Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 7
l>riðjudagur 22. febr. 1938. 7 Happdrætti Háskóia ístands Á hverju ári eru dregnir út 5000 vinningar af 25000 núm- erum. Að meðaltali fær þá 5. hvert númer vinning, allt frá 50,000 krónum, niður í 100 krénur, eftir heppni hvers vinnanda. Á fyrstu 4 árum happdrættisins hefir verið greitt í vinninga yfir 2% mil- jón krónur. Frá starfsemi Happdrættisins 8. Sagan um fjölina og númerið. I Vestmannaeyjum bað verslnnar- maður einn um ákveðið númer af eftirfarandi ástœðum: Fjöl úr vöru- kassa var sífelt að flækjast fyrir honum. Fjórum sinnum ljet bann fara með f jöl þessa niður í miðstöðv arherbergi í þeim tilgangi að brenna henni, en í fimta sinn varð fjölin fyrir honum og var hún þá komin nPP í glugga í herbergi inn af versl- unarbúðinni. Þótti honum þetta ein- kennilegt og tók eftir því, að tölur voru á fjölinni. Skrifaði hann þær upp og keýpti happdrættismiða með sama númeri. Hefir hann hlotið vinninga á númer þetta frá upphafi og stundum tvisvar á ári. 9. Hætti á miðju ári og missti af 25,000 krónum. Maður nokkur hætti við númer, hálfmiða, vorið 1936 af því, að því er hann sagði, að hann taldi útsjeð um, að á það myndi vinnast. Annar keypti seðilinn eftir nokkra daga, og í 10. flokki þess árs vanst á núm- erið 50.000 krónur. Fekk þessi nýi eigandi á miðann og sá, er átti hinn hálfmiðann á móti honum og hafði átt frá byrjun, sínar 25,000 krón- urnar hvor. Báðir voru efnalitlir menn í alþýðustjett. 10. Vantaði viStæki og fekk. Mann í Hafnarfirði langaði að afla sjer viðtækis, en treysti sjer ekki til þess sökum fjárskorts. HanD keypti sjer 1/4 miða í umboðinu og Ijet svo um mælt, að nú skyldi á það reynt, hvort forsjónin vildi gefa sjer viðtæki. Maðurinn vann á miðann svo að nægði fyrir viðtæki og keypti það. Hvað fær sá, sem einkis freistar? Umboðsmenn í Reykjavík eru: fjjrú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Bjömsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., . Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, La'ufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Ilafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, síini 9310. Dagbók. □ Edda 59382227 — 1. I. O. O. F. Rb. st. 1 Bþ. 852228% III. VeSnrútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Úrkomtilaust. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Hægviðri með 3—5 st. hita um alt land. Lægð við vesturströnd Græn lands á hreyfingu NA-eftir og veldur hún e. t. v. vaxandi SV-átt á Vestfjörðum á morgun. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Vesturgötu 41. Sími 3940. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Stúdentafjelag Reykjavíkur heldur árshátíð sína og aðaldans- leik að Hótel Borg á öskudaginn. Hefst hófið með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Trúlofun. S.l. laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Vig- dís Bbenesardóttir, Laugaveg 85, og Bárður Sveinsson, Lindargötu 17. Sextugur er í dag Guðmundur Olafsson netagerðarinaður í Hafn- arfirði. Bjarni Bjömsson gamanleikari ætlar enn einu sinni að endur- taka skemtun sína í Gamla Bíó vegna fjölmargra áskorana. Verð- ur sú skemtun annað kvöld og ætlar Bjarni þá að bjóða alþing- ismönnum að hlusta á sig. Gamla Bíó var þjettskipað á sunnudag- inn er Bjarni skemti þar. Skíðafæri var allsæmilegt um helgina í Skálafelli og í Insta- dal, en frekar fátt var á skíðum þar, eða um 120 manns. Snjór fell þar eystra á sunnudagsmorg- un og í fyrrinótt snjóaði aftur. Skíðafæri er orðið allgott aftur. Við Kolviðarhól voru um 200 manns á snnnudaginn og einnig var skíðafólk við K. R.