsælu skipi. Blessað sje skipið. Blessuð sje skipshöfnin. Til þeirra, sem hjer eiga að starfa, beini jeg þessum orðum: „Verið karlmannlegir. Alt sje í kærleika gjört“. Hjá vöskum mönnum skal djörfung og gleði fylgja þróttmikln starfi. Margir senda skipverjum góðar óskir. Ut á haf í Alvalds nafni, ei er hugur veill; Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur fararheill. Guð gefi fararheill bæði í birtu og á næturvökum. Heill björgunarstarfinu. Heill Slysavarnafjelaginu. Heill skipinu. Heill skipshöfninni. Það er mjer gleðiefni, að Slysa- varnafjelag Islands hefir falið mjer að vígja þetta skip. Lýsi jeg yfir því, að björgun- arskútan Sæbjörg er vígð í nafni Drottins, vígð til hjálpar og björg unar. Birta Guðs blessunar Ijómi yfir þessu skipi, yfir þeim, sem bjarga, og yfir þeim, sem verður bjargað. Að lokinni ræðu lýsti síra Bjarni Jónsson drottinlegri bless- un yfir starfinu, skipinu og skip- verjum. Minningarorð um frú Ásthildi Höllu Guðmundsdóttur Hún andaðist að lieimili sínu, Vitastíg 10, 8. þ. m., eftir örstutta en þjáningarfulla sjúk- dómslegu. Ásthildur sáluga var fædd hjer í bænum 17. apríl 1911 og var því tæpra 27 ára að aldri. Hún var dóttir Guðmundar Pjeturssonar lækuis og frú Elínbjargar Run- ólfsdóttur konu hans. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Jóni Er- lendssyni, árið 1929. Þan hjónin eignuðust þrjár dætur, og eru tvær á.lífi, sem eru nú 5 og 7 ára að aldri. Ásthildur var ein í hópi hinna allra myndarlegustu íslensku kvenna; hún var prýðilega verki farin, gestrisin og gjöful, það sem efni leyfðu, og sjerstaklega um- hyggjusöm um heimili sitt. Hún var ástrík móðri barna sinna og góður förunautur manns síns. Má því geta nærri, hvert skarð er fyr- ir skildi hjá manni hennar og móð- ur lansu telpunum, því brjóst- gæði hennar og nærgætni beind- ist nú fyrst og fremst að þeim og einnig að öðrum, sem bágt áttu og á vegi hennar urðu, hvort held ur voru menn eða málleysingjar. Hún var orðlagðnr dýravinur. Þó hin látna kona væri nú ekki eldri að árurn, hafði hún þó flest- um fremur orðið að þola misvindi lífsins. Skulu þau atvik ekki rakin hjer, enda líka eru þau óútkljáð mál. En þess má geta, að í hinni þjáningarfullu banalegu kom það skýrt í ljós, að hin látna var full komlega" óhrædd og örugg að ganga á guðs síns fund, þegar hún vissi, liver endalokin yrðu, og áð- ur en hún tók síðustu andvörpin fól hún ’ í hans föður hendur sig sjálfa og ástvini sína. Hún hafði ekkert að óttast, hún var trúuð kona og guð er góður. Blessuð sje minning hennar. Kunnugur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.