Morgunblaðið - 26.02.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1938, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 Happdrætti Háskóla íslands Á ári hverju verða margir menn efnaðir, er spila í happ drættinu. 75 numer fá 1000 krónur hvert, 25 fá 2000 kr. hvert, 10 fá 5000 kr. hvert, 5 fá 10.000 krónur hvert, 2 fá 15.000 krónur hvert, 3 fá 20,000 kr. hvert, 2 fá 25.000 kr. hvert og 1 fær 50.000 kr. Auk þess smærri vinningar (500 kr., 200 kr., og 100 kr.) Frá starfsemi Happdrættisins 15. Samvinnuf jelag á sveitabæ. I sveitaumboði komu upp 1934 1250 krónur á f jórðungsmiða. Heimilisfólkið í O. fjekk þessa peninga, því að þar var einskon- ar samvinnufjelag um happdrættið. Hafði kver einn fjórðungsmiða og skiptu menn með sjer vinningum. 16. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur. Þ. bóndi á Á. hlaut 5.000 króna vinning 1936. Hann hefir átt fjölda bama og lifað við þröngan kost löngum. Nú era börnin komin vel á legg og fjárhagur því allgóður. En þetta mun hafa þótt hið mesta happ þar á bæ og augljós vottur þess, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur. 17. Kisa vinnur 2500 krónur. Maður í Reykjavík segir frá: I 10. flokki 1934 kom miði upp á 10.000 krónur. Einu sinni í haust vorum við hjónin að koma neðan úr bæ að kvöldlagi. Það var norð- angarri. Við gengum eftir -Skúla- götu. Þegar við komum á móts við Frakkastíg, heyrðum við eitthvert angistarhljóð. Við gáfum því ekki gaum fyrst í stað, en svo urðu hljóðin sárari og sárari, og heyrð- um við þá úr hvaða átt þau komu og gengum á hljóðið. Loksins fund- um við kattarnóru, sem hafði troð- ið sjer milli þils og veggjar í skúr- ganni, sem var þar niður við sjó. Veslings skepnan var bæði köld, svöng og lirædd. Við tókum hana heim með okkur og ílengdist hún hjá okkur. Svo kom að því, að kisa litla eignaðist kettlinga, og ákváð- um við þá að kaupa happdrættis- miða og ánafna kettlingnum. Á þenua miða komu upp 2500 kr. Látið ekki Eiapp ár hendi sleppa, Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9810. GAMLA BÍÓ: San Francisco Clark Cable og Jeanette Mac Donald. Qamla Bíó sýndi í fyrsta skifti í gærkvöldi og sýnir nú um helgina merkilega ame- ríska kvikmynd, er „San Franeis- co nefnist. Kvikmynd þessi mun verða fjölsótt fyrir frábæran leik, fyrir hve vel hún er tekin' og fyrir áhrifaríkt og hugnæmt efni. Myndin gerist í San Francis- co árið 1906. Borgin var þá enn ungur bær og þangað höfðu safn- ast saman æfintýramenn frá öll- um löndum heims. I borginni þró- aðist allskonar spilling og sið- leysi, samfara óstjórnlegri skemt- anafýsn almennings. Hugsandi menn í borginni eru áhyggjufullir út af ljettlyndi fólksins, og þar á meðal er prest- ur einn, sem þjónar í fátækra- hverfi borgarinnar. Vinur hans er veitingahtiseigandi, algerlega trúlaus, en sarnt besti maður í raun og veru. Þeir vinirnir höfðu alist upp saman í fátækrahverfi borgaripnar. Dag nokkurn kemur ung söng kona á fund veitingahúseigand- ans og leitar atvinnu. Hann veit- ir henni atvinnuna, en skilur ekki í því, að hún er öðruvísi en kvenfólk það, er hann hefir átt að venjast. Takast síðar ástir miklar með þeim. Hjer skal ekki farið frekar út í að lýsa efni myndarinnar. Um leikinn má segja, að hann er ineð afburðum góður, og þó sjerstak- lega hlutverk, prestsins, sem leik- ið er af Spencer Tracy. Clark Gable mun nú eins og svo oft fyr heilla kvenfólkið, en hann leikur veitingahúseigandann. — Söngkonuna leikur Janette Mac Donald. Er lnin fríðari en nokkru sinni fyr og söngröddin alveg ein- staklega góð. Hún syngur ljett skemtilög, sálmalög og aríur úr óperunni „Faust“ og aríur eftir Puccini. Nýtur hún sín langsam- lega best í aríunum og sýning- arnar iir „Faust“ muhu hrífa margan söngelskan manninn. Ahrifaríkasti kafli myndai’inn- ar er þó, er jarðskjálftarnir miklu ganga yfir borgina. Hús hrynja, götur klofna og vatns- og gasæðar springa. Fólk ferst og slasast í hundraða tali, en frávita konur og menn æða um göturnar — í ]eit að ættingjum og ástvinum. Sýningarnar ai' jarðskjálftun- um eru meistaralega vel teknar og hljóta að hafa kostað of fjár : og fyrirhöfn. DagbóN. □ Edda 5938317 = 6. Veðurútlit í Rvík í dag: V- eða NV-átt með allhvössum snjójelj- um. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Djúp lægð við vesturströnd ís- lands á hreyfingu austur eftir. Vindur er allhvass SA með ring- ingu og 7—9 st. liita um alt land, en á vestanverðu Grænlandshafi er N-læg átt með 12 st. frosti. Má því búast við kaldara veðurlagi og snjókomu hjer á landi. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Messur í dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11, síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Kl. 2, barnaguðs- þjónusta (sr. Fr. H.). Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 2, síra Arni Sigurðssou. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðs- son fríkirkjuprestur. Barnaguðsþjónusta í Laugar- nesskóla á morgun kl. lOþ^. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Svav- arsson. Messað í Keflavíkurkirkju kl. 2 á morgun, síra Eiríkur Brynjólfs son. Messað í Aðventkirkjunni á morgun kl. 8.30 síðd. O. J. Olsen. Hjónaefni. f gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóna Þor- láksdóttir frá Norðfirði og Jón M. Guðmundsson vjelstjóri, Berg- staðastræti 2. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband í Frederiks- berg Kirke (Kaupmannahöfn) tannlæknarnir frk. Ellen Yde og Björn Br. Björnsson (Brynjólfs Björnssonar tannlæknis). Heimili brúðhjónanna verður Studiestræde 67. Togararnir Júpíter og Venus eru lagðir á stað frá Noregi til Englands. Sextíu ára verður á morgun Agnar Magnúson innheimtumað- Hr, Freyjugötu 36. Eimskip. Gullfoss kom til Leith í gær. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss var á Kópaskeri í gær. Dettifoss var á Patreksfirði í gær. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss kom til Hull í gærmorgun. Gamla Bíó hefir tvær sýningar á kvikmyndinni San Francisco í kvöld kl. 6.45 og kl. 9. B.v. Sindri kom af upsaveiðum í gærmorgun með 100 smálestir af upsa eftir, stutta útivist. Línuveiðarinn Sigríður kom af veiðum í gær með um 80 skippund fiskjar, eftir 4 daga veiðiför. í. R.-ingar fara í skíðaferð að Kolviðarhóli á morgun kl. 9 f. h. Farið verður frá Söluturninum. Farmiðar verða seldir í dag í Stálhúsgögn, Laugaveg 11, til kl. 6 í kvöld. Engir farmiðar verða seld ir við bílana í fyrramálið. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband uugfrú Evelyn Hobbs og Hróbjartur Bjarnason káúpmaður. Heimili þeirra verður á Njálsgötu 106. Skíðafjelag Reykjavíkur fer í skíðaferð á morgun kl. 9 f. h. ef veður og færi leyfir, Snjór er enn- iá talsverður á heiðinni ög ef eitt- hvað kólnar í veðri og nýr snjór fellur, má búast við sæmilegu skíðafæri. Leikfjelag Reykjavíkur sýndi síðastl. fimtudag sjónleikinn „Fyr- irvinnan“ fyrir troðfullu húsi og við sjerstaklega góðar viðtökur. Vinsældir þessa ágæta leiks auk- ast með hverri sýningu, enda er mikið um leikinn talað. Næsta sýning verður á morgun og hefst aðgöngumiðasala í dag. Útvarpið: 20.15 Færeyskt kvöld: a) Erindi, upplestur, söngur o. fl. b) Leikrit: „Ranafell", eftir ■William Heinesen. (Leikstjóri: Lárus Sigurbjörnsson). YFIRGANGUR ER- LENDRA TOGARA. FRAMH. AF ÞRIÐJU SfÐU. var borin fram svofeld tillaga og samþykt með 11 samhl. atkvæðum: „Þar sem upplýst er, að útvegs- menn á Suðurnesjum hafa orðið fyrir svo miklu veiðarfæratjóni af völdum útlendra togara á síðast- liðnum fjórum sólarhringum, að ekki nemur minna en 20 þúsund- um króna, þá skorar Fiskiþingið á hæstv. ríkisstjórn að gera taf- arlaust ráðstafanir til þess, að einu af varðskipunum verði falið að annast um eftirlit og gæslu veiðarfæra á fiskimiðum Suður- nesja og í Faxaflóa, og leita skaðabóta fyrir þau spjöll, sem gerð eru“. Ý V Hjartanlega þakka jeg öllum, sem á einn eða annan hátt, % T hafa sýnt mjer vinsemd á 60 ára fæðingardegi mínum. £ \ \ I * % * ♦**«****4*,*t*****«****4tHt*,*******Mt**WM«*****vM«****4«*******4****M«*****t4*«********«M»*4***»*4«********t*+******t*****»f,****'M*****,t**«*********f* Ólöf Hafliðadóttir. \ Hammalisfarnir k o kh o I r, einniff tilbúnir rammar. Verslun og innrömmun, Laugaveg AXEL CORIES io Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð stðr. Opin alian sólarhringinn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar (Dædí) Sigurðardóttur. Kristján Hannesson og aðrir aðstandendur. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að Guðrún Vigfúsdóttir andaðist í dag að Elliheimilinu hjer í bæ. Hafnarfirði, 25. febrúar 1938. Bjarni Snæbjörnsson. Jarðarför móður minnar, Rannveigar Gísladóttur, fer fram mánudaginn 28. þ. m. frá dómkirkjunni og hefst með húskveðju kl. 1 e. m. frá heimili hennar, Njálsgötu 11. Jarðað verður í Fossvogi. Guðmundur Sveinbjörnsson. Jarðarför föður míns, Sigurðar Jónssonar frá Bygðarenda, fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 28. febrúar, og hefst kl. 1 með húskveðju á heimili mínu, Laugaveg 147. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sigríður Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og útför mannsins míns, föður, sonar og bróður, Árna Gíslasonar frá Miðdal. Guðrún Magnúsdóttir og börn. Þóra Guðmundsdóttir. Óskar Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.