-skálann og Ármanns-skálann í Jósefsdal. E.s. Hekla var í Vestmannaeyj- um í gær og hlóð ísfisk og salt- fisk til Englands. Þýskt skip af- fermir í Vestmannaeyjum saltfarm til Tómasar M. Guðjónssonar. Afli var ágætur í Vestmannaeyjum á sunnudag eða alt að 1700 á bát, en í gær var afli tregari, liæst um 800 á bát. Samsætið í tilefni af 75 ára af- mæli þjóðminjasafnsins 24. þ. m. Þeir sem ætla að taka þátt í sam- sætinu ættu að skrifa sig á lista, sem liggur frammi hjá Eymund- sen og á Hótel Borg í dag og á raorgun. Eftir borðhaldið verður dans stiginn til kl. 2. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss fer frá Hull í kvöld. Brúarfoss var á Blöndu- ósi í gærmorgun. Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss kom til Ham borgar í fyrradag og fer þaðan í dag. Selfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Ilafnarfjörður. Seltjarnar- nes. — Til Rvíkur: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ötfúss- og Flóa-póstar. Hafn arfjörður. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. M OR G JJN RLA,ÐIÍ) Baráttan um fyrirtæki Alþýðuílokksins FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. kosningu stjórnar fyrir fjelag- ið. Hjeðinsmenn lögðu fram lista með þessum nöfnum, sem allir eru úr liði sameiningar- manna: Hjeðinn Valdimars- son (formaður), Sigfús Sigur- hjartarson, Steinþór Guð- mundsson, Jón Guðlaugsson og Sigurbjörn Björnsson. Haraldur Guðmundsson lagði nú fram svohljóðandi tillögu: „Þar sem stjórn Alþýðusam- bands Islands hefir samþykt að víkja Hjeðni Valdimarssyni úr sambandsstjórn og Alþýðu- flokknum, telur fundurinn að Hjeðinn Valdimarsson geti ekki verið kjörgengur í for- mannsstöðu eða til annara trúnaðarstarf a f yrir fj elagið lema sambandsþing hafi áður felt ályktun sambandsstjórnar úr gildi". Sigfús Sigurhjartarson bar nú fram rökstudda dagskrá um að vísa tillögu Haralds frá, þar sem formannskosningin myndi sýna álit f jelagsins á því máli. Dagskrá Sigfúsar var samþykt með 284:106 atkv. Haraldur gengur af fundi. Eftir að dagskrártillaga Sig- fúsar Sigurhjartarsonar hafði verið samþykt, skoraði Harald- ur Guðmundsson á sitt lið að ganga af fundi. Gekk þvínæst Haraldur af fundi og með hon- um um 100 manns. Var síðan kosin stjórn fje- lagsins og þeir atlir kosnir, er voru á fyrnefndum lista sam- einingarmanna. Hlutu þeir 292 —295 atkvæði. Þá voru kosnir 7 fulltrúar til þess að mæta á Alþýðusam- bandsþingi, og voru þeir allir sameiningarmenn. Traust og vantraust. Þessu næst var borin upp og samþykt nálega einróma til- laga er lýsti trausti á minni- hluta sambandsstjórnar, van- trausti á meirihluta sam- bandsstjórnar og bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins, mótmæli gegn brottvikningu Hjeðins og áskorun um að vinna áfram að sameiningu flokkanna. Ennfremur var samþykt til- laga um að gefa út eða styrkja nýtt flokksblað og um, að setja upp skrifstofu fyrir ijelagið. Nýtt fjelag. Haraldur Guðmundsson og Iið hans, sem vjek af fundin- um í Nýja Bíó kom strax saman í Alþýðuhúsinu og sam- þykti þar að stofna nýtt AI- þýðuflokksfjelag í Reykjavík. Segir Alþýðublaðið að um 200 manns hafi skráð sig í þetta nýja fjelag. Vijrið úr Alþýðu- sambandinu. Stjórn Alþýðusambandsins kom saman á fund í gærmorg- un og samþykti þar, að víkja Jafnaðarmannaf jelagi Reykja víkur úr Alþýðusambandinu. 