Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 6
6 M 0 R G U N B L A ÐI Ð Þriðjudagnr 22. febr. 1938. Björgunarskúta Faxaflóa Ræður Mr. Edens eg Mr. Chamberlains FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. kmj voru full af fólki og alt í kring við höfnina var urmull af íólki, sem var komið til að sjá ■kipið. Tedrykkja. Er athöfninni við Grófar- bryggjii var lokið hjeldu gestir Slysavarnafjelagsins að Hótel Borg, þar sem sest var að te- drykkju. Þorsteinn Þorsteinsson •týrði samsætinu og hauð hann g-esti velkomna. Mun alls rúm- lega 150 manns hafa setið að te- drykkjunni’ þar á meðal skips- köfnin á „Sæbjörgu". Þáttur kvenfólksins. Margir ræðumenn voru og tók Magnús Sigurðsson bankastjóri fyrstur til máls. Mintist hann á tildrög þess, að farið var að hugsa »m hjörgunarskútumálið. En síð- an beindi hann orðum sínum til þeirra, er drýgstan skerfinn hafa lagt til þessa, máls, en það eru konurnar. Þakkaði hann þeim þeirra áhugasama og fórnfúsa starf í þágu þessa mikilsverða máls. Þá talaði Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður, sem bar Slysa- varnafjelaginu hjer kveðju og árnaðaróskir Björgunarfjelags Vestmannaeyja, sem fyrir 17 ár- um síðan kom upp björgunarskipi við Eyjar. Árnaði hann fjelaginu og björgunarskútunni allra heilla. Enn töluðu þeir Kristján Bergs- son, forseti Fiskifjelags Islands, sem talaði fyrir minni íslenskra sjómanna og Jón Bergsveinsson erindreki Slysavarnaf jelagsins, sam talaði fyrir' minni skipstjór- ans á „Sæbjörgu", Kristjáns Krist- jánssonar og skipshafnar hans. Gísli Sveinsson alþingismaður fltitti kveðjur og heillaóskir úr Vestur-Skaftafellssýslu og flutti snjalla ræðu um hættur þær, er bíða sjómanna við hina brimlöðr- andi strönd Suðurlandsins. Þá talaði Þorsteinn Þorsteinsson og þa.kkaði enn kvenfólkinu fyrir alt það, er það hefir gert fyrir björg- unarskútumálið. Vígslubiskup sr. Bjarni Jónsson talaði fyrir minni sjómannaheim- ilanna, sem nú, ha|a meira öryggi en áður. Þá flutti Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti kvæði, sem hann liafði ort urn „Sæbjörgu". Sigurð- ur var einn helsti frumkvöðull og styrktarmaður að því, að Björg- unarfjelag Vestmannaeyja var stofnað og ljet sig mikið skifta björgunarmálin. Stóðu menn úr sætum sínum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir skáldinu. Geir Sigurðsson mælti fyrir minni kvenna og- sungn karlmenn- irnir „Fósturlandsins Freyja“ að lokinni ræðu hans. Af kvennanna hálfu töluðu síð- ast þær Inga Lára Lárusdóttir og frú Guðrún Jónasson. Þökkuðu þær báðar fyrir hlý ummæli í garð kvenfólksins, sem þær kváðu aðeins hafa gert skyldu sína. Strengdu þær þess heit, að hjer skyldi ei staðar numið. heldur haldið áfram á sömu braut. Allar ræðurnar báru þess vott, að menn gera sjer miklar og •jæstar vonir um hið nýja björg- unrskip og það er án efa ekki að eins von allra Reykvíkinga, held- ur og allra landsmanna, að þær vonir megi rætast sem best. Lýsing á skipinu. Björgunarskútan „Sæbjörg“ er bygð í Frederikssunds Skibsværft í Danmörku, en teikningar og skipslýsingu gerði íslenskur mað- ur, Þorsteinn Daníelsson skipa- smiður. Skipið er rúml. 60 smál. að stærð og gengur fyrir 180 ha. Bolinder-vjel, en góður seglaút- búnaður er á skútunni og er gert ráð fyrir, að þau verði mikið not- uð. 5 smálesta stálkjölur er und- ir skipinu, sem kjölfesta. Auk aðalgangvjelarinnar er 20 ha. dieselvjel, „Tuxharn", sam framleiðir rafmagn, og önnur minni vjel til vara; er hún 2 ha. I klefa aftan við stýrishúsið eru mælingaráhöld öll, ásamt út- varpi, talstöð, miðunarstöð o. s. frv. Er alt þetta af hinni nýjustu og bestu gerð, sem völ er á, og keypt af hinu þekta firma M. P. Petersen í Khöfn. Skipið er mjög traust að sjá og bygt úr besta efpi, sem hægt var að fá í Danmörku. Smíði skipsins átti að hefjast í maímánuði s.I., en ekki var byrjað á smíðinni fyr en 1. júlí. Seinkaði því hingaðkomU skipsins töluvert frá því sem ráð- gert var. Formaður Slysavarnafjelagsins, Þorsteinn Þorsteinsson hafði um- sjón með smíði skipsins og dvaldi ytra meðan á henni stóð, en um- boðsmenn skipasmíðastöðvarinnar hjer, Eggert Kristjánsson & Co„ sáu um alla samninga við Slysa- varnafjelagið. Skipshöfnin. Sjö manpa áhöfn verður á skip- inu: Skipstjóri verður Kristján Kristjánsson, sem var skipstjóri á „Gottu“ í Grænlandsleiðangrinum og verið hefir lengi undanfarið skipstjóri á Skaftfelling. Stýri- maður er Theódór Gíslason. 