1 ályktuninni er þess jafnframt getið, að fulltrúar fjelagsins geti ekki lengur átt sæti í'Full- trúaráði verklýðsf jelaganna í Reykjavík. Baráttan um fyrir- tækin. Fulltrúaráð verklýðsfjelag- anna í bænum hefir með hönd- um stjórn ýmsra fyrirtækja, sem tengd eru við Alþýðu- flokkinn, svo sem Alþýðu- brauðgerðarinnar, samkomu- hússins Iðnó og að einhverju leyti Alþýðuhússins við Hverf- isgötu. Hjeðinn hóaði saman fundi í Fulltrúaráðinu á laug- ardagskvöld og ljet þar kjósa sína menn í stjórn Alþýðu- brauðgerðarinnar og Iðnó; einnig til að mæta á aðal- fundi h.f. Alþýðuhússins. Mun nú ætlan Hjeðins, að taka í ínar hendur stjórn þessara flokksfyrirtækja. En það mun ekki ganga greitt eða hljóða- laust, að komast að þessum fyrirtækjum og ekki ósenni- legt, að fógetinn komi þar við sögu áður en langt líður. ÚtvarpiS: Þriðjudagur 22. febrúar. 8.30 Dönskukensla. 12.00 Hádegisútvarp. 18.45 Þýskukensla. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: „Menskir menn“, IV: Friðarhöfnin (Grjetar Fells rithöfundur). 20.40 Hljómplötur: Ljett lög. 20.45 Húsmæðratími: Sálfræðilegt uppeldi barnsins innan þriggja ára, II. (frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir). 21.10 Symfóníu-tónléikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21.45) Tónverk eftir Chopin (plötur). HRAÐSKÁKIN. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Eyþór Dalberg, vákti ungur at- hygli á sjer fjyir það hve fljótur hánn er að sjá það sem hann sjer í skák, en það er eins og gefur að skilja mjög mikilsverður hæfi- leiki í slíkri kepni sem þessari. Úrslit urðu þessi (tölUrnar una- ar skákir): Eyþór Dalberg 19, Baldur Möll- er 18, Eggert Gilfer 17, Einar Þorvaldsson 16%, Guðbjartur Vig- fússon 15%, Magnús G. Jónsson 15, Sigurður Gissurarson 15, Kristján Sylveríusson 14%, Ás- mundur Ásgeirsson 14, Egill Sig- urðsson 15, Steingrímur Guðmundi Son 14, Hjálmar Theódórsson 18, Benedikt Jóhannsson 12%, Frí- mann Ólafsson 11%, Guðmundur Ágústsson 11%, Sæmundur Ólafs- son ll, Guðjón Tómasson 8%, Jó- hann Jóhannsson 6%, Halldór Bergmann 6, Magnús Bergmann 6, ívar Þór 5%, Bolli Thoroddsen 4%, Ólafur Einarsson 4, Stefán Þ. Guðmundsson 4. Bragi Steingrímsson dýralæknir var meðal farþega á Dronning Alexandrine til Norðurlands í gær. Gegnir hann störfum Sigurðar Hlíðar dýralæknis á Akureyri meðan hann er á þingi. í matinn i dag: Glæný lúða Saltfisksbúðin Hverfisgötu 62. - Sími 2098. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). LITLA BILST08IN Opin allan sólarhringinn. Er nokkuð stór. Það tilkynnist hjer með, að konan mín og móðir okkar, Bjarney Hafberg, andaðist í Landspítalanum 20. þ. mán. Helgi Hafberg og böm. Jarðarför föður míns og tengdaföður, Jóns Magnússonar Melsteð, fer fram miðvikudaginn 23. febrúar og hefst með húskveðju að heimili okkar, Ránargötu 6, kl. 1 e. h. Ólafur L. Jónsson. Guðrún Karvelsdóttir. Jarðarför móður minnar, Herdísar Jónasdóttur, sem andaðist að Sólheimum 14. þ. m., fer fram frá heimili hinn- ar látnu, Bókhlöðustíg 7, miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 10 f. h. og hefst með bæn. Fyrir hönd okkar bræðranna og annara vandamanna. Kristján Sæmundsson. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.