1. vjelstjóri Jóhann B.jörnsson og 2. vjelstjóri Guðjón Sveinbjörnsson. Matsveinn Guðni Ingvarsson og tveir hásetar, þeir Yilhjálmur Jónsson og Jón Ingvarsson. Er þar valinn maður í þyfyjn rúm,i,( „Við gleymum stund og 3tað“. heitir nýr tangó, sein kom á mark- aðinn í gær. Höfundurinn er 01 í- ver Guðmundsson prentari, sem s.l. haust vakti athygli á sjer með út; gáfu valsins „Hvar ertúf“, sem er mjög vinsæll vals og nærri út- seldur nú. Carl Billich píanóleik- ari hefir útsett þenna nýja tangó. Tangó þessi mun án efa verða vin- sæll , ekki síður en valsinn „Hvar ertu?“, því hann er afar fallegur, Nótnrnar eru í sjerstaklega smekklegri kápu. sje rjett. Ef einhver annar maður getur tekið þetta að sjer og náð varanlegum árangri, þá mun það engan meira gleðja en mig“. Eden skýrði síðan frá því að þetta væri ekki eina atriðið sem þeim bæri á milli, forsætisráðherr- anam og honum. Eitt annað stór- mál hefði orðið að ágreiningsat- riði milli þeirra. Á því hefði for- sætisráðherrann ákveðnar skoðan- ir, ,,en jeg hefi líka ákveðnar skoðanir“, bætti Eden við. „Þess vegna hljóta leiðir okkar að skilja“. Ræða Chamberlains Mr. Chamberlain hóf mál sitt með því að segja, að hann líti ekki svo á, að skoðanamunur þeirra Edens rjettlætti það, að Eden gengi frá embætti. Hann kvaðst ekki efa einlægni hans, en fyrir sjer vekti þrent. í fyrsta lagi, verndun breskra hagsmuna og líf breskra þegna. I öðru lagí vinsamleg sambúð við aðrar þjóðir og í þriðja lagi, að reka þá stefnu sem líklegust væri til að viðhalda friðnum í heim- inum. Chamberlain sagði, að sambúð Itala og Breta síðustu mánuðina hefði verið hættuleg og vaxandi tortrygni leiddi ætíð að lokum til ófriðar. Hver atburðurinn á fæt- ur öðrum ^íðustu mánuðina hefði valdið auknurn misskilningi og tortrygni milli þessara tveggja þjóða. Þegar því Grandi, sendiherra Itala í London, hefði komið' til sín 10. þ. mán. og tjáð sjer, að ítalska stjórnin biði ensku stjórn- inni að senda fulltrúa til Róma- borgar til þess að ræða um mögu- leika á því að bæta samkomulagið milli þjóðanna, þá hefði sjer fund- ist það skylda sín, ekki einungis gagnvart bresku þjóðinni, heldur Evrópu, að taka því vinsamlega. Þar væri gert ráð fyrir að ræða um öll þau mál sem ágreiningur hefir verið um, þar á meðal við- urkenninguna á yfirráðarjetti ít- ala í Abyssiníu og Spánarmálin. Hann kvaðst hafa tjáð Grandi að þar sem Bretar væru í Þjóða- bandalaginu og styddu stefnu þess, myndu þeir að sjálfsögðu bera undir Þjóðabandalagið hvern þann samning sem kynni að vera gerður. Chamberlain sagðist ætíð háfa haldið því fram, að viður- kenning á yfirráðarjetti ítala í Abyssiníu gæti ekki komið til mála, nehia sem nanðsynlegur þáttur í víðtækari samningi. Chamberlain kvaðst þess full- viss, að þegar nú einu sinni samn- ingar væru byrjaðir, myndu ít- alir leggja niður alla áróðurs- starfsemi gegn Bretum, án þess að frekar væri um það rætt. Hann . tilkynti ennfremur, að Grandi hefði komið á fund sinn í morgun og tilkynt sjer að ít- alska stjórnin gengi að kröfum Breta um brottflufning sjálfboða,- liða frá Sþáni, í öllum aðalatrið- um. Chamberlain lagði mikla áherslu á það, að nauðsynlegt væri, að binda enda á þá tilhneigingu, að skipta Evrópuþjóðunum í tvo andstæða flokka og þá einkan- lega að skipa Bretum og Frökk- um andspænis Þjóðverjum og ít- ölum. „Ef oss getur tekist að brjóta niður þann múrvegg sem smám- saman hefir hlaðist milli þessara þjóða, þá höfum vjer trygt næstu kynslóð frið“. 20 ára afmælisháííð St. Framtíðin helt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt á laugardagskvöld- ið að Ilótel ísland. Var það hið virðulegasta samsæti, og er þó Framtíðin með fámennari stúkum hjer í bæ. Sat hófið hátt á annað hundrað manns. Var sest að borð- um kl. 8 1 báðum sölum hótelsins. Setti Jón Gunnlaugsson æðsti templar stúkunnar samsætið, en Flosi Sigurðsson stýrði því. Voru fjölda margar ræður haldnar und ir borðum. Töluðu þar fyrstir Stórtemplar, umdæmisæðstitempl- ar og Þingtemplar, en síðan full- trúar frá ýmsum stúkum. Þess á milli skemti 30 manna blandaður söngkór Templara, undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar, og Björg Guðnadóttir með einsöng. Þar á eftir var dans stiginn fram til kl. 4. Var þetta hjn besta skemtun. Fjelögum í Framtíðinni fjölgar nú óðum, eins og í öllum öðrum stúkum hjer í bænum, og er hún nú að sprengja utan af sjer hús- næði það, sem hún hefir til funda halda. Og þó misti hún æði marga fjelaga fyrir skemstu. Er sú saga til þess, að þegar st. Mínerva var lögð niður, fóru fjelagar hennar flestir í Framtíðina, en er Mín- erva var endurreist í vetur, skil- aði Framtíðin þeim aftur. Mörg heillaskeyti bárust stúk- unni á afmælimi og blómasend- ingar. RÚSSUNUM BJARGAÐ. Skipverjar af ísbrjótnum „Tai- myr“ gengu vfir ísinn að ísjaka Papainleiðangursmanna og björg- uðu þeim á þann hátt á laugar- daginn. í tilefni af björguninni skrifar „Pravda“, „að Norðurheimskaut- ið múni altaf vera sovjet-rúss- neskt“. Fjelag matvörukaupmanna held- ur aðalfund sinn í kvöld kl. 8 í Varðarhúsinu. EldsvoDi é Skúlavðrðustfg • _______ Töluverðar skemdir á húsi og innbúi | úsið við Skólavörðustíg • * 6 B, sem er bakhús, eip-n Jóns Halldórssonar & Co., skemdist mikið af eldi s.l. sunnudag. Eldurinn kom upp í mannlausri íbúð í austurenda hússins. Brunnu þar innviðir allir úr einu her- bergi og mikið skemdist í tveim- ur öðrum samliggjandi herbergj- um. Innanstokksmunir allir eyði- lögðust í herbergjum þessum. Slökkviliðinu tókst að verja aðra hluta hússins fyrir eldinum. Þó skemdust vjelar og verkfæri húsgagnavinnustofu Jóns Hall- dórssonar & Co. töluvert af vatni. Ókunnugt er enn um upptök eldsins. Jón Jónsson bankafulltrúi átti heima í íbúðinni þar sem eld- urinn kom upp, en enginn var heima í íbúðinni nema vinnu- stúlka, sem hafði lagt sig í her- bergi sínu, sem er í norðurenda liússins. Vaknaði hún við snarkið í eldinum. Menn, sem voru þarna nálægt á gangi, urðu fyrst eldsins varir og kölluðu á slökkviliðið. Segja sjónarvottar svo frá að alt í einu hafi heyrst miki.1 spreng ing og andartaki síðar hafi eld; hafið staðið út um glugga íbúð- arinnar. Eldsins varð vart kl. um 5 eu klukkan um 7 hafði slökkvi- liðið lokið störfum sínum. Innbú Jóns Jónssonar var yá- trygt á 12 þúsund krónur og vjel- ar og efni og annað hjá Jóni Hall- dórssyni & Co. fvrir 25 þús. kr. Eldur á Laugaves 15. Eldur kom upp í miðstöðvar- kjallara hússins við Laugaveg 15 í gærmorgun á 10. tímanum. Eld- urinn olli engum skemdum svo teljandi sje, en slökkviliðið var lengi að vinna ,bug á eldinum vegna þess hve erfitt var að kom- ast að kjallaranum. ÍTALIR FAGNA RÁÐ- HERRASKIFTUNUM. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. hemju fögnuð. ítölsku blöðin birta fyrirsagnir yfir þverar síður, svo að .jafnvel ræða Hitlers hverfur í skugga þeirra. Það vekur sjerstakan fögnuð að Eden skuli hafa fall- ið á afstöðunni gagnvart Italíu, þar sem ítalir hafa aldrel gleymt því að Eden gekk djarf- ast fram í því að beita refsiað- gerðunum gegn þeim í Abyss- iniustyrjöldinni. I Þýskalandi hefir því einn- ig verið tekið með fögnuði að klen sagði af sjer. Ýmsir telja að Þ.jóðverjar telji sig nú geta óhræddari farið sínu fram í Suð-austur-Evrópu en áður. í Frakklandi og Banda- rskjunum gætir töluverðrar böl- sýni út af ráðherraskiftunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.